Tímaritið Ey hefur göngu sína

Út er komið nýtt tímarit á vegum Vestmannaeyjabæjar en fyrsta tölublaðið kom út um síðustu helgi.

Tímaritið Ey
Auglýsing

Ey er nýtt tíma­rit sem gefið var út í fyrsta skiptið 11. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um verk­efnið segir að það sé á vegum Vest­manna­eyja­bæj­ar. „Undir það fellur veftíma­rit sem fjallar um skemmti­lega hluti sem eru í gangi í bæn­um, sem og áhuga­verða hluti sem Vest­manna­ey­ingar eru að gera utan Eyja,“ segir í svar­in­u. 

Þau stefni einnig á að halda við­burði tengda átak­inu, t.d. mat­ar­markað í anda þess sem hefur sést í Reykja­vík og víðar á liðnum árum. „Við erum opin fyrir hvers kyns umfjöll­un­ar­efni, svo lengi sem það teng­ist Vest­manna­eyjum að ein­hverju leyt­i.“

Elliði VignissonElliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja­bæj­ar, byrjar á því að ávarpa Eyja­menn í leið­ara tíma­rits­ins. Hann segir það ekki ein­falt að lýsa fyrir öðrum hvernig það sé að vera Vest­manna­ey­ing­ur. Eig­in­lega alveg ómögu­legt. Enda ekk­ert skrýt­ið, hvernig eigi sá sem er alinn upp ann­ars staðar að geta sett sig í spor mann­eskju sem finnst full­kom­lega eðli­legt að leggja allt til hliðar og ein­henda sér í það að bjarga ófleygum lunda­pysjum dag eftir dag? „Hvernig á maður líka að geta lýst í orðum þess­ari næstum áþreif­an­legu, stíg­andi eft­ir­vænt­ingu sem fylgir Þjóð­há­tíð? Gleð­inni sem fylgir Þrett­ánd­an­um?“ spyr hann. 

Auglýsing

„Hvernig það er að búa á virku eld­fjalli og finn­ast Heima­klettur vera hluti af fjöl­skyld­unni? Ólýs­an­legt.

Það er þetta og svo ótal­margt annað sem sam­einar okkur og gerir okkur að Vest­manna­ey­ing­um. Þú veist hvað ég meina,“ segir hann. 

Elliði bætir því við að svo sé líka bara svo gott að búa í Eyjum og það sé mikil upp­bygg­ing í bæn­um. Íbúðir rísi, fyr­ir­tæki styrkist, von sé á nýjum Herj­ólfi, verið sé að byggja hús­næði fyrir fatl­aða og aldr­aða og leik­skólar stækka. Eins og sjá­ist á öfl­ugu starfi leik­fé­lags, kóra, lúðra­sveit­ar, mynd­list­ar­manna og ann­arra, þá sé menn­ingin einnig sterk. Bíóið sé þar frá­bær við­bót, gróska í veit­inga­rekstri sé með ólík­indum og söfnin þeirra hafi vakið eft­ir­tekt víða um heim. Hann segir að nýtt sædýra­safn, með hvali sem aðal­að­drátt­arafl, komi til með að auka hróður safn­anna enn frekar, enda afar metn­að­ar­fullt verk­efni þar á ferð. Svo sé það ÍBV. Frá­bært starf hjá yngri flokkum og bik­ar­meist­arar karla og kvenna 2017. Því­líkt ár, því­líkt félag, segir hann. 

„Þessi árangur er engin til­viljun og er vitn­is­burður um styrk Eyja­manna. Elju­semi, dugn­aður og ósér­hlífni hefur skilað okkur þangað sem við erum. Heimir okkar Hall­gríms­son getur sagt okkur allt um það. Við erum alltaf til í að gera þetta „extra“ sem þarf,“ segir hann. 

Af þessum ástæðum ræðst bær­inn í átakið Ey, að sögn Elliða. Það sé hluti af þeirra „extra“. „Með því viljum við horfa aðeins inn á við, hlúa vel að bænum okkar og fólk­inu sem í honum býr. Með átak­inu ætlum við að brydda upp á alls kyns nýj­ung­um, standa fyrir skemmti­legum upp­á­komum og minna okkur á að það er ástæða fyrir því að við veljum að búa í Vest­manna­eyj­um. Minna okkur á að við getum alltaf gert bet­ur,“ bætir hann við. 

Þau vilji gera íbúa jafn­vel enn stolt­ari af því að búa í Eyj­um. Þannig búi þau ekki bara til betra sam­fé­lag, heldur geri Vest­manna­eyjar að enn ákjós­an­legri áfanga­stað gesta. Reynslan hafi nefni­lega sýnt að lífs­gleði þeirra Eyja­manna sé smit­andi og hrífi þá sem þangað koma.

„Við viljum auka á jákvæðni meðal Vest­manna­ey­inga og virkja bæði bæj­ar­búa og fyr­ir­tæki í bænum til góðra verka. Við skulum standa saman um að deila gleð­inni því þannig hlúum við best að því sem okkur er kærast,“ segir hann að lok­um. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent