Gengið og gengi – hvetur veiking krónunnar til frumkvöðlastarfsemi í undirheimum?

Hvað gerist í fíkniefnaframleiðslu á Íslandi þegar krónan veikist eða styrkist? Eiga lögmál hagfræðinnar við þann skuggaanga samfélagsins alveg eins og þau eiga við aðra innlenda framleiðendur, til dæmis á mjólk? Eikonomics svarar því.

Auglýsing

Frá því í janúar í fyrra, þegar COVID-19 veiran var að hefja flug sitt, hefur krónan veikst um 13% gagnvart helstu gjaldmiðlum heimsins. Slíka veikingu höfum við ekki upplifað frá því að íslenskir útrásarvíkingar sigldu á þjóðarsnekkjunni á ísjaka og sendu hana á beinustu leið á hafsbotn fyrir rúmum áratug. 

Mynd: gengisvísitala krónunnar, 2001 – 2019

Heimild: Seðlabanki Íslands

Veiking krónunnar leiðir að öllu óbreyttu til rýrnunar á kaupmætti launa og sparnaðar, í gegnum verðbólguskot. Ástæðan er einföld. Ef verð á innfluttu dóti hækkar þá geta launin okkar keypt minna af dóti. Einnig ef verð á aðföngum sem notuð eru í innlenda framleiðslu, sem seinna er seld innanlands, þá hækkar kostar við að framleiða það dót og rennur sú kostnaðaraukning einnig út í verðlagið.

Auglýsing
Það er þó ekki allt slæmt við veikingu krónunnar. Eitt sem gerist þegar krónan veikist er að innlend framleiðsla verður samkeppnishæfari. Annars vegar er það út af því að hráefni sem notuð eru í framleiðslu heima fyrir verða ódýrari í samanburði við innflutt hráefni og hins vegar er það af því að laun fólks á Íslandi lækka í samanburði við laun fólks í útlöndum. 

Morgunmatur gefur okkur ágætis dæmi úr sögunni. Verð á eplum, sem ræktuð eru í útlöndum og tínd með erlendu vinnuafli, hækkuðu um 76% á fyrsta ári bankahrunsins. Súrmjólk, sem framleidd er hér á landi úr mjólk sem íslenska beljan framleiðir og íslenskir bændur mjólka, hækkaði á sama tímabili einnig en bara um 36%. Veiking krónunnar gaf því Súrmjólk samkeppnisforskot á epli. Allavega ef við gefum okkur það að fólk sem borði epli sé til í að skipta út nokkrum eplum fyrir Súrmjólk þegar verð á eplum hækkar og svo öfugt.

Mynd: Verðþróun epla og Súrmjólkur fyrir og eftir bankahrun

Heimild: Hagstofa Íslands

Krónan er sanngjörn ráðskona, hún gerir ekki upp á milli verka. Ef hún gefur mjólkuriðnaðnum forskot þá gefur hún ferðamálaiðnaðnum, tæknigeiranum og fiskiðnaðnum líka forskot. Hún er meira að segja svo mikill jafnréttissinni að hún gefur fólki í fíkniefnaiðnaðnum forskot.

Lengi vel var það þannig að nánast öll fíkniefni sem seld voru á götum Reykjavíkur komu til landsins í gegnum gáma og garnir. Innflutningur á fíkniefnum er þó ansi áhættusamt atferli og eru afleiðingar þess að vera gómaður umtalsverðar. Til þess að allt gangi upp þarf að komast fram hjá þefskyni hunda, ráðagóðum löggum og þar með taka sénsinn að tapa allri fjárfestingunni og eyða bestu árum lífsins í steininum.

Ef fíkniefnabarónar bregðast við hvötum á svipaðan hátt og aðrir samfélagsþegnar þá má ætla það að þeir hafi tekið á það að ráð að dreifa áhættunni sem fylgir smyglinu með því að framleiða vissar tegundir fíkniefna hér heima, þó það sé ekki áhættulaust þá má gefa sér það – ef undirheimamenn eru af sama erfðaefni og annað fólk – að þeir vilji dreifa áhættunni yfir mismunandi verkefni.

Slík endurskipulagning var þó ekki ókeypis. Til að framleiða fíkniefni heima þurfti eflaust að kaupa tæki, tóli og hárefnin og ráða og þjálfa starfsfólk í til að sinna framleiðslunni. Og hefur því hvatinn til að skipta úr innflutningi í framleiðslu ekki verið mikill þegar krónan var sterk. 

Ef fíkniefnasala fylgir reglum hagfræðinnar þá myndaðist líklega jafnvægi þar sem eitthvað var framleitt hér heima en mest flutt inn, erlendir framleiðendur höfðu líklega talsvert samkeppnisforskot. Alveg þangað til bankamenn settu fótinn fyrir krónuna sem leiddi til þess að Súrmjólk varð vænni kostur en epli og heimalöguð fíkniefni urðu ódýrari í framleiðslu samanborið við erlend fíkniefni.

Á árunum 2001 – 2008, fyrir bankahrun þegar krónan var sterk, skráði Lögreglan að meðaltali 29 fíkniefnaframleiðslubrot á ári. Á árunum 2009 – 2014, þegar krónan var sérstaklega veik, sexfaldaðist brotafjöldinn. 

Mynd: Fjöldi skráðra fíkniefnaframleiðslubrota og gengi krónunnar

Heimild: Seðlabanki Íslands og afbrotatölfræði Lögreglunnar.

Krónan kemur þannig eins fram við fíkniefnabaróna og mjólkurframleiðendur. Eða næstum því. Það sem aðskilur fíkniefnabaróna og mjólkurframleiðendur að er að tímabundið samkeppnisforskot sem krónan gaf mjólkurframleiðendum hafði líklega langvarandi afleiðingar á fíkniefnaframleiðslu. 

Á árunum 2015 – 2019, þegar krónan fór að sækja aftur í sig veðrið fækkaði árlegum skráðum fíkniefnaframleiðslubrotum. Þrátt fyrir það héldust skráð fíkniefnaframleiðslubrot þó enn vel yfir meðaltali árana fyrir bankahrun. Á því tímabili voru að meðaltali 91 brot skráð hjá lögreglunni.

Mynd: Fjöldi fíkniefnaframleiðslubrota fyrir og eftir bankahrun

Heimild: Afbrotatölfræði Lögreglunnar.

Ein möguleg útskýring á þessu hefur eflaust að gera með fjárfestinguna sem líklega hefur átt sér stað á kreppuárunum. Mjólkurframleiðendur þurfti ekki að fjárfesta í nýjum tækjum, þjálfa nýja starfsmenn og finna upp nýja uppskrift á Súrmjólk til að græða á falli krónunnar. Mögulega hefur veiking krónunnar aukið á eftirspurn eftir Súrmjólk, sem að mestu hefur verið hægt að sinna með tækjum og uppskriftum sem nú þegar var búið að fjárfesta í, eða átti að fjárfesta í hvort eð er. En fíkniefnabarónar þurftu að finna upp hjólið, kaupa framleiðslutól, fjárfesta í mannauðinum sínum og læra að framleiða dóp. Allt er þetta fjárfesting sem sat eftir á framleiðslustöðum og – sem meira máli skiptir – í heilum þeirra sem taka þátt í þessum undirheimamarkaði. 

Auðvitað er þetta allt mikil einföldun og eflaust hafa fleiri þættir spilað inn í, eins og geta fíkniefnabaróna til að finna uppskriftir á netinu. En ég tel þó líklegt að fólk í undirheimunum bregðist við fjárhagslegum hvötum á sama máta og við hin. Og ef svo er þá hefur veiking krónunnar áhrif á jafnvægi fíkniefnainnflutnings og framleiðslu. 

Allavega er það þannig sem hagfræðingur myndi greina áhrif veikingu krónunnar á þennan iðnað úr sófanum heima hjá sér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics