Gengið og gengi – hvetur veiking krónunnar til frumkvöðlastarfsemi í undirheimum?

Hvað gerist í fíkniefnaframleiðslu á Íslandi þegar krónan veikist eða styrkist? Eiga lögmál hagfræðinnar við þann skuggaanga samfélagsins alveg eins og þau eiga við aðra innlenda framleiðendur, til dæmis á mjólk? Eikonomics svarar því.

Auglýsing

Frá því í jan­úar í fyrra, þegar COVID-19 veiran var að hefja flug sitt, hefur krónan veikst um 13% gagn­vart helstu gjald­miðlum heims­ins. Slíka veik­ingu höfum við ekki upp­lifað frá því að íslenskir útrás­ar­vík­ingar sigldu á þjóð­ar­snekkj­unni á ísjaka og sendu hana á bein­ustu leið á hafs­botn fyrir rúmum ára­tug. 

Mynd: geng­is­vísi­tala krón­unn­ar, 2001 – 2019

Heimild: Seðlabanki Íslands

Veik­ing krón­unnar leiðir að öllu óbreyttu til rýrn­unar á kaup­mætti launa og sparn­að­ar, í gegnum verð­bólgu­skot. Ástæðan er ein­föld. Ef verð á inn­fluttu dóti hækkar þá geta launin okkar keypt minna af dóti. Einnig ef verð á aðföngum sem notuð eru í inn­lenda fram­leiðslu, sem seinna er seld inn­an­lands, þá hækkar kostar við að fram­leiða það dót og rennur sú kostn­að­ar­aukn­ing einnig út í verð­lag­ið.

Auglýsing
Það er þó ekki allt slæmt við veik­ingu krón­unn­ar. Eitt sem ger­ist þegar krónan veik­ist er að inn­lend fram­leiðsla verður sam­keppn­is­hæf­ari. Ann­ars vegar er það út af því að hrá­efni sem notuð eru í fram­leiðslu heima fyrir verða ódýr­ari í sam­an­burði við inn­flutt hrá­efni og hins vegar er það af því að laun fólks á Íslandi lækka í sam­an­burði við laun fólks í útlönd­um. 

Morg­un­matur gefur okkur ágætis dæmi úr sög­unni. Verð á eplum, sem ræktuð eru í útlöndum og tínd með erlendu vinnu­afli, hækk­uðu um 76% á fyrsta ári banka­hruns­ins. Súr­mjólk, sem fram­leidd er hér á landi úr mjólk sem íslenska beljan fram­leiðir og íslenskir bændur mjólka, hækk­aði á sama tíma­bili einnig en bara um 36%. Veik­ing krón­unnar gaf því Súr­mjólk sam­keppn­is­for­skot á epli. Alla­vega ef við gefum okkur það að fólk sem borði epli sé til í að skipta út nokkrum eplum fyrir Súr­mjólk þegar verð á eplum hækkar og svo öfugt.

Mynd: Verð­þróun epla og Súr­mjólkur fyrir og eftir banka­hrun

Heimild: Hagstofa Íslands

Krónan er sann­gjörn ráðs­kona, hún gerir ekki upp á milli verka. Ef hún gefur mjólkur­iðn­aðnum for­skot þá gefur hún ferða­mála­iðn­aðn­um, tækni­geir­anum og fisk­iðn­aðnum líka for­skot. Hún er meira að segja svo mik­ill jafn­rétt­is­sinni að hún gefur fólki í fíkni­efna­iðn­aðnum for­skot.

Lengi vel var það þannig að nán­ast öll fíkni­efni sem seld voru á götum Reykja­víkur komu til lands­ins í gegnum gáma og garn­ir. Inn­flutn­ingur á fíkni­efnum er þó ansi áhættu­samt atferli og eru afleið­ingar þess að vera gómaður umtals­verð­ar. Til þess að allt gangi upp þarf að kom­ast fram hjá þef­skyni hunda, ráða­góðum löggum og þar með taka séns­inn að tapa allri fjár­fest­ing­unni og eyða bestu árum lífs­ins í stein­in­um.

Ef fíkni­efna­bar­ónar bregð­ast við hvötum á svip­aðan hátt og aðrir sam­fé­lags­þegnar þá má ætla það að þeir hafi tekið á það að ráð að dreifa áhætt­unni sem fylgir smygl­inu með því að fram­leiða vissar teg­undir fíkni­efna hér heima, þó það sé ekki áhættu­laust þá má gefa sér það – ef und­ir­heima­menn eru af sama erfða­efni og annað fólk – að þeir vilji dreifa áhætt­unni yfir mis­mun­andi verk­efni.

Slík end­ur­skipu­lagn­ing var þó ekki ókeyp­is. Til að fram­leiða fíkni­efni heima þurfti eflaust að kaupa tæki, tóli og hár­efnin og ráða og þjálfa starfs­fólk í til að sinna fram­leiðsl­unni. Og hefur því hvat­inn til að skipta úr inn­flutn­ingi í fram­leiðslu ekki verið mik­ill þegar krónan var sterk. 

Ef fíkni­efna­sala fylgir reglum hag­fræð­innar þá mynd­að­ist lík­lega jafn­vægi þar sem eitt­hvað var fram­leitt hér heima en mest flutt inn, erlendir fram­leið­endur höfðu lík­lega tals­vert sam­keppn­is­for­skot. Alveg þangað til banka­menn settu fót­inn fyrir krón­una sem leiddi til þess að Súr­mjólk varð vænni kostur en epli og heima­löguð fíkni­efni urðu ódýr­ari í fram­leiðslu sam­an­borið við erlend fíkni­efni.

Á árunum 2001 – 2008, fyrir banka­hrun þegar krónan var sterk, skráði Lög­reglan að með­al­tali 29 fíkni­efna­fram­leiðslu­brot á ári. Á árunum 2009 – 2014, þegar krónan var sér­stak­lega veik, sexfald­að­ist brota­fjöld­inn. 

Mynd: Fjöldi skráðra fíkni­efna­fram­leiðslu­brota og gengi krón­unnar

Heimild: Seðlabanki Íslands og afbrotatölfræði Lögreglunnar.

Krónan kemur þannig eins fram við fíkni­efna­bar­óna og mjólk­ur­fram­leið­end­ur. Eða næstum því. Það sem aðskilur fíkni­efna­bar­óna og mjólk­ur­fram­leið­endur að er að tíma­bundið sam­keppn­is­for­skot sem krónan gaf mjólk­ur­fram­leið­endum hafði lík­lega langvar­andi afleið­ingar á fíkni­efna­fram­leiðslu. 

Á árunum 2015 – 2019, þegar krónan fór að sækja aftur í sig veðrið fækk­aði árlegum skráðum fíkni­efna­fram­leiðslu­brot­um. Þrátt fyrir það héld­ust skráð fíkni­efna­fram­leiðslu­brot þó enn vel yfir með­al­tali árana fyrir banka­hrun. Á því tíma­bili voru að með­al­tali 91 brot skráð hjá lög­regl­unni.

Mynd: Fjöldi fíkni­efna­fram­leiðslu­brota fyrir og eftir banka­hrun

Heimild: Afbrotatölfræði Lögreglunnar.

Ein mögu­leg útskýr­ing á þessu hefur eflaust að gera með fjár­fest­ing­una sem lík­lega hefur átt sér stað á kreppu­ár­un­um. Mjólk­ur­fram­leið­endur þurfti ekki að fjár­festa í nýjum tækj­um, þjálfa nýja starfs­menn og finna upp nýja upp­skrift á Súr­mjólk til að græða á falli krón­unn­ar. Mögu­lega hefur veik­ing krón­unnar aukið á eft­ir­spurn eftir Súr­mjólk, sem að mestu hefur verið hægt að sinna með tækjum og upp­skriftum sem nú þegar var búið að fjár­festa í, eða átti að fjár­festa í hvort eð er. En fíkni­efna­bar­ónar þurftu að finna upp hjól­ið, kaupa fram­leiðslu­tól, fjár­festa í mannauð­inum sínum og læra að fram­leiða dóp. Allt er þetta fjár­fest­ing sem sat eftir á fram­leiðslu­stöðum og – sem meira máli skiptir – í heilum þeirra sem taka þátt í þessum und­ir­heima­mark­að­i. 

Auð­vitað er þetta allt mikil ein­földun og eflaust hafa fleiri þættir spilað inn í, eins og geta fíkni­efna­bar­óna til að finna upp­skriftir á net­inu. En ég tel þó lík­legt að fólk í und­ir­heimunum bregð­ist við fjár­hags­legum hvötum á sama máta og við hin. Og ef svo er þá hefur veik­ing krón­unnar áhrif á jafn­vægi fíkni­efna­inn­flutn­ings og fram­leiðslu. 

Alla­vega er það þannig sem hag­fræð­ingur myndi greina áhrif veik­ingu krón­unnar á þennan iðnað úr sóf­anum heima hjá sér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics