Vafrakökur og valdatökur

Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar um áhrif internetsins á lýðræði.

Auglýsing

Það er svo mikið að ger­ast að ég veit ekki hvort ég gæti talað um einn sér­stakan atburð. Þá er rök­rétt að fara yfir hvers vegna hið alþjóð­lega sam­fé­lag er að fara í vaskinn. Hvers vegna erum við orðin svona sundruð? Af hverju er sam­fé­lags­legur klofn­ingur að aukast útum allan heim sam­tím­is? Getum við ekki öll bara fengið okkur bröns saman og rætt mál­in?

Inter­netið er for­senda Arab­íska vors­ins, Hong Kong upp­þot­anna og BLM-hreyf­ing­ar­inn­ar. Sömu­leiðis er inter­netið for­senda þess að fólk trúir á flata jörð, QAnon og kenn­ingar um að Dagur B. Egg­erts­son hafi keypt bíla­stæði frá Reykja­vík­ur­borg. Fjöl­breyti­leiki Inter­nets­ins hefur færst frá klígju­kenndum blogg­færslum á MySpace yfir í efni sér­sniðið að þörfum og skoð­unum neyt­enda, sér­valið af algóritma sem vill halda not­endum virkum sama hvað.

Land­vættir nútíma­sam­fé­lags­ins eru Face­book, Youtu­be, Porn­hub og Goog­le, sem vernda ekki Ísland heldur hags­muni fyr­ir­tækja­eig­enda. Face­book er drek­inn, þar sem þú færð að spýta eldi og brenni­stein á smá­menni án eft­ir­sjár, Google er gamm­ur­inn sem fylgist með og svífur ætíð yfir þér, Youtube er nautið sem baular og hleypur úr einu yfir í annað í stefnu­lausu móki og Porn­hub er berg­ris­inn, vel skeggj­aður hell­is­búi sem þorir ekki að sjá sól­ina eða tala við mann­fólk.

Inter­netið snýst ekki lengur um að upp­lýs­ingar séu frjálsar öll­um, heldur um að halda not­endum innan þeirra eigin þæg­ind­ara­mma. Ef skoð­anir and­snúnar hug­sjónum not­and­ans koma fram,  t.d. að Borg­ar­línan sé góð, Stalín hafi verið fúl­menni eða jafn­vel að sólin sé ekki ljósa­pera hönnuð af NASA eru not­endur lík­legir til þess að skrá sig út og valda þannig Net­fyr­ir­tæki Ehf. fjár­hags­legum skaða. 

Auglýsing
Við höfum sem net­vætt, lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag verið tek­inn og étinn. Á meðan Face­book-fíklar tóku yfir þing­hús Banda­ríkj­anna til þess að bjarga börnum frá mannæt­u-demókrötum seldi Face­book per­sónu­gögn þeirra til hæst­bjóð­enda. Kenn­ingar um bólu­efni, nýtt heims­skip­an, Soros, píramída byggða af geim­verum og hrun vest­ræns sam­fé­lags vegna öfga­fullra flótta­barna eru þreyt­andi á manns­sál­ina. Hvers vegna nennir fólk að trúa þessu?

Þar sem ég er ungur og óþrosk­aður trúi ég að fólk sé oft­ast gott. Fólk sem til­heyrir skúma­skotum sam­fé­lags­ins reynir að upp­lýsa til­vist sína með öfga­kenndum hug­myndum sem flokk­ast undir sam­sær­is­kenn­ing­ar, því hefð­bundnar útskýr­ingar hafa brugð­ist þeim. Ef ég mætti umorða boð­skap stór­skálds­ins og heim­spek­ings­ins Yoda: sam­fé­lags­miðla­notkun eykur van­líð­an, van­líðan eykur ótta, ótti eykur hatur og hatur leiðir til auk­ins gróða sam­fé­lags­miðla. 

Verum samt bjart­sýn, því það er hægt að fyr­ir­byggja að fólk leiti sér svara í sam­sær­is­kenn­ingum eða öfga­hug­mynda­fræð­um. Þetta er gert með því að hlusta betur á fólk sem finnst eins og rödd þeirra sé huns­uð, hvort sem það er öryrki eða grunn­skólakrakki. Sig­ur­inn er tví­þætt­ur, því við náum líka að fyr­ir­byggja að fólk finni eðlu­menn­ina sem stjórna heim­inum með­ ör­flögum undir kló­sett­set­um.

Höf­undur er nemi við Mennta­­­­skól­ann á Akur­eyri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
Kjarninn 4. mars 2021
Það er að birta til í faraldrinum, ári eftir að hann hófst hér á landi.
Tíu fróðleiksmolar um faraldurinn á Íslandi
Við höfum kannski ekki átt sjö dagana sæla í ýmsum skilningi undanfarna mánuði en við fikrumst þó í átt að viku án greindra smita á ný sem hefur ekki gerst síðan í júlí. Frá upphafi faraldursins fyrir rúmu ári hafa samtals 104 dagar verið án nýrra smita.
Kjarninn 3. mars 2021
„Þetta er mjög krítísk staða – órói sem sýnir að kvika sé að brjóta skorpuna en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer.“
„Þetta er mjög krítísk staða“
„Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson deildarforseti jarðvísindadeildar Háskóla Íslands um gosóróann á Reykjanesi sem sýni að kvika sé að brjóta jarðskorpuna „en óvíst hvert hún leitar og hvert þetta ferli fer“.
Kjarninn 3. mars 2021
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Allur afli á markað
Kjarninn 3. mars 2021
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Engar hamfarir yfirvofandi“
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir sterkt merki um að gos sé að hefjast á Reykjanesi en bendir ennfremur á að engar hamfarir séu yfirvofandi.
Kjarninn 3. mars 2021
Óróapúlsinn mælist við Litla Hrút, suður af Keili.
Órói mælist á Reykjanesi
Eldgos er mögulega að hefjast á Reykjanesi. Það myndi ekki ógna byggð né vegasamgöngum. Óróapúls byrjaði að mælast kl. 14:20, en slíkir púlsar margra smárra jarðskjálfta mælast gjarnan í aðdraganda eldgosa. Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld.
Kjarninn 3. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
Kjarninn 3. mars 2021
Spyr hvar Alþingisappið sé
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, vill að komið verði á fót smáforriti þar sem almenningur getur sótt sér upplýsingar um störf þingsins. Forritið mætti fjármagna með sölu á varningi í gegnum netið.
Kjarninn 3. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar