Vafrakökur og valdatökur

Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar um áhrif internetsins á lýðræði.

Auglýsing

Það er svo mikið að gerast að ég veit ekki hvort ég gæti talað um einn sérstakan atburð. Þá er rökrétt að fara yfir hvers vegna hið alþjóðlega samfélag er að fara í vaskinn. Hvers vegna erum við orðin svona sundruð? Af hverju er samfélagslegur klofningur að aukast útum allan heim samtímis? Getum við ekki öll bara fengið okkur bröns saman og rætt málin?

Internetið er forsenda Arabíska vorsins, Hong Kong uppþotanna og BLM-hreyfingarinnar. Sömuleiðis er internetið forsenda þess að fólk trúir á flata jörð, QAnon og kenningar um að Dagur B. Eggertsson hafi keypt bílastæði frá Reykjavíkurborg. Fjölbreytileiki Internetsins hefur færst frá klígjukenndum bloggfærslum á MySpace yfir í efni sérsniðið að þörfum og skoðunum neytenda, sérvalið af algóritma sem vill halda notendum virkum sama hvað.

Landvættir nútímasamfélagsins eru Facebook, Youtube, Pornhub og Google, sem vernda ekki Ísland heldur hagsmuni fyrirtækjaeigenda. Facebook er drekinn, þar sem þú færð að spýta eldi og brennistein á smámenni án eftirsjár, Google er gammurinn sem fylgist með og svífur ætíð yfir þér, Youtube er nautið sem baular og hleypur úr einu yfir í annað í stefnulausu móki og Pornhub er bergrisinn, vel skeggjaður hellisbúi sem þorir ekki að sjá sólina eða tala við mannfólk.

Internetið snýst ekki lengur um að upplýsingar séu frjálsar öllum, heldur um að halda notendum innan þeirra eigin þægindaramma. Ef skoðanir andsnúnar hugsjónum notandans koma fram,  t.d. að Borgarlínan sé góð, Stalín hafi verið fúlmenni eða jafnvel að sólin sé ekki ljósapera hönnuð af NASA eru notendur líklegir til þess að skrá sig út og valda þannig Netfyrirtæki Ehf. fjárhagslegum skaða. 

Auglýsing
Við höfum sem netvætt, lýðræðislegt samfélag verið tekinn og étinn. Á meðan Facebook-fíklar tóku yfir þinghús Bandaríkjanna til þess að bjarga börnum frá mannætu-demókrötum seldi Facebook persónugögn þeirra til hæstbjóðenda. Kenningar um bóluefni, nýtt heimsskipan, Soros, píramída byggða af geimverum og hrun vestræns samfélags vegna öfgafullra flóttabarna eru þreytandi á mannssálina. Hvers vegna nennir fólk að trúa þessu?

Þar sem ég er ungur og óþroskaður trúi ég að fólk sé oftast gott. Fólk sem tilheyrir skúmaskotum samfélagsins reynir að upplýsa tilvist sína með öfgakenndum hugmyndum sem flokkast undir samsæriskenningar, því hefðbundnar útskýringar hafa brugðist þeim. Ef ég mætti umorða boðskap stórskáldsins og heimspekingsins Yoda: samfélagsmiðlanotkun eykur vanlíðan, vanlíðan eykur ótta, ótti eykur hatur og hatur leiðir til aukins gróða samfélagsmiðla. 

Verum samt bjartsýn, því það er hægt að fyrirbyggja að fólk leiti sér svara í samsæriskenningum eða öfgahugmyndafræðum. Þetta er gert með því að hlusta betur á fólk sem finnst eins og rödd þeirra sé hunsuð, hvort sem það er öryrki eða grunnskólakrakki. Sigurinn er tvíþættur, því við náum líka að fyrirbyggja að fólk finni eðlumennina sem stjórna heiminum með örflögum undir klósettsetum.

Höf­undur er nemi við Mennta­­­skól­ann á Akur­eyri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Frá aðdáun til andófs í álfu strangra takmarkana
Í Eyjaálfu hefur „núllstefnan“ í baráttunni við kórónuveiruna skilað eftirtektarverðum árangri og engin smit hafa greinst í nokkrum ríkjum. Eftir að smitum fjölgaði í Ástralíu og útgöngubann var sett á fannst mörgum nóg komið.
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar