Vafrakökur og valdatökur

Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar um áhrif internetsins á lýðræði.

Auglýsing

Það er svo mikið að ger­ast að ég veit ekki hvort ég gæti talað um einn sér­stakan atburð. Þá er rök­rétt að fara yfir hvers vegna hið alþjóð­lega sam­fé­lag er að fara í vaskinn. Hvers vegna erum við orðin svona sundruð? Af hverju er sam­fé­lags­legur klofn­ingur að aukast útum allan heim sam­tím­is? Getum við ekki öll bara fengið okkur bröns saman og rætt mál­in?

Inter­netið er for­senda Arab­íska vors­ins, Hong Kong upp­þot­anna og BLM-hreyf­ing­ar­inn­ar. Sömu­leiðis er inter­netið for­senda þess að fólk trúir á flata jörð, QAnon og kenn­ingar um að Dagur B. Egg­erts­son hafi keypt bíla­stæði frá Reykja­vík­ur­borg. Fjöl­breyti­leiki Inter­nets­ins hefur færst frá klígju­kenndum blogg­færslum á MySpace yfir í efni sér­sniðið að þörfum og skoð­unum neyt­enda, sér­valið af algóritma sem vill halda not­endum virkum sama hvað.

Land­vættir nútíma­sam­fé­lags­ins eru Face­book, Youtu­be, Porn­hub og Goog­le, sem vernda ekki Ísland heldur hags­muni fyr­ir­tækja­eig­enda. Face­book er drek­inn, þar sem þú færð að spýta eldi og brenni­stein á smá­menni án eft­ir­sjár, Google er gamm­ur­inn sem fylgist með og svífur ætíð yfir þér, Youtube er nautið sem baular og hleypur úr einu yfir í annað í stefnu­lausu móki og Porn­hub er berg­ris­inn, vel skeggj­aður hell­is­búi sem þorir ekki að sjá sól­ina eða tala við mann­fólk.

Inter­netið snýst ekki lengur um að upp­lýs­ingar séu frjálsar öll­um, heldur um að halda not­endum innan þeirra eigin þæg­ind­ara­mma. Ef skoð­anir and­snúnar hug­sjónum not­and­ans koma fram,  t.d. að Borg­ar­línan sé góð, Stalín hafi verið fúl­menni eða jafn­vel að sólin sé ekki ljósa­pera hönnuð af NASA eru not­endur lík­legir til þess að skrá sig út og valda þannig Net­fyr­ir­tæki Ehf. fjár­hags­legum skaða. 

Auglýsing
Við höfum sem net­vætt, lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag verið tek­inn og étinn. Á meðan Face­book-fíklar tóku yfir þing­hús Banda­ríkj­anna til þess að bjarga börnum frá mannæt­u-demókrötum seldi Face­book per­sónu­gögn þeirra til hæst­bjóð­enda. Kenn­ingar um bólu­efni, nýtt heims­skip­an, Soros, píramída byggða af geim­verum og hrun vest­ræns sam­fé­lags vegna öfga­fullra flótta­barna eru þreyt­andi á manns­sál­ina. Hvers vegna nennir fólk að trúa þessu?

Þar sem ég er ungur og óþrosk­aður trúi ég að fólk sé oft­ast gott. Fólk sem til­heyrir skúma­skotum sam­fé­lags­ins reynir að upp­lýsa til­vist sína með öfga­kenndum hug­myndum sem flokk­ast undir sam­sær­is­kenn­ing­ar, því hefð­bundnar útskýr­ingar hafa brugð­ist þeim. Ef ég mætti umorða boð­skap stór­skálds­ins og heim­spek­ings­ins Yoda: sam­fé­lags­miðla­notkun eykur van­líð­an, van­líðan eykur ótta, ótti eykur hatur og hatur leiðir til auk­ins gróða sam­fé­lags­miðla. 

Verum samt bjart­sýn, því það er hægt að fyr­ir­byggja að fólk leiti sér svara í sam­sær­is­kenn­ingum eða öfga­hug­mynda­fræð­um. Þetta er gert með því að hlusta betur á fólk sem finnst eins og rödd þeirra sé huns­uð, hvort sem það er öryrki eða grunn­skólakrakki. Sig­ur­inn er tví­þætt­ur, því við náum líka að fyr­ir­byggja að fólk finni eðlu­menn­ina sem stjórna heim­inum með­ ör­flögum undir kló­sett­set­um.

Höf­undur er nemi við Mennta­­­­skól­ann á Akur­eyri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar