Vafrakökur og valdatökur

Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifar um áhrif internetsins á lýðræði.

Auglýsing

Það er svo mikið að ger­ast að ég veit ekki hvort ég gæti talað um einn sér­stakan atburð. Þá er rök­rétt að fara yfir hvers vegna hið alþjóð­lega sam­fé­lag er að fara í vaskinn. Hvers vegna erum við orðin svona sundruð? Af hverju er sam­fé­lags­legur klofn­ingur að aukast útum allan heim sam­tím­is? Getum við ekki öll bara fengið okkur bröns saman og rætt mál­in?

Inter­netið er for­senda Arab­íska vors­ins, Hong Kong upp­þot­anna og BLM-hreyf­ing­ar­inn­ar. Sömu­leiðis er inter­netið for­senda þess að fólk trúir á flata jörð, QAnon og kenn­ingar um að Dagur B. Egg­erts­son hafi keypt bíla­stæði frá Reykja­vík­ur­borg. Fjöl­breyti­leiki Inter­nets­ins hefur færst frá klígju­kenndum blogg­færslum á MySpace yfir í efni sér­sniðið að þörfum og skoð­unum neyt­enda, sér­valið af algóritma sem vill halda not­endum virkum sama hvað.

Land­vættir nútíma­sam­fé­lags­ins eru Face­book, Youtu­be, Porn­hub og Goog­le, sem vernda ekki Ísland heldur hags­muni fyr­ir­tækja­eig­enda. Face­book er drek­inn, þar sem þú færð að spýta eldi og brenni­stein á smá­menni án eft­ir­sjár, Google er gamm­ur­inn sem fylgist með og svífur ætíð yfir þér, Youtube er nautið sem baular og hleypur úr einu yfir í annað í stefnu­lausu móki og Porn­hub er berg­ris­inn, vel skeggj­aður hell­is­búi sem þorir ekki að sjá sól­ina eða tala við mann­fólk.

Inter­netið snýst ekki lengur um að upp­lýs­ingar séu frjálsar öll­um, heldur um að halda not­endum innan þeirra eigin þæg­ind­ara­mma. Ef skoð­anir and­snúnar hug­sjónum not­and­ans koma fram,  t.d. að Borg­ar­línan sé góð, Stalín hafi verið fúl­menni eða jafn­vel að sólin sé ekki ljósa­pera hönnuð af NASA eru not­endur lík­legir til þess að skrá sig út og valda þannig Net­fyr­ir­tæki Ehf. fjár­hags­legum skaða. 

Auglýsing
Við höfum sem net­vætt, lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag verið tek­inn og étinn. Á meðan Face­book-fíklar tóku yfir þing­hús Banda­ríkj­anna til þess að bjarga börnum frá mannæt­u-demókrötum seldi Face­book per­sónu­gögn þeirra til hæst­bjóð­enda. Kenn­ingar um bólu­efni, nýtt heims­skip­an, Soros, píramída byggða af geim­verum og hrun vest­ræns sam­fé­lags vegna öfga­fullra flótta­barna eru þreyt­andi á manns­sál­ina. Hvers vegna nennir fólk að trúa þessu?

Þar sem ég er ungur og óþrosk­aður trúi ég að fólk sé oft­ast gott. Fólk sem til­heyrir skúma­skotum sam­fé­lags­ins reynir að upp­lýsa til­vist sína með öfga­kenndum hug­myndum sem flokk­ast undir sam­sær­is­kenn­ing­ar, því hefð­bundnar útskýr­ingar hafa brugð­ist þeim. Ef ég mætti umorða boð­skap stór­skálds­ins og heim­spek­ings­ins Yoda: sam­fé­lags­miðla­notkun eykur van­líð­an, van­líðan eykur ótta, ótti eykur hatur og hatur leiðir til auk­ins gróða sam­fé­lags­miðla. 

Verum samt bjart­sýn, því það er hægt að fyr­ir­byggja að fólk leiti sér svara í sam­sær­is­kenn­ingum eða öfga­hug­mynda­fræð­um. Þetta er gert með því að hlusta betur á fólk sem finnst eins og rödd þeirra sé huns­uð, hvort sem það er öryrki eða grunn­skólakrakki. Sig­ur­inn er tví­þætt­ur, því við náum líka að fyr­ir­byggja að fólk finni eðlu­menn­ina sem stjórna heim­inum með­ ör­flögum undir kló­sett­set­um.

Höf­undur er nemi við Mennta­­­­skól­ann á Akur­eyri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar