Það er leikur að læra, leikur sá gjör mig ær

Kjartan Sveinn Guðmundsson segir að á einhverjum tímapunkti verði nám að verða skemmtilegt.

Auglýsing

Ég skoð­aði nýlega vef Alþingis (eins og geð­heilsu­hraustir ungir menn gera) og sá þar frum­varp um mennta­stefnu Íslands 2020-2030. Þar var listi sem inni­hélt mik­il­væg­ustu hæfi­leika fram­tíð­ar­innar (sam­kvæmt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu) og var lestur í fyrsta sæti á þeim lista. Það er rök­rétt að kennsla í lestri sé for­gangs­at­riði, enda fer lestri og lesskiln­ingi sífellt hrak­andi á Íslandi og tíma­bært að kippa því í lag.

Eins og stendur er vin­sælt að auka lestur barna og ung­menna með því að þvinga þau til lestr­ar. Það þýðir að barn sem hefur ekki áhuga á lestri er látið lesa þangað til að það kann að meta skemmt­ana­gildi lest­urs hvort sem því líkar það betur eða verr, en lestr­ar­hestur bekkj­ar­ins sem hefur unun af lestri græðir tíma­bundna virð­ingu bekkj­ar­fé­laga sinna í stemn­ingu þar sem hann tekur að sér hlut­verk Sörla úr Dýra­bæ. Kannski er betra fyrir geð­heilsu, nátt­úru­lega for­vitni og lestr­ar­á­huga barna að láta þau í friði eftir að þau eru búin að koma sér í gegnum Sísí og Lóló svo að þau sjálf ákveði hvað þau lesa næst og á hvaða hraða.

Auglýsing
Eini gall­inn við þetta frjáls­lega við­mót er síma­notkun á yngsta stigi grunn­skóla, þar sem símar eru tölu­vert betur hann­aðir til að ná athygli en bæk­ur. Kannski verður ein­hver vit­und­ar­vakn­ing eða eitt­hvað for­varn­ar­starf til þess að minnka síma­notkun hjá börnum og er bóka­lestur til­valið áhuga­mál til að fylla upp í hið til­vist­ar­lega tóma­rúm sem mynd­ast korteri eftir að barn er hætt er að horfa á Bar­bie Elsa Stalin Fun Colors Playtime 3000 eggja­opn­un­ar­mynd­band eða eitt­hvað álíka YouTu­be-­myndefni, sett fyrir framan áður venju­leg börn sam­kvæmt sið­lausri Mat­rix-­gervi­greind.

En hvað með ung­ling­inn? Við­mót klám­kyn­slóð­ar­innar gagn­vart „réttu“ mál­fari og „réttri“ íslensku er aðal­lega mótað af íslensku­kennslu, en hún er eins og stendur álíka opin fyrir frjálsu hug­ar­fari og Pútín er fyrir Gay Pride. Hið gíf­ur­lega magn mál­fræði­verk­efna og skyldu­lest­urs í íslensku­námi ætti að vera gott efni í sam­sær­is­kenn­ingu um hvort að íslensku­nám sé hannað af sér­trú­ar­söfn­uði rétt­trún­að­ar­ridd­ara innan Stofn­unar Árna Magn­ús­son­ar, með það mark­mið að koma í veg fyrir hinn næsta Hall­dór Lax­ness og nýja bylgju atóm­skálda með því að drepa áhuga ung­menna á íslenskri tungu.

Þetta gengur ágæt­lega hjá þeim enda eru ungir rit­höf­und­ar, tón­list­ar­menn, skunkskáld og veggjakrot­arar farnir að stunda listir sínar í síauknum mæli á ensku. Ein ástæða fyrir auk­inni ensku­notkun í list­sköpun er ótti við að nota íslensku, en sá ótti stafar af áhyggjum um að ef það finn­ast mál­fræði­villur munu hneyksl­aðir her­skarar fyrri kyn­slóða koma og sví­virða lista­mann­inn svo að sjálfs­traust hans og lista­fer­ill verði fyrir var­an­legum skaða. Er til önnur þjóð þar sem ung­menni þora ekki að skrifa ljóð á móð­ur­máli sínu af ótta við staf­setn­ing­ar­vill­ur?

Ég efast ekki um að ótti um að íslenska sé að hverfa muni við­hald­ast jafn lengi og íslenskan sjálf, en getum við samt náð­ar­sam­leg­ast nýtt þann ótta í að sækja fram og nútíma­væða kennslu­hætti á íslensku og lestri svo að krökkum finn­ist í alvöru gaman að læra tungu­málið og lesa frekar en að grafa okkur niður í skot­grafir íhalds­semi og aft­ur­hvarfs­hyggju. Við lifum á öld enda­lausrar afþrey­ingar þar sem sífellt erf­ið­ara er að búast við því að krakkar (og full­orðn­ir) geri eitt­hvað sem þeim finnst leið­in­legt að gera, eins og að læra gott og rétt mál án nokk­urrar umb­unar nema minni kvart­ana  for­eldra og hag­fræð­inga yfir PISA-könn­un­um. Á ein­hverjum tíma­punkti verður nám að verða skemmti­legt, hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Höf­undur er nemi við Mennta­­­skól­ann á Akur­eyri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar