Það er leikur að læra, leikur sá gjör mig ær

Kjartan Sveinn Guðmundsson segir að á einhverjum tímapunkti verði nám að verða skemmtilegt.

Auglýsing

Ég skoð­aði nýlega vef Alþingis (eins og geð­heilsu­hraustir ungir menn gera) og sá þar frum­varp um mennta­stefnu Íslands 2020-2030. Þar var listi sem inni­hélt mik­il­væg­ustu hæfi­leika fram­tíð­ar­innar (sam­kvæmt mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu) og var lestur í fyrsta sæti á þeim lista. Það er rök­rétt að kennsla í lestri sé for­gangs­at­riði, enda fer lestri og lesskiln­ingi sífellt hrak­andi á Íslandi og tíma­bært að kippa því í lag.

Eins og stendur er vin­sælt að auka lestur barna og ung­menna með því að þvinga þau til lestr­ar. Það þýðir að barn sem hefur ekki áhuga á lestri er látið lesa þangað til að það kann að meta skemmt­ana­gildi lest­urs hvort sem því líkar það betur eða verr, en lestr­ar­hestur bekkj­ar­ins sem hefur unun af lestri græðir tíma­bundna virð­ingu bekkj­ar­fé­laga sinna í stemn­ingu þar sem hann tekur að sér hlut­verk Sörla úr Dýra­bæ. Kannski er betra fyrir geð­heilsu, nátt­úru­lega for­vitni og lestr­ar­á­huga barna að láta þau í friði eftir að þau eru búin að koma sér í gegnum Sísí og Lóló svo að þau sjálf ákveði hvað þau lesa næst og á hvaða hraða.

Auglýsing
Eini gall­inn við þetta frjáls­lega við­mót er síma­notkun á yngsta stigi grunn­skóla, þar sem símar eru tölu­vert betur hann­aðir til að ná athygli en bæk­ur. Kannski verður ein­hver vit­und­ar­vakn­ing eða eitt­hvað for­varn­ar­starf til þess að minnka síma­notkun hjá börnum og er bóka­lestur til­valið áhuga­mál til að fylla upp í hið til­vist­ar­lega tóma­rúm sem mynd­ast korteri eftir að barn er hætt er að horfa á Bar­bie Elsa Stalin Fun Colors Playtime 3000 eggja­opn­un­ar­mynd­band eða eitt­hvað álíka YouTu­be-­myndefni, sett fyrir framan áður venju­leg börn sam­kvæmt sið­lausri Mat­rix-­gervi­greind.

En hvað með ung­ling­inn? Við­mót klám­kyn­slóð­ar­innar gagn­vart „réttu“ mál­fari og „réttri“ íslensku er aðal­lega mótað af íslensku­kennslu, en hún er eins og stendur álíka opin fyrir frjálsu hug­ar­fari og Pútín er fyrir Gay Pride. Hið gíf­ur­lega magn mál­fræði­verk­efna og skyldu­lest­urs í íslensku­námi ætti að vera gott efni í sam­sær­is­kenn­ingu um hvort að íslensku­nám sé hannað af sér­trú­ar­söfn­uði rétt­trún­að­ar­ridd­ara innan Stofn­unar Árna Magn­ús­son­ar, með það mark­mið að koma í veg fyrir hinn næsta Hall­dór Lax­ness og nýja bylgju atóm­skálda með því að drepa áhuga ung­menna á íslenskri tungu.

Þetta gengur ágæt­lega hjá þeim enda eru ungir rit­höf­und­ar, tón­list­ar­menn, skunkskáld og veggjakrot­arar farnir að stunda listir sínar í síauknum mæli á ensku. Ein ástæða fyrir auk­inni ensku­notkun í list­sköpun er ótti við að nota íslensku, en sá ótti stafar af áhyggjum um að ef það finn­ast mál­fræði­villur munu hneyksl­aðir her­skarar fyrri kyn­slóða koma og sví­virða lista­mann­inn svo að sjálfs­traust hans og lista­fer­ill verði fyrir var­an­legum skaða. Er til önnur þjóð þar sem ung­menni þora ekki að skrifa ljóð á móð­ur­máli sínu af ótta við staf­setn­ing­ar­vill­ur?

Ég efast ekki um að ótti um að íslenska sé að hverfa muni við­hald­ast jafn lengi og íslenskan sjálf, en getum við samt náð­ar­sam­leg­ast nýtt þann ótta í að sækja fram og nútíma­væða kennslu­hætti á íslensku og lestri svo að krökkum finn­ist í alvöru gaman að læra tungu­málið og lesa frekar en að grafa okkur niður í skot­grafir íhalds­semi og aft­ur­hvarfs­hyggju. Við lifum á öld enda­lausrar afþrey­ingar þar sem sífellt erf­ið­ara er að búast við því að krakkar (og full­orðn­ir) geri eitt­hvað sem þeim finnst leið­in­legt að gera, eins og að læra gott og rétt mál án nokk­urrar umb­unar nema minni kvart­ana  for­eldra og hag­fræð­inga yfir PISA-könn­un­um. Á ein­hverjum tíma­punkti verður nám að verða skemmti­legt, hvort sem fólki líkar það betur eða verr.

Höf­undur er nemi við Mennta­­­skól­ann á Akur­eyri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar