Við sigrumst á heimsfaraldri með alþjóðasamstarfi

Stofnfélagi í Viðreisn vill að Ísland taki skrefið og gangi alla leið inn í Evrópusambandið. Það muni tryggja Íslendingum meiri ávinning.

Auglýsing

Þjóð­ir, líkt og ein­stak­ling­ar, verða sterk­ari þegar þær vinna sam­an. Ég held reyndar að flestir geri sér grein fyrir því og á þessum tíma­punkti væri hægt að velta fyrir sér hvort þetta sé grein um almenna skyn­semi. Kannski svona hent­ugur listi með spak­mælum á borð við: „Það er gott að drekka vatn þegar maður er þyrst­ur“ eða „grímur draga úr smit­hætt­u“. Hið síð­ar­nefnda vefst vissu­lega fyrir fáeinum en vert er að minna á mik­il­vægi þess sem hljómar sjálf­sagt þegar heims­far­aldur kann að draga fram ýkt­ari við­brögð á meðal fólks.

 Til marks um hversu skrít­inn þessi tími er hafa yfir­völd svo gott sem lokað landa­mær­unum til þess að við getum lifað eins öruggu og frjálsu lífi og kostur er á. Það er enda skilj­an­legt þegar raun­veru­leg ógn blasir við okkur utan landamæra. En hættan er sú að við lítum á tíma­bundna smit­hættu sem ástæðu til að loka á sam­starf við mik­il­væga banda­menn, í nafni sjálfs­bjarg­ar­við­leitni.

Evr­ópu­sam­bandið tryggir bólu­efni

Síð­ustu mán­uðir hafa verið krafta­verki lík­ast­ir. Fyr­ir­tæki og stofn­anir erlendis hafa búið til bólu­efni gegn COVID-19 á ein­ungis nokkrum mán­uðum og kapp­kosta að fram­leiða nógu mikið af því fyrir allt mann­kynið á eins stuttum tíma og hægt er, svo að kveða megi far­ald­ur­inn nið­ur. Það gerir bólu­efnið að einni eft­ir­sótt­ustu vöru ver­aldar og því ekki sjálf­sagt að örþjóð, eins og Ísland, fái yfir höfuð sinn skammt. Bless­un­ar­lega erum við með annan fót­inn inni í Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) í gegnum samn­ing­inn um Evr­ópska Efna­hags­svæðið (EES). Það hefur gert nágranna­þjóðum okkar kleift að semja um bólu­efna­skammta handa Íslend­ing­um, vel umfram það sem okkur vant­ar.

Ýmsir efa­semd­ar­menn um evr­ópu­sam­starf hafa velt því upp hvort það hafi verið mis­tök að treysta á ESB við gerð þess­ara samn­inga, í ljósi þess að þjóðir á borð við Banda­ríkin og Bret­land hafi tryggt sér stóra skammta strax á meðan hægar gengur í Evr­ópu. Slíkt er skilj­an­legt. Það eru gríð­ar­legir hags­munir í húfi fyrir þjóð­ina að hér verði bólu­sett fljótt og vel og ESB hefði átt að geta samið betur en raun ber vitn­i. 

Auglýsing
Hér þarf þó að meta hvort þeir samn­ingar sem við náðum í gegn, með sam­starfi við aðrar Evr­ópu­þjóðir á grund­velli þess að hlut­falls­lega fengju allar þjóð­irnar jafn­mikið af bólu­efni, séu næg ástæða til að grafa undan gildi alþjóða­sam­skipta og sam­starfs við ESB. Það virð­ist vera mark­mið þeirra sem hæst gagn­rýna samn­ing­inn. Einnig þarf að skoða hvort lík­legt sé að örþjóðin Ísland hefði ein getað náð mun betri samn­ingum og hvað slíkir samn­ingar hefðu kost­að. Líkur eru á að við höfum náð betri árangri, sem hluti af stærri og öfl­ugri heild. 

Göngum alla leið í ESB

Síð­ustu ára­tugi hefur Ísland til­heyrt EES og því hálf­part­inn hluti af Evr­ópu­sam­band­inu. Margir ótt­uð­ust að með aðild að EES myndu þjóð­ar­ein­kenni Íslands dvína, við þyrftum að greiða dýru verði fyrir aukið við­skipta­frelsi og að í því fælist of mikið valda­fram­sal.  Raunin hefur þó aðeins verið jákvæð. Hag­sæld Íslend­inga hefur auk­ist mikið og staða okkar batnað á alþjóða­vísu. Nú síð­ast hefur þetta banda­lag tryggt okkur nægt magn bólu­efnis gegn hættu­legum heims­far­aldri. Almennt er ávinn­ing­ur­inn af sam­starfi við ESB af hinu góða.

Með EES erum við með annan fót­inn inni í ESB. En með fullri aðild og báða fætur inni myndi staða okkar styrkj­ast enn frekar og tryggja okkur Íslend­ingum meiri ávinn­ing og ákvarð­ana­vald að auki. Sam­starfið við ESB og þau tæki­færi sem það býður upp á eru ekki sjálf­gef­in. Þess vegna megum við ekki leyfa þeim sem kjósa að draga úr sam­starfi við ESB að stýra umræð­unni. Við komumst í gegnum heims­far­ald­ur­inn einmitt með því að starfa með vinum okkar handan sjón­deild­ar­hrings­ins og vera þjóð meðal þjóða.

Höf­undur er stofn­fé­lagi Við­reisn­ar, vara­borg­ar­full­trúi og fyrrv. for­maður Ungra Evr­ópu­sinna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar