Vonarskarð – um hvað er deilt?

Karl Ingólfsson skrifar um deilur um aðgengi og náttúruvernd í Vonarskarði.

Auglýsing

Í rúman ára­tug hafa staðið harðar deilur um aðgengi og nátt­úru­vernd í Von­ar­skarði.

Ann­ars vegar er hópur sem fékk því fram­gengt að akstur og hjól­reiðar um gamla öku­leið eftir endi­löngu skarð­inu yrði bann­aður á þeirri for­sendu að við­kvæm nátt­úra og sér­lega við­kvæmt jarð­hita­svæði þyldi ekki þá umferð.

­Um­ferðin og öku­leiðin voru að auki sögð skerða víð­erni í sam­ræmi við heima­saum­aða skil­grein­ingu sem sagði sér­hverja öku­leið skerða víð­erni á 10 km breiðu belti. Eng­inn grein­ar­munur var gerður á fáfar­inni óruddri öku­leið líkt og í Von­ar­skarði og 2+2 Kefla­vík­ur­veg­inum með umferð­ar­brúm og lýs­ingu.

Rétt er að geta þess að í stjórn­unar og vernd­ar­á­ætlun Vatna­jök­uls­þjóð­garð er Von­ar­skarð ekki flokkað sem víð­erni.

Hinn hóp­ur­inn eru úti­vist­ar­menn sem benda á að öku- og hjóla­leiðin er lítt áber­andi, fjarri jarð­hita­svæð­inu og liggur alfarið um ógróið land sem hvorki er við­kvæmara, sér­stæð­ara eða tor­fær­ara en land og leiðir norðan og sunnan Von­ar­skarðs.

Sami hópur hefur látið sig varða umferð og ­nátt­úru­vernd á sjálfu jarð­hita­svæð­inu sæm fær nú á sig álag af nær allri umferð um Von­ar­skarð en jarð­hita­svæðið þarfn­ast betri verndar og hertra umgengn­is­reglna.

Á meðan þess­ari rimmu hefur staðið merkti þjóð­garð­ur­inn göngu­leiðir um Von­ar­skarð sem allar liggja inn í sjálft jarð­hita­svæð­ið. Allan þennan tíma hef­ur ekk­ert verið gert til þess að greiða mönnum för um svarta, kalda hluta Von­ar­skarðs ­sem þolir betur umferð og ágang. Þar er um að ræða þau 97% Von­ar­skarðs sem eru ógrónir mel­ar, skrið­ur, eyr­ar, sandar og klettar.

Far­sæl lausn í fyrri rimmu

Þessar deilur minna á eldri rimmu úti­vist­ar­manna og þjóð­garðs frá þeim tíma er suð­ur­hluti Vatna­jök­uls var gerður að þjóð­garði. Þjóð­garð­ur­inn bann­aði notkun hesta og hjól­hesta á jökli, ásamt því að setja þær tak­mark­anir við tjöldun að sækja þyrfti um leyfi þjóð­garðsvarðar til næt­ur­gist­ingar á jökli. Í sára­bætur fengu ferða­menn tjald­stæði í Tjald­mýri í Esju­fjöll­um.

Ekki lagð­ist þetta reglu­verk vel í Sam­tök úti­vi­star­fé­laga (Samút) og eftir nokk­urra mán­aða þref, fundi og bréfa­skriftir fékkst sú breyt­ing að bann við hjól­reiðum og útreiðum á jökli var afnumið og tjöldun á jökli gef­in frjáls. Að auki fékk ­Samút­ því fram­gengt að tjöldun yrði bönnuð í Tjald­mýri, –það við­kvæma gróð­ur­lendi ætti fyrir alla muni að vernda fyrir ágangi tjald­gesta.

Þessar far­sælu mála­lyktir tryggðu ferða­mönnum vand­ræða­lausa för um jökul­inn og Tjald­mýri þá vernd sem þurfti. Í núver­andi stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun Vatna­jök­uls­þjóð­garðs er ­Tjald­mýri og nokkuð stórt svæði í nágrenn­inu í hæsta vernd­ar­flokki sem kallast 1a eða nátt­úru­vé.

Þessar mála­lyktir eru í raun skóla­bók­ar­dæmi um það hvernig far­sælt reglu­verk tryggir bæði gott aðgengi og vernd við­kvæmra ­svæða.

Von­ar­skarð­deilan er í raun sömu gerð­ar. Lagðir eru steinar í götur sem liggja um þann hluta Von­ar­skarðs sem er greið­fær og lítt við­kvæmur en allri umferð stefnt inn á ofur­við­kvæmt jarð­hita­svæðið – rétt eins og að var stefnt um Tjald­mýri á árum áður.

Skipu­lagið í Von­ar­skarði mætti með réttu kalla „Há­marks skað­semi, – lág­marks aðgeng­i“.

Stefna ­Samút

Það er stefna ­Samút­ að jarð­hita­svæðið í Von­ar­skarði verði frið­lýst sem nátt­úruvé í vernd­ar­flokki 1a líkt og ­Tjald­mýri og horfið verði frá núver­andi stefnu um að leiða alla sem leggja leið sína í Von­ar­skarð inn á við­kvæm­asta hluta skarðs­ins.

Gömlu öku­leið­ina ætti að opna alfarið fyrir hjól­reiða­mönnum sem þurfa þó að krækja inn á syðsta hluta göngu­leiðar til að sneiða fram hjá vöðum á Köldu­kvísl. Þetta er mikið hags­muna­mál fyr­ir­ hjól­reiða­menn á ferð þvert yfir land­ið, sem þannig sleppa við stríðar jök­ulár vestan og norðan Tungna­fells­jök­uls.

Auglýsing
Að auki styð­ur­ ­Samút­ opnun öku­leið­ar­innar síð­sum­ars fyrir bíla­um­ferð og næst þannig aðskiln­aður í tíma á milli vél­knú­innar og fót­knú­innar umferðar en göngu­menn eru helst á ferð­inni í júlí og fyrri hluta ágúst­mán­að­ar. Þar að auki er engin skörun milli öku­leiðar og göngu­leiða og öku­leiðin lítt sýni­leg frá núver­andi göngu­leið­u­m. 

Þar sem öku­leiðin liggur næst jarð­hita­svæð­inu er fjar­lægðin áþekk vega­lengd­inni frá Reykja­vík­ur­höfn upp að ­Stýri­manna­skóla.

Göngu­leiðir ætti að leggja víðar en að jarð­hita­svæð­inu og er vert að minna á ægi­fag­urt vindsorfið móberg í und­ir­hlíðum Bárð­ar­bungu í NA-hluta skarðs­ins, – land sem ekki er við­kvæmt fyrir gesta­gangi. Einnig er athug­andi að merkja göngu­leið á fjallið Deili í miðju skarð­inu og hvetja gesti til að líta jarð­hita­svæðið úr fjar­ska, a.m.k. á meðan ekki hefur verið útfært skipu­lag sem tryggir þar skað­lausa umferð.

Ekk­ert er því til fyr­ir­stöðu að flokk­un­ar­fræð­ingar fái Von­ar­skarð upp­fært í „víð­ern­is­flokk­inn“ 1b í sam­ræmi við skil­grein­ingu hans í íslenskum nátt­úru­vernd­ar­lög­um, þar sem fáfar­in, órudd öku- og hjóla­leið er ekki skil­greind sem „víð­ern­is­skerð­ing“. 

Í umsögn sem ­Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök ­Suð­ur­lands (NSS) sendu Svæð­is­ráði Vest­ur­svæðis Vatna­jök­uls­þjóð­garðs vorið 2020 seg­ir:

„NS­S telja áríð­andi að nú sé róið að því öllum árum að ná sátt um mál­efni Von­ar­skarðs, en sú styr sem staðið hefur um þau und­an­far­inn ára­tug telja sam­tökin hafa verið óheppi­lega og jafn­vel skað­lega fyrir nátt­úru­vernd á land­inu í stærra sam­hengi. Í þessu sam­hengi benda NS­S einnig á að Alþjóða nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in, I­UCN, leggja í dag ríka áherslu á sam­hug um þær leiðir sem valdar eru til nátt­úru­vernd­ar, jafn­vel frekar en stranga vernd – þegar sýnt er að ekki sé um hættu á var­an­leg­um/ó­aft­ur­kræfum skemmdum að ræða.“

Í bráð, – er fótum troðið jarð­hita­svæðið fyrir botni Snapa­dals fórn­ar­lamb núver­andi skipu­lags.

Til lengri tíma er þessi deila stór­skað­leg íslenskri nátt­úru­vernd og fátt hefur komið meira óorði á þjóð­garða og nátt­úru­vernd.

Í 2. grein laga um Vatna­jök­uls­þjóð­garð segir um hlut­verk ­þjóð­garðs­ins:

  1. Vernda nátt­úru svæð­is­ins, svo sem lands­lag, líf­ríki, jarð­mynd­anir og menn­ing­arminj­ar.
  2. Gefa almenn­ingi kost á að kynn­ast og njóta nátt­úru og sögu svæð­is­ins. 

Lausn Tjald­mýr­ar­deil­unnar ætti að vera það for­dæmi sem horft er til. 

Höf­undur er félag­i í Íslenska Alpa­klúbbnum og full­trúi Samút í svæð­is­ráði Vest­ur­svæðis Vatna­jök­uls­þjóð­garðs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar