Náttúruvé í Vonarskarði

Snorri Baldursson hvetur þjóðgarðsyfirvöld til þess að beita sér af fullum þunga fyrir heildstæðri vernd og friðhelgi Vonarskarðs til langrar framtíðar.

Auglýsing

Í Von­ar­skarði í Vatna­jök­uls­þjóð­garði hefur öll vél­vædd umferð verið bönnuð að sumri frá árinu 2011 þegar fyrsta vernd­ar­á­ætlun þjóð­garðs­ins var stað­fest. Æ síð­an, hefur hópur úti­vi­star­fólks knúið á um opnun skarðs­ins fyrir þess konar umferð en nátt­úru­vernd­ar­fólk viljað halda skarð­inu sem griðlandi fyrir göngu­fólk. Þar sem nú hyllir í far­sælt enda­tafl þessa máls er til­efni til að taka næsta skref í verndun Von­ar­skarðs og frið­lýsa það form­lega sem nátt­úru­vé. 

Nátt­úru­vernd­ar­lög og frið­lýs­ing­ar­flokkar

Hið forna orð ­vé var notað yfir griða­stað eða heið­inn helgi­stað. Vé voru afmörkuð með  vébönd­um ­sem ekki mátti rjúfa, en þeir sem það gerðu voru kall­aðir vargar í véum og lýstir frið­laus­ir. Hug­takið vébönd er nú einkum notað til að afmarka eins­leita hópa sem sinna sams­konar störfum eða áhuga­mál­um, svo sem þegar talað er um innan vébanda kirkj­unnar eða knatt­spyrnu­sam­bands­ins. 

Í nátt­úru­vernd­ar­lög­um, sem sam­þykkt voru árið 2013 og tóku gildi 2015, eru skil­greindir alls níu mis­mun­andi flokkar frið­lýstra svæða og þeim raðað eftir eðli og vernd­ar­stigi. Flokk­arnir taka mið af kerfi sem Alþjóð­lega nátt­úru­vernd­ar­sam­bandið IUCN hefur þróað í ára­tugi. Við setn­ingu nátt­úru­vernd­ar­laga tóku umræddir flokkar ýmsum breyt­ingum í með­förum Alþingis til aðlög­unar að sér­stökum aðstæðum hér heima. Í kerfi IUCN eru flokk­arnir núm­eraðir með róm­verskum töl­um. Sá flokkur sem nýtur ströng­ustu verndar fær núm­erið I, hinn næsti núm­erið II og svo fram­veg­is. 

Þjóð­garðar rað­ast í flokk II og njóta sam­kvæmt því mik­illar vernd­un­ar en fólk er þó hvatt til og vel­komið í garð­inn til að stunda ýmis konar heilsu­rækt og and­lega upp­lyft­ingu, gæti það hátt­semi og virði þær reglur sem þjóð­garðs­yf­ir­völd setja. Þótt meg­in­mark­mið þjóð­garða sé enn sem fyrr nátt­úru­vernd hefur hlut­verk þeirra í atvinnu­sköpun í nágranna­byggðum farið vax­andi hin síð­ari ár. Í þjóð­görðum eru inn­viðir byggðir upp og vél­vædd umferð yfir­leitt leyfð á vel skil­greindum og afmörk­uðum leið­u­m. 

Auglýsing
Í kerfi IUCN og nátt­úru­vernd­ar­lögum er gert ráð fyrir tveimur gerðum strang­frið­aðra svæða sem bæði hafa IUCN núm­erið I, þ.e. Ia og Ib. Hér heima eru þau ann­ars vegar nefnd ­Nátt­úru­vé  (Ia) og hins veg­ar Ó­byggð víð­ern­i (I­b). Í þessum flokkum er öll bein nýt­ing nátt­úr­unnar bönnuð og umferð fólks miklum tak­mörk­unum háð. Hugs­unin er að nátt­úran fái að þró­ast eftir eigin lög­málum án beinna inn­gripa eða áhrifa manns­ins – vissu­lega eru flest svæði jarðar undir óbeinum áhrifum mann­skepn­unn­ar. Víð­ast erlendis er vél­vædd umferð á þessum svæðum strang­lega bönnuð nema þá í neyð­ar­til­vikum eða við aðrar sér­stakar aðstæð­ur. 

Í stuttu og mikið ein­föld­uðu máli er helsti munur á þessum tveimur flokk­um, nátt­úru­véum og óbyggðum víð­ern­um, sem báðir leggja áherslu á land­fræði­legar heildir og upp­runa­leika, sá, að hinn fyrr­nefndi horfir meira til verndar sér­stæðs líf­ríkis en hinn síð­ari á vernd stórra nátt­úr­legra svæða, sem geta verið að stórum hluta auðnir eða ber­ang­ur. Til­gangur beggja flokka er líka að tryggja mögu­leika núlif­andi- og kom­andi kyn­slóða á að njóta ein­veru í nátt­úr­legu umhverfi, fjarri heims­ins glaumi. 

Enn hefur ekk­ert land­svæði á Íslandi verið form­lega lýst ­nátt­úru­vé eða ó­byggt víð­erni. Þetta sætir nokk­urri furðu þar sem nú eru um átta ár síðan nátt­úru­vernd­ar­lög voru sam­þykkt á Alþingi og ekki er hægt að halda því fram að engin svæði á Íslandi upp­fylli þau skil­yrði sem kraf­ist er. IUCN nefnir Surtsey og Eldey á Reykja­nesi sem mögu­leg svæði í flokki I (lík­lega Ia frekar en Ib), en nefndar eyjar eru í dag frið­lýstar með öðrum hætt­i. 

Nátt­úru­vé og Von­ar­skarð

Hér bein­ast sjónir að ­nátt­úru­véum í skiln­ingi nátt­úru­vernd­ar­laga en síðar gefst von­andi tæki­færi til að fjalla um ó­byggð víð­ern­i. 

Um  ­nátt­úru­vé  segir í nátt­úru­vernd­ar­lögum (45. gr.): 

„Frið­lýsa má svæði sem nátt­úruvé til að vernda nátt­úru­leg þró­un­ar­ferli, vist­kerfi, fjöl­breytni eða ákveðnar teg­undir og/eða jarð­fræði­leg fyr­ir­bæri sem eru sér­stök eða ein­stök á lands- eða heims­vísu eða í Evr­ópu eða óvenju við­kvæm.  

Frið­lýs­ingin skal miða að því að standa vörð um nátt­úru­legt ástand svæð­is­ins og þróun þess á eigin for­send­um. Nátt­úruvé eiga að geta þjón­að sem við­mið­un­ar­svæði fyrir vís­inda­rann­sóknir og vökt­un.  

Heim­ilt er að tak­marka mjög aðgang að nátt­úru­véum og banna allar athafn­ir sem spillt geta mark­miði vernd­ar­inn­ar.“  

Eins og fyrr segir eru nokkur svæði á land­inu þess eðlis að þau mætti auð­veld­lega, eftir land­fræði­legri afmörk­un, frið­lýsa sem ­nátt­úru­vé. Meðal þess­ara svæða, auk ofan­nefndra, eru ­Þjórs­ár­ver, hluti Horn­stranda og norð­an­verðra Stranda og síð­ast en ekki síst Von­ar­skarð í Vatna­jök­uls­þjóð­garð­i. Í stjórn­un­ar- og vernd­ar­á­ætlun þjóð­garðs­ins (fyrst sam­þykkt 2011) er Von­ar­skarð skil­greint sem svæði sem nýtur auk­innar eða sér­stakrar verndar umfram þá sem þjóð­garður gef­ur. Mark­mið þess­arar auknu verndar er að tryggja enn betur en ella vernd ein­stakrar nátt­úru svæð­is­ins.  

Í Von­ar­skarði bland­ast á ein­stakan hátt lit­rík og fjöl­breyti­leg háhita­svæði með örveru­gróðri sem ekki hefur fund­ist ann­ars stað­ar, blóm­skrúð og mýr­ar­gróður sem dafnar í volgri jörð, laus við búfjár­beit, í meiri hæð yfir sjáv­ar­máli (>900 m) en ann­ars staðar þekk­ist hér á landi, fjöl­breyti­legar jarð­mynd­anir og hveraform, víð­áttu­mikil vatna­skil Norð­ur- og Suð­ur­lands þar sem upp­töku­kvíslar Skjálf­anda­fljóts og Köldu­kvíslar blandast, bíða átekta eins og óvissar hvert halda skuli uns þær taka af skarið með stefnu til norð­urs og suð­urs. Um þetta töfra­land í nátt­úru Íslands lykur hálf­hringur Von­ar­skarðsöskj­unnar með sínum lit­fögru og rétt­nefndu fjöll­um: Skrauti, Kolu­fell, Rauða­kúla, Deil­ir, Gjósta, Svart­höfð­i. 

Von­ar­skarð er eitt af helstu djásnum Vatna­jök­uls­þjóð­garðs í hjarta lands­ins. Frið­lýs­ing þess sem ­nátt­úru­vés yrð­i ævar­andi bauta­steinn um fram­sýni stjórnar þjóð­garðs­ins og ráð­herra umhverf­is­mála. 

Sótt að Von­ar­skarði

En ekki hafa allir verið sam­mála um þessa sýn á fram­tíð Von­ar­skarðs. Í tæpan ára­tug hefur ríkt ófriður um vernd skarðs­ins. Hópur fólks sem stundar vél­vædda úti­vist, einkum innan vébanda sam­taka úti­vi­star­fé­laga, SAMÚT, hefur um ára­bil kraf­ist opn­unar Von­ar­skarðs fyrir tak­mörk­uðum akstri vél­knú­inna öku­tækja. ­SAMÚT hef­ur, að því er virð­ist, látið að því liggja að sam­tökin styðji ekki stofnun Mið­há­lend­is­þjóð­garðs nema látið verði undan þess­ari kröf­u.  

Aftur á móti er þorri nátt­úru­vernd­ar­fólks og breiður hópur úti­vi­star­fólks sam­þykkur því fyr­ir­komu­lagi sem nú ríkir varð­andi veg­slóða og fyr­ir­komu­lag akst­ursleiða í Vatna­jök­uls­þjóð­garði og var komið á eftir umfangs­mikið sam­ráðs­ferli hags­muna­að­ila, og vís­inda­lega úttekt í kjöl­far þess, árið 2013. Sam­ráðið fólst meðal ann­ars í því að hreinsað var til í flóknu slóða­kerfi þjóð­garðs­ins sem orðið hafði til meðal ann­ars með ólög­mætum utan­vega­akstri. Aðrar leiðir voru opn­aðar og merkt­ar. „Von­ar­skarðs­deilan“ svokölluð var sem sagt leyst fyrir átta árum!

Þetta er löng, flókin og heldur leið­in­leg saga sem aðeins fáir kunna til hlítar og ekki er ástæða að fjalla um hér í smá­at­rið­um. En því er þetta nefnt hér, í tengslum við umfjöllun um nátt­úru­vé, að núver­andi stjórn­ar­for­maður Vatna­jök­uls­þjóð­garðs lagði fram til­lögu að nýrri lausn í mál­efnum Von­ar­skarðs.  

Hug­mynd stjórn­ar­for­manns­ins var þrí­þætt; alger lokun skarðs­ins eins og er nú, meðan jörð er auð og þíð að sumri og haust­i, opnun fyrir akstri vél­knú­inna öku­tækja um skarðið frá 15. ágúst að telja og í þriðja lagi svokölluð til­rauna­opnun í til­tek­inn ára­fjölda frá 1. sept­em­ber að telja. Greini­legt var að stjórn­ar­for­mað­ur­inn aðhyllt­ist til­rauna­opn­un­ina sem ýmsir hafa nefnt „sátta­leið“. Að mati þorra nátt­úru­vernd­ar­fólks fólst þó engin sátt í því að einn hópur hefði sitt fram en annar og stærri hópur ekki. Allar hug­myndir um akstur í Von­ar­skarði draga veru­lega úr gildi Vatna­jök­uls­þjóð­garðs, sem tek­inn var á heimsminja­skrá UNESCO árið 2019, og ganga þvert á mögu­leika til að lýsa yfir stofnun fyrsta nátt­úr­vés á Ísland­i. 

Akstur í hvaða formi sem er mun rjúfa vébönd Von­ar­skarðs sem haldið hafa í ára­tug. 

Stór hluti veg­slóð­ans sem áður lá um skarðið er horf­inn með öllu, á hluta leið­ar­innar er yfir erf­iðar ár að fara og að lokum snar­bratta, stór­grýtta brekku sem aðeins er á færi öfl­ugra jeppa og vanra öku­manna. Akstur um Von­ar­skarð yrði sport fárra frekar en sam­göngu­bót fyrir almenn­ing. Í sjálfu sér hef ég ekk­ert við jeppa­sport að athuga en það er frá­leitt mark­mið þjóð­garða. Varla hyggj­ast menn hefja nýja vega­gerð í þjóð­garði sem er á heimsminja­skrá UNESCO? 

Til­rauna­akstur á veg­leysum í Von­ar­skarði er líka arfa­slæm hug­mynd frá vís­inda­legu sjón­ar­horn­i. Í hverju felst til­raun­in? Á að opna og sjá svo til með hvort nátt­úra garðs­ins bíði skaða, svo sem vegna nýrra hjólfara eða olíu­leka? Hver verða til­rauna­við­föngin eða við­mið­in? Hver á að taka svæðið út, fyrir og eftir til­raun­ina? Hvað kostar sann­ferðug úttekt sem krefst mik­illar við­veru á hálend­inu miðju. O.s.frv. 

Nátt­úruvé í hjarta lands­ins

Nú ber­ast þær fregnir að stjórn­ar­for­maður Vatna­jök­uls­þjóð­garðs hygg­ist falla frá öllum hug­myndum um akstur vél­knú­inna öku­tækja í Von­ar­skarði og er það vel. Þrýst­ingur og lög­fræði­legar grein­ar­gerðir hafa greini­lega haft áhrif. Þessum langa og leið­in­lega ein­leik sem SAMÚT hóf fyrir um ára­tug er því von­andi end­an­lega lokið svo stjórn þjóð­garðs­ins geti tekið upp þarfari starfa, svo sem að afmarka land­fræði­lega ólík hlut­verk og vernd­ar­stig svæða í þjóð­garð­in­um, bæta flæði umferðar um hann og efla stjórn­sýslu. 

Ég hvet líka þjóð­garðs­yf­ir­völd til þess að beita sér af fullum þunga fyrir heild­stæðri vernd og frið­helgi Von­ar­skarðs til langrar fram­tíðar og að það verði lýst griðland að sumri og vetri, fyrsta nátt­úruvé Ís­lands.

Höf­undur er áhuga­maður um nátt­úru­vernd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar