Svar við bréfi Viðars

Foreldrar stúlku sem æfði körfubolta hjá Brynjari Karli Sigurðssyni í nokkur ár svara grein Viðars Halldórssonar, prófessors í félagsfræði, um heimildarmyndina Hækkum rána.

Páll Melsted og Jóhanna Jakobsdóttir
Páll Melsted og Jóhanna Jakobsdóttir
Auglýsing

Sæll Við­ar. Í nýlegri grein á Kjarn­anum birtir þú fag­legt mat þitt á heim­ilda­mynd­inni Hækkum rána. Málið er okkur nátengt enda eigum við dóttur sem hefur æft hjá Brynj­ari Karli í nokkur ár eins og kemur fram í mynd­inni. Dóttir okkar byrj­aði í körfu­bolta í Stjörn­unni og æfði á sama tíma fim­leika þar.

Mun­ur­inn var slá­andi, hún fékk að heyra frá fim­leika­þjálf­ara að hún yrði aldrei góð af því hún væri inn­skeif. Þetta var öll end­ur­gjöf­in, engin vald­efl­ing um hvernig hún gæti unnið í þess­ari áskorun og ekki rætt við okkur for­eld­rana, enda voru fyr­ir­mælin frá fim­leika­deild­inni skýr um að sitja ekki á áhorf­endapöllum heldur halda sig á bak við gler­vegg. Í körf­unni var þessu gjör­ó­líkt far­ið. For­eldrar voru ein­dregið hvattir til að mæta á æfingar og reyndar ætl­ast til að for­eldrar mættu á sunn­dagsæf­ing­ar. Brynjar Karl lagði mikla áherslu á að þátt­taka for­eldra er mik­il­vægur þáttur í þjálfun barna.

Áherslan var á að bæta sjálfa sig frekar en að ein­blína ein­göngu á ytri árangur og loka­nið­ur­stöðu eins og titla og verð­launa­pen­inga. Að hennar sögn var hún næst­lé­leg­ust í upp­hafi en fann sig meira í körf­unni af því Brynjar Karl bar virð­ingu fyrir þeim sem leggja sig fram óháð getu eða hæfi­leik­um. Hún náði eftir þrot­lausa vinnu að bæta sig. Sem for­eldrar tókum við eftir hröðum bæt­ing­um, ekki í körfu­bolta, heldur í skóla og sam­skiptum en hún hafði verið lítil í sér áður og látið aðra krakka stjórna sér um of. Í kjöl­farið hefur hún axlað meiri ábyrgð á eigin námi þar sem venjur úr körf­unni heim­fær­ast á önnur verk­efni í líf­inu.

Auglýsing

Þegar við lásum grein þína þá hringdu ein­hverjar við­vör­un­ar­bjöll­ur. Það tók smá tíma fyrir okkur að stað­setja þær því þetta voru ekki við­vör­un­ar­bjöllur for­eldra. Greinin þín er sett fram með til­vísun í fræði­lega þekk­ingu þína og þú skrifar undir sem pró­fessor í félags­fræði og ert með félags­fræði íþrótta sem sér­svið. Það voru vís­inda­legu við­vör­un­ar­bjöll­urnar sem hringdu hjá okk­ur, enda störfum við bæði á sviðum vís­inda en búum líka að því að þekkja vel til máls­ins.

Vanda­málið er að til að draga álykt­anir afl­aðir þú þér ekki gagna. Við þykj­umst ekki þekkja fræða­sviðið þitt um félags­fræði íþrótta en við þekkjum gögn. Í grein­inni eru settar fram stað­hæf­ingar sem ekki eru studdar gögnum og eina ástæðan fyrir því að við vitum það, en ekki þú, er að við vorum á staðn­um. 

Strax í upp­hafi greinar er þjálfunin skil­greind sem afrek­svæð­ing, öll önnur umfjöllun er með þessa grein­ingu sem útgangs­punkt. Á for­eldra­fundum var strax í upp­hafi lögð áhersla á að ekki væri um afreks­stefnu að ræða heldur elju­stefnu, svipuð dæmi og þú nefnir voru nefnd á for­eldra­fundum sem víti til varn­að­ar. Þar eruð þið Brynjar Karl sam­mála.

Okkur er sama um körfu­bolta. Hóp­í­þróttir eru að okkar mati ákveð­inn gervi­heimur og vilja gjarnan þró­ast út í það að vera „show business“. Að því leyti eru þær til­gangs­lausar fyrir börn og ung­linga ef ekki á að nýta þær sem upp­eld­is­tæki. 

Kjarn­inn í elju­stefn­unni er að ein­stak­ling­ur­inn vinni í að bæta sjálfan sig. Þannig nær hann innri árangri með því að takast á við eigin áskor­an­ir. Áherslan er ekki á ytri árangur eins og afreks­stefnan sem þú lýs­ir. Afleið­ing elju­stefnu er hins vegar oft ytri mæl­an­legur árang­ur. Þess vegna eru sum­ir, þegar þeir sjá ein­göngu ytri árang­ur­inn, fljótir að draga þá ályktun að í raun hafi afreks­stefna verið í gangi frá upp­hafi. Þessu hefðir þú áttað þig á ef þú hefðir safnað gögn­um, t.d. með við­tali, stuttri fyr­ir­spurn eða ein­fald­lega tekið eftir því sem fram kom í mynd­inni.

Þú lýsir þess­ari meintu afreks­stefnu sem skilur eftir sig „sviðna jörð“ og er „ómann­úð­leg þar sem ein­göngu þeir hæf­ustu lifa af, og nán­ast öllum er sama um þá sem ekki ná í gegn“. Sam­kvæmt þessu hefði dóttir okkar átt að gef­ast upp í Stjörn­unni. Harðar yfir­lýs­ingar þínar og magnað mynda­mál virka betur en að horfa á gögn­in. Hvaða börn hætta í íþróttum vegna þess að til of mik­ils er ætl­ast af þeim og hvaða börn hætta af því til of lít­ils er ætl­ast til af þeim? Þetta eru verð­ugar rann­sókna­spurn­ing­ar. Það má ekki gleyma börnum sem hætta af því þau fá ekki áskor­anir og verk­efni við hæfi. Þekkt er að stúlkur eru sjaldnar til vand­ræða þó þeim sé ekki sinnt (í skóla eða íþrótt­um) þannig þær hætta jafn­vel þó hvorki þær né aðrir átti sig að þær hafi ekki fengið áskor­anir við hæfi. Sömu vanda­mál er að finna innan mennta­kerf­is­ins þar sem lítið er um sér­rúræði fyrir nem­endur sem þyrftu eða vilja meiri áskor­an­ir.

Í kringum 2015 þá er starfs­maður Körfuknatt­leiks­deildar Stjörn­unnar og aðstoð­ar­þjálf­ari Brynjars Karls að reyna að pressa á yfir­þjálf­ar­ann til að ráða betri þjálf­ara til að þjálfa eldri stúlk­ur. Yfir­þjálf­ar­inn sagði að það þýddi alls ekki af því stelpur hættu hvort eð er all­ar. Þetta er umhverfið sem dóttir okkar var að fara inn í. Við­horfið var að ekki þýddi að ráða hæfan þjálf­ara af því stelpur hætta hvort eð er.  

Það er rétt að þessi þjálfun hentar ekki öllum rétt eins og hefð­bundin þjálfun hentar ekki öll­um. Í raun er umhugs­un­ar­vert að stefnan í íþrótta­málum sé svo fábreyti­leg að allir eigi að vilja það sama. Í hefð­bundnu umhverfi hefði dóttir okkar hætt af sjálfu sér. Er hún ekki jafn­mik­il­væg og stúlkur sem hentar annað en henni? Vorið 2017 kom upp sú hug­mynd að fá fleiri þjálf­ara til að sinna hópnum og skipta honum eftir því hvort stúlk­urnar og fjöl­skyldur vildu halda áfram á sömu braut eða fá hefð­bundn­ari þjálf­un. Ekki var um að ræða til­lögu að skipta eftir getu eða hæfi­leikum heldur vilja. Ekki var fyr­ir­fram ákveðið að þetta myndi leiða til þess að hópnum yrði skipt ef allir hefðu viljað halda áfram þá hefði það orðið nið­ur­stað­an.  Sú hug­mynd að fólk hefði val og ákveddi hvað það vildi féll ekki vel í kramið hjá öllum for­eldrum og Stjörn­unni. Þetta leiddi til þess að leiðir Brynjars Karls og Stjörn­unnar skildu. Um sum­arið færði svo rúmur helm­ingur stúlkn­anna sig yfir til ÍR. Í ÍR var sam­hliða þessu starf­ræktur flokkur með hefð­bundnu sniði fyrir þær fjöl­skyldur sem það vildu. Í grein­inni nefnir þú að yfir­lýs­ing frá Körfuknatt­leiks­deild Stjörn­unnar hafi verið send í kjöl­far þess að hóp­ur­inn færði sig um set en í raun kom þessi yfir­lýs­ing út um mitt haust eftir að stúlk­urnar og for­eldrar þeirra vöktu athygli á því að þeim væri meinað að keppa við drengi. Engar yfir­lýs­ingar voru sendar til for­eldra um mál­ið, sem telj­ast þó hags­muna­að­ilar í mál­inu. Í yfir­lýs­ing­unni voru settar fram alvar­legar ásak­an­ir. For­eldra­hópur átti fund með yfir­stjórn Stjörn­unnar til að kanna hvað væri hæft í þeim og fékk þau svör að ekk­ert væri hæft í þeim. Þetta hefðir þú vitað hefðir þú kannað málið og aflað gagna áður en þú dróst álykt­an­ir.

Sem for­eldrum er okkur umhugað um að ala upp góða og gegna þjóð­fé­lags­þegna. Það er margt sem er að í sam­fé­lag­inu okkar sem má bæta, t.d. við­horf til kvenna í íþrótt­um. Það er ekki síst í gegnum börnin okkar sem við byggjum betra sam­fé­lag.

Þú afgreiðir það sem þær hafa lært á ein­faldan hátt sem „öm­ur­leg­heit“ og „töffara­skap og gam­al­dags karl­mennsku“. Ef þú þekktir þær, þá viss­irðu t.d. að stúlkur úr þessum hópi hafa ítrekað þorað að standa upp fyrir skóla­fé­lögum sem verða fyrir aðkasti. Bekkj­ar­fé­lagar sem eru að takast á við kvíða hafa valið þær til að vera sá litli hópur sem hlustar fyr­ir­lestra þeirra í skóla­verk­efn­um. Þeim er treyst (og hafa reynst trausts­ins verð­ar) fyrir þessu ábyrgð­ar­hlut­verki að bera virð­ingu fyrir þeim sem er takast á við sínar áskor­anir enda þekkja þær það sjálf­ar.

Hvernig sam­ræm­ist það hug­mynda­fræði „gam­al­dags karl­mennsku“ að við­ur­kenna kvíða og takast á við hann í öruggu umhverfi þar sem allir styðja þig og vilja hjálpa þér að ná árangri? Töffara­skapur í huga stúlkn­anna er gera það sem er rétt jafn­vel þó það sé erfitt. Það er töffara­skapur að standa upp fyrir skóla­fé­laga sem verður fyrir aðkasti. Það er töffara­skapur að vera 30 stigum undir í leik, sem er löngu tap­að­ur, en gefa allt í hann þar til klukkan glym­ur. 

Þú talar um ofþjálfun og meiðsli. Þú full­yrðir í fjöl­miðl­um: „Þarna var gríð­ar­leg sér­hæf­ing, gríð­ar­lega miklar æfing­ar. Þarna voru morg­un­æf­ingar og seinnipartsæf­ing­ar, æfingar voru langar og alls konar grein­ing­ar­fundir með miklu álagi, lík­am­legu og and­leg­u.“ Það er alrangt að mikil sér­hæf­ing hafi verið í gagni. Engin stúlka var æfa eina stöðu umfram aðra. Æfingar voru fjöl­breytt­ar: tækni­þjálfun, spil, leik­fræði, hug­ar­þjálfun, styrkt­ar­þjálfun, ein­beit­ing­ar­þjálfun/nú­vit­und. Öllu komið fyrir á 8-10 tímum á viku (æf­ingar 4x í viku frá 10 ára). Þú virð­ist gefa í skyn að stúlkan sem átti við alvar­leg meiðsli að stríða hafi hlotið þau vegna ofþjálf­un­ar. Það er rangt. Sér­stak­lega var lögð áhersla á styrkt­ar­þjálfun til að koma meðal ann­ars í veg fyrir kross­bands- og hné­vanda­mál sem rann­sóknir hafa sýnt eru tíð­ari hjá kon­um. Þegar börn stækka fylgja því oft verkir, sér­stak­lega í hnjám og fótum og æfinga­á­lagi var stýrt og fullt til­lit tekið til þess hjá hverri stúlku fyrir sig. Stúlkur sem æfðu aðrar íþróttir sam­hliða gátu mætt á færri æfingar eða tekið þátt að hluta eftir því sem við átti. Við þekkjum það á eigin skinni að dóttir okkar fékk vægan heila­hrist­in­ing og var frá æfingum í 2 mán­uði. Hún var aldrei pressuð til að harka af sér. Þvert á móti fékk hún stuðn­ing í gegnum það og minnt á lífs­spek­ina: „Ef þú getur ekki gert það sem þú vilt gera verður þú að vilja gera það sem þú getur gert.“ Hvaða klínísku mæl­ingar not­aðir þú til að greina ofþjálfun?

Við­ar, þér urðu á mis­tök. Öllum verða á mis­tök. Í þess­ari grein viljum við bara benda þér á þessi mis­tök sem þú gerðir sem fræði­mað­ur. Stundum er hægt að leið­rétta þau en það er alltaf hægt að læra af þeim. Dóttir okkar er sér­fræð­ingur í mis­tök­um, hún veit að næsta skrefið er að við­ur­kenna þau fyrir sjálfum sér. 

Við hvetjum þig til að sinna fræði­mennsku þinni af alvöru og ræða við okk­ur. Raunin er reyndar sú að þér ætti að bera skylda sem fræði­maður að taka okkur og aðra for­eldra og þjálf­ara í við­tal, mæta á æfingar og liðs­fundi og fylgj­ast með for­eldra­hópnum áður en þú greinir for­eldra­hóp­inn sem sér­trú­ar­söfnuð með fag­legu mati þínu. Annað eru léleg vís­indi sem ekki stæð­ust rit­rýni í nokkru vís­inda­tíma­rit­i. 

Endi­lega hittu okkur á Háskóla­torgi við tæki­færi. Við lofum að mæta ekki með Kool-Aid.

Jóhanna Jak­obs­dóttir er lektor í líf­töl­fræði við Háskóla Íslands og Páll Mel­sted er pró­fessor í tölv­un­ar­fræði við sama skóla, en það kemur mál­inu ekk­ert við. Dóttir þeirra er Gréta Björg Mel­sted.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar