Hafsvæðið við Ísland, hin stórkostlega auðlind og tækifæri henni tengd

Arnar Atlason skrifar um það sem er framúrskarandi við íslenskan sjávarútveg og það sem þurfi að bæta verulega.

Auglýsing

Eft­ir­far­andi er að mínu viti fram­úr­skar­andi við íslenskan sjáv­ar­út­veg og öfund­ar­efni um ver­öld víða.

Auð­lindin sjálf

Sam­kvæmt Hag­stof­unni er afla­verð­mæti áranna 2005-2020 1.980.756.637.789 kr. Það jafn­gildir því að afla­verð­mæti sé að með­al­tali um 124 millj­arðar á ári. Tölur sem erfitt er að setja í sam­hengi en árið 2018 vorum við talin 19. mesta fisk­veiði­þjóð heims­ins. Stærsta fisk­veiði­þjóðin var þá Kín­verjar en hún veiddi ein­ungis 17 sinnum meiri afla það árið en við Íslend­ing­ar. Frændur okkar Norð­menn voru númer 11 í röð­inni en þeir veiddu þá rúm­lega tvisvar sinnum það magn er við veidd­um. Þegar við svo skoðum afla­magn á íbúa land­anna þá kemur í ljós að við veiðum 7,5 sinnum meira magn á íbúa en Norð­menn og 244 sinnum meira á íbúa en Kín­verj­ar. Óhætt er því að full­yrða að gull­fótur okkar Íslend­inga syndi í haf­inu umhverfis okkur og hafi umfram allt annað tryggt okkur þann sess sem við eigum í nútíma­sam­fé­lagi. Vel­megun okkar megum við að sama skapi þakka auð­lind­inni að stóru leyti.

Sjó­menn­irnir

Frá örófi alda hafa íslenskir sjó­menn að öðrum ólöst­uðum þróað með sér afburða reynslu og færni. Meðal þeirra hefur byggst upp yfir­burða þekk­ing á hvers kyns veiðum sem hér er stund­að­ar. Allt frá línu- og hand­færa­veiðum til neta- og tog­veiða. Teg­undum sem hér eru veiddar og verða þjóð­inni að tekjum hefur fjölgað með árunum og má að miklu leyti þakka það elju og útsjón­ar­semi þess­ara hetja hafs­ins. Að sama skapi hefur útsjón­ar­semi þeirra við að auka virði afl­ans verið með ein­dæm­um. Í þeirra höndum hefur virði afl­ans og gæði auk­ist smám saman með árun­um. Líta má á það sem hámark­s­við­ur­kenn­ingu til sjó­manna lands­ins er til Íslands var leitað vegna þró­un­ar­að­stoðar sem í fram­hald­inu var veitt í formi kennslu í þeirra fræð­um.

Fisk­mark­að­irnir

Fyrstu fisk­mark­aðir lands­ins voru stofn­aðir á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Þeir umfram allt annað hafa stuðlað að nýsköpun í fram­leiðslu sjáv­ar­af­urða í land­inu. Strax eftir til­komu þeirra spratt upp fjöldi fram­leiðslu­fyr­ir­tækja, öll drifin áfram af sama mark­mið­inu sem var að lifa af á sam­keppn­is­mark­aði. Þessi suðu­pottur leiddi af sér margs konar nýsköp­un. Fjöldi fisk­teg­unda sem fram að stofnun fisk­mark­að­anna var lít­ils virði, varð allt í einu að tekju­lind fyrir fram­sækin fyr­ir­tæki á mark­aði. Að sama skapi ruddum við okkur í fram­hald­inu leið inn á nýja mark­aði með nýjar vör­ur. Í dag er svo komið að íslenska fisk­mark­aða­netið er algjör­lega fram­úr­skar­andi hvað afhend­ingar­ör­yggi varð­ar. Eitt upp­boð er keyrt 5 til 6 daga vik­unnar og afhend­ing hrá­efnis er í síð­asta lagi morg­un­inn eftir upp­boðs­dag. Það eitt og sér er afrek í landi hinna ýmsu veðra. Vega­lengdir og vegir hér á landi hjálpa heldur ekki og afrekið því ekki minna. Kerfið er það gott að hægt er að full­yrða að það skáki sam­þættum veiði- og vinnslu­fyr­ir­tækj­um, fjöl­breytt og stöðugt fram­boð er þar trygg­t. 

Virð­is­keðja þessi er sú van­metn­asta á land­inu að mínu viti.

Auglýsing
Aðra þætti kerf­is­ins tel ég mega bæta veru­lega. Tæki­færin sem í því fel­ast eru millj­arða virði. Þau eru að mínu viti helst eft­ir­far­andi:

Afli seldur á mark­aðsvirði

Ef allur afli væri seldur á mark­aðsvirði myndu tekjur þjóð­ar­bús­ins aukast um 10-30 millj­arða.

Ein­faldasta leiðin til að auka tekjur þjóð­ar­bús­ins af sjáv­ar­auð­lind­inni er ekki falin í enda­lausu karpi um veiði­gjöld. Nóg er komið þegar ráða­menn vita ekki hvort 11 millj­arðar í veiði­gjöld séu meira virði en 4 millj­arðar í veiði­gjöld. Að mínu viti verður með ein­hverju móti að tryggja að hrá­efni sé ætíð selt gegn mark­aðsvirði og ekki sé í neinum til­fellum um að ræða nið­ur­sett verð í innri við­skiptum fyr­ir­tækja. Í dag er það svo að ein­ungis 18% af 22 helstu botn- og bol­fisk­teg­undum okkar eru seld gegn hæsta verði á fisk­mörk­uðum lands­ins á upp­boði. Hin 82% eru seld með öðrum hætti. Nýj­ustu kjara­samn­ingar sjó­manna kveða á um að afli sé seldur að lág­marki með 25% afslætti. Sýnt hefur verið fram á dæmi þar sem afla­verð­mæti í innri við­skiptum er allt að helm­ingi lægra en mark­aðsvirði.

Hvað þýðir þetta?

Ef við tökum til við­mið­unar fisk­veiði­árið 2019/2020 þá voru 86 þús­und tonn (18%) af umræddum teg­undum seld á fisk­mörk­uðum lands­ins að and­virði lið­lega 23 millj­arða. Ef við gerum ráð fyrir að allur afli Íslend­inga hefði verið seldur á mark­aðsvirði jafnt á fisk­mörk­uðum sem og í innri við­skiptum þá hefði afla­verð­mæti þeirra 479 þús­und tonna sem veidd voru af teg­und­un­um, verið rúm­lega 128 millj­arð­ar. 

Í síð­ustu kjara­samn­ingum sjó­manna var samið um 25% sem lág­marks­af­slátt frá mark­aðsvirði sem verð í innri við­skiptum fyr­ir­tækja. Þannig er tekju­stofn þjóð­ar­innar eða auð­lind­ar­innar lækk­aður að fjár­hæð rúm­lega 32 millj­arð­ar. Ef afslátt­ur­inn er 40% sem dæmi eru um þá má sjá að tekju­stofn þjóð­ar­innar er rúm­lega 51 millj­örðum lægri en ef mark­aðs­verð réði för. 

Tekju­stofn þessi hefur bein áhrif á afkomu þjóð­ar­innar með áhrifum langt umfram núver­andi veiði­gjöld. Nær allar tekjur þjóð­ar­innar af sjáv­ar­út­veg­inum tengj­ast beint verð­mæti afl­ans sem að landi berst. Aukið virði hans er þjóð­inni til hags­bóta en hand­höfum veiði­heim­ild­anna ekki. Í því felst freistni­vandi sem að mínu viti er stærsti vandi kerf­is­ins.

Að þessu við­bættu mun það ýta undir sam­keppni og nýsköpun ef öll fyr­ir­tæki lands­ins starfa sam­kvæmt sömu reglum og sitja við sama borð. Sá hæf­asti mun njóta þess að vera sá hæf­asti, hann þarf ekki endi­lega að vera sá stærsti. Þjóðin mun verða sá sem mest ber úr být­um.

Hvatar til vinnslu inn­an­lands

Á síð­ast­liðnu ári fluttu Íslend­ingar úr landi rúm­lega 50.000.000 kg af heilum óunnum fiski. Fiskur þessi var að and­virði 17 millj­arð­ar. Stöðug aukn­ing hefur verið í þessa veru und­an­farið og nam hún 24% milli árana 2019 og 2020. Verð­mæta­sköpun vegna þessa afla tak­mark­að­ist þannig við veið­ar. Atvinnu- og tekju­skap­andi hlutum þjóð­fé­lags­ins eins og fram­leiðslu-, sölu- og þjón­ustu­fyr­ir­tækjum gafst ekki tæki­færi til að auka verð­mæti þessa hluta auð­lind­ar­inn­ar. 

Ef við gerum ráð fyrir 30% við­bót­ar­verð­mæta­sköpun inn­an­lands vegna þessa afla má sjá að rúmir 5 millj­arðar hefðu bæst við tekjur þjóð­ar­inn­ar. Með ein­földum útreikn­ingi má jafn­framt sjá að með 50 % við­bót­ar­verð­mæta­sköpun hefðu tekjur þjóð­ar­innar auk­ist um allt að 9 millj­örð­um.

Sam­keppn­is­sjón­ar­mið tekin til greina

Mark­aðs­brestir hvers konar eru í öllum til­fellum skil­greindir af hag­fræð­ingum sam­tím­ans sem ágallar sem valda þjóðum svoköll­uðu allratapi. Allratap, er það tap sem þjóð­fé­lag verður fyrir vegna ágalla á innri mark­aði sem veldur því að hámörkun virðis auð­linda næst ekki. 

Sam­kvæmt c. lið 1. mgr. 8. gr. sam­keppn­islaga er hlut­verk Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins m.a. að gæta þess að aðgerðir opin­berra aðila tak­marki ekki sam­keppni og benda stjórn­völdum á leiðir til þess að gera sam­keppni virk­ari og auð­velda aðgang nýrra keppi­nauta að mark­aði.

Mark­aðs­brestir sem við þekkjum best og má tengja við íslenskan sjáv­ar­út­veg eru fákeppni, lóð­rétt sam­þætt­ing fyr­ir­tækja, hindrun á nýliðun og und­ir­verð­lagn­ing í innri við­skipt­um. Allir þessir þættir hafa á und­an­förnum árum færst stöðugt til verri veg­ar. 

Í marg­um­ræddri skýrslu McK­insey & Company frá árinu 2012 kemur fram „að sam­keppni sé lyk­ill að auk­inni fram­leiðni hér á land­i.“ Segir í skýrsl­unni að sam­keppnin stuðli að hag­kvæmri nýt­ingu fram­leiðslu­þátta, hvetji stjórn­endur til að hag­ræða í rekstri og leiði til nýrra hug­mynda, nýsköp­unar og tækninýj­unga.

Áhrif þess að vinna að bættu sam­keppn­isum­hverfi með áherslu á það að lág­marka umrætt allratap, ætti að vera algjört for­gangs­at­riði ráða­manna. Hvert skref í þá átt mun styrkja sam­keppn­is­stöðu þjóð­ar­inn­ar. Um leið munu þjóð­ar­tekjur og afleidd áhrif aukast á ómet­an­legan máta.

Höf­undur er for­maður Sam­taka Fisk­fram­leið­enda og Útflytj­enda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar