Hafsvæðið við Ísland, hin stórkostlega auðlind og tækifæri henni tengd

Arnar Atlason skrifar um það sem er framúrskarandi við íslenskan sjávarútveg og það sem þurfi að bæta verulega.

Auglýsing

Eft­ir­far­andi er að mínu viti fram­úr­skar­andi við íslenskan sjáv­ar­út­veg og öfund­ar­efni um ver­öld víða.

Auð­lindin sjálf

Sam­kvæmt Hag­stof­unni er afla­verð­mæti áranna 2005-2020 1.980.756.637.789 kr. Það jafn­gildir því að afla­verð­mæti sé að með­al­tali um 124 millj­arðar á ári. Tölur sem erfitt er að setja í sam­hengi en árið 2018 vorum við talin 19. mesta fisk­veiði­þjóð heims­ins. Stærsta fisk­veiði­þjóðin var þá Kín­verjar en hún veiddi ein­ungis 17 sinnum meiri afla það árið en við Íslend­ing­ar. Frændur okkar Norð­menn voru númer 11 í röð­inni en þeir veiddu þá rúm­lega tvisvar sinnum það magn er við veidd­um. Þegar við svo skoðum afla­magn á íbúa land­anna þá kemur í ljós að við veiðum 7,5 sinnum meira magn á íbúa en Norð­menn og 244 sinnum meira á íbúa en Kín­verj­ar. Óhætt er því að full­yrða að gull­fótur okkar Íslend­inga syndi í haf­inu umhverfis okkur og hafi umfram allt annað tryggt okkur þann sess sem við eigum í nútíma­sam­fé­lagi. Vel­megun okkar megum við að sama skapi þakka auð­lind­inni að stóru leyti.

Sjó­menn­irnir

Frá örófi alda hafa íslenskir sjó­menn að öðrum ólöst­uðum þróað með sér afburða reynslu og færni. Meðal þeirra hefur byggst upp yfir­burða þekk­ing á hvers kyns veiðum sem hér er stund­að­ar. Allt frá línu- og hand­færa­veiðum til neta- og tog­veiða. Teg­undum sem hér eru veiddar og verða þjóð­inni að tekjum hefur fjölgað með árunum og má að miklu leyti þakka það elju og útsjón­ar­semi þess­ara hetja hafs­ins. Að sama skapi hefur útsjón­ar­semi þeirra við að auka virði afl­ans verið með ein­dæm­um. Í þeirra höndum hefur virði afl­ans og gæði auk­ist smám saman með árun­um. Líta má á það sem hámark­s­við­ur­kenn­ingu til sjó­manna lands­ins er til Íslands var leitað vegna þró­un­ar­að­stoðar sem í fram­hald­inu var veitt í formi kennslu í þeirra fræð­um.

Fisk­mark­að­irnir

Fyrstu fisk­mark­aðir lands­ins voru stofn­aðir á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Þeir umfram allt annað hafa stuðlað að nýsköpun í fram­leiðslu sjáv­ar­af­urða í land­inu. Strax eftir til­komu þeirra spratt upp fjöldi fram­leiðslu­fyr­ir­tækja, öll drifin áfram af sama mark­mið­inu sem var að lifa af á sam­keppn­is­mark­aði. Þessi suðu­pottur leiddi af sér margs konar nýsköp­un. Fjöldi fisk­teg­unda sem fram að stofnun fisk­mark­að­anna var lít­ils virði, varð allt í einu að tekju­lind fyrir fram­sækin fyr­ir­tæki á mark­aði. Að sama skapi ruddum við okkur í fram­hald­inu leið inn á nýja mark­aði með nýjar vör­ur. Í dag er svo komið að íslenska fisk­mark­aða­netið er algjör­lega fram­úr­skar­andi hvað afhend­ingar­ör­yggi varð­ar. Eitt upp­boð er keyrt 5 til 6 daga vik­unnar og afhend­ing hrá­efnis er í síð­asta lagi morg­un­inn eftir upp­boðs­dag. Það eitt og sér er afrek í landi hinna ýmsu veðra. Vega­lengdir og vegir hér á landi hjálpa heldur ekki og afrekið því ekki minna. Kerfið er það gott að hægt er að full­yrða að það skáki sam­þættum veiði- og vinnslu­fyr­ir­tækj­um, fjöl­breytt og stöðugt fram­boð er þar trygg­t. 

Virð­is­keðja þessi er sú van­metn­asta á land­inu að mínu viti.

Auglýsing
Aðra þætti kerf­is­ins tel ég mega bæta veru­lega. Tæki­færin sem í því fel­ast eru millj­arða virði. Þau eru að mínu viti helst eft­ir­far­andi:

Afli seldur á mark­aðsvirði

Ef allur afli væri seldur á mark­aðsvirði myndu tekjur þjóð­ar­bús­ins aukast um 10-30 millj­arða.

Ein­faldasta leiðin til að auka tekjur þjóð­ar­bús­ins af sjáv­ar­auð­lind­inni er ekki falin í enda­lausu karpi um veiði­gjöld. Nóg er komið þegar ráða­menn vita ekki hvort 11 millj­arðar í veiði­gjöld séu meira virði en 4 millj­arðar í veiði­gjöld. Að mínu viti verður með ein­hverju móti að tryggja að hrá­efni sé ætíð selt gegn mark­aðsvirði og ekki sé í neinum til­fellum um að ræða nið­ur­sett verð í innri við­skiptum fyr­ir­tækja. Í dag er það svo að ein­ungis 18% af 22 helstu botn- og bol­fisk­teg­undum okkar eru seld gegn hæsta verði á fisk­mörk­uðum lands­ins á upp­boði. Hin 82% eru seld með öðrum hætti. Nýj­ustu kjara­samn­ingar sjó­manna kveða á um að afli sé seldur að lág­marki með 25% afslætti. Sýnt hefur verið fram á dæmi þar sem afla­verð­mæti í innri við­skiptum er allt að helm­ingi lægra en mark­aðsvirði.

Hvað þýðir þetta?

Ef við tökum til við­mið­unar fisk­veiði­árið 2019/2020 þá voru 86 þús­und tonn (18%) af umræddum teg­undum seld á fisk­mörk­uðum lands­ins að and­virði lið­lega 23 millj­arða. Ef við gerum ráð fyrir að allur afli Íslend­inga hefði verið seldur á mark­aðsvirði jafnt á fisk­mörk­uðum sem og í innri við­skiptum þá hefði afla­verð­mæti þeirra 479 þús­und tonna sem veidd voru af teg­und­un­um, verið rúm­lega 128 millj­arð­ar. 

Í síð­ustu kjara­samn­ingum sjó­manna var samið um 25% sem lág­marks­af­slátt frá mark­aðsvirði sem verð í innri við­skiptum fyr­ir­tækja. Þannig er tekju­stofn þjóð­ar­innar eða auð­lind­ar­innar lækk­aður að fjár­hæð rúm­lega 32 millj­arð­ar. Ef afslátt­ur­inn er 40% sem dæmi eru um þá má sjá að tekju­stofn þjóð­ar­innar er rúm­lega 51 millj­örðum lægri en ef mark­aðs­verð réði för. 

Tekju­stofn þessi hefur bein áhrif á afkomu þjóð­ar­innar með áhrifum langt umfram núver­andi veiði­gjöld. Nær allar tekjur þjóð­ar­innar af sjáv­ar­út­veg­inum tengj­ast beint verð­mæti afl­ans sem að landi berst. Aukið virði hans er þjóð­inni til hags­bóta en hand­höfum veiði­heim­ild­anna ekki. Í því felst freistni­vandi sem að mínu viti er stærsti vandi kerf­is­ins.

Að þessu við­bættu mun það ýta undir sam­keppni og nýsköpun ef öll fyr­ir­tæki lands­ins starfa sam­kvæmt sömu reglum og sitja við sama borð. Sá hæf­asti mun njóta þess að vera sá hæf­asti, hann þarf ekki endi­lega að vera sá stærsti. Þjóðin mun verða sá sem mest ber úr být­um.

Hvatar til vinnslu inn­an­lands

Á síð­ast­liðnu ári fluttu Íslend­ingar úr landi rúm­lega 50.000.000 kg af heilum óunnum fiski. Fiskur þessi var að and­virði 17 millj­arð­ar. Stöðug aukn­ing hefur verið í þessa veru und­an­farið og nam hún 24% milli árana 2019 og 2020. Verð­mæta­sköpun vegna þessa afla tak­mark­að­ist þannig við veið­ar. Atvinnu- og tekju­skap­andi hlutum þjóð­fé­lags­ins eins og fram­leiðslu-, sölu- og þjón­ustu­fyr­ir­tækjum gafst ekki tæki­færi til að auka verð­mæti þessa hluta auð­lind­ar­inn­ar. 

Ef við gerum ráð fyrir 30% við­bót­ar­verð­mæta­sköpun inn­an­lands vegna þessa afla má sjá að rúmir 5 millj­arðar hefðu bæst við tekjur þjóð­ar­inn­ar. Með ein­földum útreikn­ingi má jafn­framt sjá að með 50 % við­bót­ar­verð­mæta­sköpun hefðu tekjur þjóð­ar­innar auk­ist um allt að 9 millj­örð­um.

Sam­keppn­is­sjón­ar­mið tekin til greina

Mark­aðs­brestir hvers konar eru í öllum til­fellum skil­greindir af hag­fræð­ingum sam­tím­ans sem ágallar sem valda þjóðum svoköll­uðu allratapi. Allratap, er það tap sem þjóð­fé­lag verður fyrir vegna ágalla á innri mark­aði sem veldur því að hámörkun virðis auð­linda næst ekki. 

Sam­kvæmt c. lið 1. mgr. 8. gr. sam­keppn­islaga er hlut­verk Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins m.a. að gæta þess að aðgerðir opin­berra aðila tak­marki ekki sam­keppni og benda stjórn­völdum á leiðir til þess að gera sam­keppni virk­ari og auð­velda aðgang nýrra keppi­nauta að mark­aði.

Mark­aðs­brestir sem við þekkjum best og má tengja við íslenskan sjáv­ar­út­veg eru fákeppni, lóð­rétt sam­þætt­ing fyr­ir­tækja, hindrun á nýliðun og und­ir­verð­lagn­ing í innri við­skipt­um. Allir þessir þættir hafa á und­an­förnum árum færst stöðugt til verri veg­ar. 

Í marg­um­ræddri skýrslu McK­insey & Company frá árinu 2012 kemur fram „að sam­keppni sé lyk­ill að auk­inni fram­leiðni hér á land­i.“ Segir í skýrsl­unni að sam­keppnin stuðli að hag­kvæmri nýt­ingu fram­leiðslu­þátta, hvetji stjórn­endur til að hag­ræða í rekstri og leiði til nýrra hug­mynda, nýsköp­unar og tækninýj­unga.

Áhrif þess að vinna að bættu sam­keppn­isum­hverfi með áherslu á það að lág­marka umrætt allratap, ætti að vera algjört for­gangs­at­riði ráða­manna. Hvert skref í þá átt mun styrkja sam­keppn­is­stöðu þjóð­ar­inn­ar. Um leið munu þjóð­ar­tekjur og afleidd áhrif aukast á ómet­an­legan máta.

Höf­undur er for­maður Sam­taka Fisk­fram­leið­enda og Útflytj­enda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar