Til umhugsunar fyrir orkukræfustu þjóð í heimi

Snæbjörn Guðmundsson spyr hvort ekki væri skynsamlegra og umhverfisvænna fyrir Íslendinga að auka nýtni orkunnar í stað þess að krefjast sífellt meiri virkjana og orkuöflunar.

Auglýsing

Til er ein­ing sem mælir orku­nýtni þjóða í hag­fræði­legu sam­hengi. Hún er kölluð orku­kræfni (energy intensity) og segir til um hlut­fallið á milli orku­notk­unar og vergrar lands­fram­leiðslu (GD­P), mælt í kWst á móti banda­ríkja­doll­ara (US­D). Því lægra sem sú tala er, þeim mun betri er orku­nýtni þjóð­ar­inn­ar. Á síð­unni Our World in Data (ourworld­indata.org), sem rekin er af sér­fræð­ingum við Oxfordhá­skóla, eru m.a. birtar tölur tengdar orku­notkun heims­ins. Töl­urnar í þess­ari grein eru fengnar af þeirri síðu.

Íslend­ingar nota 4,1 kWst af raf­magni á móti hverjum USD í lands­fram­leiðslu. Orku­kræfni okkar er því 4,1 kWst/­USD. Sam­svar­andi tala er rétt rúm­lega 1,3 kWst/­USD fyrir Sví­þjóð og Nor­eg, en 0,7 kWst/­USD fyrir Dan­mörku. Talan er jafn­vel enn lægri fyrir Sviss og Írland, sem þó eru með svip­aða eða hærri lands­fram­leiðslu en Ísland. Þessar þjóðir eru sem sagt með miklu meiri lands­fram­leiðslu miðað við orku­notkun heldur en Íslend­ing­ar, eða með öðrum orð­u­m: Þær nýta ork­una sína miklu betur til að skapa verð­mæt­i. 

Full­yrð­ingar um að orku­gjafar okkar Íslend­inga séu und­ir­staða vel­meg­unar eru ekki bein­línis rangar í þessu sam­hengi, en nýt­ing okkar á allri orkunni sem við fram­leiðum og notum er hins vegar með því allra versta sem sést meðal þjóða. Þarna kemur orku­stefna síð­ustu ára­tuga ber­lega í ljós, þar sem stefnan var að selja ork­una á hrakvirði hverjum sem vildi opna stór­iðju­ver hér á landi. Sú stefna hefur skilað sér illa í auk­inni lands­fram­leiðslu, og auð­velt er að ímynda sér að hægt hefði verið að nýta miklu betur fjár­mun­ina sem fóru í alla þessa orku­öfl­un.

Auglýsing

Orkukræfni Íslands 1990–2016 borin saman við aðrar þjóðirOrku­kræfni Íslend­inga óx stöðugt á tveimur ára­tug­um, frá 1990 til 2010. Það þýðir að á þessum árum óx orku­notkun okkar miklu hraðar en efna­hag­ur. Dregið hefur úr aukn­ing­unni frá topp­inum árið 2010 en það gengur hægt. Frá 1990 hefur þessu hins vegar verið algjör­lega öfugt farið hjá lang­flestum öðrum þjóð­um. Þær þjóðir hafa aukið orku­nýtni sína á meðan Íslend­ingar hafa orðið sífellt meiri orku­sóð­ar. Er það ekki umhugs­un­ar­efni fyrir þjóð sem seg­ist vera ein algræn­asta þjóð í heimi þegar kemur að raf­orku­fram­leiðslu? Er kannski svo­lítið grá slikja yfir græna litn­um?

Þessi þróun er í algjörri and­stöðu við sjón­ar­mið sjálf­bærrar þró­un­ar, sem kallar á betri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Aukin raf­orku­fram­leiðslu orku­frekrar þjóðar eins og Íslend­inga yrði vart kölluð annað en rányrkja gagn­vart nátt­úr­unni. Væri ekki skyn­sam­legra og umhverf­is­vænna fyrir okkur að auka nýtni orkunnar í stað þess að krefj­ast sífellt meiri virkj­ana og orku­öfl­un­ar?

Höf­undur er jarð­fræð­ing­ur, rit­höf­undur og stjórn­ar­maður í Hinu íslenska nátt­úru­fræði­fé­lagi og Hag­þenki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar