Til umhugsunar fyrir orkukræfustu þjóð í heimi

Snæbjörn Guðmundsson spyr hvort ekki væri skynsamlegra og umhverfisvænna fyrir Íslendinga að auka nýtni orkunnar í stað þess að krefjast sífellt meiri virkjana og orkuöflunar.

Auglýsing

Til er ein­ing sem mælir orku­nýtni þjóða í hag­fræði­legu sam­hengi. Hún er kölluð orku­kræfni (energy intensity) og segir til um hlut­fallið á milli orku­notk­unar og vergrar lands­fram­leiðslu (GD­P), mælt í kWst á móti banda­ríkja­doll­ara (US­D). Því lægra sem sú tala er, þeim mun betri er orku­nýtni þjóð­ar­inn­ar. Á síð­unni Our World in Data (ourworld­indata.org), sem rekin er af sér­fræð­ingum við Oxfordhá­skóla, eru m.a. birtar tölur tengdar orku­notkun heims­ins. Töl­urnar í þess­ari grein eru fengnar af þeirri síðu.

Íslend­ingar nota 4,1 kWst af raf­magni á móti hverjum USD í lands­fram­leiðslu. Orku­kræfni okkar er því 4,1 kWst/­USD. Sam­svar­andi tala er rétt rúm­lega 1,3 kWst/­USD fyrir Sví­þjóð og Nor­eg, en 0,7 kWst/­USD fyrir Dan­mörku. Talan er jafn­vel enn lægri fyrir Sviss og Írland, sem þó eru með svip­aða eða hærri lands­fram­leiðslu en Ísland. Þessar þjóðir eru sem sagt með miklu meiri lands­fram­leiðslu miðað við orku­notkun heldur en Íslend­ing­ar, eða með öðrum orð­u­m: Þær nýta ork­una sína miklu betur til að skapa verð­mæt­i. 

Full­yrð­ingar um að orku­gjafar okkar Íslend­inga séu und­ir­staða vel­meg­unar eru ekki bein­línis rangar í þessu sam­hengi, en nýt­ing okkar á allri orkunni sem við fram­leiðum og notum er hins vegar með því allra versta sem sést meðal þjóða. Þarna kemur orku­stefna síð­ustu ára­tuga ber­lega í ljós, þar sem stefnan var að selja ork­una á hrakvirði hverjum sem vildi opna stór­iðju­ver hér á landi. Sú stefna hefur skilað sér illa í auk­inni lands­fram­leiðslu, og auð­velt er að ímynda sér að hægt hefði verið að nýta miklu betur fjár­mun­ina sem fóru í alla þessa orku­öfl­un.

Auglýsing

Orkukræfni Íslands 1990–2016 borin saman við aðrar þjóðirOrku­kræfni Íslend­inga óx stöðugt á tveimur ára­tug­um, frá 1990 til 2010. Það þýðir að á þessum árum óx orku­notkun okkar miklu hraðar en efna­hag­ur. Dregið hefur úr aukn­ing­unni frá topp­inum árið 2010 en það gengur hægt. Frá 1990 hefur þessu hins vegar verið algjör­lega öfugt farið hjá lang­flestum öðrum þjóð­um. Þær þjóðir hafa aukið orku­nýtni sína á meðan Íslend­ingar hafa orðið sífellt meiri orku­sóð­ar. Er það ekki umhugs­un­ar­efni fyrir þjóð sem seg­ist vera ein algræn­asta þjóð í heimi þegar kemur að raf­orku­fram­leiðslu? Er kannski svo­lítið grá slikja yfir græna litn­um?

Þessi þróun er í algjörri and­stöðu við sjón­ar­mið sjálf­bærrar þró­un­ar, sem kallar á betri nýt­ingu nátt­úru­auð­linda. Aukin raf­orku­fram­leiðslu orku­frekrar þjóðar eins og Íslend­inga yrði vart kölluð annað en rányrkja gagn­vart nátt­úr­unni. Væri ekki skyn­sam­legra og umhverf­is­vænna fyrir okkur að auka nýtni orkunnar í stað þess að krefj­ast sífellt meiri virkj­ana og orku­öfl­un­ar?

Höf­undur er jarð­fræð­ing­ur, rit­höf­undur og stjórn­ar­maður í Hinu íslenska nátt­úru­fræði­fé­lagi og Hag­þenki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar