Hækkum rána: Rýnt í rök Viðars

Eiríkur Ari Eiríksson svarar grein Viðars Halldórssonar.

Auglýsing

Þann 16. febr­úar sl. birti Viðar Hall­dórs­son, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands, grein í Kjarn­anum með yfir­skrift­ina „Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?“. Grein Við­ars fjallar um nýút­komna heim­ild­ar­mynd „Hækkum rána“, en myndin fjallar um stúlkna­lið í körfu­bolta sem er þjálfað af Brynj­ari Karli.

Eftir að myndin kom út hefur átt sér stað nokkur umræða um þær aðferðir þjálf­ar­ans sem sést beitt í mynd­inni. Skiptar skoð­anir hafa verið um ágæti slíkra aðferða, en öll umræða um mynd­ina, þjálf­un­ar­að­ferð­ir, vald­efl­ingu og aðstöðumun karla og kvenna í íþróttum hlýtur að telj­ast af hinu góða. Viðar er fræði­maður á sínu sviði og má því búast við að skoð­anir hans og fram­setn­ing hafi nokkra vigt í slíka umræðu. Höf­undur telur því mik­il­vægt að fræði­mann­inum sé haldið ábyrgum fyrir sinni rök­semd­ar­færslu, rétt eins og þjálf­ar­anum er haldið ábyrgum fyrir sínum þjálf­un­ar­að­ferð­um. Af því til­efni telur höf­undur rétt að benda á nokkur atriði í fyrr­nefndri grein Við­ars sem höf­undur telur að fáist illa stað­ist skoð­un.

Strá­maður um afrek­svæð­ingu

Útgangs­punktur greinar Við­ars er að þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem koma fyrir í heim­ild­ar­mynd­inni feli í sér afrek­svæð­ingu íþrótta­starfs­ins. Í grein­inni er því síðan lýst, með nokkuð sann­fær­andi rök­um, hvers vegna slík afrek­svæð­ing íþrótta­starfs barna ætti ekki að telj­ast æski­leg. Að áliti höf­undar er fram­an­greindur útgangs­punktur Við­ars hins vegar dæmi um svokölluð „fugla­hræð­urök“ eða „strá­mann“ (e. straw man argu­ment). Að beita slíkum fugla­hræð­urökum eða strá­manni er algeng og þekkt rök­ræðu­að­ferð þar sem gagn­rýn­andi ástands setur fram sýna eig­in, bjög­uðu útgáfu af sama ástand­inu og ræðst síðan á þá útgáfu (enda útgáfa gagn­rýn­and­ans alla jafna sett fram með þeim hætti að hún þoli síður gagn­rýn­i).

Auglýsing
Í grein Við­ars er strá­mað­ur­inn settur fram með eft­ir­far­andi hætti: „Sú til­raun sem birt­ist í mynd­inni með það að mark­miði að vald­efla iðk­end­ur, fól í raun í sér að afrek­svæða íþrótta­starf 8-11 ára barna.“ Með þessum orðum hefur Viðar fært alla áherslu þjálf­un­ar­innar frá því mark­miði að vald­efla ungar stúlkur og yfir í að hámarka getu stúlkn­anna til að spila körfu­bolta. Grein Við­ars virð­ist þannig ganga út frá því að mark­mið þjálf­ar­ans, sem hann líkir við sov­éska þjálf­ara kalda stríðs­ins, hafi verið að gera stúlk­urnar að eins góðum körfu­bolta­spil­urum og hægt væri með hverjum til­tækum ráð­um. Grein Við­ars gengur síðan út á það að færa nokkuð sann­fær­andi rök fyrir því hvers vegna til­raun til slíkrar afrek­svæð­ingar íþrótta­starfs barna sé ekki æski­leg.

Bjag­aðar for­sendur gagn­rýni

Fram­an­greind for­senda Við­ars um afrek­svæð­ingu og færni í körfu­bolta sem meg­in­mark­mið þjálf­un­ar­innar fær hins vegar litla stoð í því sem raun­veru­lega kom fram í heim­ild­ar­mynd­inni. Þvert á móti kemur það ítrekað fram í mynd­inni, bæði af hálfu þjálf­ar­ans, stúlkn­anna og for­eldra þeirra að hæfni í körfu­bolta sé auka­at­riði. Körfu­bolt­inn sé ein­ungis tól til að efla skap­gerð. Skap­gerð sem síðan geti hjálpað stúlk­unum að breyta heim­inum – eða a.m.k. nærum­hverfi sínu ef smærra væri hugs­að. Þessi for­gangs­röð­un, sem þó kemur svo skýrt fram í heim­ild­ar­mynd­inni að hún er teiknuð á töflu og útskýrð fyrir stúlk­un­um, virð­ist hafa algjör­lega farið fram hjá Við­ari sem byggir alla grein sína á því meinta mark­miði þjálf­ar­ans að búa til sem besta körfu­bolta­leik­menn.

Hvort ætlan Við­ars hafi verið að auð­velda gagn­rýni á umræddar þjálf­un­ar­að­ferðir eða hvort grein hans bygg­ist öðru fremur á mis­skiln­ingi um fyr­ir­komu­lag þjálf­un­ar­innar skal látið ósagt. Höf­undur telur það þó ábyrgð­ar­hluta hjá fræði­mönnum að afla sér við­hlít­andi upp­lýs­inga um þau sam­fé­lags­legu mál­efni sem þeir kjósa að tjá sig um hverju sinni. Hafi Viðar ekki haft áhuga á því að hafa sam­band við þjálf­arann, leik­menn hans eða for­eldra þeirra eða leik­menn sem hætta hafa þjálfun hjá þjálf­ar­anum (sem Viðar telur þó mestu fórn­ar­lömb þjálf­un­ar­að­ferð­anna), ætti hann að minnsta kosti að halda sig við þær upp­lýs­ingar sem fram koma í mynd­inni við fram­setn­ingu þess sem sett eru fram sem fræði­leg skrif sér­fræð­ings.

Sann­fær­andi umræða

Aðferðir þjálf­ar­ans eru vissu­lega umdeild­ar. Umræða sem skap­ast hefur í kjöl­far útgáfu heim­ild­ar­mynd­ar­innar hefur leitt það skýr­lega í ljós. Sem fyrr seg­ir, er það álit höf­undar að slík umræða sé af hinu góða. Slík umræða þarf þó að eiga sér stað á mál­efna­legum grund­velli, vera í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar og laus við til­finn­ingarök og sleggju­dóma. 

Grein Við­ars, fræði­manns á sínu sviði, virð­ist því miður ekki upp­fylla þessa kröfu. Þannig má finna vís­bend­ingu um afstöðu Við­ars til þjálf­ar­ans strax í fyrstu máls­greinum greinar hans, þar sem hann líkir þjálf­ar­anum við trú­ar­leið­toga sem hafi vafið bæði leik­mönnum og for­eldrum þeirra um fingur sér. Slíkir sleggju­dómar eiga ekki heima í grein fræði­manns um sam­fé­lags­leg mál­efni sem varða sér­svið hans.  

Heiti greinar Við­ars er “Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?”. Höf­undur telur þá spurn­ingu vissu­lega eiga rétt á sér í sam­hengi við þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem fram koma í heim­ild­ar­mynd­inni. Í þeirri umræðu ætti þó ekki um að vill­ast hver sé hinn raun­veru­legi til­gangur þjálf­ar­ans - þ.e.a.s. vald­efl­ing og upp­bygg­ing skap­gerð­ar, en ekki afreks­mennska í körfu­bolta. 

Höf­undur er þjálf­ari hjá Aþenu, íþrótta­fé­lagi í umsjón Brynjars Karls, og fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­mað­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spennan magnast fyrir 70 ára krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar sem fagnað verður með ýmsum hætti 2. - 5. júní.
Konungssinnar eyða mörgum milljörðum í varning vegna krýningarafmælis drottningar
Áætlað er að Bretar muni eyða yfir 60 milljörðum króna í konunglegan varning vegna krýningarafmælis drottningar sem haldið verður upp á með fjögurra daga hátíðarhöldum. Tebollar, diskar með gyllingu og spiladósir eru meðal konunglegra muna sem rjúka út.
Kjarninn 29. maí 2022
Claus Hjort Frederiksen verður ekki ákærður, að minnsta kosti ekki meðan hann er þingmaður.
Fyrrverandi ráðherra slapp fyrir horn
Claus Hjort Frederiksen þingmaður og fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Danmerkur slapp fyrir horn þegar danska þingið felldi tillögu um að afnema þinghelgi hans. Ríkisstjórn og ríkislögmaður vildu ákæra Claus Hjort fyrir landráð.
Kjarninn 29. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson funda stíft þessa dagana.
Nýr meirihluti verði klár í slaginn áður en fyrsti borgarstjórnarfundur hefst
Viðræður um myndun meirihluta í Reykjavík hafa staðið yfir í fjóra daga en Samfylkingin, Framsóknarflokkur, Píratar og Viðreisn stefna að því að ljúka þeim áður en fyrsti borgarstjórnarfundur kjörtímabilsins verður settur þann 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 28. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Um Pútín, fáveldi og fasisma
Kjarninn 28. maí 2022
Mikið er lánað til byggingafyrirtækja um þessar mundir. Áætlað er að það þurfi að byggja 35 þúsund íbúðir á Íslandi á næstu tíu árum.
Bankar lánuðu fyrirtækjum meira á tveimur mánuðum en þeir gerðu samtals 2020 og 2021
Ný útlán, að frádregnum upp- og umframgreiðslum, þriggja stærstu banka landsins til fyrirtækja voru 80,5 milljarðar króna á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gríðarleg aukning hefur orðið á lánum til fasteignafélaga og þeirra sem starfa í byggingarstarfsemi.
Kjarninn 28. maí 2022
Icelandair beri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda bóki þau flug fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Icelandair svarar því ekki hvort flugfélagið muni flytja þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem til stendur að vísa úr landi á næstunni. Því sé ekki heimilt að svara fyrir hönd viðskiptavina sinna um möguleg eða fyrirhuguð flug.
Kjarninn 28. maí 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn segist ekki þurfa að svara fyrir félag sem hann átti vegna þess að því hefur verið slitið
Það er niðurstaða Seðlabanka Íslands að hann þurfi ekki að afhenda upplýsingar um ráðstöfun hundruð milljarða króna eigna út úr ESÍ, fjárfestingarleið bankans og stöðugleikasamninga sem gerðir voru við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 28. maí 2022
Morgunblaðssamstæðan frestaði greiðslu á launatengdum gjöldum upp á 193 milljónir
Stjórnvöld buðu fyrirtækjum sem eftir því sóttust að fresta greiðslu launatengdra gjalda vaxtalaust í nokkur ár þegar kórónuveirufaraldurinn skall á. Morgunblaðssamstæðan nýtti þetta úrræði og þarf að greiða 193 milljónir til baka í ríkissjóð til 2026.
Kjarninn 28. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar