Hækkum rána: Rýnt í rök Viðars

Eiríkur Ari Eiríksson svarar grein Viðars Halldórssonar.

Auglýsing

Þann 16. febr­úar sl. birti Viðar Hall­dórs­son, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands, grein í Kjarn­anum með yfir­skrift­ina „Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?“. Grein Við­ars fjallar um nýút­komna heim­ild­ar­mynd „Hækkum rána“, en myndin fjallar um stúlkna­lið í körfu­bolta sem er þjálfað af Brynj­ari Karli.

Eftir að myndin kom út hefur átt sér stað nokkur umræða um þær aðferðir þjálf­ar­ans sem sést beitt í mynd­inni. Skiptar skoð­anir hafa verið um ágæti slíkra aðferða, en öll umræða um mynd­ina, þjálf­un­ar­að­ferð­ir, vald­efl­ingu og aðstöðumun karla og kvenna í íþróttum hlýtur að telj­ast af hinu góða. Viðar er fræði­maður á sínu sviði og má því búast við að skoð­anir hans og fram­setn­ing hafi nokkra vigt í slíka umræðu. Höf­undur telur því mik­il­vægt að fræði­mann­inum sé haldið ábyrgum fyrir sinni rök­semd­ar­færslu, rétt eins og þjálf­ar­anum er haldið ábyrgum fyrir sínum þjálf­un­ar­að­ferð­um. Af því til­efni telur höf­undur rétt að benda á nokkur atriði í fyrr­nefndri grein Við­ars sem höf­undur telur að fáist illa stað­ist skoð­un.

Strá­maður um afrek­svæð­ingu

Útgangs­punktur greinar Við­ars er að þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem koma fyrir í heim­ild­ar­mynd­inni feli í sér afrek­svæð­ingu íþrótta­starfs­ins. Í grein­inni er því síðan lýst, með nokkuð sann­fær­andi rök­um, hvers vegna slík afrek­svæð­ing íþrótta­starfs barna ætti ekki að telj­ast æski­leg. Að áliti höf­undar er fram­an­greindur útgangs­punktur Við­ars hins vegar dæmi um svokölluð „fugla­hræð­urök“ eða „strá­mann“ (e. straw man argu­ment). Að beita slíkum fugla­hræð­urökum eða strá­manni er algeng og þekkt rök­ræðu­að­ferð þar sem gagn­rýn­andi ástands setur fram sýna eig­in, bjög­uðu útgáfu af sama ástand­inu og ræðst síðan á þá útgáfu (enda útgáfa gagn­rýn­and­ans alla jafna sett fram með þeim hætti að hún þoli síður gagn­rýn­i).

Auglýsing
Í grein Við­ars er strá­mað­ur­inn settur fram með eft­ir­far­andi hætti: „Sú til­raun sem birt­ist í mynd­inni með það að mark­miði að vald­efla iðk­end­ur, fól í raun í sér að afrek­svæða íþrótta­starf 8-11 ára barna.“ Með þessum orðum hefur Viðar fært alla áherslu þjálf­un­ar­innar frá því mark­miði að vald­efla ungar stúlkur og yfir í að hámarka getu stúlkn­anna til að spila körfu­bolta. Grein Við­ars virð­ist þannig ganga út frá því að mark­mið þjálf­ar­ans, sem hann líkir við sov­éska þjálf­ara kalda stríðs­ins, hafi verið að gera stúlk­urnar að eins góðum körfu­bolta­spil­urum og hægt væri með hverjum til­tækum ráð­um. Grein Við­ars gengur síðan út á það að færa nokkuð sann­fær­andi rök fyrir því hvers vegna til­raun til slíkrar afrek­svæð­ingar íþrótta­starfs barna sé ekki æski­leg.

Bjag­aðar for­sendur gagn­rýni

Fram­an­greind for­senda Við­ars um afrek­svæð­ingu og færni í körfu­bolta sem meg­in­mark­mið þjálf­un­ar­innar fær hins vegar litla stoð í því sem raun­veru­lega kom fram í heim­ild­ar­mynd­inni. Þvert á móti kemur það ítrekað fram í mynd­inni, bæði af hálfu þjálf­ar­ans, stúlkn­anna og for­eldra þeirra að hæfni í körfu­bolta sé auka­at­riði. Körfu­bolt­inn sé ein­ungis tól til að efla skap­gerð. Skap­gerð sem síðan geti hjálpað stúlk­unum að breyta heim­inum – eða a.m.k. nærum­hverfi sínu ef smærra væri hugs­að. Þessi for­gangs­röð­un, sem þó kemur svo skýrt fram í heim­ild­ar­mynd­inni að hún er teiknuð á töflu og útskýrð fyrir stúlk­un­um, virð­ist hafa algjör­lega farið fram hjá Við­ari sem byggir alla grein sína á því meinta mark­miði þjálf­ar­ans að búa til sem besta körfu­bolta­leik­menn.

Hvort ætlan Við­ars hafi verið að auð­velda gagn­rýni á umræddar þjálf­un­ar­að­ferðir eða hvort grein hans bygg­ist öðru fremur á mis­skiln­ingi um fyr­ir­komu­lag þjálf­un­ar­innar skal látið ósagt. Höf­undur telur það þó ábyrgð­ar­hluta hjá fræði­mönnum að afla sér við­hlít­andi upp­lýs­inga um þau sam­fé­lags­legu mál­efni sem þeir kjósa að tjá sig um hverju sinni. Hafi Viðar ekki haft áhuga á því að hafa sam­band við þjálf­arann, leik­menn hans eða for­eldra þeirra eða leik­menn sem hætta hafa þjálfun hjá þjálf­ar­anum (sem Viðar telur þó mestu fórn­ar­lömb þjálf­un­ar­að­ferð­anna), ætti hann að minnsta kosti að halda sig við þær upp­lýs­ingar sem fram koma í mynd­inni við fram­setn­ingu þess sem sett eru fram sem fræði­leg skrif sér­fræð­ings.

Sann­fær­andi umræða

Aðferðir þjálf­ar­ans eru vissu­lega umdeild­ar. Umræða sem skap­ast hefur í kjöl­far útgáfu heim­ild­ar­mynd­ar­innar hefur leitt það skýr­lega í ljós. Sem fyrr seg­ir, er það álit höf­undar að slík umræða sé af hinu góða. Slík umræða þarf þó að eiga sér stað á mál­efna­legum grund­velli, vera í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar og laus við til­finn­ingarök og sleggju­dóma. 

Grein Við­ars, fræði­manns á sínu sviði, virð­ist því miður ekki upp­fylla þessa kröfu. Þannig má finna vís­bend­ingu um afstöðu Við­ars til þjálf­ar­ans strax í fyrstu máls­greinum greinar hans, þar sem hann líkir þjálf­ar­anum við trú­ar­leið­toga sem hafi vafið bæði leik­mönnum og for­eldrum þeirra um fingur sér. Slíkir sleggju­dómar eiga ekki heima í grein fræði­manns um sam­fé­lags­leg mál­efni sem varða sér­svið hans.  

Heiti greinar Við­ars er “Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?”. Höf­undur telur þá spurn­ingu vissu­lega eiga rétt á sér í sam­hengi við þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem fram koma í heim­ild­ar­mynd­inni. Í þeirri umræðu ætti þó ekki um að vill­ast hver sé hinn raun­veru­legi til­gangur þjálf­ar­ans - þ.e.a.s. vald­efl­ing og upp­bygg­ing skap­gerð­ar, en ekki afreks­mennska í körfu­bolta. 

Höf­undur er þjálf­ari hjá Aþenu, íþrótta­fé­lagi í umsjón Brynjars Karls, og fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar