Hækkum rána: Rýnt í rök Viðars

Eiríkur Ari Eiríksson svarar grein Viðars Halldórssonar.

Auglýsing

Þann 16. febr­úar sl. birti Viðar Hall­dórs­son, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands, grein í Kjarn­anum með yfir­skrift­ina „Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?“. Grein Við­ars fjallar um nýút­komna heim­ild­ar­mynd „Hækkum rána“, en myndin fjallar um stúlkna­lið í körfu­bolta sem er þjálfað af Brynj­ari Karli.

Eftir að myndin kom út hefur átt sér stað nokkur umræða um þær aðferðir þjálf­ar­ans sem sést beitt í mynd­inni. Skiptar skoð­anir hafa verið um ágæti slíkra aðferða, en öll umræða um mynd­ina, þjálf­un­ar­að­ferð­ir, vald­efl­ingu og aðstöðumun karla og kvenna í íþróttum hlýtur að telj­ast af hinu góða. Viðar er fræði­maður á sínu sviði og má því búast við að skoð­anir hans og fram­setn­ing hafi nokkra vigt í slíka umræðu. Höf­undur telur því mik­il­vægt að fræði­mann­inum sé haldið ábyrgum fyrir sinni rök­semd­ar­færslu, rétt eins og þjálf­ar­anum er haldið ábyrgum fyrir sínum þjálf­un­ar­að­ferð­um. Af því til­efni telur höf­undur rétt að benda á nokkur atriði í fyrr­nefndri grein Við­ars sem höf­undur telur að fáist illa stað­ist skoð­un.

Strá­maður um afrek­svæð­ingu

Útgangs­punktur greinar Við­ars er að þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem koma fyrir í heim­ild­ar­mynd­inni feli í sér afrek­svæð­ingu íþrótta­starfs­ins. Í grein­inni er því síðan lýst, með nokkuð sann­fær­andi rök­um, hvers vegna slík afrek­svæð­ing íþrótta­starfs barna ætti ekki að telj­ast æski­leg. Að áliti höf­undar er fram­an­greindur útgangs­punktur Við­ars hins vegar dæmi um svokölluð „fugla­hræð­urök“ eða „strá­mann“ (e. straw man argu­ment). Að beita slíkum fugla­hræð­urökum eða strá­manni er algeng og þekkt rök­ræðu­að­ferð þar sem gagn­rýn­andi ástands setur fram sýna eig­in, bjög­uðu útgáfu af sama ástand­inu og ræðst síðan á þá útgáfu (enda útgáfa gagn­rýn­and­ans alla jafna sett fram með þeim hætti að hún þoli síður gagn­rýn­i).

Auglýsing
Í grein Við­ars er strá­mað­ur­inn settur fram með eft­ir­far­andi hætti: „Sú til­raun sem birt­ist í mynd­inni með það að mark­miði að vald­efla iðk­end­ur, fól í raun í sér að afrek­svæða íþrótta­starf 8-11 ára barna.“ Með þessum orðum hefur Viðar fært alla áherslu þjálf­un­ar­innar frá því mark­miði að vald­efla ungar stúlkur og yfir í að hámarka getu stúlkn­anna til að spila körfu­bolta. Grein Við­ars virð­ist þannig ganga út frá því að mark­mið þjálf­ar­ans, sem hann líkir við sov­éska þjálf­ara kalda stríðs­ins, hafi verið að gera stúlk­urnar að eins góðum körfu­bolta­spil­urum og hægt væri með hverjum til­tækum ráð­um. Grein Við­ars gengur síðan út á það að færa nokkuð sann­fær­andi rök fyrir því hvers vegna til­raun til slíkrar afrek­svæð­ingar íþrótta­starfs barna sé ekki æski­leg.

Bjag­aðar for­sendur gagn­rýni

Fram­an­greind for­senda Við­ars um afrek­svæð­ingu og færni í körfu­bolta sem meg­in­mark­mið þjálf­un­ar­innar fær hins vegar litla stoð í því sem raun­veru­lega kom fram í heim­ild­ar­mynd­inni. Þvert á móti kemur það ítrekað fram í mynd­inni, bæði af hálfu þjálf­ar­ans, stúlkn­anna og for­eldra þeirra að hæfni í körfu­bolta sé auka­at­riði. Körfu­bolt­inn sé ein­ungis tól til að efla skap­gerð. Skap­gerð sem síðan geti hjálpað stúlk­unum að breyta heim­inum – eða a.m.k. nærum­hverfi sínu ef smærra væri hugs­að. Þessi for­gangs­röð­un, sem þó kemur svo skýrt fram í heim­ild­ar­mynd­inni að hún er teiknuð á töflu og útskýrð fyrir stúlk­un­um, virð­ist hafa algjör­lega farið fram hjá Við­ari sem byggir alla grein sína á því meinta mark­miði þjálf­ar­ans að búa til sem besta körfu­bolta­leik­menn.

Hvort ætlan Við­ars hafi verið að auð­velda gagn­rýni á umræddar þjálf­un­ar­að­ferðir eða hvort grein hans bygg­ist öðru fremur á mis­skiln­ingi um fyr­ir­komu­lag þjálf­un­ar­innar skal látið ósagt. Höf­undur telur það þó ábyrgð­ar­hluta hjá fræði­mönnum að afla sér við­hlít­andi upp­lýs­inga um þau sam­fé­lags­legu mál­efni sem þeir kjósa að tjá sig um hverju sinni. Hafi Viðar ekki haft áhuga á því að hafa sam­band við þjálf­arann, leik­menn hans eða for­eldra þeirra eða leik­menn sem hætta hafa þjálfun hjá þjálf­ar­anum (sem Viðar telur þó mestu fórn­ar­lömb þjálf­un­ar­að­ferð­anna), ætti hann að minnsta kosti að halda sig við þær upp­lýs­ingar sem fram koma í mynd­inni við fram­setn­ingu þess sem sett eru fram sem fræði­leg skrif sér­fræð­ings.

Sann­fær­andi umræða

Aðferðir þjálf­ar­ans eru vissu­lega umdeild­ar. Umræða sem skap­ast hefur í kjöl­far útgáfu heim­ild­ar­mynd­ar­innar hefur leitt það skýr­lega í ljós. Sem fyrr seg­ir, er það álit höf­undar að slík umræða sé af hinu góða. Slík umræða þarf þó að eiga sér stað á mál­efna­legum grund­velli, vera í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar og laus við til­finn­ingarök og sleggju­dóma. 

Grein Við­ars, fræði­manns á sínu sviði, virð­ist því miður ekki upp­fylla þessa kröfu. Þannig má finna vís­bend­ingu um afstöðu Við­ars til þjálf­ar­ans strax í fyrstu máls­greinum greinar hans, þar sem hann líkir þjálf­ar­anum við trú­ar­leið­toga sem hafi vafið bæði leik­mönnum og for­eldrum þeirra um fingur sér. Slíkir sleggju­dómar eiga ekki heima í grein fræði­manns um sam­fé­lags­leg mál­efni sem varða sér­svið hans.  

Heiti greinar Við­ars er “Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?”. Höf­undur telur þá spurn­ingu vissu­lega eiga rétt á sér í sam­hengi við þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem fram koma í heim­ild­ar­mynd­inni. Í þeirri umræðu ætti þó ekki um að vill­ast hver sé hinn raun­veru­legi til­gangur þjálf­ar­ans - þ.e.a.s. vald­efl­ing og upp­bygg­ing skap­gerð­ar, en ekki afreks­mennska í körfu­bolta. 

Höf­undur er þjálf­ari hjá Aþenu, íþrótta­fé­lagi í umsjón Brynjars Karls, og fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar