Hækkum rána: Rýnt í rök Viðars

Eiríkur Ari Eiríksson svarar grein Viðars Halldórssonar.

Auglýsing

Þann 16. febrúar sl. birti Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, grein í Kjarnanum með yfirskriftina „Helgar tilgangurinn meðalið?“. Grein Viðars fjallar um nýútkomna heimildarmynd „Hækkum rána“, en myndin fjallar um stúlknalið í körfubolta sem er þjálfað af Brynjari Karli.

Eftir að myndin kom út hefur átt sér stað nokkur umræða um þær aðferðir þjálfarans sem sést beitt í myndinni. Skiptar skoðanir hafa verið um ágæti slíkra aðferða, en öll umræða um myndina, þjálfunaraðferðir, valdeflingu og aðstöðumun karla og kvenna í íþróttum hlýtur að teljast af hinu góða. Viðar er fræðimaður á sínu sviði og má því búast við að skoðanir hans og framsetning hafi nokkra vigt í slíka umræðu. Höfundur telur því mikilvægt að fræðimanninum sé haldið ábyrgum fyrir sinni röksemdarfærslu, rétt eins og þjálfaranum er haldið ábyrgum fyrir sínum þjálfunaraðferðum. Af því tilefni telur höfundur rétt að benda á nokkur atriði í fyrrnefndri grein Viðars sem höfundur telur að fáist illa staðist skoðun.

Strámaður um afreksvæðingu

Útgangspunktur greinar Viðars er að þær þjálfunaraðferðir sem koma fyrir í heimildarmyndinni feli í sér afreksvæðingu íþróttastarfsins. Í greininni er því síðan lýst, með nokkuð sannfærandi rökum, hvers vegna slík afreksvæðing íþróttastarfs barna ætti ekki að teljast æskileg. Að áliti höfundar er framangreindur útgangspunktur Viðars hins vegar dæmi um svokölluð „fuglahræðurök“ eða „strámann“ (e. straw man argument). Að beita slíkum fuglahræðurökum eða strámanni er algeng og þekkt rökræðuaðferð þar sem gagnrýnandi ástands setur fram sýna eigin, bjöguðu útgáfu af sama ástandinu og ræðst síðan á þá útgáfu (enda útgáfa gagnrýnandans alla jafna sett fram með þeim hætti að hún þoli síður gagnrýni).

Auglýsing
Í grein Viðars er strámaðurinn settur fram með eftirfarandi hætti: „Sú tilraun sem birtist í myndinni með það að markmiði að valdefla iðkendur, fól í raun í sér að afreksvæða íþróttastarf 8-11 ára barna.“ Með þessum orðum hefur Viðar fært alla áherslu þjálfunarinnar frá því markmiði að valdefla ungar stúlkur og yfir í að hámarka getu stúlknanna til að spila körfubolta. Grein Viðars virðist þannig ganga út frá því að markmið þjálfarans, sem hann líkir við sovéska þjálfara kalda stríðsins, hafi verið að gera stúlkurnar að eins góðum körfuboltaspilurum og hægt væri með hverjum tiltækum ráðum. Grein Viðars gengur síðan út á það að færa nokkuð sannfærandi rök fyrir því hvers vegna tilraun til slíkrar afreksvæðingar íþróttastarfs barna sé ekki æskileg.

Bjagaðar forsendur gagnrýni

Framangreind forsenda Viðars um afreksvæðingu og færni í körfubolta sem meginmarkmið þjálfunarinnar fær hins vegar litla stoð í því sem raunverulega kom fram í heimildarmyndinni. Þvert á móti kemur það ítrekað fram í myndinni, bæði af hálfu þjálfarans, stúlknanna og foreldra þeirra að hæfni í körfubolta sé aukaatriði. Körfuboltinn sé einungis tól til að efla skapgerð. Skapgerð sem síðan geti hjálpað stúlkunum að breyta heiminum – eða a.m.k. nærumhverfi sínu ef smærra væri hugsað. Þessi forgangsröðun, sem þó kemur svo skýrt fram í heimildarmyndinni að hún er teiknuð á töflu og útskýrð fyrir stúlkunum, virðist hafa algjörlega farið fram hjá Viðari sem byggir alla grein sína á því meinta markmiði þjálfarans að búa til sem besta körfuboltaleikmenn.

Hvort ætlan Viðars hafi verið að auðvelda gagnrýni á umræddar þjálfunaraðferðir eða hvort grein hans byggist öðru fremur á misskilningi um fyrirkomulag þjálfunarinnar skal látið ósagt. Höfundur telur það þó ábyrgðarhluta hjá fræðimönnum að afla sér viðhlítandi upplýsinga um þau samfélagslegu málefni sem þeir kjósa að tjá sig um hverju sinni. Hafi Viðar ekki haft áhuga á því að hafa samband við þjálfarann, leikmenn hans eða foreldra þeirra eða leikmenn sem hætta hafa þjálfun hjá þjálfaranum (sem Viðar telur þó mestu fórnarlömb þjálfunaraðferðanna), ætti hann að minnsta kosti að halda sig við þær upplýsingar sem fram koma í myndinni við framsetningu þess sem sett eru fram sem fræðileg skrif sérfræðings.

Sannfærandi umræða

Aðferðir þjálfarans eru vissulega umdeildar. Umræða sem skapast hefur í kjölfar útgáfu heimildarmyndarinnar hefur leitt það skýrlega í ljós. Sem fyrr segir, er það álit höfundar að slík umræða sé af hinu góða. Slík umræða þarf þó að eiga sér stað á málefnalegum grundvelli, vera í samræmi við fyrirliggjandi upplýsingar og laus við tilfinningarök og sleggjudóma. 

Grein Viðars, fræðimanns á sínu sviði, virðist því miður ekki uppfylla þessa kröfu. Þannig má finna vísbendingu um afstöðu Viðars til þjálfarans strax í fyrstu málsgreinum greinar hans, þar sem hann líkir þjálfaranum við trúarleiðtoga sem hafi vafið bæði leikmönnum og foreldrum þeirra um fingur sér. Slíkir sleggjudómar eiga ekki heima í grein fræðimanns um samfélagsleg málefni sem varða sérsvið hans.  

Heiti greinar Viðars er “Helgar tilgangurinn meðalið?”. Höfundur telur þá spurningu vissulega eiga rétt á sér í samhengi við þær þjálfunaraðferðir sem fram koma í heimildarmyndinni. Í þeirri umræðu ætti þó ekki um að villast hver sé hinn raunverulegi tilgangur þjálfarans - þ.e.a.s. valdefling og uppbygging skapgerðar, en ekki afreksmennska í körfubolta. 

Höfundur er þjálfari hjá Aþenu, íþróttafélagi í umsjón Brynjars Karls, og fyrrverandi knattspyrnumaður.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar