Hækkum rána: Rýnt í rök Viðars

Eiríkur Ari Eiríksson svarar grein Viðars Halldórssonar.

Auglýsing

Þann 16. febr­úar sl. birti Viðar Hall­dórs­son, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands, grein í Kjarn­anum með yfir­skrift­ina „Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?“. Grein Við­ars fjallar um nýút­komna heim­ild­ar­mynd „Hækkum rána“, en myndin fjallar um stúlkna­lið í körfu­bolta sem er þjálfað af Brynj­ari Karli.

Eftir að myndin kom út hefur átt sér stað nokkur umræða um þær aðferðir þjálf­ar­ans sem sést beitt í mynd­inni. Skiptar skoð­anir hafa verið um ágæti slíkra aðferða, en öll umræða um mynd­ina, þjálf­un­ar­að­ferð­ir, vald­efl­ingu og aðstöðumun karla og kvenna í íþróttum hlýtur að telj­ast af hinu góða. Viðar er fræði­maður á sínu sviði og má því búast við að skoð­anir hans og fram­setn­ing hafi nokkra vigt í slíka umræðu. Höf­undur telur því mik­il­vægt að fræði­mann­inum sé haldið ábyrgum fyrir sinni rök­semd­ar­færslu, rétt eins og þjálf­ar­anum er haldið ábyrgum fyrir sínum þjálf­un­ar­að­ferð­um. Af því til­efni telur höf­undur rétt að benda á nokkur atriði í fyrr­nefndri grein Við­ars sem höf­undur telur að fáist illa stað­ist skoð­un.

Strá­maður um afrek­svæð­ingu

Útgangs­punktur greinar Við­ars er að þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem koma fyrir í heim­ild­ar­mynd­inni feli í sér afrek­svæð­ingu íþrótta­starfs­ins. Í grein­inni er því síðan lýst, með nokkuð sann­fær­andi rök­um, hvers vegna slík afrek­svæð­ing íþrótta­starfs barna ætti ekki að telj­ast æski­leg. Að áliti höf­undar er fram­an­greindur útgangs­punktur Við­ars hins vegar dæmi um svokölluð „fugla­hræð­urök“ eða „strá­mann“ (e. straw man argu­ment). Að beita slíkum fugla­hræð­urökum eða strá­manni er algeng og þekkt rök­ræðu­að­ferð þar sem gagn­rýn­andi ástands setur fram sýna eig­in, bjög­uðu útgáfu af sama ástand­inu og ræðst síðan á þá útgáfu (enda útgáfa gagn­rýn­and­ans alla jafna sett fram með þeim hætti að hún þoli síður gagn­rýn­i).

Auglýsing
Í grein Við­ars er strá­mað­ur­inn settur fram með eft­ir­far­andi hætti: „Sú til­raun sem birt­ist í mynd­inni með það að mark­miði að vald­efla iðk­end­ur, fól í raun í sér að afrek­svæða íþrótta­starf 8-11 ára barna.“ Með þessum orðum hefur Viðar fært alla áherslu þjálf­un­ar­innar frá því mark­miði að vald­efla ungar stúlkur og yfir í að hámarka getu stúlkn­anna til að spila körfu­bolta. Grein Við­ars virð­ist þannig ganga út frá því að mark­mið þjálf­ar­ans, sem hann líkir við sov­éska þjálf­ara kalda stríðs­ins, hafi verið að gera stúlk­urnar að eins góðum körfu­bolta­spil­urum og hægt væri með hverjum til­tækum ráð­um. Grein Við­ars gengur síðan út á það að færa nokkuð sann­fær­andi rök fyrir því hvers vegna til­raun til slíkrar afrek­svæð­ingar íþrótta­starfs barna sé ekki æski­leg.

Bjag­aðar for­sendur gagn­rýni

Fram­an­greind for­senda Við­ars um afrek­svæð­ingu og færni í körfu­bolta sem meg­in­mark­mið þjálf­un­ar­innar fær hins vegar litla stoð í því sem raun­veru­lega kom fram í heim­ild­ar­mynd­inni. Þvert á móti kemur það ítrekað fram í mynd­inni, bæði af hálfu þjálf­ar­ans, stúlkn­anna og for­eldra þeirra að hæfni í körfu­bolta sé auka­at­riði. Körfu­bolt­inn sé ein­ungis tól til að efla skap­gerð. Skap­gerð sem síðan geti hjálpað stúlk­unum að breyta heim­inum – eða a.m.k. nærum­hverfi sínu ef smærra væri hugs­að. Þessi for­gangs­röð­un, sem þó kemur svo skýrt fram í heim­ild­ar­mynd­inni að hún er teiknuð á töflu og útskýrð fyrir stúlk­un­um, virð­ist hafa algjör­lega farið fram hjá Við­ari sem byggir alla grein sína á því meinta mark­miði þjálf­ar­ans að búa til sem besta körfu­bolta­leik­menn.

Hvort ætlan Við­ars hafi verið að auð­velda gagn­rýni á umræddar þjálf­un­ar­að­ferðir eða hvort grein hans bygg­ist öðru fremur á mis­skiln­ingi um fyr­ir­komu­lag þjálf­un­ar­innar skal látið ósagt. Höf­undur telur það þó ábyrgð­ar­hluta hjá fræði­mönnum að afla sér við­hlít­andi upp­lýs­inga um þau sam­fé­lags­legu mál­efni sem þeir kjósa að tjá sig um hverju sinni. Hafi Viðar ekki haft áhuga á því að hafa sam­band við þjálf­arann, leik­menn hans eða for­eldra þeirra eða leik­menn sem hætta hafa þjálfun hjá þjálf­ar­anum (sem Viðar telur þó mestu fórn­ar­lömb þjálf­un­ar­að­ferð­anna), ætti hann að minnsta kosti að halda sig við þær upp­lýs­ingar sem fram koma í mynd­inni við fram­setn­ingu þess sem sett eru fram sem fræði­leg skrif sér­fræð­ings.

Sann­fær­andi umræða

Aðferðir þjálf­ar­ans eru vissu­lega umdeild­ar. Umræða sem skap­ast hefur í kjöl­far útgáfu heim­ild­ar­mynd­ar­innar hefur leitt það skýr­lega í ljós. Sem fyrr seg­ir, er það álit höf­undar að slík umræða sé af hinu góða. Slík umræða þarf þó að eiga sér stað á mál­efna­legum grund­velli, vera í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar og laus við til­finn­ingarök og sleggju­dóma. 

Grein Við­ars, fræði­manns á sínu sviði, virð­ist því miður ekki upp­fylla þessa kröfu. Þannig má finna vís­bend­ingu um afstöðu Við­ars til þjálf­ar­ans strax í fyrstu máls­greinum greinar hans, þar sem hann líkir þjálf­ar­anum við trú­ar­leið­toga sem hafi vafið bæði leik­mönnum og for­eldrum þeirra um fingur sér. Slíkir sleggju­dómar eiga ekki heima í grein fræði­manns um sam­fé­lags­leg mál­efni sem varða sér­svið hans.  

Heiti greinar Við­ars er “Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?”. Höf­undur telur þá spurn­ingu vissu­lega eiga rétt á sér í sam­hengi við þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem fram koma í heim­ild­ar­mynd­inni. Í þeirri umræðu ætti þó ekki um að vill­ast hver sé hinn raun­veru­legi til­gangur þjálf­ar­ans - þ.e.a.s. vald­efl­ing og upp­bygg­ing skap­gerð­ar, en ekki afreks­mennska í körfu­bolta. 

Höf­undur er þjálf­ari hjá Aþenu, íþrótta­fé­lagi í umsjón Brynjars Karls, og fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mynd frá sænsku strandgæslunni sýnir hversu stór hvert og eitt gat á leiðslunni er. Uppstreymið raskaði sjó á um kílómetra svæði.
Fjöldi herskipa við gaslekana – Svæðið skilgreint sem „glæpavettvangur“
Þótt gas flæði ekki lengur út úr gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 er enn gas í þeim. Á vettvang streymir nú fjöldi herskipa frá nokkrum ríkjum. Rússar gætu talið sig eiga rétt á að koma að rannsókninni þar sem atvikið átti sér stað á alþjóðlegu hafsvæði.
Kjarninn 3. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Kvenskörungurinn Jóninna Sigurðardóttir
Kjarninn 3. október 2022
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi
Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.
Kjarninn 3. október 2022
Karl Englandskonungur hafði áhuga á að sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í Egyptalandi í næsta mánuði. Liz Truss forsætisráðherra finnst það ekki svo góð hugmynd.
Truss vill ekki að Karl konungur sæki COP27
Umhverfismál hafa löngum verið Karli konungi hugleikin. Hann mun hins vegar ekki sækja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í næsta mánuði þar sem Lis Truzz forsætisráðherra ráðlagði honum að fara ekki.
Kjarninn 3. október 2022
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Segir Jón Baldvin „haga sér eins og rándýr sem velur bráð sína af kostgæfni“
Fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi „mjög erfitt með að horfast í augu við að flottir karlar misbeiti valdi sínu gagnvart ungum konum og körlum.“ Það þurfi hins vegar að horfast í augu við að þeir geri það.
Kjarninn 3. október 2022
Joola marar í hálfu kafi undan ströndum Gambíu, daginn eftir slysið.
444 börn
Titanic Afríku hefur ferjan Joola verið kölluð. Það er þó sannarlega ekki vegna glæsileika hennar heldur af því að hún hlaut sömu skelfilegu örlög.
Kjarninn 2. október 2022
Ólöf Sverrisdóttir ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi í eitt ár. Úr varð ljóðabókin Hvítar fjaðrir.
Ljóðin féllu eins og hvítar fjaðrir af himnum ofan
Ólöf Sverrisdóttir leikkona ákvað að skrifa ljóð á hverjum degi og við það fóru ljóðin að koma til hennar í svefnrofanum á morgnana. Afraksturinn ber heitið „Hvítar fjaðrir“ og safnað er fyrir útgáfu ljóðabókarinnar á Karolina fund.
Kjarninn 2. október 2022
Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir meira byggingarmagni en hið eldra.
Líkja fyrirhugaðri nýbyggingu í Mosfellsbæ við vegginn mikla í Game of Thrones
Íbúar við götuna Bjarkarholt í miðbæ Mosfellsbæjar gera sumir verulegar athugasemdir við breytingar sem stendur til að gera á deiliskipulagi uppbyggingarreits í næsta nágrenni heimilis þeirra.
Kjarninn 2. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar