Búrfellslundur, Landsvirkjun og Rammaáætlun

Skúli Thoroddsen, sem starfaði áður sem lögfræðingur Orkustofnunar, skrifar um Rammaáætlun.

Auglýsing

Eins og fram kemur í Kjarn­anum 11. febr­úar sl., er Lands­virkjun í umsögn sinni um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu 3. áfanga vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­unar ósátt við flokkun m.a. Búr­fellslundar. Lands­virkjun vill að fyr­ir­hugað vind­orku­ver verði fært úr bið­flokki í orku­nýt­ing­ar­flokk og þykir þykir ljóst að við fram­kvæmd ramma­á­ætl­unar hafi verk­efna­stjórn á ýmsan máta ekki farið lög­um, m.a. með því „að ganga fram­hjá valdsviði Orku­stofn­unar og ákvarða sjálf hvaða virkj­un­ar­kostir voru teknir til umfjöll­un­ar.“ Undir þetta má taka með Lands­virkj­un, en það er Búr­fellslund­ur, sem ég vil gera að umtals­efni.

­For­senda þess að verk­efn­is­stjórn fjalli um virkj­un­ar­kost er sú að kost­ur­inn sé að mati Orku­stofn­unar nægi­lega skil­greind­ur. Brú­fellslund­ur, sem Lands­virkjun lagði til sem vind­orku­kost og verk­efna­stjórn tók til umfjöll­unar vegna 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, nota bene, að ósk Lands­virkj­un­ar, var ekki skil­greindur og met­inn af Orku­stofn­un. Sama á við um Blöndu­lund sem lagt er til að fari í orku­nýt­ing­ar­flokk. Orku­stofnun og fleiri aðilar töldu og telja enn að lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun gildi ekki um vind­orku. Verk­efna­stjórn­inni væri því óheim­ilt að taka umrædda kosti til skoð­unar og gera um þá til­lögu. En Lands­virkjun vildi ekki „rugga bátn­um,“ hnýtti sér hnút og óskaði þess að verk­efna­stjórnin fjall­aði um Búr­fellslund „vegna óvissu um túlkun lag­anna.“ Verk­efna­stjórnin ákvað í fram­hald­inu að taka virkj­un­ar­kost­inn til skoð­unar og rað­aði honum í bið­flokk, sem Lands­virkjun er nú ósátt við. 

Auglýsing
Gildissvið laga um ramma­á­ætlun var upp­haf­lega ætlað að nái til fall­vatns og háhita­svæða. Í með­förum þings­ins kom fram sú [van­hugs­aða] ábend­ing að gild­is­svið lag­ana yrði of þröngt. Iðn­að­ar­nefnd Alþingis fellst á þetta sjón­ar­mið, án þess þó að kanna á sjálf­stæðan hátt rétt­ar­á­hrif þeirrar útvíkk­unar að teknu til­liti til ákvæða stjórn­ar­skrár­innar um eigna­rétt, atvinnu­frelsi, skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga, EES reglu­gerða, mark­miðs raf­orku­laga og laga um mat á umhverf­is­hárif­um. Nefndin lagði því til, án ígrund­un­ar, „breytt heiti“ frum­varps­ins að lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun og „víð­tækara gild­is­svið“ um land­svæði þar sem væri að finna virkj­un­ar­kosti til orku­vinnslu. Það gæti átt við um kol og mó auk fall­vatns og jarð­varma? En vindur blæs um allt land og er ekki „land­svæð­i,“ í lög­fræði­legum skiln­ingi, heldur fellur and­rúms­loftið undir þau verð­mæti sem kölluð eru „res communes“ og eng­inn telst eiga einka­rétt á.

Hafði það verið vilji Alþingis að tak­marka vind­orku­orku­nýt­ingu við til­tekin skil­greind land­svæði i ramma­á­ætlun og um leið stjórn­ar­skrár­varin rétt ein­stak­linga til að velja sér að búa til raf­magn úr vind­orku í atvinnu­skini á eign­ar­landi sínu og í sam­ræmi við skipu­lag sveit­ar­fé­lags, hefði þurft að tryggja jafna stöðu manna á skíran og ótví­ræðan hátt, til að koma í veg fyrir hvers kyns mis­munun með lög­gjöf sem stæð­ist stjórn­skip­un­ar­lög. M.ö.o. lög um ramma­á­ætlun þarf að hugsa upp á nýtt standi vilji til þess að vind­orka falli þar undir með öllum þeim tak­mörk­unum sem sveit­ar­fé­lögum og borg­ur­unum eru þá sett – sem engin þörf er á.

Skil­yrði virkj­un­ar­leyfis sam­kvæmt raf­orku­lögum er að virkjun sé í skipu­lagi sveit­ar­fé­lags, að fyrir liggi mat á umhverf­is­á­hrifum og tengi­samn­ingur við Lands­net. Fyr­ir­hug­aður Búr­fellslundur er í skipu­lagi Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, með nálæga teng­ingu við háspennu­lín­ur. Fyrir liggur mat á umhverf­is­á­hrifum Búr­fellslundar þar sem brugð­ist var við ábend­ingum Skipu­lags­stofn­unar varð­andi stærð vind­orku­vers­ins, upp­sett afl þess var minnkað og vind­myllum fækk­að. Það er því ekk­ert sem mælir gegn því að Lands­virkjun sæki um virkj­un­ar­leyfi vegna Búr­fellslundar til Orku­stofn­un­ar, óháð ramma­á­ætl­un, enda upp­fyllir verk­efnið öll skil­yrði raf­orku­laga fyrir slíku leyfi. Telji ein­hver slíka leyf­is­veit­ingu Orku­stofn­unar ólög­mæta, vegna ramma­á­ætl­un­ar, mætti sá hinn sami láta á það reyna fyrir dóm­stól­um. Það er ekki vanda­mál Lands­virkj­un­ar. Lands­virkjun verður hins vegar að gera upp við sig hvort heldur hún vill lúta raf­orku­lögum um Búr­fellslund eða una ólög­mætri máls­með­ferð verk­efna­stjórnar um þann kost. Skil­virkast væri auð­vitað fyrir Lands­virkjun að sækja um bara virkj­un­ar­leyfi fyrir Búr­fellslund, höggva á hnút laga­túlk­unar sé hann enn að þvæl­ast fyrir mönnum þar á bæ.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar