Búrfellslundur, Landsvirkjun og Rammaáætlun

Skúli Thoroddsen, sem starfaði áður sem lögfræðingur Orkustofnunar, skrifar um Rammaáætlun.

Auglýsing

Eins og fram kemur í Kjarn­anum 11. febr­úar sl., er Lands­virkjun í umsögn sinni um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu 3. áfanga vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­unar ósátt við flokkun m.a. Búr­fellslundar. Lands­virkjun vill að fyr­ir­hugað vind­orku­ver verði fært úr bið­flokki í orku­nýt­ing­ar­flokk og þykir þykir ljóst að við fram­kvæmd ramma­á­ætl­unar hafi verk­efna­stjórn á ýmsan máta ekki farið lög­um, m.a. með því „að ganga fram­hjá valdsviði Orku­stofn­unar og ákvarða sjálf hvaða virkj­un­ar­kostir voru teknir til umfjöll­un­ar.“ Undir þetta má taka með Lands­virkj­un, en það er Búr­fellslund­ur, sem ég vil gera að umtals­efni.

­For­senda þess að verk­efn­is­stjórn fjalli um virkj­un­ar­kost er sú að kost­ur­inn sé að mati Orku­stofn­unar nægi­lega skil­greind­ur. Brú­fellslund­ur, sem Lands­virkjun lagði til sem vind­orku­kost og verk­efna­stjórn tók til umfjöll­unar vegna 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, nota bene, að ósk Lands­virkj­un­ar, var ekki skil­greindur og met­inn af Orku­stofn­un. Sama á við um Blöndu­lund sem lagt er til að fari í orku­nýt­ing­ar­flokk. Orku­stofnun og fleiri aðilar töldu og telja enn að lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun gildi ekki um vind­orku. Verk­efna­stjórn­inni væri því óheim­ilt að taka umrædda kosti til skoð­unar og gera um þá til­lögu. En Lands­virkjun vildi ekki „rugga bátn­um,“ hnýtti sér hnút og óskaði þess að verk­efna­stjórnin fjall­aði um Búr­fellslund „vegna óvissu um túlkun lag­anna.“ Verk­efna­stjórnin ákvað í fram­hald­inu að taka virkj­un­ar­kost­inn til skoð­unar og rað­aði honum í bið­flokk, sem Lands­virkjun er nú ósátt við. 

Auglýsing
Gildissvið laga um ramma­á­ætlun var upp­haf­lega ætlað að nái til fall­vatns og háhita­svæða. Í með­förum þings­ins kom fram sú [van­hugs­aða] ábend­ing að gild­is­svið lag­ana yrði of þröngt. Iðn­að­ar­nefnd Alþingis fellst á þetta sjón­ar­mið, án þess þó að kanna á sjálf­stæðan hátt rétt­ar­á­hrif þeirrar útvíkk­unar að teknu til­liti til ákvæða stjórn­ar­skrár­innar um eigna­rétt, atvinnu­frelsi, skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga, EES reglu­gerða, mark­miðs raf­orku­laga og laga um mat á umhverf­is­hárif­um. Nefndin lagði því til, án ígrund­un­ar, „breytt heiti“ frum­varps­ins að lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun og „víð­tækara gild­is­svið“ um land­svæði þar sem væri að finna virkj­un­ar­kosti til orku­vinnslu. Það gæti átt við um kol og mó auk fall­vatns og jarð­varma? En vindur blæs um allt land og er ekki „land­svæð­i,“ í lög­fræði­legum skiln­ingi, heldur fellur and­rúms­loftið undir þau verð­mæti sem kölluð eru „res communes“ og eng­inn telst eiga einka­rétt á.

Hafði það verið vilji Alþingis að tak­marka vind­orku­orku­nýt­ingu við til­tekin skil­greind land­svæði i ramma­á­ætlun og um leið stjórn­ar­skrár­varin rétt ein­stak­linga til að velja sér að búa til raf­magn úr vind­orku í atvinnu­skini á eign­ar­landi sínu og í sam­ræmi við skipu­lag sveit­ar­fé­lags, hefði þurft að tryggja jafna stöðu manna á skíran og ótví­ræðan hátt, til að koma í veg fyrir hvers kyns mis­munun með lög­gjöf sem stæð­ist stjórn­skip­un­ar­lög. M.ö.o. lög um ramma­á­ætlun þarf að hugsa upp á nýtt standi vilji til þess að vind­orka falli þar undir með öllum þeim tak­mörk­unum sem sveit­ar­fé­lögum og borg­ur­unum eru þá sett – sem engin þörf er á.

Skil­yrði virkj­un­ar­leyfis sam­kvæmt raf­orku­lögum er að virkjun sé í skipu­lagi sveit­ar­fé­lags, að fyrir liggi mat á umhverf­is­á­hrifum og tengi­samn­ingur við Lands­net. Fyr­ir­hug­aður Búr­fellslundur er í skipu­lagi Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, með nálæga teng­ingu við háspennu­lín­ur. Fyrir liggur mat á umhverf­is­á­hrifum Búr­fellslundar þar sem brugð­ist var við ábend­ingum Skipu­lags­stofn­unar varð­andi stærð vind­orku­vers­ins, upp­sett afl þess var minnkað og vind­myllum fækk­að. Það er því ekk­ert sem mælir gegn því að Lands­virkjun sæki um virkj­un­ar­leyfi vegna Búr­fellslundar til Orku­stofn­un­ar, óháð ramma­á­ætl­un, enda upp­fyllir verk­efnið öll skil­yrði raf­orku­laga fyrir slíku leyfi. Telji ein­hver slíka leyf­is­veit­ingu Orku­stofn­unar ólög­mæta, vegna ramma­á­ætl­un­ar, mætti sá hinn sami láta á það reyna fyrir dóm­stól­um. Það er ekki vanda­mál Lands­virkj­un­ar. Lands­virkjun verður hins vegar að gera upp við sig hvort heldur hún vill lúta raf­orku­lögum um Búr­fellslund eða una ólög­mætri máls­með­ferð verk­efna­stjórnar um þann kost. Skil­virkast væri auð­vitað fyrir Lands­virkjun að sækja um bara virkj­un­ar­leyfi fyrir Búr­fellslund, höggva á hnút laga­túlk­unar sé hann enn að þvæl­ast fyrir mönnum þar á bæ.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar