Búrfellslundur, Landsvirkjun og Rammaáætlun

Skúli Thoroddsen, sem starfaði áður sem lögfræðingur Orkustofnunar, skrifar um Rammaáætlun.

Auglýsing

Eins og fram kemur í Kjarn­anum 11. febr­úar sl., er Lands­virkjun í umsögn sinni um þings­á­lykt­un­ar­til­lögu 3. áfanga vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­unar ósátt við flokkun m.a. Búr­fellslundar. Lands­virkjun vill að fyr­ir­hugað vind­orku­ver verði fært úr bið­flokki í orku­nýt­ing­ar­flokk og þykir þykir ljóst að við fram­kvæmd ramma­á­ætl­unar hafi verk­efna­stjórn á ýmsan máta ekki farið lög­um, m.a. með því „að ganga fram­hjá valdsviði Orku­stofn­unar og ákvarða sjálf hvaða virkj­un­ar­kostir voru teknir til umfjöll­un­ar.“ Undir þetta má taka með Lands­virkj­un, en það er Búr­fellslund­ur, sem ég vil gera að umtals­efni.

­For­senda þess að verk­efn­is­stjórn fjalli um virkj­un­ar­kost er sú að kost­ur­inn sé að mati Orku­stofn­unar nægi­lega skil­greind­ur. Brú­fellslund­ur, sem Lands­virkjun lagði til sem vind­orku­kost og verk­efna­stjórn tók til umfjöll­unar vegna 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar, nota bene, að ósk Lands­virkj­un­ar, var ekki skil­greindur og met­inn af Orku­stofn­un. Sama á við um Blöndu­lund sem lagt er til að fari í orku­nýt­ing­ar­flokk. Orku­stofnun og fleiri aðilar töldu og telja enn að lög um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun gildi ekki um vind­orku. Verk­efna­stjórn­inni væri því óheim­ilt að taka umrædda kosti til skoð­unar og gera um þá til­lögu. En Lands­virkjun vildi ekki „rugga bátn­um,“ hnýtti sér hnút og óskaði þess að verk­efna­stjórnin fjall­aði um Búr­fellslund „vegna óvissu um túlkun lag­anna.“ Verk­efna­stjórnin ákvað í fram­hald­inu að taka virkj­un­ar­kost­inn til skoð­unar og rað­aði honum í bið­flokk, sem Lands­virkjun er nú ósátt við. 

Auglýsing
Gildissvið laga um ramma­á­ætlun var upp­haf­lega ætlað að nái til fall­vatns og háhita­svæða. Í með­förum þings­ins kom fram sú [van­hugs­aða] ábend­ing að gild­is­svið lag­ana yrði of þröngt. Iðn­að­ar­nefnd Alþingis fellst á þetta sjón­ar­mið, án þess þó að kanna á sjálf­stæðan hátt rétt­ar­á­hrif þeirrar útvíkk­unar að teknu til­liti til ákvæða stjórn­ar­skrár­innar um eigna­rétt, atvinnu­frelsi, skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga, EES reglu­gerða, mark­miðs raf­orku­laga og laga um mat á umhverf­is­hárif­um. Nefndin lagði því til, án ígrund­un­ar, „breytt heiti“ frum­varps­ins að lögum um vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun og „víð­tækara gild­is­svið“ um land­svæði þar sem væri að finna virkj­un­ar­kosti til orku­vinnslu. Það gæti átt við um kol og mó auk fall­vatns og jarð­varma? En vindur blæs um allt land og er ekki „land­svæð­i,“ í lög­fræði­legum skiln­ingi, heldur fellur and­rúms­loftið undir þau verð­mæti sem kölluð eru „res communes“ og eng­inn telst eiga einka­rétt á.

Hafði það verið vilji Alþingis að tak­marka vind­orku­orku­nýt­ingu við til­tekin skil­greind land­svæði i ramma­á­ætlun og um leið stjórn­ar­skrár­varin rétt ein­stak­linga til að velja sér að búa til raf­magn úr vind­orku í atvinnu­skini á eign­ar­landi sínu og í sam­ræmi við skipu­lag sveit­ar­fé­lags, hefði þurft að tryggja jafna stöðu manna á skíran og ótví­ræðan hátt, til að koma í veg fyrir hvers kyns mis­munun með lög­gjöf sem stæð­ist stjórn­skip­un­ar­lög. M.ö.o. lög um ramma­á­ætlun þarf að hugsa upp á nýtt standi vilji til þess að vind­orka falli þar undir með öllum þeim tak­mörk­unum sem sveit­ar­fé­lögum og borg­ur­unum eru þá sett – sem engin þörf er á.

Skil­yrði virkj­un­ar­leyfis sam­kvæmt raf­orku­lögum er að virkjun sé í skipu­lagi sveit­ar­fé­lags, að fyrir liggi mat á umhverf­is­á­hrifum og tengi­samn­ingur við Lands­net. Fyr­ir­hug­aður Búr­fellslundur er í skipu­lagi Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps, með nálæga teng­ingu við háspennu­lín­ur. Fyrir liggur mat á umhverf­is­á­hrifum Búr­fellslundar þar sem brugð­ist var við ábend­ingum Skipu­lags­stofn­unar varð­andi stærð vind­orku­vers­ins, upp­sett afl þess var minnkað og vind­myllum fækk­að. Það er því ekk­ert sem mælir gegn því að Lands­virkjun sæki um virkj­un­ar­leyfi vegna Búr­fellslundar til Orku­stofn­un­ar, óháð ramma­á­ætl­un, enda upp­fyllir verk­efnið öll skil­yrði raf­orku­laga fyrir slíku leyfi. Telji ein­hver slíka leyf­is­veit­ingu Orku­stofn­unar ólög­mæta, vegna ramma­á­ætl­un­ar, mætti sá hinn sami láta á það reyna fyrir dóm­stól­um. Það er ekki vanda­mál Lands­virkj­un­ar. Lands­virkjun verður hins vegar að gera upp við sig hvort heldur hún vill lúta raf­orku­lögum um Búr­fellslund eða una ólög­mætri máls­með­ferð verk­efna­stjórnar um þann kost. Skil­virkast væri auð­vitað fyrir Lands­virkjun að sækja um bara virkj­un­ar­leyfi fyrir Búr­fellslund, höggva á hnút laga­túlk­unar sé hann enn að þvæl­ast fyrir mönnum þar á bæ.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar