Viðskiptaráð fjallar um verðlag á Íslandi

Erna Bjarnadóttir skrifar um samantekt Viðskiptaráðs um verðlag og kaupmátt á Íslandi og í mörgum Evrópulöndum.

Auglýsing

Núna í lok jan­úar birt­ist á heima­síðu Við­skipta­ráðs athygl­is­verð sam­an­tekt um verð­lag og kaup­mátt hér á landi og í mörgum Evr­ópu­lönd­um. Umfjöll­unin er byggð á gögnum frá Hag­stofu Íslands, Seðla­banka Íslands og Eurosta­t. 

Þess­ari úttekt ber að mínu mati að fagna. Umræða um mat­væla­verð hefur verið eins og rauður þráður í allri umræðu um land­búnað og mat­væla­fram­leiðslu hér á land­i. Margir hafa þar haldið því fram að það sé m.a. inn­lend land­bún­að­ar­stefna sem sé orsök hás mat­vöru­verðs og því beri að gera breyt­ingar á henni (sjá t.d. hér). 

Þessi umræða er þó því miður oftar en ekki tekin úr sam­hengi við þá stað­reynd „…að hátt verð­lag er þegar upp er staðið afleið­ing af háum tekjum Íslend­inga og þannig miklum kaup­mætti – hag­sæld“, eins og segir í sam­an­tekt Við­skipta­ráðs.

Auglýsing
Á Íslandi fer saman hátt verð­lag og tekjur eru líka með þeim hæstu sem þekkj­ast. Þannig bjuggu Íslend­ingar við fjórða mesta kaup­mátt í Evr­ópu árið 2019, sé miðað við mið­gildi ráð­stöf­un­ar­tekna. Af Norð­ur­lönd­unum er það aðeins Nor­egur sem skákar Íslandi og Lúx­em­borg, eitt aðild­ar­ríkja ESB.

Sam­band tekna og verð­lags

Þá kemur fram að rann­sóknir sem gerðar eru þvert á lönd og yfir langan tíma sýni að meiri fram­leiðni vinnu­afls (og þar af leið­andi tekjur laun­fólks) leiði sam­hliða til hlut­falls­lega hærra verð­lags í við­kom­andi landi. Geng­is­sveiflur og fleiri þættir eins og tekju­dreif­ing geta einnig haft áhrif en engu að síður er töl­fræði­lega mark­tækt sam­band milli verð­lags og svo­kall­aðs mið­gildis ráð­stöf­un­ar­tekna. Þannig eru tekjur og verð­lag lægst í Tyrk­landi og Norð­ur­-Ma­kedóníu en hvoru­tveggja hæst á Íslandi, í Nor­egi og Svis­s. 

Kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna er mestur í ríkjum þar sem verð­lag er hæst

Nán­ari grein­ing Við­skipta­ráðs leiðir í ljós að fyrir hver 10% sem ráð­stöf­un­ar­tekjur hækka, hækkar almennt verð­lag um 5%. Af þessu leiðir eðli­lega að kaup­máttur ráð­stöf­un­ar­tekna er einnig mestur í þeim ríkjum sem búa við hæsta verð­lagið og tekj­urn­ar. Þannig var kaup­máttur mið­gildis ráð­stöf­un­ar­tekna sá fjórði hæsti hér á landi árið 2019 af þeim löndum sem sam­an­burð­ur­inn nær til. Sömu ríki og raða sér þannig í efstu sætin þegar kemur að verð­lagi og tekjum og raða sér í sætin í kringum Ísland í kaup­mætti.

Í sam­an­tekt Við­skipta­ráðs segir enn frem­ur: „Dreif­ing tekna skiptir einnig máli og því ber að nefna að tekju­jöfn­uður á Íslandi er meiri en í hinum ríkj­unum sem raða sér á topp­inn í kaup­mætti. Aðeins mælist meiri jöfn­uður í Sló­ven­íu, Slóvakíu og Tékk­landi á mæli­kvarða Gini og þá er hlut­fall milli efstu og neðstu tekju­tí­undar það lægsta hér á land­i.“

Mik­ill kaup­máttur þvert á vöru­flokka

Þegar kaup­máttur eftir helstu flokkum vöru og þjón­ustu er skoð­aður er hann almennt með því hæsta sem þekk­ist hér á landi og er Ísland í flestum til­vikum í efstu 10 sæt­un­um. Þetta gildir þvert á vöru­flokka. Mestur er kaup­mátt­ur­inn þegar kemur að raf­magni og hita, mat- og drykkj­ar­vörum og hús­gögnum og heim­il­is­bún­aði. Lakast kemur Ísland út þegar horft er til útgjalda til heilsu ann­ars vegar og pósts og síma hins veg­ar. 

Við­skipta­ráð segir síð­an: „Sér­staka athygli vekur að kaup­máttur í mat og drykkj­ar­vöru er sá annar mesti í Evr­ópu, en aðeins íbúar Lúx­em­borgar geta keypt sam­bæri­lega mat­ar­körfu og notað til þess lægra hlut­fall tekna sinna.“ Kaup­máttur hér á landi var þannig meiri en á öllum hinum Norð­ur­lönd­unum og sem dæmi 11% meiri en í Dan­mörku. 

Horf­urnar fram undan

Hér er byggt á upp­lýs­ingum sem eru eins til tveggja ára gaml­ar, og er það ekki ný saga að nýrri gögn eru sjaldn­ast aðgengi­leg. Verð­lag og tekjur breyt­ast líkt og flest annað en erfitt að segja hvort staðan hér hafi breyst síð­ustu 2 ár í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­ríki. Í umfjöllun Við­skipta­ráðs er bent á að hér á landi „… virð­ist sem sam­dráttur lands­fram­leiðslu hafi verið óvenju mik­ill árið 2020, sem almennt rýrir ráð­stöf­un­ar­tekj­ur, en á móti má nefna að laun hafa hækkað og að kaup­máttur launa jókst um 3,4% á síð­asta ári.“ Það er vissu­lega ástæða til að hafa áhyggjur af að mikið og langvar­andi atvinnu­leysi vegna krepp­unnar af völdum COVID-19 far­ald­urs­ins, breikki bil milli þeirra sem við kröppust kjör búa og ann­arra í sam­fé­lag­inu. Það er sann­ar­lega stórt við­fangs­efni fyrir stjórn­völd. En í umræðum um verð­lag verður hins vegar aldrei kom­ist hjá að horfa á heild­ar­mynd­ina eins og Við­skipta­ráð gerir vel grein fyrir í umfjöllun sinni.

Höf­undur hag­fræð­ingur og verk­efn­is­stjóri hjá Mjólk­ur­sam­söl­unni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar