Helgar tilgangurinn meðalið?

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, skrifar nokkur orð um heimildarmyndina Hækkum Rána.

Auglýsing

Tals­verð umræða hefur skap­ast við sýn­ingu á heim­ilda­mynd­inni Hækkum Rána, þar sem fjallað er um þjálf­un­ar­að­ferðir ungra körfuknatt­leiks­stúlkna, og sýn­ist sitt hverj­u­m. 

Heim­ilda­myndin rammar við­fangs­efnið inn sem áhuga­vert verk­efni körfuknatt­leiks­þjálf­ara við að vald­efla 8-11 ára stúlkur í kar­lægum íþrótta­heimi með því að byggja upp and­legan styrk þeirra og gera þær að meiri töff­urum – eins og það er orðað í mynd­inni. Og við fyrstu sýn þá er margt í þessu sem hljómar vel og auð­velt er að hríf­ast með. En þegar betur er að gáð þá leyn­ist maðkur í mys­unni.

Hug­myndin að vald­efla ungar stúlkur í gegnum íþróttir er allt í senn fal­leg, þörf og göf­ug. Myndin segir frá því þegar þjálf­ari í körfu­bolta býr til hóp 9 ára stúlkna sem eiga að stefna hátt í körfu­bolta, með mark­vissum æfingum og vald­efl­ingu sem á að búa þær undir að breyta heim­inum sem þær eru hluti af. Vanda­málið sem hóp­ur­inn stendur frammi fyrir kjarn­ast í því að stelp­urnar fá ekki að keppa við stráka. Þjálf­ar­inn með sinn sann­fær­ing­ar­kraft fær með sér for­eldra stúlkn­anna til að taka þátt í þessu til­rauna­verk­efni þar sem stemn­ingin minnir á stundum á trú­ar­leið­toga sem vefur bæði iðk­endum og for­eldrum um fingur sér. En spurn­ingin sem við­fangs­efni heim­ilda­mynd­ar­innar vekur að mínu mati snýr ekki að því að reynt hafi verið að vald­efla ungar stúlkur í íþrótt­um, heldur hvernig það var gert. 

Sú til­raun sem birt­ist í mynd­inni með það að mark­miði að vald­efla iðk­end­ur, fól í raun í sér að afrek­svæða íþrótta­starf 8-11 ára barna. Sem er merki­legt þar sem þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem þjálf­ar­inn beitir í mynd­inni eru löngu taldar úreltar enda ganga þær gegn allri fræði­legri þekk­ingu vís­inda­sam­fé­lags­ins, hag­nýtri þekk­ingu íþrótta­sam­fé­lag­ins, stefnu íþrótta­yf­ir­valda, skipu­lagi íþrótta­starfs hér á landi og þeirri íþrótta­menn­ingu sem hér rík­ir. 

Auglýsing
Það er því er mik­il­vægt að vekja athygli les­enda á þeim aðferðum sem áhorf­endur verða vitni að í mynd­inni, og mögu­legum afleið­ingum þeirra. Það er að mínu mati ekki rétt­læt­an­legt undir neinum kring­um­stæðum að beita slíkum aðferðum á börn í íþróttum þó svo að það sé gert í nafni jafn­réttis og vald­efl­ingar stúlkna – eins göf­ugt og það mark­mið er í sjálfu sér. Til­gang­ur­inn helgar ekki alltaf með­al­ið. 

Afrek­svæð­ing leiks­ins

Þær hörðu og mark­vissu þjálf­un­ar­að­ferðir sem sýndar eru í mynd­inni eru ekki nýjar af nál­inni. Þessar aðferðir hafa um ára­tuga­skeið verið við lýði úti í hinum stóra heimi. Allt frá skipu­lagðri íþrótta­upp­bygg­ingu aust­ur­blokk­ar­innar á tímum kalda stríðs­ins, til elítu aka­dem­íu­starfs sumra stór­þjóða og atvinnu­manna­liða seinni tíma. Þessar aðferðir eru þó á hröðu und­an­haldi og þykja vera barn síns tíma. Angi af þessum aðferðum lifir þó enn góðu lífi og birt­ist í óæski­legri þróun í íþróttum barna og ung­menna sem hefur verið nefnd afrek­svæð­ing leiks­ins (e. the pro­fessiona­lization of play). Afrek­svæð­ing leiks­ins felur það í sér að þjálf­un­ar­að­ferðir sem not­aðar eru á full­orðna atvinnu­menn eru yfir­færðar á börn. Íþróttir barna fara með þessu að ein­kenn­ast af meiri alvöru og festu, snemm­bærri sér­hæf­ingu, fleiri æfingum og meira álagi, vænt­ingum og pressu en áður, allt með það að mark­miði að sigra og skapa grunn­inn að afrek­s­í­þrótta­fólki fram­tíð­ar­inn­ar. Hætt­urnar við afrek­svæð­ingu leiks­ins eru aftur á móti það alvar­legar fyrir börn og ung­menni að varað er við slíkum aðferð­um. Til að mynda þá birt­ast afleið­ing­arnar í auk­inni tíðni ofþjálf­unar og álags­meiðsla, auknu brott­falli, óhóf­legum og óþörfum fjár­hags­legum kostn­aði fjöl­skyldna, óraun­hæfra vænt­inga um árangur og frama, glat­aðrar barn­æsku, sem og að leik­ur­inn fer frá því að vera leikur og verður að vinnu, svo sitt­hvað sé nefnt. Stað­reynd­irnar tala sínu máli í þessu sam­band­i. 

Afreks­heim­ur­inn er ekki endi­lega eins fal­legur eða heil­brigður eins og hann virkar jafnan utan­frá séð. Til að mynda þá líkti hinn þekkti rúm­enski fim­leika­þjálf­ari Béla Károlyi fim­leika­stúlk­unum sem hann var að þjálfa við sporð­dreka. Hug­mynda­fræði Karolyi var á þá leið að það að þjálfa korn­ungar fim­leika­stúlkur væri eins og að vera með 50 sporð­dreka sem hann setti í flösku og setti svo tapp­ann í flösk­una. Hvað ger­ist, jú sporð­drek­arnir enda á því að drepa hver ann­an, þangað til einn er eftir sem skríður að lokum uppúr flösk­unni, og það verður Ólymp­íu­meist­ar­inn minn, sagði Károlyi stolt­ur. Það sem felst í þess­ari sam­lík­ingu er að afreks­stefna í íþróttum barna verður oft hörku­leg og ómann­úð­leg þar sem ein­göngu þeir hæf­ustu lifa af, og nán­ast öllum er sama um þá sem ekki ná í gegn. Sagan verður þannig skráð af sig­ur­veg­ur­unum sem gerir slíkar aðferðir oft eft­ir­sókn­ar­verðar í augum almenn­ings, án þess þó að almenn­ingur geri sér grein fyrir öllum fórn­ar­kostn­að­inum sem varð til við upp­bygg­ingu meist­ar­ans í slíku afreksum­hverfi. Og þar stendur hníf­ur­inn í kúnn­i. 

Aðferðir körfu­bolta­þjálf­ar­ans í mynd­inni eru umdeildar (og óþægi­leg­ar) vegna þess að þær veita inn­sýn í það hvernig afrek­svæð­ing lítur út, á bak við tjöld­in. Hvort sem um er að ræða þær hörðu þjálf­un­ar­að­ferðir sem þar voru sýndar eða álags­meiðsl barna vegna slíkrar íþrótta­iðk­un­ar. Í mynd­inni kemur einnig fram hvernig þjálf­ar­inn reyndi að setja 10 ára börn í aðstæður sem væru óþægi­leg­ar, í þeim til­gangi að búa til stress og álag fyrir börn. Ein stúlkan tal­aði um að þjálf­ar­inn reyndi að láta þeim líða illa, að vera stress­aðar og kvíðn­ar, í þeim til­gangi að gera þær betri. Þetta er gam­al­kunn­ugt stef sem kann að vera að virki í ein­hverjum til­fellum í afrek­s­í­þróttum full­orð­inna, þ.e. að brjóta fyrst niður og byggja svo upp, en á alls ekki heima í almennu íþrótta­starfi barna. Þaðan af síður aðferðir sem byggja á því að taka ein­stak­linga sér­stak­lega fyr­ir, fyrir framan aðra, „hrauna“ yfir iðk­end­ur, tala um þá sem rolur og aum­ingja og jafn­vel græta, sem allt gengur gegn við­ur­kenndum aðferðum í þjálfun barna sem og full­orð­inna. Allt eru þetta merki um óeðli­lega afrek­svæð­ingu leiks­ins.

Er íþrótta­starf bara fyrir þær bestu?

Íþrótta­starfi á Íslandi er ætlað að veita öllum börnum tæki­færi til að efl­ast félags­lega, á sál og lík­ama, en ekki ein­ungis þeim börnum sem eru góð í að bíta á jaxl­inn eða þeim sem eru á ein­hvern hátt meira snemm­þroska en önnur börn. Við skulum í þessu sam­hengi ekki gleyma því að íþrótta­starf­inu er að miklu leiti haldið úti af sveit­ar­fé­lögum og ríki á þeim for­sendum að íþróttum barna og ung­menna er ætlað að vera fyrir alla, en ekki bara fyrir þá „bestu“ eða þá „sterkust­u“.

Körfu­bolta­starfið sem myndin veitir inn­sýn í virð­ist fyrst og fremst vera ætlað þeim bestu; alla vega þeim börnum sem höfðu þann metnað eða þann and­lega styrk að geta tek­ist á við mikið álag. Í yfir­lýs­ingu frá Körfuknatt­leiks­deild Stjörn­unn­ar, sem send var út í kjöl­far þess að félagið ákvað að fram­lengja ekki samn­ing sinn við þjálf­arann, segir meðal ann­ars að brott­fall úr félag­inu hafi verið vanda­mál undir hug­mynda­fræði þjálf­ar­ans þar sem „stúlkur sem eiga for­eldra sem ekki voru í einu og öllu fylgj­andi því, eða ein­fald­lega ekki í aðstöðu til að setja körfuknatt­leiksiðkun 9-10 ára dóttur sinnar í for­gang í fjöl­skyldu­líf­inu, hafi lent hvað verst í þjálf­ar­an­um”, sem ber glögg­lega með sér ein­kenni snemm­bærrar afreks­mennsku. 

„Þær eru sterkar per­són­ur, geta staðið á sín­u,“ sagði einn fað­ir­inn stoltur í heim­ilda­mynd­inni og hefur hann eflaust rétt fyrir sér hvað það varð­ar. Sumar stúlkn­anna gátu ábyggi­lega staðið í gegnum þetta og látið mót­lætið styrkja sig, en það gerðu aftur á móti alls ekki allar stúlk­urn­ar. Með öðrum orð­um, þá sýnir myndin sögu sig­ur­vegar­anna. Þeirra sterku stelpna sem komust í gegnum harð­ræð­ið. Myndin sýnir aftur á móti ekki hina hlið­ina; „aum­ingj­ana“ eins og tíð­rætt var um í mynd­inni. Hún segir ekki sögu þeirra sem helt­ust úr lest­inni, ein­hvers staðar á leið­inni, og sitja jafn­vel uppi með skömm­ina yfir að hafa grátið og gef­ist upp undan óæski­legu álag­inu og harð­ræð­inu – eins og jafnan er afleið­ing afrek­svæð­ingar barna- og ung­linga­í­þrótta. Stúlk­urnar sem fengu ekki að keppa við strák­ana eru því ekki einu fórn­ar­lömbin í þess­ari sögu, heldur ekki síður þær stúlkur sem hrökt­ust úr íþrótt­inni sinni og félag­inu sínu. Þeirra saga var ekki sögð. 

Inn­tak vald­efl­ingar

Það er einnig umhugs­un­ar­efni hvort það sé rétta leiðin að gera stelpur að meiri strákum í íþrótt­um; að gera þær að meiri „töff­ur­um“ eins og lagt var upp með í mynd­inni. Að mörgu leiti þá er íþrótta­starf stúlkna mun heil­brigð­ara en íþrótta­starf pilta. Hjá piltum er meira um ein­elti, hörku og hroka, en hjá stúlk­um, sem allt eru óæski­legir fylgi­fiskar keppn­is­í­þrótta. Oft hefur líka verið rætt um að íþróttir kvenna feli í sér minni leik­ara­skap og svindl en í íþróttum karla. Að því leyti mætti segja að íþróttir kvenna séu þannig í raun hreinni og óspillt­ari en íþróttir karla. Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að vinna gegn ljótu tali (rusltali), hroka, ein­elti og óþarfa hörku í íþróttum yfir­höf­uð. Það þarf að vinna gegn þeirri karl­rembu og ömur­leg­heitum sem rætt var um í mynd­inni, en ekki að stuðla að óþarfa töffara­skap og ömur­leg­heitum hjá þeim sem það skort­ir. Eiga íþróttir kvenna ekki að vera á for­sendum kvenna frekar en úrsér­gengnum karl­mennsku­hug­myndum sem hægt og bít­andi eru að renna sitt skeið? Það eru nýir tím­ar. Staða kvenna í íþróttum batnar ár frá ári. Þátt­töku­töl­urnar sýna það. Árang­ur­inn sýnir það, á vell­in­um, sem og utan hans. Konur eru komnar í æðstu stöður í íþrótta­hreyf­ing­unni. Fram­kvæmda­stjórar ÍSÍ, UMFÍ og KSÍ eru til að mynda allt konur sem hafa áhrif á að móta íþrótta­starfið fyrir nýja tíma. Tíð­ar­and­inn er ann­ar, sem gerir konum loks­ins kleift að vera gjald­gengar í íþróttum og bæta íþrótt­irnar á eigin for­send­um, með því að vera eins og kon­ur. 

Að lokum

Það er mikil ein­földun að stilla við­fangs­efn­inu ein­göngu upp sem verk­efni um vald­efl­ingu stúlkna, eins og gert er í heim­ilda­mynd­inni, því sú nálgun segir okkur aðeins hálfa sög­una. Heim­ilda­myndin tekur þannig afstöðu og því þarf að huga að því hvað var sýnt og hvað var ekki sýnt. Hin hlið­in, sem ekki var sögð, en er ekki síður mik­il­væg í þessu sam­hengi, er sú að verk­efnið fólst í raun í því að afrek­svæða íþrótta­starf 8-11 ára barna, þvert á alla vit­neskju okkar um ókosti slíkrar nálg­un­ar. Þó að til­gang­ur­inn með verk­efn­inu virki góð­ur, þá bendir margt til þess að með­alið sem beitt var geti haft slæmar auka­verk­anir í för með sér. 

Það eru sumir sem eru þeirrar skoð­unar að börn í nútíma­sam­fé­lagi lifi í of mik­illi bómull, séu veik­geðja og það þurfi að herða þau upp. Þrátt fyrir að sú skoðun geti verið rétt­mæt þá er úrsér­gengin hug­mynda­fræði um ein­hverja töffara­hörku og gam­al­dags karl­mennsku ekki rétta svar­ið. Það er vafa­samt að gera til­raunir á við­kvæmum hópum eins og börn­um. Börn eiga ekki að vera til­rauna­dýr fyrir slíkar hug­mynd­ir. Að taka upp þessar gömlu og úreltu þjálf­un­ar­að­ferðir í íþrótta­þjálfun barna er í mínum huga eins og að for­eldrar myndu byrja að rass­skella börnin sín á nýjan leik til að halda uppi aga. Er þetta virki­lega stefnan sem við viljum taka?Hvort stúlkur eigi að fá að keppa við pilta í íþróttum er svo bara allt önnur spurn­ing.Höf­undur er pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar