Samþjöppuð stórútgerð 1-0

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, skrifar um veiðigjöld.

Auglýsing

Fallin með 4,8

Þá er komin nið­ur­staða með veiði­gjöld árs­ins í fyrra. Reikni­sér­fræð­ingar rík­is­ins segja að 4,782 millj­arðar skulu það vera heill­in. Leigu­við­skipti með rúm­lega fjórð­ung úthlut­aðs þorsk­kvóta á síð­asta fisk­veiði­ári námu 7,276 millj­örðum (heim­ild frá Fiski­stofu). Þetta segir okkur allt aðra sögu en SFS og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra býður okkur upp­á. 

Mark­aðs­verð

Á leigu­mark­aði með afla­heim­ildir þá hefur útgerðin sjálf ákveðið að mark­aðs­verð þorsk­veiði­heim­ilda á síð­asta fisk­veiði­ári séu 101.768 kr. tonn­ið. Ef við upp­reiknum þetta mark­aðs­verð upp í 100% afla­heim­ilda í þorski þá fáum við út 27,477 millj­arða miðað við þau 270.000 tonn sem var úthlut­að. Við skulum nota var­úð­ar­reglu og lækka þessa tölu, bæði lækkar verð við meira fram­boð og við erum sann­gjörn. En ég held að það sé óhætt að segja að íslenskir útgerð­ar­menn mátu mark­aðs­verð heild­ar­veiði­heim­ilda í þorski á síð­asta ári á 24 millj­arða. 

Auglýsing
Í  þorski ein­göngu. Íslensk stjórn­völd meta það hins vegar svo, eftir miklar reiknikúnstn­ir, að sann­gjarnt gjald fyrir fisk­veiði­auð­lind­ina í heild, ekki bara þorski, heldur öllum teg­und­um, sé tæpir 4,8 millj­arð­ar. Þetta byggja þau á rann­sóknum á bók­haldi og afkomu útgerð­anna. Mark­aðs­verðið er reyndar enn hærra því ofan á leigu­verðið eru greidd veiði­gjöld­in. Sá sem leigði frá sér heim­ild­irnar situr með hreinan hagnað fyrir að gera ekki neitt.

Allar veiði­heim­ildir á upp­boð

En þessar töl­ur ­segja okkur meira. Það eru nú þegar virk upp­boð á veru­legum hluta veiði­heim­ilda. Píratar hafa lagt til upp­boð á tíma­bundnum veiði­heim­ildum og margir kalla það hreint brjál­æði. Í töfl­unni hér fyrir neðan sjáum við þróun leigu­mark­aðar með þorsk­veiði­heim­ildir síð­ustu 10 fisk­veiði­ár. Við sjáum svart á hvítu hið viða­mikla ­leig­u/­upp­boðs­kerfi á þorski sem þegar er til stað­ar, hefur verið frá 1991 og fer sístækk­and­i. ­Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ekki á hlið­inni þrátt fyrir hið viða­mikla upp­boðs­kerfi á þorski sem þegar er til stað­ar.Heimild: Fiskistofa

Kerfi ófyr­ir­sjá­an­legra afleið­inga

Þessar tölur og þessi saga sýnir okkur líka að við erum að úthluta þorsk­veiði­heim­ildum til aðila sem geta ekki, vilja ekki eða þurfa ekki að fiska hann. Það er geð­veiki. Þetta er afleið­ing þess að vera með lokað kvóta­kerfi. Þegar ákveðið var að skipta úr sókn­ar­kerfi yfir í kvóta­kerfi árið 1983 þá mið­að­ist upp­haf­leg úthlutun á þriggja ára veiði­reynslu. Svo var bara lok, lok og læs. Ekk­ert hugsað um fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir. Nýir útgerð­ar­menn voru úti­lok­aðir frá veið­um. Svo komu auð­vitað í ljós fleiri ann­markar á þessu (ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ing­ar), ein­hverjir vildu hætta, aðrir byrja og eina leiðin til að flytja kvóta á milli skipa í kerf­inu var að úrelda skip sem voru með kvóta. Um ára­bil úreltu Íslend­ingar ágæt sjó­skip og báta (því­lík sóun) allt þar til frjálsa fram­salið kom til sög­unnar 1991. En það kom fljótt í ljós að sá háttur hafði einnig í för með sér ófyr­ir­sjá­an­leg­ar, óæskilegar afleið­ing­ar. Kvóti hvarf úr byggð­ar­lögum yfir nótt. Kvót­inn var veð­settur eins og hver önnur fast­eign og sam­þjöpp­unin hófst fyrir alvöru og er enn í fullum gangi. Það er engin greið inn­göngu­leið í kerfið fyrir nýliða. Og þá er hætt við að kerfið staðn­i. Stór­út­gerð­ar­mönnum sem eru vel grónir inn í kerfið finnst þetta full­kom­lega eðli­legt, enda bestu útgerð­ar­menn í heimi.

Bless­aður fyr­ir­sjá­an­leik­inn

SFS kallar þetta fyr­ir­komu­lag sam­fé­lags­lega sjálf­bært, hag­kvæmt og fyr­ir­sjá­an­legt. Sam­fé­lögin sem hafa misst kvóta og ekk­ert fengið í stað­inn sjá þetta alls ekki sem sam­fé­lags­lega sjálf­bært. Fyr­ir­sjá­an­leiki er mik­il­væg­ur, en það er ekki hægt að ætl­ast til þess að hann sé alltaf full­kom­lega til stað­ar. Það eina sem við vitum með vissu um fram­tíð­ina er að breyt­ingar eru óhjá­kvæmi­leg­ar. Þegar kemur að hag­kvæmnirök­unum þá þurfum við að leggja lóð á vog­ar­skál­ir. Hvort vegur þyngra, atvinnu­frelsi eða hag­kvæmni? Jafn­ræði eða hag­kvæmni? Líf og dauði byggð­ar­laga eða hag­kvæmni? Ef hag­kvæmnin og fyr­ir­sjá­an­leik­inn vegur alltaf þyngst þá getum við gert út eitt risa­rík­is­skip og skóflað öllu upp á 6 mán­uð­um. Það vill eng­inn. En það væri vissu­lega hag­kvæmt.

Kerf­is­fræð­ingar -ekki við­skipta­mó­gúlar

Það er ekki svo að íslenskir stór­út­gerð­ar­menn og konur séu svona vel að sér í við­skipt­um. Þau búa við for­rétt­indi, fengu upp­haf­lega ótrú­lega for­gjöf, bæði við upp­hafsút­hlutun og í fram­halds­við­skiptum með kvóta í sam­vinnu við sinn við­skipta­banka. Aðstöðu­mun­ur­inn er svo enn meiri þegar ekki þarf að greiða fyrir stærstan hluta aðfanga sem eru mið­in, afla­heim­ild­irn­ar. Það geta lang­flestir rekið fyr­ir­tæki með miklum hagn­aði þegar þeir búa við for­rétt­indi, sér­leyf­i, ­for­gjöf og óeðli­legan afslátt af aðföng­um. Þeir eru í besta falli kerf­is­fræð­ingar sem spila á kvóta­kerf­ið, lóð­rétta sam­þætt­ingu, stunda bók­halds­listir til að greiða sem minnst veiði­gjöld og virð­ast alls­endis ófærir um að starfa í eðli­legu sam­keppn­isum­hverfi.

Burt með þetta fúsk

Stjórn­völd eru löngu fallin á próf­inu. 4,8 millj­arðar eru smá­pen­ingar miðað við mark­aðsvirði, blaut tuska í and­lit skatt­greið­enda. Ég legg til að ráð­herra og ­reikni­sér­fræð­ing­arnir verði látnir fjúka. Auð­lindin er í okkar eigu. Þetta er ekk­ert annað en eigna­upp­taka ogarðrán!

Höf­undur er vara­þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar