Samþjöppuð stórútgerð 1-0

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, skrifar um veiðigjöld.

Auglýsing

Fallin með 4,8

Þá er komin nið­ur­staða með veiði­gjöld árs­ins í fyrra. Reikni­sér­fræð­ingar rík­is­ins segja að 4,782 millj­arðar skulu það vera heill­in. Leigu­við­skipti með rúm­lega fjórð­ung úthlut­aðs þorsk­kvóta á síð­asta fisk­veiði­ári námu 7,276 millj­örðum (heim­ild frá Fiski­stofu). Þetta segir okkur allt aðra sögu en SFS og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra býður okkur upp­á. 

Mark­aðs­verð

Á leigu­mark­aði með afla­heim­ildir þá hefur útgerðin sjálf ákveðið að mark­aðs­verð þorsk­veiði­heim­ilda á síð­asta fisk­veiði­ári séu 101.768 kr. tonn­ið. Ef við upp­reiknum þetta mark­aðs­verð upp í 100% afla­heim­ilda í þorski þá fáum við út 27,477 millj­arða miðað við þau 270.000 tonn sem var úthlut­að. Við skulum nota var­úð­ar­reglu og lækka þessa tölu, bæði lækkar verð við meira fram­boð og við erum sann­gjörn. En ég held að það sé óhætt að segja að íslenskir útgerð­ar­menn mátu mark­aðs­verð heild­ar­veiði­heim­ilda í þorski á síð­asta ári á 24 millj­arða. 

Auglýsing
Í  þorski ein­göngu. Íslensk stjórn­völd meta það hins vegar svo, eftir miklar reiknikúnstn­ir, að sann­gjarnt gjald fyrir fisk­veiði­auð­lind­ina í heild, ekki bara þorski, heldur öllum teg­und­um, sé tæpir 4,8 millj­arð­ar. Þetta byggja þau á rann­sóknum á bók­haldi og afkomu útgerð­anna. Mark­aðs­verðið er reyndar enn hærra því ofan á leigu­verðið eru greidd veiði­gjöld­in. Sá sem leigði frá sér heim­ild­irnar situr með hreinan hagnað fyrir að gera ekki neitt.

Allar veiði­heim­ildir á upp­boð

En þessar töl­ur ­segja okkur meira. Það eru nú þegar virk upp­boð á veru­legum hluta veiði­heim­ilda. Píratar hafa lagt til upp­boð á tíma­bundnum veiði­heim­ildum og margir kalla það hreint brjál­æði. Í töfl­unni hér fyrir neðan sjáum við þróun leigu­mark­aðar með þorsk­veiði­heim­ildir síð­ustu 10 fisk­veiði­ár. Við sjáum svart á hvítu hið viða­mikla ­leig­u/­upp­boðs­kerfi á þorski sem þegar er til stað­ar, hefur verið frá 1991 og fer sístækk­and­i. ­Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ekki á hlið­inni þrátt fyrir hið viða­mikla upp­boðs­kerfi á þorski sem þegar er til stað­ar.Heimild: Fiskistofa

Kerfi ófyr­ir­sjá­an­legra afleið­inga

Þessar tölur og þessi saga sýnir okkur líka að við erum að úthluta þorsk­veiði­heim­ildum til aðila sem geta ekki, vilja ekki eða þurfa ekki að fiska hann. Það er geð­veiki. Þetta er afleið­ing þess að vera með lokað kvóta­kerfi. Þegar ákveðið var að skipta úr sókn­ar­kerfi yfir í kvóta­kerfi árið 1983 þá mið­að­ist upp­haf­leg úthlutun á þriggja ára veiði­reynslu. Svo var bara lok, lok og læs. Ekk­ert hugsað um fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir. Nýir útgerð­ar­menn voru úti­lok­aðir frá veið­um. Svo komu auð­vitað í ljós fleiri ann­markar á þessu (ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ing­ar), ein­hverjir vildu hætta, aðrir byrja og eina leiðin til að flytja kvóta á milli skipa í kerf­inu var að úrelda skip sem voru með kvóta. Um ára­bil úreltu Íslend­ingar ágæt sjó­skip og báta (því­lík sóun) allt þar til frjálsa fram­salið kom til sög­unnar 1991. En það kom fljótt í ljós að sá háttur hafði einnig í för með sér ófyr­ir­sjá­an­leg­ar, óæskilegar afleið­ing­ar. Kvóti hvarf úr byggð­ar­lögum yfir nótt. Kvót­inn var veð­settur eins og hver önnur fast­eign og sam­þjöpp­unin hófst fyrir alvöru og er enn í fullum gangi. Það er engin greið inn­göngu­leið í kerfið fyrir nýliða. Og þá er hætt við að kerfið staðn­i. Stór­út­gerð­ar­mönnum sem eru vel grónir inn í kerfið finnst þetta full­kom­lega eðli­legt, enda bestu útgerð­ar­menn í heimi.

Bless­aður fyr­ir­sjá­an­leik­inn

SFS kallar þetta fyr­ir­komu­lag sam­fé­lags­lega sjálf­bært, hag­kvæmt og fyr­ir­sjá­an­legt. Sam­fé­lögin sem hafa misst kvóta og ekk­ert fengið í stað­inn sjá þetta alls ekki sem sam­fé­lags­lega sjálf­bært. Fyr­ir­sjá­an­leiki er mik­il­væg­ur, en það er ekki hægt að ætl­ast til þess að hann sé alltaf full­kom­lega til stað­ar. Það eina sem við vitum með vissu um fram­tíð­ina er að breyt­ingar eru óhjá­kvæmi­leg­ar. Þegar kemur að hag­kvæmnirök­unum þá þurfum við að leggja lóð á vog­ar­skál­ir. Hvort vegur þyngra, atvinnu­frelsi eða hag­kvæmni? Jafn­ræði eða hag­kvæmni? Líf og dauði byggð­ar­laga eða hag­kvæmni? Ef hag­kvæmnin og fyr­ir­sjá­an­leik­inn vegur alltaf þyngst þá getum við gert út eitt risa­rík­is­skip og skóflað öllu upp á 6 mán­uð­um. Það vill eng­inn. En það væri vissu­lega hag­kvæmt.

Kerf­is­fræð­ingar -ekki við­skipta­mó­gúlar

Það er ekki svo að íslenskir stór­út­gerð­ar­menn og konur séu svona vel að sér í við­skipt­um. Þau búa við for­rétt­indi, fengu upp­haf­lega ótrú­lega for­gjöf, bæði við upp­hafsút­hlutun og í fram­halds­við­skiptum með kvóta í sam­vinnu við sinn við­skipta­banka. Aðstöðu­mun­ur­inn er svo enn meiri þegar ekki þarf að greiða fyrir stærstan hluta aðfanga sem eru mið­in, afla­heim­ild­irn­ar. Það geta lang­flestir rekið fyr­ir­tæki með miklum hagn­aði þegar þeir búa við for­rétt­indi, sér­leyf­i, ­for­gjöf og óeðli­legan afslátt af aðföng­um. Þeir eru í besta falli kerf­is­fræð­ingar sem spila á kvóta­kerf­ið, lóð­rétta sam­þætt­ingu, stunda bók­halds­listir til að greiða sem minnst veiði­gjöld og virð­ast alls­endis ófærir um að starfa í eðli­legu sam­keppn­isum­hverfi.

Burt með þetta fúsk

Stjórn­völd eru löngu fallin á próf­inu. 4,8 millj­arðar eru smá­pen­ingar miðað við mark­aðsvirði, blaut tuska í and­lit skatt­greið­enda. Ég legg til að ráð­herra og ­reikni­sér­fræð­ing­arnir verði látnir fjúka. Auð­lindin er í okkar eigu. Þetta er ekk­ert annað en eigna­upp­taka ogarðrán!

Höf­undur er vara­þing­maður Pírata.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar