Samþjöppuð stórútgerð 1-0

Álfheiður Eymarsdóttir, varaþingmaður Pírata, skrifar um veiðigjöld.

Auglýsing

Fallin með 4,8

Þá er komin nið­ur­staða með veiði­gjöld árs­ins í fyrra. Reikni­sér­fræð­ingar rík­is­ins segja að 4,782 millj­arðar skulu það vera heill­in. Leigu­við­skipti með rúm­lega fjórð­ung úthlut­aðs þorsk­kvóta á síð­asta fisk­veiði­ári námu 7,276 millj­örðum (heim­ild frá Fiski­stofu). Þetta segir okkur allt aðra sögu en SFS og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra býður okkur upp­á. 

Mark­aðs­verð

Á leigu­mark­aði með afla­heim­ildir þá hefur útgerðin sjálf ákveðið að mark­aðs­verð þorsk­veiði­heim­ilda á síð­asta fisk­veiði­ári séu 101.768 kr. tonn­ið. Ef við upp­reiknum þetta mark­aðs­verð upp í 100% afla­heim­ilda í þorski þá fáum við út 27,477 millj­arða miðað við þau 270.000 tonn sem var úthlut­að. Við skulum nota var­úð­ar­reglu og lækka þessa tölu, bæði lækkar verð við meira fram­boð og við erum sann­gjörn. En ég held að það sé óhætt að segja að íslenskir útgerð­ar­menn mátu mark­aðs­verð heild­ar­veiði­heim­ilda í þorski á síð­asta ári á 24 millj­arða. 

Auglýsing
Í  þorski ein­göngu. Íslensk stjórn­völd meta það hins vegar svo, eftir miklar reiknikúnstn­ir, að sann­gjarnt gjald fyrir fisk­veiði­auð­lind­ina í heild, ekki bara þorski, heldur öllum teg­und­um, sé tæpir 4,8 millj­arð­ar. Þetta byggja þau á rann­sóknum á bók­haldi og afkomu útgerð­anna. Mark­aðs­verðið er reyndar enn hærra því ofan á leigu­verðið eru greidd veiði­gjöld­in. Sá sem leigði frá sér heim­ild­irnar situr með hreinan hagnað fyrir að gera ekki neitt.

Allar veiði­heim­ildir á upp­boð

En þessar töl­ur ­segja okkur meira. Það eru nú þegar virk upp­boð á veru­legum hluta veiði­heim­ilda. Píratar hafa lagt til upp­boð á tíma­bundnum veiði­heim­ildum og margir kalla það hreint brjál­æði. Í töfl­unni hér fyrir neðan sjáum við þróun leigu­mark­aðar með þorsk­veiði­heim­ildir síð­ustu 10 fisk­veiði­ár. Við sjáum svart á hvítu hið viða­mikla ­leig­u/­upp­boðs­kerfi á þorski sem þegar er til stað­ar, hefur verið frá 1991 og fer sístækk­and­i. ­Sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ekki á hlið­inni þrátt fyrir hið viða­mikla upp­boðs­kerfi á þorski sem þegar er til stað­ar.Heimild: Fiskistofa

Kerfi ófyr­ir­sjá­an­legra afleið­inga

Þessar tölur og þessi saga sýnir okkur líka að við erum að úthluta þorsk­veiði­heim­ildum til aðila sem geta ekki, vilja ekki eða þurfa ekki að fiska hann. Það er geð­veiki. Þetta er afleið­ing þess að vera með lokað kvóta­kerfi. Þegar ákveðið var að skipta úr sókn­ar­kerfi yfir í kvóta­kerfi árið 1983 þá mið­að­ist upp­haf­leg úthlutun á þriggja ára veiði­reynslu. Svo var bara lok, lok og læs. Ekk­ert hugsað um fram­tíð­ar­kyn­slóð­ir. Nýir útgerð­ar­menn voru úti­lok­aðir frá veið­um. Svo komu auð­vitað í ljós fleiri ann­markar á þessu (ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ing­ar), ein­hverjir vildu hætta, aðrir byrja og eina leiðin til að flytja kvóta á milli skipa í kerf­inu var að úrelda skip sem voru með kvóta. Um ára­bil úreltu Íslend­ingar ágæt sjó­skip og báta (því­lík sóun) allt þar til frjálsa fram­salið kom til sög­unnar 1991. En það kom fljótt í ljós að sá háttur hafði einnig í för með sér ófyr­ir­sjá­an­leg­ar, óæskilegar afleið­ing­ar. Kvóti hvarf úr byggð­ar­lögum yfir nótt. Kvót­inn var veð­settur eins og hver önnur fast­eign og sam­þjöpp­unin hófst fyrir alvöru og er enn í fullum gangi. Það er engin greið inn­göngu­leið í kerfið fyrir nýliða. Og þá er hætt við að kerfið staðn­i. Stór­út­gerð­ar­mönnum sem eru vel grónir inn í kerfið finnst þetta full­kom­lega eðli­legt, enda bestu útgerð­ar­menn í heimi.

Bless­aður fyr­ir­sjá­an­leik­inn

SFS kallar þetta fyr­ir­komu­lag sam­fé­lags­lega sjálf­bært, hag­kvæmt og fyr­ir­sjá­an­legt. Sam­fé­lögin sem hafa misst kvóta og ekk­ert fengið í stað­inn sjá þetta alls ekki sem sam­fé­lags­lega sjálf­bært. Fyr­ir­sjá­an­leiki er mik­il­væg­ur, en það er ekki hægt að ætl­ast til þess að hann sé alltaf full­kom­lega til stað­ar. Það eina sem við vitum með vissu um fram­tíð­ina er að breyt­ingar eru óhjá­kvæmi­leg­ar. Þegar kemur að hag­kvæmnirök­unum þá þurfum við að leggja lóð á vog­ar­skál­ir. Hvort vegur þyngra, atvinnu­frelsi eða hag­kvæmni? Jafn­ræði eða hag­kvæmni? Líf og dauði byggð­ar­laga eða hag­kvæmni? Ef hag­kvæmnin og fyr­ir­sjá­an­leik­inn vegur alltaf þyngst þá getum við gert út eitt risa­rík­is­skip og skóflað öllu upp á 6 mán­uð­um. Það vill eng­inn. En það væri vissu­lega hag­kvæmt.

Kerf­is­fræð­ingar -ekki við­skipta­mó­gúlar

Það er ekki svo að íslenskir stór­út­gerð­ar­menn og konur séu svona vel að sér í við­skipt­um. Þau búa við for­rétt­indi, fengu upp­haf­lega ótrú­lega for­gjöf, bæði við upp­hafsút­hlutun og í fram­halds­við­skiptum með kvóta í sam­vinnu við sinn við­skipta­banka. Aðstöðu­mun­ur­inn er svo enn meiri þegar ekki þarf að greiða fyrir stærstan hluta aðfanga sem eru mið­in, afla­heim­ild­irn­ar. Það geta lang­flestir rekið fyr­ir­tæki með miklum hagn­aði þegar þeir búa við for­rétt­indi, sér­leyf­i, ­for­gjöf og óeðli­legan afslátt af aðföng­um. Þeir eru í besta falli kerf­is­fræð­ingar sem spila á kvóta­kerf­ið, lóð­rétta sam­þætt­ingu, stunda bók­halds­listir til að greiða sem minnst veiði­gjöld og virð­ast alls­endis ófærir um að starfa í eðli­legu sam­keppn­isum­hverfi.

Burt með þetta fúsk

Stjórn­völd eru löngu fallin á próf­inu. 4,8 millj­arðar eru smá­pen­ingar miðað við mark­aðsvirði, blaut tuska í and­lit skatt­greið­enda. Ég legg til að ráð­herra og ­reikni­sér­fræð­ing­arnir verði látnir fjúka. Auð­lindin er í okkar eigu. Þetta er ekk­ert annað en eigna­upp­taka ogarðrán!

Höf­undur er vara­þing­maður Pírata.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar