Græn orka fyrir umheiminn?

Snæbjörn Guðmundsson fjallar um rammaáætlun en þessi grein er sú þriðja í röð fjögurra greina á Kjarnanum sem unnar eru upp úr umsögn greinarhöfundar við 3. áfanga áætlunarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi.

Auglýsing

Háværar raddir hafa lengi verið um að Ís­land sé í ein­stakri stöðu þegar kemur að „grænni orku“. Hér sé hægt sé að fram­leiða raf­orku í miklu magni og miklu hreinni en í öðrum lönd­um. Hug­myndir hafa oft snúið að því að best væri að flytja ork­una út til Evr­ópu, og lengi vel var sæstrengur vin­sælasta hug­mynd­in. Fyrir aðeins örfáum dögum spratt reyndar aftur upp ára­tuga gömul hug­mynd þegar for­stöðu­maður við­skipta­þróunar hjá Lands­virkjun mælti fyrir stór­felldri vetn­is­fram­leiðslu til út­flutn­ings. Eins og alltaf fylgdi þeirri hug­mynd orða­flaumur um „ný og græn orku­tæki­færi“, sem rímar vel við það sem haft var eftir Herði Arn­ar­syni, for­stjóra Lands- virkj­un­ar, árið 2013 þegar umræðan um sæstreng stóð sem hæst. Hann sagði að „orku­kerfið á Ís­landi gæti virkað eins og „græn raf­hlaða“ fyrir Evr­ópu“. Margir hafa stokkið á þennan vagn „grænu orkunn­ar“ og til að mynda sagði Jón Gunn­ars­son þetta í umræðu um ramma­áætlun um miðjan jan­ú­ar:

„Tæki­færin liggja hjá okkur í orkunni. Við þurfum núna að stokka upp ís­lenskt sam­félag, verð­mæta­sköpun og atvinnu­líf. Við þurfum að gera það á for­sendum umhverf­is­mála, á for­sendum sem tengj­ast lofts­lags­málum og orkan getur spilað þarna mjög stórt hlut­verk — mat­væla­fram­leiðsla, gagna­ver­a­iðn­að­ur, vetn­is­fram­leiðsla, alvöru­orku­fram­leið­endur til út­flutn­ings eins og Danir ætla sér að vera, ætla að tvöfalda raf­orku­fram­leiðslu sína á næstu 30 ár­um. Tæki­færin liggja þarna.“

Sem sagt, orkan okkar virð­ist vera svo „græn“ að okkur beri ein­fald­lega að virkja enn meira, jafn­vel kannski tvöfalda fram­leiðsl­una eins og Dan­ir? Nú skal það hins vegar gert á „for­send­um um­hverf­is- og lofts­lags­mála“. Kannski er kom­inn tími til að setja út­flutn­ings­hug­myndir hinnar „grænu orku“ Ís­lend­inga í raun­veru­legt sam­hengi?

Auglýsing

Heild­ar­afl allra virkj­un­ar­kosta ramma­áætl­unar

Núver­andi orku­fram­leiðsla allra virkj­ana á Ís­landi er um 20.000 GWst, eða 20 TWst (ter­awatts­stund­ir) á ári. Ár­leg orku­fram­leiðsla allra virkj­ana­kosta í 3. áfanga ramma­áætl­un­ar, hvort sem er í nýt­ing­ar-, bið- eða vernd­ar­flokki er áætluð um 35.000 GWst, eða næstum því tvö­föld orku­fram­leiðsla Ís­lands í dag.

Sem sagt, ef við myndum klára allt heila klabb­ið, virkja allt sem er í 3. áfanga ramma­áætl­un­ar, hvort sem það eru vatns­afls­virkj­anir á miðju há­lend­inu, í Mark­ar­fljóti, Hólmsá og Skaftá, auk jöku­lánna í Skaga­firði, veita í Þjór­sár­verum, jarð­hita­virkj­anir á öllum jarð­hita­svæðum Reykja­nesskaga og Heng­ils­svæð­is­ins, og það ofan á allar núver­andi virkj­an­ir, að þá myndum við enda með raf­orku­fram­leiðslu upp á um 55.000 GWst (55 TWst) á ári. Með því værum við búin að þre­falda raf­orku­fram­leiðslu Ís­lend­inga og þá væri hér um bil búið að virkja allar stærstu ár lands­ins nema Jökulsá á Fjöll­um.

Á sama tíma væri búið að bora og virkja nán­ast öll aðgengi­leg háhita­svæði lands­ins sem eru ekki undir jökli. Í þeim hópi væru öll háhita­svæði Reykja­nesskag­ans, Heng­ils­ins, Sand­fell rétt norður af Geysi, Kerl­ing­ar­fjöll, Hvera­vellir og Bjarn­arflag. Nokkurn veg­inn einu háhita­svæðin sem stæðu ósnortin væru svæði innan Vatna­jökuls­þjóð­garðs, svo sem Öskju­svæðið og Kverk­fjöll, og innan friðlands að Fjalla­baki sem væru Land­manna­laug­ar/­Torfajökuls­svæð­ið, auk Gjá­stykkis sem þegar hefur verið frið­að. Inni í þess­ari tölu væru jafn­vel mjög óhag­stæðir kostir sem ekk­ert vit væri í raun að virkja út frá fjár­hags­legum for­send­um. En við værum samt að gera umheim­inum gott, að ná í alla þessa „grænu orku“, er það ekki?

Sam­an­burður ís­lenskra orku­auð­linda við vind­orku Evr­ópu

Gott og vel, að loknu þessu ímynd­aða ofur­virkj­ana­skeiði yrði ár­leg raf­orku­fram­leiðsla Ís­lend­inga um 55 TWst. Það væri augljós­lega miklu meira en við myndum nokkurn tí­mann hafa not fyr­ir, eða ná einu sinni að nota yfir höf­uð. Við yrðum af þeim sökum að flytja mik­inn meiri­hluta þess­arar orku til útlanda, t.d. um sæstreng eða mögu­lega í formi elds­neytis eins og vetn­is. En myndi raf­orku­fram­leiðsla Ís­lend­inga hafa mikil áhrif erlend­is?

Hér er sam­an­burð­ur:

Á fimm árum, 2015-2019, voru tekin í notkun í Evr­ópu vind­orku­ver sem fram­leiða ár­lega um 120 TWst (miðað við 25% nýt­ingu upp­setts vinda­fls). Það sam­svarar fjór­faldri orku­getu allra óvirkj­aðra virkj­un­ar­kosta í ramma­áætl­un. Spár næstu ára gera ráð fyrir að vind­orku­notkun Evr­ópu muni aukast enn hraðar með hverju ári. Það þýðir að ár­lega munu Evr­ópu­þjóðir setja upp vind­orku­ver sem fram­leiða miklu meira en allir óvirkj­aðir virkj­ana­kostir í nýt­ing­ar-, bið- og vernd­ar­flokki í ramma­áætlun gætu sam­an­lagt gert á hverju ári um alla framtíð.

Í stuttu máli: Þótt við legðum okkur fram við að virkja nán­ast öll virkj­an­leg vatns­föll og jarð­hita­svæði á Ís­landi, þá væri sú orku­vinnsla aðeins dropi í hafið miðað við raf­orku­fram­leiðslu­aukn­ingu nágranna­þjóða okk­ar. Þetta eru orku­mál Ís­lend­inga í raun­veru­legu sam­hengi.

Hvaða leið viljum við feta?

Spurn­ingin sem við þurfum því að spyrja okkur strax er þessi: Hvert á hlut­verk okkar hér á Ís­landi að vera? Eigum við að halda áfram að rústa víð­ernum okk­ar, ómet­an­legum vatns­föllum og jarð­hita­svæðum fyrir dropa í raf­orku­haf Evr­ópu, sem nágranna­lönd okkar myndu aldrei finna fyr­ir? 

Eða ber okkur hrein og bein skylda til að passa upp á og vernda þau óend­an­lega mik­il­vægu verð­mæti sem fel­ast í okkar ósnortnu nátt­úru? Nátt­úru sem finnst hvergi ann­ars staðar á jörð­inni og ætti með réttu að til­heyra öllum jarð­ar­búum sam­eig­in­lega (og gerir það raunar að hluta til í gegnum skrán­ingu t.d. Vatna­jökuls­þjóð­garðs á heimsminja­skrá UNESCO). Ósnortin land­svæði og nátt­úruminjar verða sí­fellt verð­mæt­ari eftir því sem gengið er á auð­lindir og víð­erni jarðar og okkur ber sið­ferði­leg skylda til að hlúa að og vernda eftir fremsta megni þau svæði sem eru í okkar umsjá hér á Ís­landi.

Virkjanakostur? (Ingibjörg Eiríksdóttir)Sem mesta raf­orku­fram­leiðslu­land heims miðað við mann­fjölda þurfum við augljós- lega ekki að virkja meira um langa framtíð. ­Geta þing­menn, sem fjalla nú um ramma- áætlun á Alþingi, með góðri sam­visku stutt áfram­hald­andi eyði­legg­ingu dýr­mætrar nátt­úru Ís­lands­? Hverju ætli íbúar Evr­ópu myndu svara ef við legðum fyrir þá spurn­ing­una hvort þeir kjósi frekar: raf­orku- dropa sam­hliða gjöreyði­legg­ingu nátt­úru okkar eða að við legðum varð­veislu víð­ern­anna, vatns­fall­anna, foss­anna og jarð­hita­svæð­anna inn sem framtíð­ar­fram­lag okkar til umheims­ins og kom­andi kynslóða allrar jarð­ar?

Hvernig munu afkom­endur okkar minn­ast núlif­andi kynslóða sem virð­ast velja að fórna svo miklum nátt­úru­gæðum og nátt­úru­auð­æfum fyrir eigin pen­inga­legu hags­muni? Er ekki mögu­legt að kom­andi kynslóðir muni meta sína hags­muni einmitt á for­sendum umhverf­is­ins, lítt snort­innar nátt­úru Ís­lands? 

Höf­undur er jarð­fræð­ing­ur, rit­höf­undur og stjórn­ar­maður í Hinu íslenska nátt­úru­fræði­fé­lagi og Hag­þenki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar