Rammaáætlun – samsærið mikla

Orkumálastjóri svarar grein sem Snæbjörn Guðmundsson skrifaði um rammáætlun.

Auglýsing

Snæ­björn Guð­munds­son jarð­fræð­ingur fjallar um ramma­á­ætlun í grein 10. febr­úar sem hann boðar að sé sú fyrsta í röð fjög­urra greina á Kjarn­an­um. 

Ég geri ráð fyrir að Snæ­björn hafi kastað út jól­unum á þrett­ánd­anum eins og aðrir lands­menn en jóla­er­indi orku­mála­stjóra hefur hann geymt til þess að orna sér við á þorr­an­um. Hann kýs reyndar að ávarpa und­ir­rit­aðan sem fyrr­ver­andi orku­mála­stjóra. Hvort sem þetta er ein­hvers konar barna­leg til­raun til smætt­unar eða merki um sterka ósk­hyggju læt ég liggja á milli hluta. Í grein­inni er ramma­á­ætlun lýst sem ein­hvers konar sam­sær­istil­raun fjár­magns­eig­enda og virkj­ana­sinna til þess að koma aftan að sjálf­skip­uðum varð­mönnum íslenskrar nátt­úru.

Ein af grunn­stoðum grein­ar­innar er að for­stjóri fyr­ir­tækis á sam­keppn­is­mark­aði með raf­orku lýsir því yfir að ekki sé þörf á frek­ari raf­magns­fram­leiðslu. Sam­fé­lagið setur almennar reglur um kröfur til fyr­ir­tækja og ein­stak­linga sem setja ein­stökum atvinnu­greinum skorður sem í sumum til­fellum girða fyrir eða draga úr fjár­fest­ing­um. Þörfin fyrir vöru og þjón­ustu á mark­aði skil­grein­ist hins vegar í okkar þjóð­fé­lagi  af því hvort ein­hver er til­bú­inn að greiða fyrir afurð­irn­ar. Raf­magn er í þessum skiln­ingi vara sem er fram­leidd ef öll skil­yrði af hálfu sam­fé­lags­ins eru upp­fyllt og ef það er til kaup­andi að henni og þar með þörf fyrir hendi. Hættan á að menn hefji stór­fellda raf­magns­fram­leiðslu án þess að hafa kaup­anda að raf­orkunni verður að telj­ast hverf­andi. Við búum við mark­aðs­hag­kerfi þar sem fram­leiðsla á vöru og þjón­ustu byggir á mögu­legum við­skipta­tæki­færum sem á end­anum ákvarð­ast af eft­irspurn hins almenna borg­ara. Áætl­un­ar­bú­skapur sem stjórn­ast af æðri mark­miðum gæti virst ein­föld leið til þess að breyta heim­inum til hins betra en hefur reynst afar erf­iður í fram­kvæmd. 

Auglýsing
Það eru í gangi sér­kenni­legar hug­myndir um að það sé bein­línis óæski­legt og jafn­vel hættu­legt að fram­leiða of mikið raf­magn í land­inu miðað við lág­marks raf­orku­þörf lands­manna. Þetta virð­ist hins vegar ekki eiga við um aðrar vörur og þjón­ustu eins og fiskaf­urðir og ferða­þjón­ustu. Í öllum til­fellum skapar þessi umfram­fram­leiðsla atvinnu og verð­mæti sem gera okkur kleift að flytja inn vín­ber, raf­bíla, te og kaffi og allt það annað sem við fram­leiðum ekki en teljum til okkar per­sónu­legu þarfa. Í all­flestum löndum heims er sterkt sam­band milli auk­innar raf­orku­fram­leiðslu og hag­vaxt­ar. Tak­mörkun auk­innar raf­orku­fram­leiðslu mun því til lengri tíma að öllum lík­indum leiða til lak­ari lífs­kjara, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. 

Grein­ar­höf­undur boðar að hann ætli að færa rök fyrir því að til ramma­á­ætl­unar hafi verið stofnað til þess að auð­velda fram­kvæmd virkj­ana­á­forma. Það er auð­vitað rétt að ef ekki hefðu verið fyr­ir­hug­aðar nýjar virkj­ana­fram­kvæmdir í land­inu hefði ramma­á­ætlun verið með öllu óþörf. Með ramma­á­ætlun var skil­greint vandað ferli sem gerði ráð fyrir ítar­legri grein­ingu mögu­legra virkj­un­ar­kosta m.t.t. nýt­ingar eða verndar byggt á meg­in­stoðum sjálf­bærrar þró­un­ar. Þetta var reyndar bara ein breyt­ing af mörgum á lagaum­hverfi stærri fram­kvæmda, sem allar mið­uðu að því að und­ir­búa upp­lýsta ákvörðun um hugs­an­legar fram­kvæmd­ir. Með lögum um mat á umhverf­is­á­hrifum áætl­ana og fram­kvæmda var tryggð vönduð umfjöllun um áætl­anir og fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmd­ir. Með stað­fest­ingu Árósa­sam­komu­lags­ins var almenn­ingi tryggð aðkoma að und­ir­bún­ingi ákvarð­ana um nýjar fram­kvæmdir og með lögum um ramma­á­ætlun var lögfest að frið­lýs­ing eða nýt­ing virkj­ana­staða þyrfti sam­þykki alþing­is. 

Vandi grein­ar­höf­undar virð­ist vera sá að hann telur sig búa yfir hinni einu réttu nálgun þess­ara mála og treystir ekki þar til bærum lýð­ræð­is­lega kjörnum stjórn­völdum eins og alþingi og sveit­ar­stjórnum til þess að taka réttar ákvarð­anir í mál­inu þrátt fyrir að mál hafi verið vand­lega reifuð og upp­lýst. Örlög ramma­á­ætl­unar hafa hins vegar orðið þau að í þriðja áfanga hefur umfjöll­unin orðið of ein­hliða og gapið virð­ist afar stórt á milli álits sér­fræð­ing­anna og hinnar almennu skyn­sem­is­vit­undar meðal þjóð­ar­innar og alþing­is­manna. Von­andi ber alþingi gæfa til að vinna úr þeirri stöðu á vor­þing­inu og losa um þá patt­stöðu sem þetta hefur skapað en það mun að öllum lík­indum hafa í för með sér tölu­verða end­ur­skoðun á til­lögum verk­efn­is­stjór­ar. 

Í grein­inni er fjallað ítar­lega um það hver eyði­legg­ing­ar­máttur vænt­an­legra lofts­lags­breyt­inga mun verða fyrir nátt­úru Íslands. Grein­ar­höf­undur forð­ast hins vegar að tengja mögu­leika til þess að nýta end­ur­nýj­an­legar og kolefn­is­fríar orku­lindir við þróun lofts­lags­mála. Við­brögð skoð­ana­systk­ina hans hafa yfir­leitt verið að Ísland sé svo lít­ill hluti af heims­byggð­inni að það sem við gerum hér skipti ekki máli fyrir heild­ina. Vand­inn er bara sá að um allan heim höfum við bar­átt­uglaða hópa fólks sem hafa sett sér það mark­mið að vernda nærum­hverfi sitt fyrir hvers konar breyt­ingum á umhverfi og upp­lifun sem vinnsla end­ur­nýj­an­legrar orku getur haft í för með sér. Þegar ég kom út af jarð­hita­ráð­stefnu í Offen­burg í Þýska­landi fyrir nokkrum árum gekk ég fram á mót­mæla­stöðu sem ég við fyrstu sýn hélt að beind­ist gegn nýjum kjarn­orku­verum en þegar ég kom nær sá ég að þetta var hópur fólks sem virt­ist ætla að leggja allt í söl­urnar til þess að koma í veg fyrir fyr­ir­hug­aða jarð­hita­nýt­ingu á svæð­in­u. 

Lofts­lags­vand­inn er vandi heims­byggð­ar­inn­ar, ekki bara Íslands. Þegar og ef við eftir miðja öld­ina verðum búin að ná mark­miðum okkar um tak­mörkun hlýn­unar á heims­vísu verðum við búin að nýta alla mögu­leika til orku­sparn­að­ar, orku­skipta og kolefn­is­lausrar orku­vinnslu sem völ er á. Við munum líka upp­lifa miklar breyt­ingar á hag­kerfum og fram­leiðslu­ferlum og það er ekki sjálf­gefið að þau lönd sem nú búa við sterkan efna­hag og góð lífs­kjör muni við­halda for­ystu sinni í nýrri heims­mynd. Ísland hefur alla burði til þess að leggja mikið til bar­átt­unnar gegn lofts­lags­vánni og skapa um leið nýja mögu­leika með grænni orku­vinnslu og orku­tengdri starf­semi, mögu­leika sem standa nálægt okkur í tíma og geta verið mik­il­vægur þáttur í við­reisn efna­hags­lífs­ins eftir Covid og skapað ný atvinnu­tæki­færi og aðstæður til nýsköp­un­ar. For­senda þess er að við finnum skyn­sam­legt jafn­vægi milli nýt­ingar og verndar sem byggir á öllum meg­in­stoðum sjálf­bærrar þró­unar og látum ekki stjórn­ast um of af ein­hliða mál­flutn­ingi eins­máls­hreyf­inga. 

Við Íslend­ingar búum við lýð­ræði og mark­aðs­hag­kerfi. Við búum almennt við góð lífs­kjör og við­höldum sterkum innviðum sem und­ir­stöðu almennrar heil­brigð­is­þjón­ustu, mennt­un­ar, félags­legs öryggis og fjöl­breytts atvinnu­lífs. Til að við­halda þess­ari stöðu þurfum við nú að þróa atvinnu­líf okkar þannig að við tryggjum áfram­hald­andi hag­vöxt og hámörkum jafn­framt fram­lag okkar í bar­átt­unni gegn hlýnun jarð­ar. Ekk­ert af þessu virð­ist falla vel að við­horfum Snæ­björns grein­ar­höf­undar og skoð­ana­systk­ina hans og virð­ist heldur á bratt­ann að sækja, enda metur hann það greini­lega svo að hann þurfi fjórar greinar til þess að und­ir­byggja sinn boð­skap.   

Höf­undur er orku­mála­stjóri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar