Hinir erfiðu tímar

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að við getum breytt því sjálf sem þarf að breyta, svo að verka- og láglaunafólk verði ekki áfram valdalaus viðföng atvinnustjórnmálanna.

Auglýsing

Í vik­unni sem er að líða birti Varða, rann­sókn­ar­mið­stöð ASÍ og BSRB, nið­ur­stöður könn­unar sem gerð var á aðstæðum vinnu­aflsins á Íslandi í Covid-far­aldr­in­um. Nið­ur­stöð­urnar eru vissu­lega átak­an­legar en ættu ekki að koma neinni mann­eskju á óvart. Þær eru bók­staf­lega einu mögu­legu nið­ur­stöður þeirrar grimmdar sem við­höfð er af íslenskri valda­stétt í garð vinn­andi fólks.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum Vörðu á fjórð­ungur vinnu­aflsins frekar erfitt eða erfitt með að láta enda ná sam­an. Hátt í 30% kvenna eru í þess­ari stöðu. Og þegar horft er til þeirra sem misst hafa vinn­una er staðan enn verri; ríf­lega 50% þeirra sem eru án vinnu eiga erfitt með að láta enda ná sam­an. Mörg þeirra sem eru atvinnu­laus þurfa að fá mat­ar­að­stoð hjá hjálp­ar­sam­tök­um. Aðflutt fólk er í stór­kost­legum vanda; atvinnu­leysið hefur lagst eins og mara yfir þau með hræði­legum afleið­ingum en næstum 35% aðflutts fólks á í erfi­leikum með að láta enda ná sam­an. Og þau þurfa oftar að leita á náðir hjálp­ar­sam­taka til að eiga mat handa sér og sín­um.

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sýna líka fram á alvar­legar afleið­ingar stétt­skipt­ing­ar­innar á heilsu fólks og upp­ljóstra um þá sam­fé­lags­legu skömm að hópur fólks hefur ekki efni á að leita sér lækn­is­hjálp­ar. Einnig kemur fram að hópur okkar sem vinnum vinn­una tökum okkur ekki sum­ar­frí, heldur seljum aðgang að vinnu­afl­inu okkar þegar við ættum að hvíl­ast og njóta lífs­ins. Ég vissi að svona væri þetta, ég var sjálf í þess­ari stöðu, en ég upp­lifi sorg við að sjá að öll hin mikla bar­átta þeirra sem á undan okkur fóru til að tryggja að rétt­ur­inn til hvíldar og end­ur­heimtar væri réttur allra, hefur eftir ára­langar árásir nýfrjáls­hyggj­unnar á vinn­andi fólk hrörnað með svo ömur­legum afleið­ing­um.  

Auglýsing

Allt of stór hluti okkar lifir við fárán­legar efna­hags­legar aðstæð­ur. Ekk­ert má útaf bera. Og svo­leiðis hefur þetta verið svona um langt skeið; ástandið var til skammar löngu áður en far­ald­ur­inn setti hér lífið úr skorð­um:

Um langt skeið hefur til­vera lág­launa­kvenna verið ótrú­lega erf­ið. Áður en Covid skall á var t.d. komið í ljós að ómennt­aðar konur hafa frá árinu 2014 séð vænta ævi­lengd styttast, ár eftir ár. Þessar hrika­lega stað­reynd hafði lítil sem engin áhrif í sam­fé­lags­legri umræðu. Aðflutt verka­fólk hefur frá 2015 þurft að þola vinnu­markað þar sem launa­þjófn­aður hefur auk­ist ár frá ári, en stjórn­völd og tals­menn atvinnu­rek­enda standa mark­visst í vegi fyrir því að hægt sé að upp­ræta þá skömm. Svo mætti lengi telja, hér er ónefnd sú skömm sem gróða­væddur hús­næð­is­mark­aður er í sam­fé­lagi okk­ar, en 5000 – 7000 mann­eskjur búa við óboð­legar aðstæður í iðn­að­ar­hús­næði, sem er verð­lagt eins og lúx­us-varn­ing­ur.

Þessir erf­ið­leik­ar, orsak­aðir af kerf­is­lægu órétt­læti, hafa gert það að verkum að við sem til­heyrum stétt verka- og lág­launa­fólks höfum á síð­ustu árum aftur og aftur spurt okkur sjálf og hvert ann­að: Hversu mikla stétt­skipt­ingu ætlum við að sætta okkur við? Hversu til­búin erum við til að axla allar þær byrðar sem fólkið sem lifir hinu góða lífi setur á okkar axl­ir? Og við höfum ítrekað svarað hátt og snjallt: Það er fyrir löngu komið miklu meira en nóg. Þess vegna höfum við tekið marga slagi. Verka- og lág­launa­fólk hefur leitt bar­áttu launa­fólks fyrir efna­hags­legu rétt­læti á þessu landi. Félags­fólk Efl­ingar hefur hvað eftir annað lagt niður störf til að knýja á um hærri laun, betri aðstæður og virð­ingu. Við höfum stigið fram og sagt frá okkar hög­um, sagt frá þeim afleið­ingum sem sam­ræmd lág­launa­stefna arð­ræn­ingja Íslands hefur á líf okkar og til­veru. Við höfum sýnt hug­rekki og ein­beittan baráttu­vilja. Og fyrst og síð­ast djúpa og inni­lega löngun til að taka bar­átt­una í eigin hend­ur, til að taka slag­inn á eigin for­send­um. Til að vera ekki lengur und­ir­seld skip­unum frá þeim sem telja sig þess umkomin að segja okkur fyrir verk­um. Bar­átta okkar hefur snú­ist um efna­hags­legt rétt­læti en hún hefur líka snú­ist um okkar eigið sjálfs­for­ræð­i. 

Stór hluti verka- og lág­launa­fólks gengur nú í gegnum þol­raun. Stór hluti verka- og lág­launa­fólks er lát­inn þjást í fátækt. Og þau sem ábyrgð­ina bera ganga enn lengra inní ímynd­ar­stjórn­mál þar sem sjálfs­dýrk­unin hefur tekið yfir, þar sem að draum­ur­inn um jöfnuð á milli fólks er löngu dáinn, þar sem að meira máli skiptir að segja frá því hver hefur gengið á fjöll, hver er hættur að fara á fyll­erí, hver hefur komið til flestra útlanda, hver er mesti meg­in­straum­s-­femínist­inn heldur en að standa afdrátt­ar­laust með fórn­ar­lömbum hins stétt­skipta þjóð­fé­lags og nota völdin til að gera líf þeirra betra. Þetta er stað­reynd sem ekki er hægt að afneita.

Hvað verður um nið­ur­stöður rann­sóknar Vörðu? Hin póli­tíska valda­stétt mun láta eins og rann­sóknin hafi ekki verið gerð, því get ég lofað ykk­ur. Í þeim þjóð­ern­is-­róm­an­tíska fasa ídentity-­stjórn­mál­anna sem hún hefur nú gengið inn í er nákvæm­lega ekk­ert ólík­legra en að boðið verði upp á hið svo­kall­aða sam­tal um aðstæður þeirra sem strita til að kom­ast af, þeirra sem lenda í mat­ar­út­hlut­un­ar-bið­röðum hjálp­ar­sam­taka þegar atvinnu­leysið skellur á, þeirra sem hafa ekki efni á að fara til lækn­is, þeirra sem þjást and­lega vegna þess ískalda skugga sem fjár­hags­á­hyggj­urnar eru. Hin efna­hags­lega valda­stétt mun aftur á móti skoða nið­ur­stöð­urn­ar, en ekki í þeim til­gangi að læra af þeim og end­ur­meta afstöðu sína til til­veru vinnu­afs­ins. Ég er til í að lofa meira: Ég lofa því að nú eru reikni­meist­arar Við­skipta­ráðs og Sam­taka atvinnu­lífs­ins að velta því fyri sér hvernig hægt sé að halda því fram að þau sem svör­uðu könn­un­inni séu bara að ljúga en það hafa verið við­brögð millj­ón-króna fólks­ins þar við bók­staf­lega öllum þeim stað­reyndum sem Efl­ing hefur sett fram í bar­áttu félags­ins fyrir efna­hags­legu rétt­læti fyrir félags­fólk. Og þegar lyga-tón­inn hefur verið gefin frá SA og Við­skipta­ráði verður hann end­u­r­óm­aður í fjöl­miðlum auð­valds­ins.  

Og hvað verður þá um nið­ur­stöð­urn­ar? Það er algjör­lega upp á okkur sjálf kom­ið. Við getum gert það sem ætl­ast er til af stjórum þessa lands; kinkað döpur kolli, „voða­lega er þetta sorg­leg­t“, og beðið eftir því að ein­hver geri eitt­hvað, beðið þangað til við drep­umst eftir því að ein­hverjum þókn­ist að gera eitt­hvað. Eða við getum látið þessar nið­ur­stöður gera það sem þær eiga að gera; getum látið þær næra andúð okkar og ógeð á þeirri fólsku­legu og við­bjóðs­legu stétt­skipt­ingu sem fengið hefur að grafa um sig í þessu vell­auð­uga og fámenna sam­fé­lagi, þessu „vel­ferð­ar­sam­fé­lag­i“, þessu „upp­lýsta og mennt­aða jafn­rétt­is­sam­fé­lag­i“;

getum leyft þeim að næra reiði okkar yfir þeirri ógeðs­legu van­virð­ingu sem okkur er sýnd aftur og aftur og aft­ur; verka- og lág­launa­fólk á að vinna og halda kjafti, borga skatta og halda kjafti, verða atvinnu­laust og halda kjafti, velkj­ast um á gróða­væddum hús­næð­is­mark­aði og halda kjafti, sjá börnin sín verða ódýrt vinnu­afl og halda kjafti, og svo fram­vegis og svo fram­veg­is;

getum leyft nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar að næra bar­áttu­anda okkar og upp­reisn­ar­anda, getum leyft þeim að verða vopn í þeim slag sem við ætlum okkur að taka aftur og aft­ur, þangað til að við sjálf höfum öðl­ast þau völd sem við þurfum til að breyta þessu hel­sjúka rugli sem fær að við­gang­ast hér; millj­arð­arnir streyma úr rík­is­sjóði, millj­arð­arnir sem þangað eru komnir vegna vinnu okkar streyma til íslenskra millj­arða­mær­inga sem hafa arð­rænt okk­ur, á meðan við sjálf eigum að sætta okkur við að éta brauð­mola úr lófum þeirra sem telja sig þess umkomin að stjórna til­veru okk­ar.

Ég hvet verka- og lág­launa­fólk til að hug­leiða stöðu sína. Hvernig má það að vera að við sem knýjum áfram hag­vöxtin með vinnu­afli okkar og erum ómissandi starfs­fólk í umönn­un­ar­störfum höfum það samt svona slæmt? Hvernig gerð­ist það að engin atvinnu­stjórn­mála-­mann­eskja heldur að hún þurfi að ávarpa okk­ur, fjöl­skyldur okk­ar, félaga okk­ar? Hvernig gerð­ist það að hags­munir okk­ar, sem ættu að vera í fyr­ir­rúmi, eru svo aft­ar­lega á hags­muna­gæslu-­for­gangs­lista vald­hafa að það kemur aldrei að okk­ur? Hvernig gerð­ist það að við erum dæmd til að axla þyngstu byrð­arn­ar, í upp­sveiflum og krepp­um, á meðan hin ríku halda áfram að verða rík­ari? Og ætlum við að láta þetta rugl halda áfram að við­gangast?

Ég hvet verka- og lág­launa­fólk til að hug­leiða stöðu sína. Við höfum svitnað fyrir hag­vöxt­inn. Við höfum haldið grunn­kerfum sam­fé­lags­ins gang­andi með vinnu okk­ar. Við erum þau sem þjá­umst í atvinnu­leys­inu. Við erum þau sem eigum að kom­ast af á fjár­hæðum sem ekki er hægt að kom­ast af á. Við erum þau sem eigum á hættu að missa heils­una vegna þeirra efna­hags­legu aðstæðna sem okkur er gert að lifa við. Nú þegar að handa­gang­ur­inn í öskju full­trúa­lýð­ræð­is­ins verður meiri og meiri í aðdrag­anda kosn­inga, hvet ég okkur til hug­leiða stöðu okkar og valda­leysi, hlusta, hugsa og meta stöð­una. Og ég vona af öllu hjarta að full­trúar úr okkar hópi, full­trúar okkar sem vinnum vinn­una, sem þekkjum skorts­ins glímu­tök, ákveði að sækj­ast eftir völdum á þessu landi sem við byggj­um, svo að raddir okkar og kröfur fái að heyr­ast hátt og snjallt, svo hátt og snjallt að þær yfir­gnæfi inn­an­tómt þusið í þeim sem munu ekki gera neitt til að bæta kjör okkar og okkar fólks.

Það eru erf­iðir tím­ar. Þeir hafa verið það lengi. Við höfum verið látin sætta okkur við hið óásætt­an­lega. Okkur hefur verið talin trú um að ekk­ert annað sé í boði. En ef við stöndum saman og rísum upp, sam­ein­uð, munum við kom­ast að því að ekk­ert er fjær sann­leik­an­um. Við munum kom­ast að því að við sjálf getum breytt því sem þarf að breyta, svo að verka- og lág­launa­fólk verði ekki áfram valda­laus við­föng atvinnu­stjórn­mál­anna, ekki lengur þolendur efna­hags­leg órétt­læt­is, heldur stoltir ger­endur í því að móta sam­fé­lag sem byggir á rétt­læti og sann­girni. Varla ætlum við að þola það að næsta könnun sem gerð verður um stöðu vinnu­aflsins afhjúpi sams­konar and­styggð og þá sem nú er öllum ljós? 

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar