Yngstu kynslóðir Íslendinga sniðgengnar

Snæbjörn Guðmundsson fjallar um rammaáætlun en þessi grein er önnur í röð fjögurra greina á Kjarnanum sem unnar eru upp úr umsögn greinarhöfundar við 3. áfanga áætlunarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi.

Auglýsing

„Virðu­legi for­seti. Ég vil ítreka hversu mik­il­vægt stjórn­tæki ramma­á­ætlun er fyrir ákvarð­ana­töku stjórn­valda um mikla hags­muni og mál­efni sem hafa valdið miklum átökum í okkar sam­fé­lagi. Það er brýnt að tapa ekki sjónum á því að ramma­á­ætlun er ætlað að leggja stóru lín­urnar fyrir áform stjórn­valda um vernd og orku­nýt­ingu orku­kosta.“

Svo mælti umhverf­is­ráð­herra þegar hann lagði fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um 3. áfanga ramma­á­ætlun núna í jan­ú­ar. Hann er alls ekki einn um þá skoðun að ramma­á­ætlun sé mik­il­vægt fag­legt ferli sem beri að virða og standa vörð um til að koma böndum á átök milli virkj­un­arafla og nátt­úru­vernd­ar. En gengur þetta raun­veru­lega? Gæti það kannski verið þess virði að staldra aðeins við og spyrja sig hve mikla virð­ingu þetta ferli eigi raun­veru­lega skil­ið?

Stað­reynd­irnar tala sínu máli: Raf­orku­fram­leiðsla Íslend­inga hefur hvorki meira né minna en fjór­fald­ast frá því þetta „ferli“ var sett af stað – af kyn­slóðum sem hugs­uðu ólíkt flestu ungu fólki í dag. „Stóru lín­ur“ stjórn­valda, eru það kannski áform um að fjór­falda aftur raf­orku­fram­leiðslu Íslend­inga áður en það fólk verður mið­aldra?

Auglýsing

Afgömul ramma­á­ætlun

Byrjum á að fara yfir upp­runa ramma­á­ætl­un­ar. Upp­haf­lega verk­efna­vinnan sem leiddi síðar til ramma­á­ætlun var unnin fyrir tæp­lega 30 árum. Í grein­ar­gerð með lögum um ramma­á­ætlun sem sam­þykkt voru árið 2011 stendur eft­ir­far­andi:

„Vinna að gerð ramma­á­ætl­unar um nýt­ingu vatns­afls og jarð­varma á rætur sínar í sjón­ar­miðum um sjálf­bæra þró­un. Árið 1993 skip­aði þáver­andi umhverf­is­ráð­herra starfs­hóp um umhverf­is­mál, iðn­þróun og orku­mál. Honum var falið að skil­greina sjálf­bæra þróun í þessum mála­flokkum og setja mark­mið til skemmri tíma. Jafn­framt var honum falið að gera fram­kvæmda­á­ætlun í umhverf­is- og þró­un­ar­málum til alda­móta. Starfs­hóp­ur­inn skil­aði áliti sínu í mars 1995. Þar var lagt til að unnin yrði ramma­á­ætlun til langs tíma um nýt­ingu vatns­afls í sam­ræmi við sam­hæfða stefnu í umhverf­is-, orku-, iðn­að­ar- og efna­hags­mál­u­m.“

Þar höfum við það, upp­hafið að ramma­á­ætlun nær aftur til vinnu­hóps árið 1993. Við erum sem sagt ennþá að vinna í sam­ræmi við hug­mynda­fræði sem lagt var upp með snemma á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Næsta spurn­ing hlýtur þá að vera: Af hverju ættum við að virða tæp­lega 30 ára gamla hug­mynda­fræði? Út á hvað gekk ramma­á­ætlun í upp­hafi?

Hug­myndin með ramma­á­ætlun var nefni­lega fyrst og fremst að aðstoða orku­fyr­ir­tæki lands­ins við að finna þægi­leg­ustu og auð­veld­ustu virkj­ana­kost­ina, og fá skot­leyfi að ofan til að ráð­ast í þá án vand­ræða með því að friða nátt­úru­vernd­ar­fólk með sýnd­ar­mennsku. Í almennum athuga­semdum frum­varps um ramma­á­ætlun árið 2011 stendur að því sé „ætlað að stuðla að meiri sátt um orku­vinnslu og minnka óvissu orku­fyr­ir­tækja við val á virkj­un­ar­kost­u­m.“ Á sama stað stendur einnig þetta: „Þá er mik­il­vægt að skapa betri sátt um nýt­ingu þess­ara mik­il­vægu nátt­úru­auð­linda en á und­an­förnum árum hefur and­staða við upp­bygg­ingu virkj­ana auk­ist.“ Sem sagt, ramma­á­ætlun hefur í grunn­inn alltaf snú­ist um að finna virkj­un­ar­staði fyrir orku­fyr­ir­tæki. Nátt­úru­vernd og bar­átta gegn risa­virkj­unum stendur í vegi fyrir nýt­ingu, er greini­lega „and­staða“ við fram­farir og ein­göngu til trafala.

Afurðir ramma­á­ætl­un­ar?

En hverju hefur ramma­á­ætlun skilað raun­veru­lega? Jú, mörgum mik­il­vægum nátt­úru­svæðum hefur sem betur fer verið hlíft (þau hefðu reyndar mörg hver verið afar óhag­stæð og erfið til nýt­ingar fyrir orku­fyr­ir­tækin hvort eð er), en á móti hafa virkj­un­aröflin fengið að háma í sig mörg svæði sem hefði átt að hlífa. Alls 8 nýjar stór­virkj­anir hafa verið gang­settar frá því ramma­á­ætlun fór af stað skömmu fyrir alda­mót: Sult­ar­tanga­virkjun var gang­sett árið 1999, Vatns­fell 2001, Hell­is­heiði og Reykja­nes 2006, Kára­hnjúkar 2007, Búð­ar­háls 2013, Þeista­reykir 2017 og Búr­fells­virkjun II árið 2018. Ofan á þessar virkj­anir hafa aðrar stór­virkj­anir einnig verið stækk­að­ar, og heild­ar­fram­leiðsla raf­orku­kerf­is­ins auk­ist úr um 4.700 GWst árið 1999 upp í um 20.000 GWst árið 2021. 

Raf­orku­fram­leiðsla hefur ríf­lega fjór­fald­ast á þeim tíma sem ramma­á­ætlun hefur verið við lýði. Miðað við þessar tölur virð­ist til­gangi ramma­á­ætl­unar hafa verið náð og vel það: að aðstoða orku­fyr­ir­tæki við að miða út þægi­lega virkj­un­ar­kosti sem hægt er að nýta mögl­un­ar­laust.

Og enn á að virkja. Lands­virkjun vill fara af stað í virkj­anir í neðri hluta Þjórsár og Bjarn­arflagi við Mývatn. HS orka gín yfir Eld­vörpum og öðrum jarð­hita­svæðum Reykja­nesskag­ans. Ósnortin víð­erni Aust­ur­lands eru und­ir, hart er sótt að Hólmsá og Skaftá, og nú síð­ast hafa fjöl­mörg vind­orku­fyr­ir­tæki sýnt vilja til að troða risa­stórum vind­orku­verum upp á lítil sam­fé­lög víða um land. Maður spyr sig: Er staða umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­mála ef til vill ekk­ert betri í dag heldur en fyrir 30 árum, þegar ramma­á­ætlun var í start­hol­un­um? Það er vissu­lega óþægi­leg til­hugsun en ef litið er raun­sætt á málin þá er það lík­leg­ast nið­ur­stað­an. Við erum því miður enn maka­laust sjálf­hverf þegar kemur að umgengni okkar um nátt­úr­una, þröngir fjár­hags­legir hags­munir okkar liggja langt ofar henni. Ósnortin víð­erni, líf­ríki, vist­kerfi, við­kvæmar jarð­minjar, lands­lags­heildir og smærri sam­fé­lög víða um land – ekkert af þessu virð­ist mæta nokkrum skiln­ingi þeirra sem vilja fyrst og fremst halda áfram að virkja. ­Mesta raf­orku­fram­leiðslu­þjóð heims er óseðj­andi.

Þrátt fyrir mál­flutn­ing fram­sýnna eld­huga eins og Ómars Ragn­ars­sonar og Guð­mundar Páls Ólafs­sonar heit­ins hefur grund­völlur ramma­á­ætl­unar aldrei verið rædd­ur. Sann­leik­ur­inn er sá að við erum að reyna að stýra umgengni okkar um við­kvæma nátt­úru lands­ins með 30 ára gamlar hug­myndir sem fyr­ir­mynd. Í ansi mörgum öðrum mála­flokkum væri búið að end­ur­skoða allt kerfið í það minnsta einu sinni á þessu tíma­bili, ef ekki tvisvar. En hug­mynda­fræðin sem snýr að umgengni okkar um nátt­úru­auð­æfi lands­ins er ennþá ósnert­an­leg þremur ára­tugum eftir að til hennar var stofn­að.

Úrelt hug­mynda­fræði eldri kyn­slóða

Þessu verður að breyta taf­ar­laust, hug­mynda­fræði ramma­á­ætl­unar er löngu orðin úrelt. Stjórn­tæki sem fæst við ein allra­veiga­mestu mál okkar sam­tíð­ar, umhverfi og nátt­úru Íslands, má ekki byggja á 30 ára gömlu gild­is­mati sem sner­ist fyrst og fremst um að koma nátt­úru­auð­lindum í lóg. Vegna ald­urs eins og sér tekur þessi hug­mynda­fræði raunar ekk­ert til­lit til sjón­ar­miða þeirra kyn­slóða lands­ins sem fæddar eru eftir 1970-1980, af þeirri ein­földu ástæðu að þær voru ekki full­vaxta, já eða yfir höfuð fædd­ar. Yngstu kyn­slóðir Íslend­inga voru ekki enn komnar til áhrifa þegar lagt var upp í þá veg­ferð sem enn er við lýði. Þær kyn­slóðir sem munu erfa landið búa við afgam­alt fyr­ir­komu­lag eldri kyn­slóða.

Hlut­verk eldri kyn­slóð­anna er að stíga til hliðar og leyfa yngri kyn­slóðum að taka við kefl­inu. Yngstu kyn­slóðir lands­ins verða að hafa umsagn­ar­rétt um þetta gríð­ar­lega mik­il­væga mál. Nán­ast allir sem komu í upp­hafi að hug­mynd­inni um ramma­á­ætlun árið 1993–1995 og all­margir þeirra sem sátu í fyrstu verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar 1999–2003 eru komnir á eft­ir­launa­aldur eða að nálg­ast hann. Árið 1995, þegar lagt var til að unnin yrði ramma­á­ætl­un, var núver­andi umhverf­is­ráð­herra hins vegar í fram­halds­skóla og iðn­að­ar­ráð­herra rétt byrjuð í grunn­skóla. Grein­ar­höf­undur var 11 ára. Ramma­á­ætlun er hug­mynd kyn­slóða sem ekki eiga sér langa fram­tíð, á meðan hinar yngri hafa aldrei haft neitt um málið að segja.

Þverpóli­tísk heild­ar­end­ur­skoðun

End­ur­skoðun ferl­is­ins á bak við ramma­á­ætlun ætti alls ekki að vera flokks- eða byggða­póli­tískt mál. End­ur­skoðun umhverf­is­mála og umgengni okkar um nátt­úr­una snýst um eðli­legar og löngu tíma­bærar breyt­ingar á við­horfum okkar til nátt­úr­unnar og þarfa kom­andi kyn­slóða. Grund­vall­ar­við­horfs­breyt­ingar til auð­linda­nýt­ingar og skað­legrar ágengni manns­ins hafa orðið síð­ustu 30 ár, sér­stak­lega hjá yngstu kyn­slóð­un­um.

Hér mega alls ekki ára­tuga við­horf stýra umræðu og ákvarð­ana­töku. Við vitum vel að þau við­horf eru ennþá við lýði, for­víg­is­menn þeirra vilja halda í valdið og hafa áfram tang­ar­hald á öllum ákvörð­unum sem snúa að umhverfi og nátt­úru. En slíkt gengur ekki lengur og nú er tími til að stoppa. Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og vara­maður í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, kom beint að innsta kjarna máls­ins í ræðu sinni um ramma­á­ætlun þann 21. jan­úar síð­ast­lið­inn. Hún lýsti yfir vilja sínum til að setja sem flesta kosti í bið­flokk til lengri tíma, og sagði:

„[É]g er bara sann­færð um að þegar kemur að okkar mik­il­vægu nátt­úru­auð­lindum og hvernig skuli nýta þær sé svo margt sem fram­tíð­ar­kyn­slóðir verði bara að fá að gera upp við sig. Við sjáum svo ofboðs­lega miklar tækni­fram­farir eiga sér stað sem valda því að við þurfum minni orku til að fram­leiða ákveðna hluti, á sama tíma og aðrir hlutir kalla á meiri orku, til að mynda í orku­skipt­unum og öðru.“

Hér birt­ist kjarni þeirrar umræðu sem við þurfum að ganga í gegnum tengt virkj­unum og ann­ars konar nátt­úr­u­nýt­ingu: „Kyn­slóðir fram­tíðar þurfa að fá að gera þetta upp við sig sjálf­ar“. Kyn­slóð­irnar fæddar 1900–1960 hafa tekið nán­ast allar ákvarð­anir hingað til um stór­virkj­ana­fram­kvæmdir lands­ins sem gefið hafa af sér hina gríð­ar­lega miklu orku­fram­leiðslu Íslend­inga. Núna þurfum við að láta frek­ari ákvarð­anir bíða kom­andi kyn­slóða, allra helst þeirra ófæddu.

Heimtu­frekjan að drepa umhverfi okkar

Í sömu umræðu og Bryn­dís Har­alds­dóttir kvaddi sér hljóðs um hags­muni kom­andi kyn­slóða sagði Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður VG og nefnd­ar­maður í umhverf­is- og sam­göngu­nefnd, hins vegar þetta:

„Þegar þetta er lagt saman þá ætla ég að full­yrða að orð – ég vil nán­ast kalla það mýtu eða goð­sögn – um að ekki sé þörf á frek­ari raf­orku­fram­leiðslu um ára­bil á Íslandi, eru meira en lítið vafasöm.

Þetta við­horf er ákaf­lega sorg­legt, sér­stak­lega frá þing­manni þess flokks sem hingað til hefur helst kennt sig við umhverf­is­mál og nátt­úru­vernd. Hér er skautað algjör­lega fram hjá núver­andi raf­orku­fram­leiðslu Íslend­inga, sem er sú lang­mesta í heimi miðað við mann­fjölda

Það er mjög rétt­mætt að sú þjóð sem þegar fram­leiðir mest allra þjóða í heimi af raf­orku þurfi ósköp ein­fald­lega að finna út úr því hvernig hún getur hlíft nátt­úr­unni við frek­ari virkj­ana­brölti í stað þess að halda ein­streng­ings­lega áfram á sömu braut. Krakka sem hagar sér svona og heimtar enn meira þótt hann hafi þegar miklu meira en allir hinir krakk­arn­ir, væri hrein­lega sagt að hætta heimtu­frekj­unni og láta sér duga það sem hann hafi nú þeg­ar. Íslend­ingum virð­ist þó finn­ast það sjálf­sagt að heimta græðg­is­lega enn meira þótt þeir hafi þegar aðgengi að marg­falt meiri raf­orku en allar aðrar þjóðir á jörðu. Af hverju erum við svona rosa­lega mann­hverf og yfir­gangs­söm gagn­vart umhverfi okkar á þess­ari eyju? Með öll þessi nátt­úru­auð­æfi sem aðrar þjóðir öfunda okkur af og myndu gefa mikið til að hafa. Maður spyr sig: Erum við kannski frekasta þjóð í heimi?

Það er forn­eskju­leg og úrelt hugsun að kalla þá hug­mynd mýtu, að það þurfi að hlífa nátt­úr­unni við auk­inni rányrkju okkar sjálf­hverfu hugs­unar sem lítur á umhverfi sitt ein­ungis sem sjálf­sagða eign til eigin hag­nýt­ing­ar. Yfir­stand­andi lofts­lagsvá sýnir glögg­lega að við þurfum snar­lega að losna undan oki þessa úr sér gengna hug­mynda­heims, sem þegar hefur leitt yfir nátt­úru jarðar hörmu­legar og ófyr­ir­sjá­an­legar afleið­ing­ar, og mun gera um langa tíð.

Óvirð­ing gagn­vart kom­andi kyn­slóðum

Það er sjálf­sögð krafa að hug­mynda­fræðin á bak­við ramma­á­ætlun verði strax tekin til gagn­gerðrar end­ur­skoð­un­ar, með alvöru hags­muni fram­tíð­ar­kyn­slóða, sjálf­bærni í réttum skiln­ingi þess orðs og lang­tíma­sjón­ar­mið að mark­miði. Það er væg­ast sagt óásætt­an­legt að yngstu kyn­slóðir Íslend­inga þurfi að berj­ast fyrir áheyrn víða um land, sér­stak­lega á svæðum þar sem virkj­anaógn vofir yfir. Það er hrein og bein óvirð­ing við yngri og ófæddar kyn­slóðir lands­ins. Hér á landi hefur nóg verið virkj­að, við þurfum ein­fald­lega að gera okkur núver­andi raf­orku­öflun að góðu og verja öll óvirkjuð svæði til handa kom­andi kyn­slóð­um. Ef við gerum það ekki verður okkar minnst sem græðg­iskyn­slóð­anna. Þau eft­ir­mæli munu þó auð­vitað ekki skipta nokkru máli miðað við eyði­legg­ingu villtrar nátt­úru lands­ins sem við munum láta kyn­slóðum fram­tíðar í té. Þar ætti virð­ing okkar að liggja; alls ekki gagn­vart ramma­á­ætlun heldur gagn­vart kom­andi kyn­slóð­um.

Höf­undur er jarð­fræð­ing­ur, rit­höf­undur og stjórn­ar­maður í Hinu íslenska nátt­úru­fræði­fé­lagi og Hag­þenki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar