Basl er búskapur

Þórólfur Matthíasson skrifar um fyrirgreiðslu hins opinbera við landbúnað.

Auglýsing

Engin atvinnu­grein á Íslandi nýtur eins víð­tækrar og altækrar fyr­ir­greiðslu hins opin­bera og land­bún­að­ur­inn. Umfang fyr­ir­greiðsl­unnar er svo víð­tækt að erfitt er að safna saman tölum og ná utan um heild­ina! Land­bún­að­ar­ráð­herra upp­lýsti Jón Stein­dór Valdi­mars­son, þing­mann Við­reisnar um það á Alþingi 2019-2020 að árið 2019 hafi bein­greiðslur og aðrar greiðslur til sauð­fjár­bænda numið tæpum 5 millj­örðum króna, sjá hér. Bein­greiðslur og aðrar greiðslur til mjólk­ur­fram­leið­enda námu 6,6 millj­örðum króna sama ár. Er þá ekki allt talið. 

OECD metur heild­ar­stuðn­ing við íslenskan land­búnað til 27,4 millj­arða króna þetta sama ár. Að mati OECD eru 16 millj­arðar króna tæpar í formi til­færslna frá skatt­greið­endum (bein­greiðsl­urnar sem að ofan eru taldar og marg­hátt­aður annar stuðn­ingur rík­is­ins við grein­ina, t.d. afleys­inga­þjón­usta bænda. Árið 2019 var fram­lag rík­is­ins til kyn­bóta­starfs tæpir 2 millj­arðar króna!). Tæpir 13 millj­arðar króna eru til­færslur frá neyt­endum í formi svo­kall­aðs „mark­aðs­stuðn­ings“, en það er sá stuðn­ingur sem felst í að inn­lendir neyt­endur borga land­bún­að­ar­vörur hærra verði vegna toll­verndar en eðli­legt getur talist (sjá hér). 

Þannig er tæpur þriðj­ungur til­færslna til bænda í formi bein­greiðslna, enda bein­ast þær fyrst og fremst að hefð­bundnu grein­unum mjólk og sauð­fé. En hinar „óhefð­bundnu“ grein­ar, svína­kjöts­fram­leiðsla og egg og kjúklingar njóta umtals­verðs mark­aðs­stuðn­ings. Tekjur svína­bænda myndu næstum helm­ing­ast væri stuðn­ingnum svift brott og inn­flutn­ings­verndin afnum­in. Tekjur af sölu eggja og kjúklinga myndu minnka um heil 75%. Tölur OECD sýna mun skýrar en tölur úr fjár­laga­frum­varpi hversu kostn­að­ar­söm land­bún­að­ar­fram­leiðslan er þjóð­ar­bú­inu.

Auglýsing
Ætla mætti að drjúpi smjör af hverju strái í Íslenskum sveit­um, a.m.k. sé höfð hlið­sjón af hinum miklu fjár­hæðum sem fluttar eru frá skatt­greið­endum og neyt­endum (sem reyndar eru í stórum dráttum sömu aðil­arn­ir) til bænda. Það er mark­mið þess­arar greinar að skoða það nokk­uð.

Árið 2019 nam verð­mæti fram­leiðslu land­bún­að­ar­vara að frá­dregnum kostn­aði við aðföng (olíu á trakt­ora, rúlluplast, lyf, áburður o.s.frv.) umfram tekjur án fram­leiðslu­styrkja 1,5 millj­arði króna. Laun og launa­tengd gjöld vegna aðkeypts vinnu­afls námu 6,8 millj­örð­um. Það gengur til 1.800 aðila sem vinna sam­tals 1,8 milljón vinnu­stunda. Fjár­magns­kostn­aður 4,6 millj­örð­um, greiðslur vegna leigu á landi 0,2 millj­örðum króna. Tap áður en tekið er til­lit til fram­leiðslu­styrkja og reikn­aðs end­ur­gjalds nemur 10 millj­örðum króna. Rík­is­sjóður leggur fram­leið­endum til 12,6 millj­arða. Þannig verður til 2,6 millj­arða „hagn­að­ur“ sem í raun eru vinnu­laun sjálf­stætt starf­andi í land­bún­aði, þ.e.a.s. þeirra sem í dag­legu tali eru taldir bænd­ur. Þeir voru 2.200 árið 2019 í 1.700 „stöðu­gild­um“ og unnu 1,8 millj­ónir vinnu­stunda sam­tals. Þjóð­hags­legt tap á vinnu­stund nam 2.759 krón­um! Fram­lag rík­is­sjóðs nam 3.468 krónum á hverja vinnu­stund. Fram­lag rík­is­sjóð á stöðu­gildi í land­bún­aði nam 3,8 millj­ónum króna árið 2019. Þá er ótalið fram­lag neyt­enda. Eins og fyrr segir metur OECD það svo að inn­flutn­ings­verndin hafi hækkað tekjur bænda um 13 millj­arða króna á árinu 2019. Reiknað á „stöðu­gildi“ nemur þessi stuðn­ingur 4,1 millj­ónum króna. Beinn og óbeinn stuðn­ingur á árs­verk í land­bún­aði nemur þannig tæpum 8 millj­ónum króna á ári eða 666.666 krónur á mán­uði með launa­tengdum gjöld­um.

Neyt­endur og skatt­greið­endur leggja sam­eig­in­lega um 8 millj­ónir króna með hverju árs­verki í land­bún­aði. Tekjur sem lenda í höndum starfs­fólks­ins í land­bún­aði (launa­tengd gjöld með­tal­in) eru 2,8 millj­ónir króna. Já, þú lest rétt les­andi góð­ur. Skatt­greið­endur og neyt­endur borga 5 millj­ónir árlega á stöðu­gildi í land­bún­aði sem ekki skilar sér sem tekjur til bænda og búaliðs. Hvernig stendur á því? Ástæðan er að í skjóli inn­flutn­ings­tak­mark­ana og ofur­tolla þrífst umfangs­mik­ill rekstur sem yrði rek­inn með dúndr­andi tapi ef aðstæður og starfs­rammi land­bún­aður væri með sama hætti og í öðrum atvinnu­rekstri. Smjörið sem gæti dropið af hverju strái fer illi­lega til spillis!

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar