Basl er búskapur

Þórólfur Matthíasson skrifar um fyrirgreiðslu hins opinbera við landbúnað.

Auglýsing

Engin atvinnugrein á Íslandi nýtur eins víðtækrar og altækrar fyrirgreiðslu hins opinbera og landbúnaðurinn. Umfang fyrirgreiðslunnar er svo víðtækt að erfitt er að safna saman tölum og ná utan um heildina! Landbúnaðarráðherra upplýsti Jón Steindór Valdimarsson, þingmann Viðreisnar um það á Alþingi 2019-2020 að árið 2019 hafi beingreiðslur og aðrar greiðslur til sauðfjárbænda numið tæpum 5 milljörðum króna, sjá hér. Beingreiðslur og aðrar greiðslur til mjólkurframleiðenda námu 6,6 milljörðum króna sama ár. Er þá ekki allt talið. 

OECD metur heildarstuðning við íslenskan landbúnað til 27,4 milljarða króna þetta sama ár. Að mati OECD eru 16 milljarðar króna tæpar í formi tilfærslna frá skattgreiðendum (beingreiðslurnar sem að ofan eru taldar og margháttaður annar stuðningur ríkisins við greinina, t.d. afleysingaþjónusta bænda. Árið 2019 var framlag ríkisins til kynbótastarfs tæpir 2 milljarðar króna!). Tæpir 13 milljarðar króna eru tilfærslur frá neytendum í formi svokallaðs „markaðsstuðnings“, en það er sá stuðningur sem felst í að innlendir neytendur borga landbúnaðarvörur hærra verði vegna tollverndar en eðlilegt getur talist (sjá hér). 

Þannig er tæpur þriðjungur tilfærslna til bænda í formi beingreiðslna, enda beinast þær fyrst og fremst að hefðbundnu greinunum mjólk og sauðfé. En hinar „óhefðbundnu“ greinar, svínakjötsframleiðsla og egg og kjúklingar njóta umtalsverðs markaðsstuðnings. Tekjur svínabænda myndu næstum helmingast væri stuðningnum svift brott og innflutningsverndin afnumin. Tekjur af sölu eggja og kjúklinga myndu minnka um heil 75%. Tölur OECD sýna mun skýrar en tölur úr fjárlagafrumvarpi hversu kostnaðarsöm landbúnaðarframleiðslan er þjóðarbúinu.

Auglýsing
Ætla mætti að drjúpi smjör af hverju strái í Íslenskum sveitum, a.m.k. sé höfð hliðsjón af hinum miklu fjárhæðum sem fluttar eru frá skattgreiðendum og neytendum (sem reyndar eru í stórum dráttum sömu aðilarnir) til bænda. Það er markmið þessarar greinar að skoða það nokkuð.

Árið 2019 nam verðmæti framleiðslu landbúnaðarvara að frádregnum kostnaði við aðföng (olíu á traktora, rúlluplast, lyf, áburður o.s.frv.) umfram tekjur án framleiðslustyrkja 1,5 milljarði króna. Laun og launatengd gjöld vegna aðkeypts vinnuafls námu 6,8 milljörðum. Það gengur til 1.800 aðila sem vinna samtals 1,8 milljón vinnustunda. Fjármagnskostnaður 4,6 milljörðum, greiðslur vegna leigu á landi 0,2 milljörðum króna. Tap áður en tekið er tillit til framleiðslustyrkja og reiknaðs endurgjalds nemur 10 milljörðum króna. Ríkissjóður leggur framleiðendum til 12,6 milljarða. Þannig verður til 2,6 milljarða „hagnaður“ sem í raun eru vinnulaun sjálfstætt starfandi í landbúnaði, þ.e.a.s. þeirra sem í daglegu tali eru taldir bændur. Þeir voru 2.200 árið 2019 í 1.700 „stöðugildum“ og unnu 1,8 milljónir vinnustunda samtals. Þjóðhagslegt tap á vinnustund nam 2.759 krónum! Framlag ríkissjóðs nam 3.468 krónum á hverja vinnustund. Framlag ríkissjóð á stöðugildi í landbúnaði nam 3,8 milljónum króna árið 2019. Þá er ótalið framlag neytenda. Eins og fyrr segir metur OECD það svo að innflutningsverndin hafi hækkað tekjur bænda um 13 milljarða króna á árinu 2019. Reiknað á „stöðugildi“ nemur þessi stuðningur 4,1 milljónum króna. Beinn og óbeinn stuðningur á ársverk í landbúnaði nemur þannig tæpum 8 milljónum króna á ári eða 666.666 krónur á mánuði með launatengdum gjöldum.

Neytendur og skattgreiðendur leggja sameiginlega um 8 milljónir króna með hverju ársverki í landbúnaði. Tekjur sem lenda í höndum starfsfólksins í landbúnaði (launatengd gjöld meðtalin) eru 2,8 milljónir króna. Já, þú lest rétt lesandi góður. Skattgreiðendur og neytendur borga 5 milljónir árlega á stöðugildi í landbúnaði sem ekki skilar sér sem tekjur til bænda og búaliðs. Hvernig stendur á því? Ástæðan er að í skjóli innflutningstakmarkana og ofurtolla þrífst umfangsmikill rekstur sem yrði rekinn með dúndrandi tapi ef aðstæður og starfsrammi landbúnaður væri með sama hætti og í öðrum atvinnurekstri. Smjörið sem gæti dropið af hverju strái fer illilega til spillis!

Höfundur er prófessor í hagfræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar