Borgarlína í gullflokki

Pawel Bartoszek fjallar um Borgarlínuna í aðsendri grein.

Auglýsing

Borg­ar­línan getur hæg­lega orðið eitt af tíu bestu BRT-hrað­vagna­kerfum í heimi. Að sama skapi, ef við gefum of mik­inn afslátt af kröf­um, getur Borg­ar­línan hæg­lega orðið sá „strætó með vara­lit“ sem sumir saka hana um að vera.

Sam­kvæmt skýrslu BRT Plan ráð­gjafa­fyr­ir­tæks­ins skorar Borg­ar­línan á bil­inu 62-90 stig af 100 á BRT Stand­ar­d-kvarð­anum. Til eru níu kerfi sem skora yfir 85 stig og telj­ast því vera í „gull­flokki“, flest í Suð­ur- og Mið-Am­er­íku.

Grunn­for­senda BRT-­kerfa eru sér­rým­in. Til að kerfið telj­ist alvöru BRT-­kerfi þarf minnst helm­ingur leið­ar­innar að liggja í sér­rými og að í heild að minnsta kosti 3 km. Frum­drög borg­ar­línu gera ráð fyrir 14 km kafla sem er upp undir 80% í sér­rými. Borg­ar­lína upp­fyllir því lág­mark­s­við­miðin og gott bet­ur. Þá er að auki gert ráð fyrir að stærsti hluti leið­ar­innar verði á miðjum veg­inum (ekki sem hlið­ara­krein) og að stöðv­arnar verði upp­hækk­að­ar.

Auglýsing

Allt þetta er í sam­ræmi við bestu við­mið BRT-­kerfa. Á sama tíma heyr­ist frá helstu  efa­semd­ar­mönnum að slaka eigi á kröf­um: að hætta að taka akreinar og bíla­stæði undir Borg­ar­línu á Suð­ur­lands­braut­inn­i.  „Þrengja ekki að annarri umferð,“ eins og sagt er.

Þetta er röng áhersla. Við eigum að stefna upp ekki nið­ur. Að mati BRT Plan þarf meðal ann­ars eft­ir­far­andi til að tryggja að Borg­ar­línan upp­fylli silf­ur­við­mið­in:

  • Að Borg­ar­línan keyri á hreinni orku.
  • Að greitt sé fyrir ferð­ina utan vagn­anna.
  • Færa stöðvar a.m.k. 26 m frá gatna­mót­um.
  • Fjölga hjóla­stæðum á stöðv­um.

Þessar kröfur kunna að kosta pen­inga en eru nokkuð óum­deild­ar. Því ætti það að vera lág­marks­krafa að Borg­ar­línan upp­fylli silf­ur­við­mið BRT Stand­ard stað­als­ins strax á fyrsta degi.

Til að Borg­ar­línan upp­fylli gull­við­miðin gæti þurft að hækka skorið, til dæmis með því að:

  • Fjölga enn frekar sér­rým­um, sér í lagi í kringum Tjörn­ina og á  Hverf­is­götu.
  • Fækka vinstri­beygjum yfir sér­rými.
  • Koma fyrir sjálf­virkum renni­hurðum á stöðv­un­um.

Þessi hlutir eru ekki lagðir til í frum­drögum Borg­ar­línu og því má reikna með að Borg­ar­línan nái silf­ur­við­miðum þegar hún opn­ar. Vel má vera að sumar af „gull­til­lög­un­um“ séu of rót­tækar nú, til dæmis frek­ari tak­mörkun umferðar á Hverf­is­götu. En við eigum klár­lega að stefna þang­að, frekar heldur en að gefa afslátt á fyr­ir­liggj­andi drögum í von um „breið­ari sátt“ sem skilar okkur mun verri sam­göng­um.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og vara­for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar