Borgarlína í gullflokki

Pawel Bartoszek fjallar um Borgarlínuna í aðsendri grein.

Auglýsing

Borg­ar­línan getur hæg­lega orðið eitt af tíu bestu BRT-hrað­vagna­kerfum í heimi. Að sama skapi, ef við gefum of mik­inn afslátt af kröf­um, getur Borg­ar­línan hæg­lega orðið sá „strætó með vara­lit“ sem sumir saka hana um að vera.

Sam­kvæmt skýrslu BRT Plan ráð­gjafa­fyr­ir­tæks­ins skorar Borg­ar­línan á bil­inu 62-90 stig af 100 á BRT Stand­ar­d-kvarð­anum. Til eru níu kerfi sem skora yfir 85 stig og telj­ast því vera í „gull­flokki“, flest í Suð­ur- og Mið-Am­er­íku.

Grunn­for­senda BRT-­kerfa eru sér­rým­in. Til að kerfið telj­ist alvöru BRT-­kerfi þarf minnst helm­ingur leið­ar­innar að liggja í sér­rými og að í heild að minnsta kosti 3 km. Frum­drög borg­ar­línu gera ráð fyrir 14 km kafla sem er upp undir 80% í sér­rými. Borg­ar­lína upp­fyllir því lág­mark­s­við­miðin og gott bet­ur. Þá er að auki gert ráð fyrir að stærsti hluti leið­ar­innar verði á miðjum veg­inum (ekki sem hlið­ara­krein) og að stöðv­arnar verði upp­hækk­að­ar.

Auglýsing

Allt þetta er í sam­ræmi við bestu við­mið BRT-­kerfa. Á sama tíma heyr­ist frá helstu  efa­semd­ar­mönnum að slaka eigi á kröf­um: að hætta að taka akreinar og bíla­stæði undir Borg­ar­línu á Suð­ur­lands­braut­inn­i.  „Þrengja ekki að annarri umferð,“ eins og sagt er.

Þetta er röng áhersla. Við eigum að stefna upp ekki nið­ur. Að mati BRT Plan þarf meðal ann­ars eft­ir­far­andi til að tryggja að Borg­ar­línan upp­fylli silf­ur­við­mið­in:

  • Að Borg­ar­línan keyri á hreinni orku.
  • Að greitt sé fyrir ferð­ina utan vagn­anna.
  • Færa stöðvar a.m.k. 26 m frá gatna­mót­um.
  • Fjölga hjóla­stæðum á stöðv­um.

Þessar kröfur kunna að kosta pen­inga en eru nokkuð óum­deild­ar. Því ætti það að vera lág­marks­krafa að Borg­ar­línan upp­fylli silf­ur­við­mið BRT Stand­ard stað­als­ins strax á fyrsta degi.

Til að Borg­ar­línan upp­fylli gull­við­miðin gæti þurft að hækka skorið, til dæmis með því að:

  • Fjölga enn frekar sér­rým­um, sér í lagi í kringum Tjörn­ina og á  Hverf­is­götu.
  • Fækka vinstri­beygjum yfir sér­rými.
  • Koma fyrir sjálf­virkum renni­hurðum á stöðv­un­um.

Þessi hlutir eru ekki lagðir til í frum­drögum Borg­ar­línu og því má reikna með að Borg­ar­línan nái silf­ur­við­miðum þegar hún opn­ar. Vel má vera að sumar af „gull­til­lög­un­um“ séu of rót­tækar nú, til dæmis frek­ari tak­mörkun umferðar á Hverf­is­götu. En við eigum klár­lega að stefna þang­að, frekar heldur en að gefa afslátt á fyr­ir­liggj­andi drögum í von um „breið­ari sátt“ sem skilar okkur mun verri sam­göng­um.

Höf­undur er borg­ar­full­trúi Við­reisnar og vara­for­maður skipu­lags- og sam­göngu­ráðs.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar