Borgarlína í gullflokki

Pawel Bartoszek fjallar um Borgarlínuna í aðsendri grein.

Auglýsing

Borgarlínan getur hæglega orðið eitt af tíu bestu BRT-hraðvagnakerfum í heimi. Að sama skapi, ef við gefum of mikinn afslátt af kröfum, getur Borgarlínan hæglega orðið sá „strætó með varalit“ sem sumir saka hana um að vera.

Samkvæmt skýrslu BRT Plan ráðgjafafyrirtæksins skorar Borgarlínan á bilinu 62-90 stig af 100 á BRT Standard-kvarðanum. Til eru níu kerfi sem skora yfir 85 stig og teljast því vera í „gullflokki“, flest í Suður- og Mið-Ameríku.

Grunnforsenda BRT-kerfa eru sérrýmin. Til að kerfið teljist alvöru BRT-kerfi þarf minnst helmingur leiðarinnar að liggja í sérrými og að í heild að minnsta kosti 3 km. Frumdrög borgarlínu gera ráð fyrir 14 km kafla sem er upp undir 80% í sérrými. Borgarlína uppfyllir því lágmarksviðmiðin og gott betur. Þá er að auki gert ráð fyrir að stærsti hluti leiðarinnar verði á miðjum veginum (ekki sem hliðarakrein) og að stöðvarnar verði upphækkaðar.

Auglýsing

Allt þetta er í samræmi við bestu viðmið BRT-kerfa. Á sama tíma heyrist frá helstu  efasemdarmönnum að slaka eigi á kröfum: að hætta að taka akreinar og bílastæði undir Borgarlínu á Suðurlandsbrautinni.  „Þrengja ekki að annarri umferð,“ eins og sagt er.

Þetta er röng áhersla. Við eigum að stefna upp ekki niður. Að mati BRT Plan þarf meðal annars eftirfarandi til að tryggja að Borgarlínan uppfylli silfurviðmiðin:

  • Að Borgarlínan keyri á hreinni orku.
  • Að greitt sé fyrir ferðina utan vagnanna.
  • Færa stöðvar a.m.k. 26 m frá gatnamótum.
  • Fjölga hjólastæðum á stöðvum.

Þessar kröfur kunna að kosta peninga en eru nokkuð óumdeildar. Því ætti það að vera lágmarkskrafa að Borgarlínan uppfylli silfurviðmið BRT Standard staðalsins strax á fyrsta degi.

Til að Borgarlínan uppfylli gullviðmiðin gæti þurft að hækka skorið, til dæmis með því að:

  • Fjölga enn frekar sérrýmum, sér í lagi í kringum Tjörnina og á  Hverfisgötu.
  • Fækka vinstribeygjum yfir sérrými.
  • Koma fyrir sjálfvirkum rennihurðum á stöðvunum.

Þessi hlutir eru ekki lagðir til í frumdrögum Borgarlínu og því má reikna með að Borgarlínan nái silfurviðmiðum þegar hún opnar. Vel má vera að sumar af „gulltillögunum“ séu of róttækar nú, til dæmis frekari takmörkun umferðar á Hverfisgötu. En við eigum klárlega að stefna þangað, frekar heldur en að gefa afslátt á fyrirliggjandi drögum í von um „breiðari sátt“ sem skilar okkur mun verri samgöngum.

Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar