Alþjóðasamstarf á umbrotatímum – Mikilvægi norræns rannsóknasamstarfs

Forstöðumenn norrænna alþjóðamálastofnanna skrifa um rannsóknasamstarf á sviði utanríkis- og öryggismála.

Mynd: Samsett
Mynd: Samsett
Auglýsing

Utan­rík­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna hitt­ast á sam­eig­in­legum fundi í dag. Fjar­fundur þeirra er kjörið tæki­færi til að ræða mögu­leika á auknu nor­rænu rann­sókna­sam­starfi á umbreyt­inga­tím­um. Óvæntir og nán­ast ófyr­ir­sjá­an­legir atburðir hafa koll­varpað hug­myndum okkar um heim­inn að und­an­förnu. Þar má nefna breyttar áherslur í Evr­ópu­sam­vinnu, stöðu lýð­ræðis í heim­in­um, vax­andi áhrif Kína, ógn­andi til­burðir Rúss­lands, áhrif lofts­lags­breyt­inga á heims­byggð­ina og síð­ast en ekki síst þær for­dæma­lausu áskor­anir sem fylgt hafa heims­far­aldr­in­um. Nýaf­staðin valda­skipti í Banda­ríkj­unum boða líka breytta tíma í alþjóða­sam­vinnu. Allir þessir þættir gera það að verkum að við stöndum nú frammi fyrir breyttri heims­mynd.

Við þurfum að hafa réttu verk­færin til að dýpka skiln­ing okkar svo að við getum tek­ist á við þessar breyt­ingar á alþjóða­vett­vangi og mætt áskor­unum fram­tíð­ar. Það er mik­il­vægt fyrir okkur Norð­ur­landa­búa að vinna saman og nauð­syn­legt að byggja upp öfl­ugt rann­sóknaum­hverfi þar sem lögð er áhersla á að greina utan­ríkis - og alþjóða­mál. Slík þekk­ing er mik­il­væg til að við getum tek­ist á við þær áskor­anir sem við stöndum frammi fyrir á far­sælan hátt.

Auglýsing
Þær póli­tísku breyt­ingar sem eiga sér stað í heim­inum í dag hafa áhrif á sam­fé­lög okkar á Norð­ur­löndum og svig­rúm okkar til stefnu­mörk­unar í utan­rík­is- og örygg­is­mál­um. Örygg­is­um­hverfið á Eystra­salts­svæð­inu hefur gjör­breyst eftir inn­limun Krím­skaga í Rúss­land á sama tíma og áhugi stór­velda á Norð­ur­slóðum hefur auk­ist vegna breyttra aðstæðna, meðal ann­ars í kjöl­far lofts­lags­breyt­inga. Við höfum einnig orðið vitni að því að hinni frjáls­lyndu heims­skipan sem bygg­ist á lög­um, mann­rétt­indum og lýð­ræði hefur verið ógnað á marg­vís­legan hátt, þar með talið í Evr­ópu. Þessi gildi gegna lyk­il­hlut­verki í sam­fé­lögum Norð­ur­land­anna og þau þarf að verja.

Óháðar og vand­aðar rann­sóknir á alþjóða­sam­skiptum eru mik­il­vægar fyrir okkar nor­rænu lýð­ræð­is­sam­fé­lög. Fræði­menn á sviði alþjóða­sam­skipta og utan­rík­is­mála leggja sitt af mörkum til opin­berrar stefnu­mót­unar og umræðu með því að greina og rann­saka mik­il­væg alþjóð­leg mál­efni sem hafa áhrif á sam­fé­lög okk­ar. Nor­rænu alþjóða­mála­stofn­an­irnar fimm sem við und­ir­rituð veitum for­stöðu leggja áherslu á hágæða rann­sókn­ir. Stofn­an­irnar vinna nú þegar tölu­vert saman að ýmsum verk­efn­um, þar á meðal sam­starf sem felur í sér fræði­manna­skipti, en það verk­efni hefur gefið góða raun. Verk­efnið hefur verið styrkt af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni en lýkur í ágúst á þessu ári.

Í nýlegri skýrslu Björns Bjarna­son­ar, sem nor­rænu utan­rík­is­ráð­herr­arnir fólu honum að skrifa á síð­asta ári, voru mögu­leik­arnir á auknu nor­rænu sam­starfi á ýmsum sviðum kann­að­ir. Í skýrsl­unni voru lagðar til fjöl­margar nýjar aðgerðir til að efla enn frekar nor­rænt sam­starf. Einnig var lögð áhersla á að auka ætti  rann­sókna­sam­starf milli nor­rænna alþjóða­mála­stofn­ana. Björn lagði meðal ann­ars til í skýrsl­unni að stofnuð yrði og fjár­mögnuð sér­stök rann­sókn­ar­á­ætlun á sviði alþjóða­mála innan Nor­d­Forsk til að efla veru­lega nor­rænar rann­sóknir sem ætlað er að greina alþjóð­legar áskor­anir sam­tím­ans. Slík áætlun ætti að ná til Norð­ur­land­anna fimm með áætl­aðri fjár­mögnun upp á tíu millj­ónir danskra króna á ári yfir fimm ára tíma­bil.

Við styðjum til­lögur Björns Bjarna­sonar heils­hugar og erum sam­mála því að það felist tæki­færi í því að þróa nor­ræna sam­vinnu enn frekar á þessu sviði.

Við hvetjum því stjórn­völd til að íhuga vel þessar fast­mót­uðu til­lögur sem koma fram í skýrsl­unni um aukið nor­rænt rann­sókna­sam­starf á sviði alþjóða­sam­skipta.

Við erum stað­ráðin í að halda áfram að efla nor­rænt rann­sókna­sam­starf  á þessu sviði og viljum vekja athygli á nokkrum mála­flokkum sem mik­il­vægt er að rann­saka frekar, svo sem:

  • Að greina breyt­ingar á við­horfum almenn­ings til „ör­ygg­is“ í tím­ans rás á Norð­ur­löndum
  • Að þróa víð­tækara og kerf­is­bundn­ara mat örygg­is­mála á Norð­ur­löndum og greina mögu­legan umræðu­grund­völl í sam­skiptum við Rúss­land
  • Að kanna hvaða hlut­verk nor­rænu ríkin geta gegnt sem hreyfi­afl til breyt­inga í Evr­ópu og í heim­inum auk þess að greina ákjós­an­legar leiðir fyrir Norð­ur­löndin að sam­starfi við Kína og Banda­ríkin á tímum auk­innar póli­tískrar sam­keppni
  • Að kanna mögu­leik­ana á frekara varn­ar- og örygg­is­mála­sam­starfi milli Norð­ur­land­anna (NOR­DEFCO),
  • Að greina svæð­is­bundið sam­starf Norð­ur­land­anna um varn­ar- og örygg­is­mál í ljósi auk­ins áhuga stór­velda á svæð­inu 

Fjár­mögnun rann­sókna á þessu sviði ásamt upp­bygg­ingu nán­ara sam­starfs milli fræði­manna á Norð­ur­lönd­unum gæti til dæmis leitt til frekara sam­starfs í formi sam­eig­in­legrar raf­rænnar stofn­unar um alþjóða­mál á Norð­ur­lönd­unum (e. Virtual Nor­dic Institu­te).  Til að við­halda stöðu Norð­ur­land­anna sem virkum og ábyrgum ríkjum á umbrota­tímum er nauð­syn­legt að rækta fjöl­breytt nor­rænt rann­sókna­sam­starf og stuðla þannig  að  fram­úr­skar­andi rann­sóknum og umræðu á sviði alþjóða- og utan­rík­is­mála.

Höf­undar eru:

Christer Ahlström, for­stöðu­maður Sænsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Utri­kespolitiska Institu­tet, UI)

Krist­i­an Fischer, for­stöðu­maður Dönsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Dansk Institut ­for Internationa­le Stu­di­er, DI­IS)

Mika A­altola, for­stöðu­maður Finnsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Ul­kopoliittinen Instituutt­i, FI­IA)

Pia Hans­son, for­stöðu­maður Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands (IIA)

Ulf Sver­dr­up, for­stöðu­mað­ur, Norsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Norsk U­ten­rik­spolitisk Institutt, NUPI)

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar