Alþjóðasamstarf á umbrotatímum – Mikilvægi norræns rannsóknasamstarfs

Forstöðumenn norrænna alþjóðamálastofnanna skrifa um rannsóknasamstarf á sviði utanríkis- og öryggismála.

Mynd: Samsett
Mynd: Samsett
Auglýsing

Utan­rík­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna hitt­ast á sam­eig­in­legum fundi í dag. Fjar­fundur þeirra er kjörið tæki­færi til að ræða mögu­leika á auknu nor­rænu rann­sókna­sam­starfi á umbreyt­inga­tím­um. Óvæntir og nán­ast ófyr­ir­sjá­an­legir atburðir hafa koll­varpað hug­myndum okkar um heim­inn að und­an­förnu. Þar má nefna breyttar áherslur í Evr­ópu­sam­vinnu, stöðu lýð­ræðis í heim­in­um, vax­andi áhrif Kína, ógn­andi til­burðir Rúss­lands, áhrif lofts­lags­breyt­inga á heims­byggð­ina og síð­ast en ekki síst þær for­dæma­lausu áskor­anir sem fylgt hafa heims­far­aldr­in­um. Nýaf­staðin valda­skipti í Banda­ríkj­unum boða líka breytta tíma í alþjóða­sam­vinnu. Allir þessir þættir gera það að verkum að við stöndum nú frammi fyrir breyttri heims­mynd.

Við þurfum að hafa réttu verk­færin til að dýpka skiln­ing okkar svo að við getum tek­ist á við þessar breyt­ingar á alþjóða­vett­vangi og mætt áskor­unum fram­tíð­ar. Það er mik­il­vægt fyrir okkur Norð­ur­landa­búa að vinna saman og nauð­syn­legt að byggja upp öfl­ugt rann­sóknaum­hverfi þar sem lögð er áhersla á að greina utan­ríkis - og alþjóða­mál. Slík þekk­ing er mik­il­væg til að við getum tek­ist á við þær áskor­anir sem við stöndum frammi fyrir á far­sælan hátt.

Auglýsing
Þær póli­tísku breyt­ingar sem eiga sér stað í heim­inum í dag hafa áhrif á sam­fé­lög okkar á Norð­ur­löndum og svig­rúm okkar til stefnu­mörk­unar í utan­rík­is- og örygg­is­mál­um. Örygg­is­um­hverfið á Eystra­salts­svæð­inu hefur gjör­breyst eftir inn­limun Krím­skaga í Rúss­land á sama tíma og áhugi stór­velda á Norð­ur­slóðum hefur auk­ist vegna breyttra aðstæðna, meðal ann­ars í kjöl­far lofts­lags­breyt­inga. Við höfum einnig orðið vitni að því að hinni frjáls­lyndu heims­skipan sem bygg­ist á lög­um, mann­rétt­indum og lýð­ræði hefur verið ógnað á marg­vís­legan hátt, þar með talið í Evr­ópu. Þessi gildi gegna lyk­il­hlut­verki í sam­fé­lögum Norð­ur­land­anna og þau þarf að verja.

Óháðar og vand­aðar rann­sóknir á alþjóða­sam­skiptum eru mik­il­vægar fyrir okkar nor­rænu lýð­ræð­is­sam­fé­lög. Fræði­menn á sviði alþjóða­sam­skipta og utan­rík­is­mála leggja sitt af mörkum til opin­berrar stefnu­mót­unar og umræðu með því að greina og rann­saka mik­il­væg alþjóð­leg mál­efni sem hafa áhrif á sam­fé­lög okk­ar. Nor­rænu alþjóða­mála­stofn­an­irnar fimm sem við und­ir­rituð veitum for­stöðu leggja áherslu á hágæða rann­sókn­ir. Stofn­an­irnar vinna nú þegar tölu­vert saman að ýmsum verk­efn­um, þar á meðal sam­starf sem felur í sér fræði­manna­skipti, en það verk­efni hefur gefið góða raun. Verk­efnið hefur verið styrkt af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni en lýkur í ágúst á þessu ári.

Í nýlegri skýrslu Björns Bjarna­son­ar, sem nor­rænu utan­rík­is­ráð­herr­arnir fólu honum að skrifa á síð­asta ári, voru mögu­leik­arnir á auknu nor­rænu sam­starfi á ýmsum sviðum kann­að­ir. Í skýrsl­unni voru lagðar til fjöl­margar nýjar aðgerðir til að efla enn frekar nor­rænt sam­starf. Einnig var lögð áhersla á að auka ætti  rann­sókna­sam­starf milli nor­rænna alþjóða­mála­stofn­ana. Björn lagði meðal ann­ars til í skýrsl­unni að stofnuð yrði og fjár­mögnuð sér­stök rann­sókn­ar­á­ætlun á sviði alþjóða­mála innan Nor­d­Forsk til að efla veru­lega nor­rænar rann­sóknir sem ætlað er að greina alþjóð­legar áskor­anir sam­tím­ans. Slík áætlun ætti að ná til Norð­ur­land­anna fimm með áætl­aðri fjár­mögnun upp á tíu millj­ónir danskra króna á ári yfir fimm ára tíma­bil.

Við styðjum til­lögur Björns Bjarna­sonar heils­hugar og erum sam­mála því að það felist tæki­færi í því að þróa nor­ræna sam­vinnu enn frekar á þessu sviði.

Við hvetjum því stjórn­völd til að íhuga vel þessar fast­mót­uðu til­lögur sem koma fram í skýrsl­unni um aukið nor­rænt rann­sókna­sam­starf á sviði alþjóða­sam­skipta.

Við erum stað­ráðin í að halda áfram að efla nor­rænt rann­sókna­sam­starf  á þessu sviði og viljum vekja athygli á nokkrum mála­flokkum sem mik­il­vægt er að rann­saka frekar, svo sem:

  • Að greina breyt­ingar á við­horfum almenn­ings til „ör­ygg­is“ í tím­ans rás á Norð­ur­löndum
  • Að þróa víð­tækara og kerf­is­bundn­ara mat örygg­is­mála á Norð­ur­löndum og greina mögu­legan umræðu­grund­völl í sam­skiptum við Rúss­land
  • Að kanna hvaða hlut­verk nor­rænu ríkin geta gegnt sem hreyfi­afl til breyt­inga í Evr­ópu og í heim­inum auk þess að greina ákjós­an­legar leiðir fyrir Norð­ur­löndin að sam­starfi við Kína og Banda­ríkin á tímum auk­innar póli­tískrar sam­keppni
  • Að kanna mögu­leik­ana á frekara varn­ar- og örygg­is­mála­sam­starfi milli Norð­ur­land­anna (NOR­DEFCO),
  • Að greina svæð­is­bundið sam­starf Norð­ur­land­anna um varn­ar- og örygg­is­mál í ljósi auk­ins áhuga stór­velda á svæð­inu 

Fjár­mögnun rann­sókna á þessu sviði ásamt upp­bygg­ingu nán­ara sam­starfs milli fræði­manna á Norð­ur­lönd­unum gæti til dæmis leitt til frekara sam­starfs í formi sam­eig­in­legrar raf­rænnar stofn­unar um alþjóða­mál á Norð­ur­lönd­unum (e. Virtual Nor­dic Institu­te).  Til að við­halda stöðu Norð­ur­land­anna sem virkum og ábyrgum ríkjum á umbrota­tímum er nauð­syn­legt að rækta fjöl­breytt nor­rænt rann­sókna­sam­starf og stuðla þannig  að  fram­úr­skar­andi rann­sóknum og umræðu á sviði alþjóða- og utan­rík­is­mála.

Höf­undar eru:

Christer Ahlström, for­stöðu­maður Sænsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Utri­kespolitiska Institu­tet, UI)

Krist­i­an Fischer, for­stöðu­maður Dönsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Dansk Institut ­for Internationa­le Stu­di­er, DI­IS)

Mika A­altola, for­stöðu­maður Finnsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Ul­kopoliittinen Instituutt­i, FI­IA)

Pia Hans­son, for­stöðu­maður Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands (IIA)

Ulf Sver­dr­up, for­stöðu­mað­ur, Norsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Norsk U­ten­rik­spolitisk Institutt, NUPI)

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Enginn fer í gegnum lífið „í stöðugu logni undir heiðskírum himni“
Íslensk náttúra hefur jákvæð áhrif á streitu þeirra sem í henni dvelja og hefur það nú verið staðfest með rannsókn. „Hlaðborð af náttúruöflum“ minnir okkur á að það er aldrei fullkomið jafnvægi í lífinu og ekkert blómstrar allt árið.
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar