Alþjóðasamstarf á umbrotatímum – Mikilvægi norræns rannsóknasamstarfs

Forstöðumenn norrænna alþjóðamálastofnanna skrifa um rannsóknasamstarf á sviði utanríkis- og öryggismála.

Mynd: Samsett
Mynd: Samsett
Auglýsing

Utan­rík­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna hitt­ast á sam­eig­in­legum fundi í dag. Fjar­fundur þeirra er kjörið tæki­færi til að ræða mögu­leika á auknu nor­rænu rann­sókna­sam­starfi á umbreyt­inga­tím­um. Óvæntir og nán­ast ófyr­ir­sjá­an­legir atburðir hafa koll­varpað hug­myndum okkar um heim­inn að und­an­förnu. Þar má nefna breyttar áherslur í Evr­ópu­sam­vinnu, stöðu lýð­ræðis í heim­in­um, vax­andi áhrif Kína, ógn­andi til­burðir Rúss­lands, áhrif lofts­lags­breyt­inga á heims­byggð­ina og síð­ast en ekki síst þær for­dæma­lausu áskor­anir sem fylgt hafa heims­far­aldr­in­um. Nýaf­staðin valda­skipti í Banda­ríkj­unum boða líka breytta tíma í alþjóða­sam­vinnu. Allir þessir þættir gera það að verkum að við stöndum nú frammi fyrir breyttri heims­mynd.

Við þurfum að hafa réttu verk­færin til að dýpka skiln­ing okkar svo að við getum tek­ist á við þessar breyt­ingar á alþjóða­vett­vangi og mætt áskor­unum fram­tíð­ar. Það er mik­il­vægt fyrir okkur Norð­ur­landa­búa að vinna saman og nauð­syn­legt að byggja upp öfl­ugt rann­sóknaum­hverfi þar sem lögð er áhersla á að greina utan­ríkis - og alþjóða­mál. Slík þekk­ing er mik­il­væg til að við getum tek­ist á við þær áskor­anir sem við stöndum frammi fyrir á far­sælan hátt.

Auglýsing
Þær póli­tísku breyt­ingar sem eiga sér stað í heim­inum í dag hafa áhrif á sam­fé­lög okkar á Norð­ur­löndum og svig­rúm okkar til stefnu­mörk­unar í utan­rík­is- og örygg­is­mál­um. Örygg­is­um­hverfið á Eystra­salts­svæð­inu hefur gjör­breyst eftir inn­limun Krím­skaga í Rúss­land á sama tíma og áhugi stór­velda á Norð­ur­slóðum hefur auk­ist vegna breyttra aðstæðna, meðal ann­ars í kjöl­far lofts­lags­breyt­inga. Við höfum einnig orðið vitni að því að hinni frjáls­lyndu heims­skipan sem bygg­ist á lög­um, mann­rétt­indum og lýð­ræði hefur verið ógnað á marg­vís­legan hátt, þar með talið í Evr­ópu. Þessi gildi gegna lyk­il­hlut­verki í sam­fé­lögum Norð­ur­land­anna og þau þarf að verja.

Óháðar og vand­aðar rann­sóknir á alþjóða­sam­skiptum eru mik­il­vægar fyrir okkar nor­rænu lýð­ræð­is­sam­fé­lög. Fræði­menn á sviði alþjóða­sam­skipta og utan­rík­is­mála leggja sitt af mörkum til opin­berrar stefnu­mót­unar og umræðu með því að greina og rann­saka mik­il­væg alþjóð­leg mál­efni sem hafa áhrif á sam­fé­lög okk­ar. Nor­rænu alþjóða­mála­stofn­an­irnar fimm sem við und­ir­rituð veitum for­stöðu leggja áherslu á hágæða rann­sókn­ir. Stofn­an­irnar vinna nú þegar tölu­vert saman að ýmsum verk­efn­um, þar á meðal sam­starf sem felur í sér fræði­manna­skipti, en það verk­efni hefur gefið góða raun. Verk­efnið hefur verið styrkt af Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni en lýkur í ágúst á þessu ári.

Í nýlegri skýrslu Björns Bjarna­son­ar, sem nor­rænu utan­rík­is­ráð­herr­arnir fólu honum að skrifa á síð­asta ári, voru mögu­leik­arnir á auknu nor­rænu sam­starfi á ýmsum sviðum kann­að­ir. Í skýrsl­unni voru lagðar til fjöl­margar nýjar aðgerðir til að efla enn frekar nor­rænt sam­starf. Einnig var lögð áhersla á að auka ætti  rann­sókna­sam­starf milli nor­rænna alþjóða­mála­stofn­ana. Björn lagði meðal ann­ars til í skýrsl­unni að stofnuð yrði og fjár­mögnuð sér­stök rann­sókn­ar­á­ætlun á sviði alþjóða­mála innan Nor­d­Forsk til að efla veru­lega nor­rænar rann­sóknir sem ætlað er að greina alþjóð­legar áskor­anir sam­tím­ans. Slík áætlun ætti að ná til Norð­ur­land­anna fimm með áætl­aðri fjár­mögnun upp á tíu millj­ónir danskra króna á ári yfir fimm ára tíma­bil.

Við styðjum til­lögur Björns Bjarna­sonar heils­hugar og erum sam­mála því að það felist tæki­færi í því að þróa nor­ræna sam­vinnu enn frekar á þessu sviði.

Við hvetjum því stjórn­völd til að íhuga vel þessar fast­mót­uðu til­lögur sem koma fram í skýrsl­unni um aukið nor­rænt rann­sókna­sam­starf á sviði alþjóða­sam­skipta.

Við erum stað­ráðin í að halda áfram að efla nor­rænt rann­sókna­sam­starf  á þessu sviði og viljum vekja athygli á nokkrum mála­flokkum sem mik­il­vægt er að rann­saka frekar, svo sem:

  • Að greina breyt­ingar á við­horfum almenn­ings til „ör­ygg­is“ í tím­ans rás á Norð­ur­löndum
  • Að þróa víð­tækara og kerf­is­bundn­ara mat örygg­is­mála á Norð­ur­löndum og greina mögu­legan umræðu­grund­völl í sam­skiptum við Rúss­land
  • Að kanna hvaða hlut­verk nor­rænu ríkin geta gegnt sem hreyfi­afl til breyt­inga í Evr­ópu og í heim­inum auk þess að greina ákjós­an­legar leiðir fyrir Norð­ur­löndin að sam­starfi við Kína og Banda­ríkin á tímum auk­innar póli­tískrar sam­keppni
  • Að kanna mögu­leik­ana á frekara varn­ar- og örygg­is­mála­sam­starfi milli Norð­ur­land­anna (NOR­DEFCO),
  • Að greina svæð­is­bundið sam­starf Norð­ur­land­anna um varn­ar- og örygg­is­mál í ljósi auk­ins áhuga stór­velda á svæð­inu 

Fjár­mögnun rann­sókna á þessu sviði ásamt upp­bygg­ingu nán­ara sam­starfs milli fræði­manna á Norð­ur­lönd­unum gæti til dæmis leitt til frekara sam­starfs í formi sam­eig­in­legrar raf­rænnar stofn­unar um alþjóða­mál á Norð­ur­lönd­unum (e. Virtual Nor­dic Institu­te).  Til að við­halda stöðu Norð­ur­land­anna sem virkum og ábyrgum ríkjum á umbrota­tímum er nauð­syn­legt að rækta fjöl­breytt nor­rænt rann­sókna­sam­starf og stuðla þannig  að  fram­úr­skar­andi rann­sóknum og umræðu á sviði alþjóða- og utan­rík­is­mála.

Höf­undar eru:

Christer Ahlström, for­stöðu­maður Sænsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Utri­kespolitiska Institu­tet, UI)

Krist­i­an Fischer, for­stöðu­maður Dönsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Dansk Institut ­for Internationa­le Stu­di­er, DI­IS)

Mika A­altola, for­stöðu­maður Finnsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Ul­kopoliittinen Instituutt­i, FI­IA)

Pia Hans­son, for­stöðu­maður Alþjóða­mála­stofn­unar Háskóla Íslands (IIA)

Ulf Sver­dr­up, for­stöðu­mað­ur, Norsku alþjóða­mála­stofn­un­ar­innar (Norsk U­ten­rik­spolitisk Institutt, NUPI)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar