Stóll er alltaf stóll, þó að hann sé notaður sem trappa

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði, skrifar nokkur orð til viðbótar um heimildarmyndina Hækkum rána og viðbrögðin sem fyrri grein hans um viðfangsefnið kallaði fram.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum þá birt­ist hér gagn­rýni mín á óhefð­bundnar þjálf­un­ar­að­ferðir 8-11 ára stúlkna í körfu­bolta, sem sáust í heim­ilda­mynd­inni Hækkum rána (sjá hér). Við­brögðin við grein­inni hafa verið gríð­ar­leg sem sýnir að ekki voru allir á eitt sáttir við efni mynd­ar­inn­ar, og er við­fangs­efnið greini­lega við­kvæmt. Sitt sýn­ist þó hverjum og fólk nálg­ast við­fangs­efnið frá mis­mun­andi sjón­ar­hornum og oft útfrá miklum til­finn­ing­um. Ein­hverjir sjá þetta í öðru ljósi en ég geri, og horfa þá fyrst og fremst til þeirrar jákvæðu hug­myndar sem myndin gekk útfrá; að vald­efla þessar flottu stúlkur í gegnum körfu­bolt­ann. Ég hef aftur á móti reynt að koma að ákveðnu sjón­ar­horni hvað þetta varðar sem ég tel mik­il­vægt að tekið sé inn í stóru mynd­ina í þessu máli. Ég tel því þörf á að tjá mig frekar um málið og setja umræður um afrek­svæð­ingu barna í víð­ara sam­heng­i. 

Leikur að orðum

Grund­vall­ar­gagn­rýni mín á efni mynd­ar­innar bein­ist fyrst og fremst að þeirri hug­mynda­fræði þjálf­unar sem beitt var á þessar ungu stúlk­ur. Í fyrri grein minni um efnið útskýrði ég í lengra máli að um væri að ræða skýrt dæmi um óæski­lega afrek­svæð­ingu barna­í­þrótta. Þjálf­ar­inn og stuðn­ings­fólk hans hafa í kjöl­farið svarað því til að alls ekki sé um afrek­svæð­ingu að ræða, án þess þó að hrekja þær for­sendur sér­stak­lega. Þess í stað segja þau að það sé fyrst og fremst verið að fram­fylgja svo­kall­aðri „elju­stefnu“ en ekki „af­reks­stefn­u“. Þetta er bara leikur að orðum og hug­tök­um. Við getum kallað hluti hvaða nafni sem okkur sýnist, það breytir þó ekki eðli hlut­anna. Stóll er alltaf stóll, þó svo hann sé not­aður sem trappa. Afrek­svæð­ing er afrek­svæð­ing, þó hún sé í þessu til­felli kölluð „elju­stefna“.

Auglýsing
Það sem kom fram í mynd­inni, auk þeirra upp­lýs­inga sem ég hef fengið hjá fjölda fólks á und­an­förnum dög­um, sýnir svo ekki er um villst að um afrek­svæð­ingu barna­starfs var að ræða. Afrek­svæð­ing íþrótta byggir á snemm­bærri sér­hæf­ingu í ákveð­inni íþrótt, óhóf­lega miklu magni æfinga fyrir unga og óharðn­aða lík­ama, úti­lokun ákveð­inna iðk­enda vegna skorts á færni, áhuga eða ann­arra bjarga eins og tíma eða fjár­magni, og pressu á fram­farir og árangur iðk­enda, svo eitt­hvað sé nefnt, með það að leið­ar­ljósi að móta afreks­fólk fram­tíð­ar­innar (sjá nánar í yfir­lýs­ingu íþrótta­fræða­fólks hér). Allt ofan­greint á við í þessu til­felli og því miður eru ýmsar vís­bend­ingar þess efnis að ýmsar nei­kvæðar afleið­ingar þeirrar stefnu hafi einnig fylgt þessu starfi. Ég hef fengið það stað­fest frá fjölda fólks.

Afreks­stefna barna í íþróttum er víð­ast hvar á und­an­haldi, þar sem rann­sókn­ir, reynsla fólks af slíku starfi, sem og breyttur tíð­ar­andi, hafa dregið úr trú á slíkri nálg­un. Sem dæmi þá hætti þýska knatt­spyrnustór­veld­ið, og stór­fyr­ir­tæk­ið, FC Bayern Mun­ich nú síð­ast með allt starf fyrir yngstu iðk­end­urna – iðk­endur á svip­uðum aldri og rætt er um hér. Með þessu segir félagið að það sé að axla félags­lega ábyrgð á að varð­veita æsku iðk­enda. Já, þetta snýst einmitt um félags­lega ábyrgð íþrótta­hreyf­ing­ar­innar á æsku lands­ins.

Að vinna heima­vinn­una sína

Aðstand­endur verk­efn­is­ins hafa haldið því fram að ég hafi ekki unnið heima­vinn­una mína þegar ég kom fram með gagn­rýni á þjálf­un­ar­að­ferðir stúlkn­anna og viti því ekki um hvað ég er að tala. 

Því vil ég taka fram að við gerð fyrri greinar minnar um efnið þá hafði ég sam­band við ýmsa aðila, sem tengd­ust verk­efn­inu sem um ræð­ir. Í þeim sam­tölum komu upp á yfir­borðið upp­lýs­ingar sem studdu ekki ein­ungis upp­haf­lega grein­ingu mína á sjálfri mynd­inni heldur báru þær með sér að staðan væri enn alvar­legri en ég hafði gert mér í hug­ar­lund í fyrstu. Upp­haf­leg grein mín varð því í raun hvass­ari en ætl­unin hafði ver­ið.

Í kjöl­far birt­ingar fyrri greinar minnar um efnið þá hef ég þar að auki fengið ótal sím­töl og skila­boð frá ýmsum aðilum eins og for­eldrum barna í flokkn­um, öðrum þjálf­ur­um, for­eldrum and­stæð­inga liðs­ins, sem og öðrum sem höfðu sögur að segja af því sem þarna fór fram. Þetta var almennt fólk sem þakk­aði mér sér­stak­lega fyrir að rýna á bak við glans­mynd­ina sem sett var fram í mynd­inni og segja frá hlut­unum eins og þeir voru. For­eldrar stúlku sem var í flokknum lýstu til að mynda grein­ingu minni sem „ná­kvæmri upp­lifun“ á því sem þarna fór fram. Önnur skila­boð sem fólk sendi mér voru á svip­uðum nót­um.

Ég get því ekki annað en að vísa þess­ari gagn­rýni til föð­ur­hús­anna.

Til­rauna­starf­semi á börn­um?

Umræða síð­ustu daga hefur varpað ljósi á að ein­hverjar brotala­mir kunni jafn­framt að vera í skipu­lagi íþrótta hér á landi. Íþrótta­fé­lögin eru að stórum hluta rekin með styrkjum frá sínum sveit­ar­fé­lögum og ríki og hafa því ákveðnu sam­fé­lags­legu hlut­verki að gegna. Í lögum um íþróttir nr. 64/1998 segir til að mynda að sam­starf ríkis og sveit­ar­fé­laga við hina frjálsu íþrótta­hreyf­ingu skuli taka mið af gildi íþrótta­iðk­unar fyrir upp­eldis og for­varn­ar­starf. Aðferðir við þjálfun barna í íþrótta­fé­lögum eru því ekki einka­mál hvers þjálf­ara, frekar en að aðferðir sér­hvers kenn­ara í grunn­skólum lands­ins er einka­mál hans. Mikið starf er unnið innan félag­anna í þeim til­gangi að bæta það starf sem þar fer fram á grund­velli bestu þekk­ingar hverju sinni á svip­aðan hátt og gert er innan grunn­skól­anna. Ljóst er að starfið er ekki óbrigðult en ég vil þó taka fram að fram­far­irnar hafa verið miklar á undanförnum árum og árang­ur­inn hefur verið eftir því. 

Auglýsing
Þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem sýndar voru í mynd­inni Hækkum rána virð­ast vera hug­ar­smíð þjálf­ar­ans sjálfs frekar en að þjálfunin hafi fylgt þeim reglum og við­miðum sem íþrótta­hreyf­ingin gerir kröfu um. Í við­tali á dög­unum þá greindi þjálf­ari stúlkn­anna frá því að hann væri að prófa sig áfram með sínar eigin aðferðir með þessar stúlk­ur. Aðferðum sem ganga að miklu leiti gegn almennum við­miðum og leið­bein­ingum vís­inda­sam­fé­lags­ins sem og stefnu íþrótta­yf­ir­valda. Aðferðum sem hann seg­ist sjálfur ekki treysta öðrum þjálf­urum lands­ins til þess að beita þar sem hann búi einn yfir þeirri þekk­ingu og færni sem slík þjálfun byggi á. Þessar aðferðir eru því fjarri lagi yfir gagn­rýni hafnar og í raun er mikið umhugs­un­ar­efni að þjálf­ar­inn hafi, jafn lengi og raun bar vitni, fengið að beita þessum umdeildu aðferðum í sínu starfi. Með öðrum orðum þá er þjálf­ar­inn í raun búinn að upp­lýsa að hann hafi verið að beita til­rauna­starf­semi á börn í íþrótt­um, til­raunastarf­semi sem hvorki hefur verið próf­uð, sann­reynd eða fengið við­ur­kenn­ingu óháðra og ábyrgra aðila. Hér vakna ótal spurn­ingar um ábyrgð þjálf­ar­ans sem og ábyrgð íþrótta­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Aðferðin sem beitt var í þessu til­felli er í besta falli vafasöm og í versta falli stór­skað­leg. Og það eru ekki for­sendur sem við getum boðið börnum uppá í fyrstu skrefum þeirra í íþrótta­starfi. Því er brýnt að íþrótta­hreyf­ingin efli eft­ir­lits­hlut­verk sitt með þjálfun barna í íþrótt­um, bæði til að tryggja að bæði stelpur og strákar fái rétta og góða þjálfun og til að koma í veg fyrir að vafasömum aðferðum sé beitt við þjálfun þeirra. Það er of mikið í húfi til að horft sé fram­hjá til­rauna­starf­semi ein­staka þjálf­ara á svo við­kvæmum hóp­um. 

Í kjöl­far umræð­unnar

Umræða síð­ustu daga sýnir að það er mik­il­vægt að brýna fyrir þjálf­urum og for­eldrum að þeir þurfa að vera með­vit­aðir um afleið­ingar afrek­svæð­ingar og gera sér jafn­framt grein fyrir því að það er alltaf áhættu­samt að setja börn í til­rauna­að­stæð­ur. Einnig sýnir hún að það er mik­il­vægt að íþrótta­hreyf­ingin taki skýra afstöðu gegn afrek­svæð­ingu íþrótta­starfs barna til að tryggja það að rétt­indi allra barna séu tryggð og virt í öllu íþrótta­starfi um kom­andi fram­tíð. 

Spurn­ingar sem umræðan hefur jafn­framt komið af stað um hvort að við sem sam­fé­lag gerum nægi­lega miklar kröfur til barna og ung­menna nú til dags eða hvort stelpur fá sömu tæki­færi og strákar eru enn knýj­andi. Það er því upp­lagt að nýta þá umræðu sem spunn­ist hefur í kringum umrædda til­raun þjálf­ar­ans sem hvatn­ingu til okkar sem sam­fé­lags til að ræða og móta upp­byggi­lega stefnu og aðferðir til að styrkja og vald­efla börnin okkar til fram­tíð­ar. En það er sam­fé­lags­legt verk­efni okkar allra að móta slíka stefnu, og verður hún að byggja á bestu og áreið­an­leg­ustu þekk­ingu hvers tíma, en ekki á umdeildum aðferðum ein­stak­linga – sem ganga jafn­vel gegn við­ur­kenndri þekk­ingu á svið­inu.

Að lokum

Eftir umræðu og atburði und­an­far­inna daga þá bý ég nú yfir enn frek­ari upp­lýs­ingum um þá hug­mynda­fræði og þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem stund­aðar voru hjá þessum stúlkum en ég gerði í upp­hafi. 

Þessar upp­lýs­ingar stað­festa rétt­mæti upp­haf­legu gagn­rýni minnar á þjálf­un­ar­að­ferðir stúlkn­anna. Ég stend því að fullu við fyrri ummæli mín um að allt bendi til þess að skýr og óæski­leg afreks­stefna hafi verið rekin í þjálfun þess­ara stúlkna, þó svo að hlut­irnir hafi verið kall­aðir öðrum nöfn­um. Það breytir þó ekki því að stelp­urnar í mynd­inni eru frá­bærar í körfu­bolta og ekki er annað hægt en að dáðst að hug­rekki þeirra í þeirri bar­áttu sem þær heyja og í þeirri sögu sem sögð er í mynd­inni. En, stelp­urnar sem helt­ust úr lest­inni á leið­inni eða fengu ekki að vera með eru líka frá­bærar og það er ekki við þær að sakast að hafa lent í aðstæðum sem voru bæði óeðli­legar og ósann­gjarn­ar, og að þeirra saga hafi ekki verið sögð. Ég vona bara að þær láti ekki deigan síga. Þeirra tími kemur síð­ar.

Höf­undur er pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar