Evrópusambandslöndin tapa á Brexit

Andrés Pétursson segir að færa megi góð rök fyrir því að enginn græði á Brexit. Í þessari þriðju og síðustu grein um málið segir hann að ESB verði að líta í eigin barm og gera sér grein fyrir því að lítill vilji sé til enn nánari samruna sambandsins.

Auglýsing

Það eru ekki bara Bretar sem tapa á Brex­it. Evr­ópu­sam­bandið sjálft hefur misst eitt af sínum mik­il­væg­ustu aðild­ar­lönd­um. Bret­land var ekki bara þriðja fjöl­menn­asta ríki sam­bands­ins heldur líka boð­beri frjáls­lyndra sjón­ar­miða í verslun og við­skiptum bæði innan og utan ESB. Nor­rænu rík­in, Írar, Eystra­salts­ríkin og Hol­land litu mjög til for­ystu Breta á þessu sviði. Nú hafa þessi lönd misst mik­il­vægan banda­mann og þetta truflar ákveðið valda­jafn­vægi innan sam­bands­ins sem var sam­þykkt með Nice-sátt­mál­anum árið 2001 og upp­fært með Lissa­bon-sátt­mál­anum árið 2007. Vegna stækk­unar sam­bands­ins var mik­il­vægt að sam­þykkja reglur sem ekki gæfu hverri ein­ustu þjóð neit­un­ar­vald varð­andi hvert ein­asta mál sem sam­bandið þurfi að ná í gegn. En aðild­ar­löndin voru ekki heldur til­búin að sam­þykkja að ein­faldur meiri­hluti myndi ráða í öllum mál­um. Því voru sam­þykktar reglur sem gera lönd­unum kleyft að mynda banda­lög um framgang ýmissa mála.

Aðal­regla ESB um ákvarð­anir er samt sem áður ein­hugur og sam­staða allra, en í nokkrum til­teknum mála­flokkum ræður meiri­hluti. Án þess að fara út í mikil smá­at­riði þá veittu þessir samn­ingar ákveðnum ríkja­blokkum mögu­leika á því að keyra mál í ákveðnum mála­flokkum í gegn þrátt fyrir að ein­stök lönd væru gegn þeim breyt­ing­um. Á sama tíma gátu hins vegar lönd beitt neit­un­ar­valdi gegn ákveðnum mál­um. Lyk­iltala í þessum efnum er 35% neit­un­ar­vald en með brott­hvarfi Breta ráða þessi frjáls­lynd­ari lönd ein­ungis yfir um 30% af atkvæða­magn­inu. Margt bendir til að taka þurfi upp þetta kerfi enda ólík­legt að þessi frjáls­lynd­ari lönd sætti sig við minnk­andi völd.

Evr­ópu­sam­bandið verður að líta í eigin barm

Evr­ópu­sam­bandið og leið­togar ann­arra Evr­ópu­sam­bands­ríkja þurfa líka að líta í eigin barm varð­andi brott­hvarf Breta. Hægt er færa góð rök fyrir því að samn­ingur sá sem Bretar fengu þegar þeir gengu í sam­bandið árið 1973 var ekki nógu góð­ur. Bretar höfðu hins vegar lengi sóst eftir aðild og voru því til­búnir að ganga nokkuð langt til að kom­ast inn í klúbb­inn. Nettófram­lög Breta til sam­starfs­ins voru strax mun meiri en þeir fjár­munir sem þeir fengu til baka í styrkj­um. Þetta skap­aði fljót­lega streitu í sam­skiptum og náði hámarki á Thatcher tím­anum þar sem krafa Thatcher um „pen­ing­ana til baka“ lit­aði öll sam­skipti Bret­lands við ESB. Þrátt fyrir að Bretar hafi náð að rétta sinn hlut þá hefur eymt eftir af þess­ari tor­tryggni allar götur síð­an. Ekki má gleyma því að mis­mun­andi laga­hefð ESB-­ríkja og svo Bret­lands hefur oft flækt mál­in. Bret­land, ólíkt flestum öðrum lönd­um, er ekki með neina form­lega stjórn­ar­skrá. Þetta hefur stundum skapað óvissu og mis­skiln­ing á milli aðila. Einnig hefur þessi mis­mun­andi hefð alið á ótta hjá almenn­ingi í Bret­landi að Evr­ópu­sam­bandið ætl­aði sér að eyða breskri laga­hefð. Ekki hafa stans­lausar árásir bresku götu­blað­anna heldur hjálpað til að bæta ímynd Evr­ópu­sam­bands­ins í augum bresks almenn­ings. Fylg­is­menn aðildar í Bret­landi ofmátu hins vegar eigin styrk og vökn­uðu of seint upp við vondan draum.

Auglýsing

Frá upp­hafi hefur almenn­ingi þótt stjórn­kerfi Evr­ópu­sam­bands­ins og yfir­bragð þess vera fjar­lægt hinum almenna borg­ara. Einnig hafa ótelj­andi mála­miðl­anir til að halda því gang­andi skapað þá ímynd að ESB sé bákn og óskilj­an­legt flækju­kerfi. „Hver vill elska 49 ára gamlan mann,“ söng Þursa­flokk­ur­inn svo eft­ir­minni­lega á sínum tíma og á margan hátt á það við um Evr­ópu­sam­band­ið. Það er erfitt að skapa miklar til­finn­ingar til ein­hverrar and­lits­lausrar stofn­unar í öðru landi sem virð­ist helst skipta sér af smá­málum eins og hávaða frá sláttu­vélum og gæði gúmmís í getn­að­ar­vörn­um. Auð­vitað er þetta mikil ein­földun á því hvað Evr­ópu­sam­bandið stendur fyr­ir. En and­stæð­ingum Brexit mistókst að sann­færa meiri­hluta bresku þjóð­ar­innar að hags­munum bresks almenn­ings væri betur borgið innan en utan sam­bands­ins. Þrátt fyrir að mjög mjótt væri á mun­unum í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni árið 2016, og skoð­ana­kannanir bendi til þess að meiri­hluti Breta myndi fella Brexit núna, þá er dóm­ur­inn fall­inn og honum verður ekki breytt. Bretar eru gengnir úr sam­band­inu og þurfa báðir aðilar að aðlaga sam­skipti sín að þeim veru­leika.

Brexit mun breyta þróun Evr­ópu­sam­bands­ins á kom­andi árum. Þrátt fyrir að helstu leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna hafi staðið saman og ekki látið Breta etja sér saman hver gegn öðrum og látið emb­ætt­is­mönnum um samn­inga­við­ræð­urnar þá er ljóst að menn munu hugsa sinn gang. Bæði fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins og ekki síður þeir sem ráða ferð­inni, leið­togar Evr­ópu­ríkja, gera sér grein fyrir því að ekki er áhugi hjá meiri­hluta almenn­ings í Evr­ópu að stefna að nán­ari póli­tískum sam­runa. 

Stöð­ug­leiki álf­unnar veltur á góðum sam­skiptum Bret­lands og ESB

Sam­skipti Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins standa nú á kross­göt­um. Efna­hags­legur og póli­tískur stöð­ug­leiki álf­unnar veltur á því að þessi sam­skipti verði sem best. Þrátt fyrir að flestir gangi að friði og stöð­ug­leika í Evr­ópu sem gefnum hlut þá er stutt í að hver þjóð hugsi fyrst og fremst um sína hags­muni þegar á móti blæs. Tölu­verð umræða hefur til dæmis verið í ýmsum löndum hvort rétt hafi verið að mið­stýra inn­kaupum á COVID-19 bólu­efni í gegnum Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Fram­kvæmda­stjórnin hefur verið harð­lega gagn­rýnd, meðal ann­ars í Þýska­landi, hvernig staðið hefur verið að sam­skiptum við helstu bólu­efna­fram­leið­end­ur. Sú gagn­rýni á að hluta til rétt á sér því það er ljóst að samn­ingar Fram­kvæmda­stjórn­ar­innar við þessa aðila voru of almennt orð­að­ir. Það gerði fyr­ir­tækj­unum kleift að selja hluta fram­leiðsl­unnar til landa eins og Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Ísr­ael áður en staðið var við samn­inga við Evr­ópu­sam­band­ið. Eins og gefur að skilja brást ESB illa við þessu enda var sam­bandið búið að styrkja bólu­efna­rann­sóknir þess­ara evr­ópsku fyr­ir­tækja rausn­ar­lega. Einnig verður að hafa í huga að 75% af því bólu­efni sem fram­leitt er í heim­inum gegn COVID-19 kemur frá löndum innan ESB.

Þótt staðan í Evr­ópu í dag sé engan veg­inn sam­bæri­leg við stöð­una í álf­unni árið 1914 þá mega menn aldrei gleyma sög­unni. Það hefðu fáir trúað því í upp­hafi árs 1914 að álfan myndi loga í átökum aðeins nokkrum mán­uðum síð­ar. Stjórn­mála­menn töldu að þeir hefðu stjórn á atburða­rásinni en misstu ger­sam­lega tökin og fyrri heim­styrj­öldin braust út 28. júlí með hörmu­legum afleið­ing­um. Hvort umræðan um COVID-19 verður til þess að styrkja eða veikja sam­starf Evr­ópu­sam­bands­land­anna í heil­brigð­is­málum verður að koma í ljós. Menn verða hins vegar að hafa í huga að heil­brigð­is­mál eru fyrst og fremst á for­ræði aðild­ar­land­anna en ekki Fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar. Aðild­ar­löndin ákváðu hins vegar að fara þessa mið­stýrðu leið í þessu máli en hvort að það opni á nán­ara heil­brigð­is­sam­starf í fram­tíð­inni á alveg eftir að koma í ljós.

Þróun sam­bands­ins verður því lík­lega eins og und­an­farin 25 ár meira í átt til fjöl­þjóð­legs sam­bands. Allar hug­myndir um nán­ari sam­runa (an ever closer union) hafa reyndar átt undir högg að sækja síðan Jacques Delors var for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins árið 1985-1995. Undir stjórn Delors voru tekin stór skref í sam­vinnu á pen­inga­svið­inu meðal ann­ars með upp­töku evru árið 1999. En síðan þá hefur póli­tískt vald færst meira frá fram­kvæmda­stjórn­inni yfir til leið­toga aðild­ar­land­anna og Evr­ópu­þings­ins. 

Sam­starf og sam­vinna Evr­ópu­ríkja mun halda áfram að þró­ast enda mörg þeirra verk­efna sem ríkin standa frammi fyrir eins og meng­un, far­sótt­ir, alþjóð­legir glæp­ir, aukin völd alþjóð­legra net­fyr­ir­tækja og flótta­manna­straumur þess eðlis að þau verða ekki leyst innan eins lands. Það þýðir hins vegar ekki að Evr­ópa sam­ein­ist undir einni rík­is­stjórn, einum fána og einni stjórn­ar­skrá. Það hefur Brexit að minnsta kosti tryggt!

Höf­undur er með M.Sc. gráðu í Evr­­ópu­fræðum frá London School of Economics, hefur kennt Evr­­ópu­fræði við Háskóla Íslands og hefur starfað að Evr­­ópu­­málum í 26 ár.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tvöföld og ógagnsæ verðlagning á rafmagni til rannsóknar
Verðlagning N1 Rafmagns á rafmagni til þeirra sem koma óafvitandi í viðskipti hjá félaginu hefur verið harðlega gagnrýnd af samkeppnisaðilum. Lögfræðingur hjá Orkustofnun segir ekki hafa verið fyrirséð að N1 myndi rukka eins og fyrirtækið gerir.
Kjarninn 20. janúar 2022
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur ekki áhyggjur af því að almenningur sé orðin ónæmur eða hættur að hlusta þegar almannavarnastig er sett á.
„Almannavarnir lýsa ekki yfir almannavarnarstigi af léttúð“
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að almenningur taki yfirlýsingu neyðarástands vegna COVID-19 ekki af meiri léttúð, þrátt fyrir að neyðarástandi hafi verið lýst yfir fjórum sinnum á síðustu tveimur árum.
Kjarninn 19. janúar 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverksmiðjunni í Helguvík í rúmlega fjögur ár.
Bæjarstjórnin skorar á Arion banka að hætta við áform um endurræsingu kísilversins
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar skorar á Arion banka að falla frá áformum um endurræsingu kísilversins í Helguvík og hefja viðræður við sveitarfélagið um aðrar og grænni leiðir.
Kjarninn 19. janúar 2022
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hraðpróf í tengslum við smitgát úr sögunni og fólk í einangrun má fara í stutta göngutúra
Heilbrigðisráðherra hefur staðfest reglugerð þess efnis að þeir sem eru í smitgát þurfi ekki lengur að fara í hraðpróf, heldur einungis að fara gætilega. Einnig er rýmkað fyrir útiveru þeirra sem eru í einangrun.
Kjarninn 19. janúar 2022
Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins.
„Það er ósanngjarnt að reka fólk heim þegar það getur unnið“
Þingmaður Flokks fólksins gerði málefni eldri borgara að umtalsefni á þinginu í dag.
Kjarninn 19. janúar 2022
Bólusetning með bóluefni Pfizer er hafin í Nepal.
Meira en milljarður skammta loks afhentur í gegnum COVAX
Markmið COVAX-samstarfsins náðust ekki á síðasta ári. Þó er komið að þeim áfanga að milljarður skammta hefur verið afhentur í gegnum samstarfið. Mun betur má ef duga skal.
Kjarninn 19. janúar 2022
Launafólk í verri stöðu en fyrir ári síðan
Þrátt fyrir mikinn hagvöxt í fyrra hefur fjárhagsstaða og andleg heilsa launafólks versnað töluvert á milli ára, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Vörðu. Tæpur helmingur innflytjenda segist nú eiga erfitt með að ná endum saman.
Kjarninn 19. janúar 2022
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Vísar gagnrýni um samráðsleysi til föðurhúsanna
Sóttvarnalæknir vísar á bug gagnrýni um að hann hafi aðeins samráð við sjálfan sig. Hann á ekki von á því að leggja fram nýtt minnisblað þar til gildandi samkomutakmarkanir renna út. Til greina kemur að stytta einangrun smitaðra.
Kjarninn 19. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar