Enginn græðir á Brexit

Andrés Pétursson segir að færa megi góð rök fyrir því að enginn græði á Brexit. Í fyrstu grein sinni af þremur um málið fjallar hann um breskan sjávarútveg, innantóm sjálfstæðisrök og áhrif Brexit á námsmenn og landbúnað.

Auglýsing

Bret­land gekk form­lega úr Evr­ópu­sam­band­inu fyrir rúmu ári síðan þann 31. jan­úar 2020. Samn­ing­ur­inn sem gerður var í lok síð­asta árs var hins vegar um fram­tíð­ar­sam­skipti ríkj­anna, svo­nefndur Við­skipta- og sam­starfs­samn­ingur ESB við Bret­land. Hann felur í sér að engir tollar eða inn­flutn­ings­kvótar verði á flestar vörur sem fluttar verða á milli Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins. Hins vegar tryggir samn­ing­ur­inn ekki áfram­hald­andi ferða­frelsi né aðgang breskra fjár­mála­fyr­ir­tækja að innri mark­aði ESB, auk þess sem Norð­ur­-Ír­land verður áfram bundið af tolla­reglum ESB og lög­sögu Evr­ópu­dóm­stóls­ins.  

Þegar rýnt er í samn­ing­inn er ekki ljóst hvað Bretar græða á því að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Flækju­stigið á flutn­ingi á vörum hefur stór­aukist, breski fjár­mála­mark­að­ur­inn hefur ekki lengur sama mögu­leika á hinum sam­evr­ópska mark­aði, starfs­rétt­indi á milli landa eru ekki lengur tryggð, breskir nem­endur hafa ekki lengur aðgang að Erasmus skipti­prógramm­inu, evr­ópsk fiski­skip fá áfram­hald­andi leyfi til að veiða á breskum miðum og hið svo­kall­aða frelsi að setja sér sín eigin lög er mjög tak­mark­að. Evr­ópu­sam­bandið tapar einnig á útgöngu Breta. Bret­land var ekki bara þriðja fjöl­menn­asta ríki sam­bands­ins heldur líka boð­beri frjáls­lyndra sjón­ar­miða í verslun og við­skipt­um, bæði innan og utan ESB. Nor­rænu rík­in, Írar, Eystra­salts­ríkin og Hol­land litu mjög til for­ystu Breta á þessu sviði. Nú hafa þessi lönd misst mik­il­vægan banda­mann og þetta truflar ákveðið valda­jafn­vægi innan sam­bands­ins. Það má því færa góð rök fyrir því að engin græði á Brex­it!

Hins vegar er ljóst að meiri­hluti Breta, þótt tæpur væri, sam­þykkti í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2016 að segja skilið við sam­band­ið. Allir voru sam­mála að virða bæri þetta lýð­ræð­is­lega ferli. Það var aftur á móti ljóst að það væri þrautin þyngri að finna lausn á því hvernig sam­skipti Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins ættu að vera í fram­tíð­inni. Á tíma­bili leit út fyrir að ekki næð­ust neinir samn­ingar og svo­kallað ,,Hard-Brexit“ yrði raun­in. Sem betur fer náð­ust þó samn­ingar á síð­ustu stundu enda hefði skap­ast ófremd­ar­á­stand á flestum sviðum í sam­skiptum Breta við Evr­ópu­sam­bandið ef harð­línu­leiðin hefði verið far­in. Ekki síst fyrir breskan almenn­ing. En samt voru aðilar í breska Íhalds­flokknum sem voru til­búnir að láta sverfa til stáls í aðild­ar­við­ræð­un­um.

Auglýsing

Helstu rök þess­ara harð­línu Brex­it-­sinna voru að Bretar ættu að ná aftur völdum í sínu landi, hvað svo sem það kost­aði í efna­hags­legu til­lit­i.  En hvað þýðir að ná aftur völd­um? Eiga Bretar til dæmis að geta sett lög án nokk­urs til­lit til alþjóð­legra skuld­bind­inga lands­ins í til dæmis loft­lags­málum eða í vörnum gegn pen­inga­þvætti? Eða að breska þingið gæti afnumið ýmsa lög­gjöf meðal ann­ars varð­andi rétt­indi fólks á vinnu­mark­aði því þau hefðu verið sett vegna evr­ópskra staðla. Var líka verið að halda því fram að lönd eins og Frakk­land, Þýska­land, Sví­þjóð, Dan­mörk og Finn­land væru ekki sjálf­stæð ríki? Stað­reyndin er hins vegar sú að gamla ímyndin að þjóð­þing geti sett lög­gjöf algjör­lega án nokk­urs til­lit til aðstæðna í heim­inum er orðin ansi veik­burða. Svo má ekki gleyma því að ESB hefur aðeins yfir­þjóð­legt valds­um­boð í ákveðnum mála­flokkum sem snerta innri mark­að­inn, efna­hagssam­band og tolla­banda­lag. Stóru fjár­hags­legu mála­flokkar hvers þjóð­ríkis fyrir sig, eins og heil­brigð­is- mennta, skatta og varn­ar­mál, eru utan valds­sviðs ESB.  Bretar hafa því fullt for­ræði í þessum málum hvort sem þeir eru innan eða utan ESB.

Ljóst er að við­skipta­samn­ingur Breta við Evr­ópu­sam­bandið gerir ráð fyrir að Bretar við­ur­kenni sam­evr­ópskar upp­runa­reglur og breskar vörur þurfa að stand­ast evr­ópska staðla. Mála­miðlun í fisk­veiði­málum þýðir einnig að franskir, breskir og hol­lenskir sjó­menn fá áfram að veiða á breskum miðum í tæp 6 ár. Eftir það þarf að semja á hverju ári og ljóst að Bretar munu lík­lega áfram veita frönskum, hol­lenskum og belgískum sjó­mönnum aðgang að sínum mið­um. Ástæðan er sú að breskir sjó­menn fá mark­aðs­að­gang fyrir sínar vörur án tolla í krafti slíks sam­komu­lags. Slíkur aðgangur er nauð­syn­legur því 80% af afla breskra sjó­manna er selt yfir á meg­in­land­ið. Þar að auki þurfa Bretar að sætta sig við að alþjóð­legur gerða­dómur mun skera úr um ágrein­ing sem hugs­an­lega kemur upp varð­andi þennan nýja við­skipta­samn­ing. 

Það er því nokkuð ljóst að þessi sjálf­stæð­is­rök hvað mjög marga þætti varðar voru afar veik­burða og eru því nán­ast jafn inn­an­tóm og strætólof­orð Brex­it-­sinna um 350 millj­ónir punda auka­lega á viku til heil­brigð­is­mála í Bret­landi. Alþjóð­legt reglu­verk á sviðum við­skipta og mann­rétt­inda hef­ur, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, fest mjög marga þætti í sessi og svig­rúm Breta til að breyta þessum alþjóð­legum leik­reglum er mun minna en Brex­it-­sinnar hafa haldið fram. Það er veru­leik­inn sem blasir við er lýð­skrum­inu linn­ir. 

Bændur og skóla­fólk tapa á Brexit

Breskir bændur kusu upp til hópa með Brex­it. En núna eru tvær grímur farnar að renna á marga af þeim. Greiðslur frá Evr­ópu­sam­band­inu í gegnum sam­eig­in­legum land­bún­að­ar­stefn­una eru hættar að ber­ast og tekjur margra bænda, sér­stak­lega í hefð­bundnum land­bún­aði, hafa fallið um allt að 50%. Brex­it-­sinnar lof­uðu að inn­lendir styrkir myndu bæta þetta tekju­tap upp en lítið hefur bólað á þeim fjár­munum frá stjórn Íhalds­manna. Einnig vofir yfir að frí­versl­un­ar­samn­ingar við mikil land­bún­að­ar­lönd utan Evr­ópu auki enn á sam­keppni breskra bænda við inn­flutn­ing, sér­stak­lega verði samn­ing­ur­inn við Banda­ríkja­menn að veru­leika.

Skóla­fólk í Bret­landi er með böggum hildar eftir að ljóst var að landið myndi ekki taka þátt í Erasmus mennta­sam­starfi ESB leng­ur. Bretar hafa verið mik­il­vægur aðili í þess­ari sam­vinnu frá upp­hafi þess árið 1987. Á hverju ári hafa um 200 þús­und Bret­ar, þar af 15 þús­und háskóla­stúd­ent­ar, tekið þátt í Erasmus sam­starfs- og skipti­verk­efn­um. Þess má geta að Bret­land hefur verið vin­sælasta sam­starfs­land Íslands í Erasm­us. Á und­an­förnum árum hafa til dæmis 366 íslenskir háskóla­nem­endur og kenn­arar farið til Bret­land en einnig hafa 363 breskir háskóla­stúd­entar og kenn­arar komið til Íslands á sama tíma.

Staðan á N-Ír­landi og Skotlandi er við­kvæm. Íbúar þess­ara tveggja lands­svæða voru mjög and­víg Brex­it. Sér­stak­lega var mik­il­vægt að tálm­anir myndu ekki rísa á landa­mærum Írlands og N-Ír­lands. Það hefði verið raun­veru­leg hætta á því að átök myndu brjót­ast út á nýjan leik milli trú­ar­hópa ef slíkt hefði gerst. Friður hefur ríkt á N-Ír­landi frá árinu 1998 þegar aðilar náðu sam­komu­lagi sem hefur verið kennt við Föstu­dag­inn langa. Sumir hafa spáð því að Brexit muni að end­ingu leiða til sjálf­stæðis Skotlands og sam­ein­ingar N-Ír­lands við lýð­veldið Írland. Of snemmt er að spá um slíkt. Það er þó athygl­is­vert að lands­svæði N-Ír­lands er í raun enn innan innri mark­aðar Evr­ópu­sam­bands­ins þrátt fyrir að móð­ur­landið sé gengið úr skaft­inu. Það verður því áhuga­vert hvernig rík­is­stjórnir Bret­lands og Írlands leysa ýmis praktísk mál sem óhjá­kvæmi­lega munu koma upp vegna þess­arar stöðu.

Staða Gíbraltar er einnig mjög snú­in. Fáir íbúar þessa lands­svæðis á suð­ur­odda Spánar vilja sam­ein­ast Spáni. En mik­ill meiri­hluti íbú­anna var samt á móti Brex­it. Á síð­ustu stundu náðu rík­is­stjórnir Spánar og Bret­lands sam­komu­lagi. Það felur meðal ann­ars í sér að Gíbraltar verður hluti af Schengen svæð­inu! Það er mjög athygl­is­vert því Bret­land (og þar með Gíbralt­ar) hefur aldrei verið hluti af Schen­gen-­svæð­inu þótt landið hafi tekið þátt í hluta Schen­gen-­sam­starfs­ins. Sú sér­kenni­lega staða er því komin upp að þótt Gíbraltar sé hluti af Bret­landi þá þurfa breskir rík­is­borg­arar að fram­vísa vega­bréfi við kom­una til Gíbraltar en ekki íbúar Evr­ópu­sam­bands­ins. Rík­is­borg­arar Íslands, Nor­egs og Liechten­stein þurfa ekki heldur að fram­vísa vega­bréfi því þessi lönd eru hluti af Schen­gen-­sam­komu­lag­inu! Það er líka tím­anna tákn að það eru ekki breskir toll­verðir eða lög­reglu­menn sem gæta landamæra Gíbraltar og Spánar heldur eru það evr­ópskir starfs­menn Frontex, landamæra­eft­ir­lits­stofn­unar Evr­ópu­sam­bands­ins!

Höf­undur er með M.Sc. gráðu í Evr­ópu­fræðum frá London School of Economics, hefur kennt Evr­ópu­fræði við Háskóla Íslands og hefur starfað að Evr­ópu­málum í 26 ár.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar