Hata hagfræðingar jörðina sína?

Eikonomics segir að of mikil áhersla sé lögð á hagvöxt. En segir það rangt að hagfræðistéttin sé full af drulluhölum sem pæli í engu öðru en beinhörðum peningum.

Auglýsing

Ég gerði þau mistök fyrir ekki svo löngu að opna Twitter appið á símanum mínum. Eftir að hafa eytt dýrmætum tíma mínum í að skrolla feed-ið rakst ég á status eftir ungan lögfræðinema: „Hagfræðingar: Jörðin er að útrýmast, en stóra spurningin er hvernig höldum við hagvexti gangandi á meðan“. Sem sagt, ungi maðurinn var að gefa í skyn að hagfræðingum sé sama um jörðina okkar, svo lengi sem hagkerfið vex.

Þetta var augljóslega brandari, og þótti mér hann alveg fyndinn. Ég fékk engar harðsperrur í magann af hlátri, en brosti. Þegar ég tók eftir því að yfir 200 manns hefðu like-að og tólf re-tweetað þessari ágætu hnyttni breytist þó gleðin í sorg. Af einhverjum ástæðum hafa hagfræðingar svo vont orð á sér að fólk heldur að stéttin sé full af drulluhölum sem pæla í engu öðru en beinhörðum peningum.

En svo er ekki. Flestir hagfræðingar eru á þeirri skoðun að hin klikkaða losun gróðurhúslofttegunda, sem er að rústa jörðinni, sé bæði ömurleg og undirverðlögð. Þ.e.a.s. þeir trúa því að það kosti of lítið að menga og því sé ein lausn á þessu vandamáli að skattleggja mengun. Slíkur skattur myndi leiða til hærra bensínverðs og hvetja fólk til að keyra minna og – guð hjálpi þeim – taka jafnvel taka strætó. Einnig myndu flugfargjöld hækka, sem drægi úr komu ferðamanna. Sem að öllu óbreyttu myndi draga úr hagvexti. Allavega til skemmri tíma.

Auglýsing

Brandari unga mannsins á þó alveg rétt á sér. Það er oft lögð of mikil áhersla á hagvöxt. Í hvert skipti sem Hagstofan gefur út nýjar tölur þá taka blaðamenn upp símann og hringja upp í háskóla og greiningardeildir bankanna til þess að fá einhvern með hagfræðipróf til að tala um þessar tölur. Það er þó ekki endilega af því að 0.1% hagvöxtur frá fyrri mánuði skipti endilega miklu máli, eða að það segi okkur mikið. Heldur er ástæðan líklega sú að landsframleiðsla (eða breyting á henni, sem við köllum hagvöxt) er breyta sem blaðamenn kannast við (en fáir kannski skilja) og hagfræðingar hata það ekki að fá að besserwissast aðeins og auglýsa eigið ágæti í fjölmiðlum landsins.

Hvað er á bak við hagvöxtinn?

Í byrjun tuttugustu aldar var Ísland ömurlegur staður að búa á. Nánast allir sem bjuggu á Íslandi unnu alla daga – allan daginn – við það að reyna að búa til mat. Tæplega 20% barna sem fæddust létust á fyrsta aldursári; það var ekki óalgengt að mæður þeirra létust við fæðingu þeirra (eða systkina þeirra).

Svo gerðist eitthvað. Íslendingar fluttu inn tækni frá útlöndum. Traktorar og áburður gerðu það að verkum að færri einstaklingar þurftu að vinna á bændabýlum. Vélbátar og ný veiðarfæri drógu úr þörf á sjómönnum. Þar af leiðandi gat fólk, sem áður hefði þurft að vinna við að búa til mat, farið að sérhæfa sig í annarri snilld. Eins og til dæmis að lækna sjómenn og ganga úr skugga um að ungabörn lifðu. Einnig, þar sem hver sjómaður veiddi meiri fisk, jukust tekjur einstaklinga og þar af leiðandi tekjur ríkisins. Þess vegna gat ríkið tekið smá pening, sem við köllum skatta, af vinnufærum sjómönnum og bændum, og borgað læknunum fyrir að sinna þeim sem ekki höfðu efni á læknisþjónustu.

Því er hagvöxtur hvorki orsök né afleiðing framfara. Hagvöxtur er einfaldlega ófullkomin, en ágæt, mæling sem hagfræðingar nota til að lýsa hvernig veraldleg verðmætasköpun á ákveðnu landsvæði (til dæmis Íslandi) breytist frá einu tímabili til annars (til dæmis milli ára).

Þökk sé vexti þeirrar framþróunar, sem hag- og tölfræðingar summa saman upp í Hagstofu og kalla hagvöxt, eru Íslendingar hættir að lepja dauðann úr skel. Þeir lifa líka lengur og vinna minna. Hagfræðingar eru mis-slakir yfir því hvort hagvöxtur á hvern íbúa haldist hár á Íslandi þar til sólin étur jörðina. Eftir allt höfum við það ágætt í dag. En Ísland er ekki eina landið í heiminum. Í Afríku eru hundruð miljónir einstaklinga sem búa við algjöran skort. Stór hluti þessa fólks býr við jafn slæmt, og jafnvel verra, ástand en Íslendingar gerðu í byrjun síðustu aldar. Ef fátækustu þjóðir Afríku geta búið til meiri mat með færri bændum, þá geta þær fjölgað læknum, verkfræðingum og forriturum. Allt sem stuðlar að frekari hagvexti. Og þá gætu hundruð miljónir einstaklinga lifað lengur, borðað betur og unnið minna.

Það er kannski þess vegna sem hagfræðingar tala svona mikið um hagvöxt. En ekki af því að þeir hata jörðina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Benedikt hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics