RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman

Eikonomics vegur og metur kosti og galla þess að RÚV keppi á auglýsingamarkaði með hagfræðina að leiðarljósi.

Auglýsing

Reglu­lega er rif­ist um það hvort RÚV eigi heima á aug­lýs­inga­mark­aði eða ekki. Umræðan er oft flókin og eru bæði ágætis rök fyrir því að banna RÚV að selja (og sýna) aug­lýs­ingar og fyrir því að leyfa þeim það. Þar sem aug­lýs­ingar eru stór hluti tekna einka­rek­inna fjöl­miðla­fyr­ir­tækja Íslands er umræðan oft aðeins eins­leit; Þeir sem eru í sam­keppni við RÚV vilja losna við sam­keppn­ina. 

Mark­aður fyrir aug­lýs­ingar í fjöl­miðlum

Öll stærri fyr­ir­tækja Íslands aug­lýs­inga vöru sína og þjón­ustu í fjöl­miðl­um. Nú hef ég ekki kynnt mér það almenni­lega, en grunar að í upp­hafi hvers árs setji fyr­ir­tæki til hliðar ein­hverja krónu­tölu sem þau nota svo í aug­lýs­ing­ar. Þessu skipta þau svo eflaust niður á mis­mun­andi miðla: Sjón­varp, útvarp, vef­síð­ur; prent o.s.frv.. 

Auglýsing
RÚV gefur ekki út blöð og má ekki aug­lýsa á heima­síðu sinni. Sem þýðir það að þeir eru mest í því að selja aug­lýsendum pláss í útvarpi og sjón­varpi. Það má vel vera að í ein­hverjum til­fellum sjái fyr­ir­tæki prent og vef­síður sem stað­göngu fyrir sjón­varp og útvarp, en mig grunar að sú stað­ganga sé tak­mörk­uð. Ef svo er, þá má segja að RÚV sé í sam­keppni um aug­lýs­ingar við Sýn (365), Sím­ann (sjón­varp) og svo örfáar minni útvarps- og sjón­varps­stöðv­ar.

Rökin fyrir því að taka RÚV af aug­lýs­inga­mark­aði

Helstu rökin fyrir því að taka RÚV af aug­lýs­ing­ar­mark­aði ganga út á það að RÚV valdi mark­aðs­trufl­un­um. Ég verð reyndar að við­ur­kenna að stjórn­endur Sím­ans og Sýnar hafa verið helst óskýrir í sínum mál­flutn­ingi og hef ég enn ekki séð þá útskýra nákvæm­lega hvernig RÚV truflar starf­semi þeirra. En ég get hjálpað þeim aðeins. 

Í fyrsta lagi er hægt að færa rök fyrir því að með því að neyða alla Íslend­inga til þess að borga fyrir RÚV sé ríkið í raun að gefa RÚV ósann­gjarna fyr­ir­greiðslu. Þetta gæti haft þau áhrif að RÚV hefur úr meiru að moða en sam­keppnin og geti því fram­leitt betra efni. Með öðrum orð­um, ef RÚV þyrfti að keppa við Sýn og Sím­ann á opnum mark­aði, þá væri RÚV rekið í tapi. Tapið myndi leiða til þess að þeir myndu ekki geta eytt eins miklum pen­ingum í efnið sem þeir bjóða upp á og sam­keppn­is­að­ilar og fleiri myndu velja að vera áskrif­endur af sjón­varpi Sím­ans og Sýn­ar. Því má færa rök fyrir því að án rík­is­styrks væri RÚV ekki eins aðlag­andi fyrir aug­lýsendur og myndu þeir þá beina við­skiptum sínum í meira mæli að Sýn og Sím­an­um. 

Í öðru lagi má færa rök fyrir því að vegna rík­is­styrkja geti RÚV boðið aug­lýs­ingar á lægra verði en sam­keppn­in. Þessi rök ganga þá út á það að ef RÚV væri háð aug­lýs­inga­tekjum til að reka sig þá myndi RÚV þurfa að rukka meira fyrir hverja aug­lýs­ingu – sem kæmi til með að gera sam­keppn­ina meira aðlag­andi.

Rökin fyrir því að halda RÚV á mark­aði

Það eru ýmis rök sem má færa fyrir því að halda RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði. Til ein­föld­unar hef ég ákveðið að skipta þeim tvo flokka:

  1. Án RÚV mynd­ast fákeppni á aug­lýs­inga­mark­aði; og
  2. aug­lýs­ingar sjá til þess að not­endur greiði sann­gjarnt verð. 

Fákeppni kemur niður á fyr­ir­tækjum – og mögu­lega neyt­endum

Fyrri rökin eru örlítið flók­in, en ég ætla að gera til­raun til þess að útskýra þau. Ef RÚV má selja aug­lýs­ingar þá þýðir það að fyr­ir­tæki sem vilja aug­lýsa í sjón- og útvarpi geta meira og minna valið á milli þriggja birgja (RÚV, Sím­ans og Sýn­ar). Ef RÚV er tekið af mark­aði þá tapa fyr­ir­tæki lands­ins mik­il­vægum miðli til að koma upp­lýs­ingum á fram­færi til neyt­enda. Per­sónu­lega er ég reyndar tví­huga um það hvort það sé sam­fé­lags­lega mik­il­vægt, en leyfum því að liggja í bleyti. Mik­il­væg­ara er það að ef svo mik­il­vægur keppi­nautur er tek­inn af mark­aði þá skap­ast svig­rúm hjá þeim sem eftir eru á mark­aði að beita mark­aðs­stöðu sinni. Ef aðeins tveir aðilar eru á mark­aði mynd­ast fákeppni. Og ef RÚV fer af mark­aði geta Sýn og Sím­inn mögu­lega nýtt sér það og hækkað hjá sér verð (eða skert þjón­ust­u). 

Auglýsing
Ef RÚV er tekið af mark­aði og Sýn og Sím­inn kom­ast í þá stöðu (og nýta sér hana, sem þeir hafa hvata til), þá þýðir það að fyr­ir­tæki verða annað hvort að aug­lýsa minna, eða eyða meiri pen­ing í aug­lýs­ing­ar. Ef þau velja að aug­lýsa minna (en eyða jafn miklum pen­ingum og áður) þá þýðir það að þau verði mögu­lega af tekjum (ef aug­lýs­ingar hafa þá áhrif) og minna verður að gera hjá aug­lýs­inga­stof­um. Ef aftur á móti fyr­ir­tæki bregð­ast við með því að auka þann hluta af tekjum sínum sem þau nota í aug­lýs­ing­ar, þá þýðir það að kostn­aður fyr­ir­tækja lands­ins hækkar og á end­anum deila neyt­endur þeim kostn­aði, í formi hærra vöru­verðs.

Því má segja að með því að halda RÚV á mark­aði verndum við fyr­ir­tækin í land­inu, hjálpum aug­lýs­inga­stofum að þríf­ast og minkum lík­urnar á því að neyt­endur endi á því að borga meira fyrir dótið sem þeir sjá aug­lýst í sjón- og útvarpi. 

Aug­lýs­ingar eru sann­gjarnar

Seinni rökin hafa að gera með sann­girni. Eins og allir sem nokkurn tím­anna hafa notað YouTube vita eru aug­lýs­ingar óþol­andi. Þú horfir á sniðuga klippu, en í miðju fjöri er klippt og þú þarft að horfa á eitt­hvað ömur­legt mynd­band um ein­hvern hall­æris­legan tölvu­leik. En þar sem þú borgar ekk­ert fyrir YouTube þá neyð­ist þú til að fyr­ir­gefa YouTube fyrir að stela tím­anum þín­um. Ein­hvern veg­inn verða þeir að fjár­magna sig og fyr­ir­tæki borga fyrir tím­ann þinn og þú borgar YouTube með því að horfa á aug­lýs­ing­arn­ar.

RÚV er ekk­ert öðru­vísi en YouTu­be. Að hluta borgum við fyrir RÚV með nef­skatt. En að hluta til borgum við fyrir RÚV með því að glápa á aug­lýs­ing­ar. Ef ekki væru aug­lýs­ingar myndum við horfa á meira afþrey­ing­ar­efni og færri aug­lýs­ing­ar. Þetta gerir það að verkum að þeir sem nota sér þjón­ustu RÚV í miklu mæli greiða meira, í formi tíma síns, fyrir að nota þjón­ust­una en aðr­ir. Þeir sem aldrei horfa á RÚV borga því aðeins í formi fastra greiðslna en sleppa að öllu leyti við það að eyða tíma sínum í að horfa á aug­lýs­ing­ar. 

Auglýsing
Að sjálf­sögðu væri það sann­gjarn­ast að aðeins þeir sem nýttu sér þjón­ustu RÚV borg­uðu fyrir hana. En það eru ýmis rök fyrir því að rík­is­miðlar séu mik­il­vægir (og leyfi ég öðrum að fara í saumana á þeim). En, sama hvernig á það er lit­ið, þá eru efri mörk á því hversu mikið á að rukka fólk fyrir þjón­ustu sem aðeins hluti sam­fé­lags­ins notar – og sumir hópar nota mikið meira en aðr­ir. Þar sem það er eflaust póli­tísk draum­hugsun að láta bara þá sem nota RÚV borga, þá þarf að not­ast við aðrar leiðir til þess að sjá til þess að þeir sem nota þjón­ust­una mest borgi meira; aug­lýs­ingar eru kannski ekki besta leiðin (en mögu­lega sú eina).

Það er rík­is­ins að vega og meta hvað er sann­gjarn­asta leiðin til að reka RÚV. Lilja Alfreðs­dótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefur lýst yfir stuðn­ingi sínum á því að taka RÚV á aug­lýs­inga­mark­aði. Ef hún ætlar að taka málið á næsta stig er mik­il­vægt að hún vegi hags­muni Sýnar (og Sím­ans) á móti hags­munum fyr­ir­tækja og neyt­enda. Lilja er ein­hver skarpasti stjórn­mála­maður okkar Íslend­inga. Hún er einnig með meist­ara­próf í hag­fræði og skilur vel það sem ég er að tala um.

Von­andi hugsar hún málið vand­lega og tekur sína ákvörð­un, með sína bestu vit­und að leið­ar­ljósi. Sama hver sú ákvörðun verð­ur. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics