Væri gáfulegast að sleppa því að gefa makanum jólapakka í ár?

Eiríkur Ragnarsson veltir því fyrir sér hvort það sé þess virði að gefa gjafir á jólunum eða ekki.

Auglýsing

Í síð­asta mán­uði tók Við­skipta­Mogg­inn við­tal við Sig­ríði Mar­gréti Odds­dótt­ur, for­stjóra ja.­is. Til­efni við­tals­ins var að ja.is hefur þróað nýja vöru á heima­síðu sinni: Óska­lista. Óska­list­inn er for­rit á net­inu og virkar þannig að hver sem er getur búið lista með þeim jóla­gjöfum sem þá langar í og deilt honum svo með vinum og vanda­mönnum í gegnum ja.­is.

Sig­ríður bendir á það í við­tal­inu að Óska­list­inn lagi ákveð­inn mark­aðs­brest og með honum megi spara sam­fé­lag­inu stór­fé. Sem sagt gott fyrir bísness og sam­fé­lag­ið. Til stuðn­ings þess vísar Sig­ríður í rann­sókn eftir banda­ríska hag­fræð­ing­inn Joel Wald­fogel þar sem hann metur allratap jól­anna.

Allra-hvað?

Mark­aðs­brest­ur­inn sem um ræðir felst í því að þegar við gefum ein­hverjum gjöf, þá vitum við oft ekki nákvæm­lega hvað það er sem sá sem við gefum gjöf­ina vill. Sem dæmi má nefna reið­hjólið sem for­eldrar mínir gáfu mér á jól­unum þegar ég var 10 ára. Hjólið var stór­fínt og hefði verið þrus­u­góð gjöf ef þau hefðu ekki gefið mér svipað reið­hjól jólin á und­an. Þetta árið hefði ég verið ánægð­ari með nýja mark­manns­hanska.

Auglýsing

Í þessu til­felli mæld­ist allratap á okkar heim­ili sem summan af von­brigðum mínum að við­bættu verði hjóls­ins mínus verð mark­manns­hanskanna. Ef Óska­list­inn hefði verið til á þessum tíma, þá hefði ég getað sett hansk­ana á list­ann, jólin verið bestuð og allratap­inu eytt.

Mynd: Eiríkur Ragnarsson

Gleði­leg Joel (Wald­vogel)

Joel er vissu­lega virtur jóla­hag­fræð­ingur og hefur hann unnið þó nokkrar rann­sóknir á mál­efnum tengdum jól­un­um. Rann­sóknin sem Sig­ríður vísar í er í eldri kant­in­um, en hún kom út árið 1993 og markar upp­hafið en ekki end­ann af deilum hag­fræð­inga um raun­veru­legt allratap jól­anna.

Rann­sókn Joel var seinna gagn­rýnd fyrir aðferða­fræð­ina. En Joel reyndi að mæla allratap með því að spyrja hag­fræði­nem­endur á öðru ári í Yale háskól­anum hversu mikið þeir héldu að jóla­gjaf­irnar til sín hafi kostað og hversu mikið þeir hefðu verið til í að borga fyrir þær. Svo reikn­aði Joel það út að úrtak hag­fræði­nema 1993 árgangs­ins í Yale háskól­anum meta verð­mæti gjafa sinna á bil­inu 10% til 30% minna en þeir halda að borgað hafi verið fyrir þær.

Óheilög Joel

Frá því að grein Joel kom út hafa aðrir jóla­hag­fræð­ingar potað göt á aðferða­fræði Joel. Til að mynda gerir Joel ekki til­raun til að meta það til­finn­inga­lega gildi sem ein­stak­lingar leggja á þá stað­reynd að ein­hver náinn nennir að leita, föndra og mixa í marga daga til þess að reyna að koma þeim á óvart. Árið 1996 end­ur­gerðu Solick og Hemmenway rann­sókn Joels en í stað þess að not­ast aðeins við hag­fræði­nema þá spurðu þeir alls­konar fólk, breyttu orða­lagi spurn­ing­ar­innar aðeins og báðu fólk um að taka til­finn­inga­legt gildi inn í svar sitt. Í þeirri rann­sókn mátu þeir að fólk fékk þrisvar sinnum meira út úr jóla­gjöf­unum en fjár­hags­legt verð­mæti þeirra var. ­Síðan þá hefur fjöldi rann­sókna á þessu mik­il­væga mál­efni verið gerður en því miður er lít­ill sam­hljómur meðal jóla­hag­fræð­inga og skipt­ast þeir í tvo hópa: Gjafa- og milli­færslu­jóla­hag­fræð­inga.

Milli­færslu­jól

Hag­fræð­ingar sem telja gjafa­stúss óskil­virkt leggja til lausn­ir. Ein lausn er að skipt­ast bara á pen­ingum um jól­in. Þá gætu pör til dæmis milli­fært pen­ing hvort til ann­ars. Þau pör sem gefa hvort öðru sömu upp­hæð gætu gert með sér samn­ing og gert þetta bara upp í bók­hald­inu og haldið svo pakka­laus jól.

En gjafajóla­hag­fræð­ingar hafa bent á það að milli­færsla getur verið óper­sónu­leg. Offen­berg datt í hug að það mætti leysa með því að skipt­ast á gjafa­kort­um. Gjafa­kort eru eftir allt bara pen­ing­ar, nema gef­and­inn hefur fyrir því að pæla í því hvaða búð þeg­inn kunni að meta. En í rann­sókn hans fann Offen­berg það út að gjafa­kort eru minna virði á end­ur­sölu­mörk­uðum en pen­ing­ar. Sem þýðir það að þrátt fyrir að þau hjálpi við að leið­rétta til­finn­inga­legt tap þá eru gjaf­ar­kort samt minna virði en bein­harðir pen­ing­ar. Og óvíst er hvor áhrifin vega meira.

Eikonomics óskar ykkur öllum gleði­legra – en óskil­virkra – jóla 

Frá hag­fræði­legu sjón­ar­miðum eru hund­rað milljón leiðir til að gera jólin skil­virk­ari. Og stað­reyndin er sú að ef ekki er tekin inn í öll sú flókna til­finn­inga­súpa sem jólin svamla í þá væri skil­virkast að hætta þeim.

Sjálfur hef ég gaman af því að greina jólin með verk­færum hag­fræð­inn­ar. Til að mynda í fyrra sagði ég fólki frá því hvernig það gæti bestað jólin og hvers vegna ég hafi gefið kon­unni minni róbótaryksugu í jóla­gjöf. En þrátt fyrir að ég viti hvað er skil­virkt er stað­reyndin sú að í ár á ég eftir að eyða miklum tíma í að finna góða gjöf handa upp­á­halds­fólk­inu mínu. Ég ætla ekki að skoða óska­list­ann þeirra. Heldur ætla ég ekki að gefa kon­unni minni pen­ing. Því þegar öllu er á botn­inn hvolft er hið raun­veru­lega virði jól­anna algjör­lega háð óskil­virkni þeirra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics