Af hverju gaf ég konunni minni ryksugu í jólagjöf?

Eiríkur Ragnarsson útskýrir af hverju það var frábær hugmynd að gefa konunni sinni þrifvélmenni í jólagjöf.

Auglýsing

Þetta var reyndar róbóta ryksuga, sem ryksugar sjálf. En þegar ég útskýrði það fyrir vinum og vanda­mönn­um, sem for­vitn­uð­ust um hvað ég ætl­aði að gefa henni, þá settu þeir samt upp smá hneyksl­un­ar­svip. En ég er viss um að ef fólk hefði nennt að hlusta á útskýr­ingar mín­ar, þá hefði eflaust dregið eitt­hvað úr hneyksl­un­ar­svipn­um. 

Konan mín og ég erum nefni­lega bæði hag­fræð­ing­ar, jafn gömul og vinnum svo gott sem sama starf hjá sama fyr­ir­tæki. Helsti mun­ur­inn á okkur er sá að hún var mikið dug­legri á sínum yngri árum og varð það til þess að hún­ dúxað­i í mennta­skóla og grunn­nám­inu í háskól­anum í Freiburg (hún er Þjóð­verj­i). Fyrir vikið fékk hún styrk til þess að lesa hag­fræði við Cambridge há­skól­ann í Bret­landi þar sem hún útskrif­að­ist með meist­ara­próf. Eftir útskrift fór hún beint til­ London og hóf störf hjá ráð­gjafa­skrif­stofu þar sem hún vinnur enn í dag. Það var um það leyti sem gafst ég upp á því að reyna að meika það sem tón­list­ar­maður ég skellti mér í grunn­nám í HÍ.

Fimm árum seinna var ég búinn að vinna mér inn sömu gráðu og Hanna (reyndar ekki frá­ Cambridge en þokka­legum skóla á Nýja Sjá­land­i). Ég flutti til­ London í leit að vinnu og land­aði starfi hjá sama fyr­ir­tæki og Hanna. – sem var þá komin með 5 ára starfs­reynslu. 

Auglýsing

Sem sagt: konan mín, Hanna, hefur sömu menntun (frá betri skóla) og ég; hún hefur mikið meiri starfs­reynslu og er þar af leið­andi mikið betri en ég í þessu starfi. Og sem betur fer gerir þetta það að verkum að hún gegnir ekki bara hærri stöðu í fyr­ir­tæk­inu sem við vinnum í heldur er hún líka með hærri laun. Eins og það á að ver­a, alltaf

Þar sem Hanna er með hærri laun en ég, þá þýðir það líka að fórn­ar­kostn­aður Hönnu vegna ryksugu­tengdra verk­efna er að öllu jöfnu hærri en minn. Það er að segja, fyrir hverja stund sem hún eyðir í að ryk­suga getur hún ekki unnið borguð störf (eða gert eitt­hvað annað sem hún metur jafn mik­ils virð­i). 

Ef ég, sem hag­fræð­ing­ur, án frek­ari upp­lýs­inga um ein­stak­ling­ana, ætti að ráð­leggja okkur tveim­ur, þá mundi ég leggja það til að karl­inn (ég!) sem hefur lægri fórn­ar­kostnað af því að ryksuga, sæi um alla ryksug­un á heim­il­inu. En í stað­inn ryk­suga ég allt of sjald­an.

Hvers vegna ryk­suga ég ekki?

Stað­reyndin er sú, að eins og allt of margir karl­ar, þá semur mér ágæt­lega við ryk. Það ­bögg­að­i mig ekk­ert sér­stak­lega þegar ég bjó einn og þá ryksug­aði ég ekki oft. Hanna aftur á móti þolir ekki ryk og vill helst að íbúðin sem við búum nú saman í sé ryksuguð tvisvar í viku.

Þetta gerir það að verkum að þegar líða tekur á vik­una og ryk byrjar að safn­ast saman í hornum og undir rúm­inu, þá pæli ég lítið í því. Á sama tíma sér Hanna rykið safn­ast saman og mynda bómull­ar­hnoðra sem verða ógeðs­legri og ógeðs­legri með hverjum degi. Og þar af leið­andi endar hún oft­ast á því að grípa ryksug­una og gera allt fín­t. 

Nú ber að taka það fram að mér er ekki alveg sama um ryk. Stað­reyndin er sú að ég kann betur við íbúð­ina mína ryklausa en fulla af bómull­ar­hnoðr­um. Hanna hefur bara minni þol­in­mæði fyrir ryki. Þar af leið­andi er það ég sem flýt áfram (e. free-ride) á hennar stand­ard. Og það er því staðan á heim­il­inu undir því sem ákjós­an­legt er (e. su­boptimal).

Mark­aður fyrir ryksugu­vinnu

Í dag eyðum við sam­an­lagt um klukku­stund á viku í að ryk­suga. Það skipt­ist nokkurn veg­inn þannig að ég ryk­suga í aðeins meira en núll klukku­stundir á meðan Hanna ryksugar um það bil í eina klukku­stund. Þar sem það er ekki mögu­leiki fyrir okkur að borga utan­að­kom­andi fyrir að ryk­suga þá virð­ist eina mark­aðs­lausnin vera að koma á fót heim­il­is­mark­aði fyr­ir­ ryksug­un. Eftir allt er mark­aðs­brest­ur­inn sem við stöndum frammi fyrir ein­fald­lega sá að það er ekki neinn mark­aður til stað­ar. En hver yrði útkoman á slíkum mark­aði?

Hanna er með um það bil 30% hærri laun en ég. Hún gæti því unnið einn yfir­vinnu­tíma á viku (sem er raun­sætt þar sem við erum bæði, sjálf­vilj­ug, í 80% vinnu) og borgað mér fyrir að ryk­suga. Út frá hag­fræði­legum sjón­ar­mið­um, þá væri þeta nettó ávinn­ingur fyrir okkur bæði: Hanna þyrfti ekki lengur að ryksuga; ég fengi allt upp að 30% meira borgað í klukku­tíma af ryksugi en í vinn­unni; og við byggjum saman í jafn hreinni íbúð og áður.

En þó svo að eigum lít­inn róbóta, þá erum við ekki hag­fræðiró­bót­ar. Við erum pass­lega skyn­söm til þess að átta okkur á því að of mikil skyn­semi gæti dregið úr róm­an­tík­inni á heim­il­inu og þess vegna er sú óskyn­sama ákvörðun að opna ekki heim­il­is­markað mögu­lega skyn­samasta ákvörð­unin sem við getum tek­ið. En það þýðir það að mark­aðs­brest­ur­inn er enn til stað­ar. Hanna ryksugar of mikið og ég ryk­suga of lít­ið. En ekki mikið leng­ur.

Róbóta ryksugan leysir vanda­málið

Sem betur fer er það þannig að sum verk­efni er hægt að leysa ann­að­hvort með mann­legu strit­i  (e. la­bo­ur) eða með fjár­munum (e. capital). Ef það er ódýr­ara að kaupa græju en að borga ein­stak­lingi fyrir að fram­kvæma sama verk, þá er sjálf­sagt að kaupa græj­una frekar en að borga ein­stak­lingn­um.

Róbóta ryksugan kost­aði mig um það bil 62.000 krón­ur. Ég veit ekki hversu lengi róbót­inn end­ist, en þessi kemur með tveggja ára ábyrgð. Ryksugan ætti því, að lág­marki, að spara okkur um það bil 104 klukku­stundir af ryksugi. Sem þýðir að tíma­kaup hennar er rétt rúm­lega 500 Kr. –  ­sem er mikið minna en fórn­ar­kostn­aður (það er tíma­kaup) okkar beggja! 

Gjöfin mín er því ekki beint róbóti, heldur er það lausn á litlum mark­aðs­bresti sem á sér stað á heima hjá okkur sem kemur fyrst of fremst niður á kon­unni minni. Útkoman er það sem skiptir máli, ég er í eins góðum málum og áður en Hanna hefur grætt 104 klukku­stund­ir. Sem er slatti af klukku­tím­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics