Annus cooperationis

Árið 2018 verður vonandi ár samvinnunnar, segir varaformaður þingflokks Vinstri grænna.

Auglýsing

Haf­andi fylgst með stjórn­málum nán­ast frá því að ég man eftir mér, veit ég að vænt­ingar stjórn­mála­manna til fram­tíð­ar­innar end­ur­spegla ekki endi­lega raun­veru­lega þró­un. Sér­stak­lega ekki þegar að ára­móta­greinum kem­ur. Þar kemur margt til; utan­að­kom­andi aðstæð­ur, það sem aðrir gera hefur oft áhrif á hvort vænt­ing­arnar ræt­ast og, frómt frá sagt, þá hefur mér þótt sem stjórn­mála­menn séu ekki endi­lega alltaf raun­sæir eða full­komna heið­ar­legir í vænt­ingum sín­um. Það læð­ist nefni­lega að manni sá grunur að stundum bland­ist póli­tískir hags­munir inn í það sem póli­tíkusar segja; þ.e. þeir séu að huga að fleiri þáttum en bein­línis þeim sem þeir tjá sig um.

Að því sögðu ætla ég að leyfa mér að tala eins ærlega og ég get um þær vænt­ingar sem ég hef til árs­ins 2018, því þær eru tölu­verð­ar. Ég ætla ekki endi­lega að segja að þær séu svo miklar að ég telji árið munu skipa sér sess í sög­unni líkt og árið 1492 í sögu Spán­ar, sem á síð­ari tímum var kallað annus mira­bil­is, eða undra­vert ár. Nú eða árið 1666 í sögu Bret­lands, sem er það ár sem fyrst fékk þetta göf­uga heiti. En ég vona engu að síður að árið 2018 verði í sögu Íslands ár sam­vinn­unnar – annus cooper­ation­is, svo sagn­fræði­t­eng­ing­unni sé við hald­ið.

Ljóst er að miklar vænt­ingar eru gerðar til rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem birt­ist m.a. í skoð­ana­könn­unum um fylgi við hana. Ég ætla ekki að lesa of mikið í þær kann­an­ir, eða eyða of mörgum orðum í að dásama rík­is­stjórn­ina, enda mun ég trauðla telja nokkrum hug­hvarf sem á móti henni er. Ég tek það eitt út úr könn­un­inni að miklar vænt­ingar séu til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það setur mikla ábyrgð á herðar okkar sem að henni stönd­um, sem er gott.

Auglýsing

Eitt af því sem rík­is­stjórnin hefur ein­sett sér er að stuðla að auk­inni sam­vinnu. Stjórn­ar­sátt­mál­inn boðar breytt vinnu­brögð, opn­ari stjórn­sýslu, gagn­sæi og virð­ingu gagn­vart verk­efn­um. Aukið sam­ráð við vinnu­mark­að­inn um sterkara sam­fé­lag á sem flestum svið­um, sem er vísun í upp­bygg­ingu félags­legs stöð­ug­leika auk hins efna­hags­lega, og að sam­ráð verði treyst og stuðn­ingur við sveit­ar­fé­lögin hvað varðar upp­bygg­ingu inn­viða, byggða­þróun og fjár­mála­leg sam­skipti.

Fyrstu skref­in, af mörg­um, hafa þegar verið stig­in. Sest var niður með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­unum sjálf­um, nokkuð sem ekki hafði verið gert áður, og ljóst er að mikil áhersla verður á þá sam­vinnu fyrir kom­andi kjara­samn­inga. Ráð­ist verður í til­færslu á tekju­stofnum frá ríki til sveit­ar­fé­laga, með því að gistin­átta­gjald renni óskipt til sveit­ar­fé­lag­anna.

Þá boðar rík­is­stjórnin efl­ingu Alþingis og nán­ari sam­starf milli flokka á Alþingi.

Sam­ráð og sam­vinna verður aldrei nema í… tja, sam­ráði og sam­vinnu. Allir aðilar þurfa að vera til­búnir til sam­vinn­unnar til að hún verði að veru­leika.

Ég tel að nú sé ein­stakt tæki­færi til að breyta stjórn­mála­menn­ingu á Íslandi. Allt of lengi hefur hún ein­kennst af skot­grafa­hern­aði þar sem flokkar skipa sér í fylk­ingar eftir því hvoru megin hryggjar þeir lenda; í stjórn eða stjórn­ar­and­stöðu. Þrátt fyrir að hafa ekki langa þing­reynslu að baki, er ég viss um að sjálfur hafi ég tekið þátt í þessu. Að gagn­rýna að ósekju, vegna þess að mál komu frá rík­is­stjórn­inni, í það minnsta að gagn­rýna af offorsi. Það er auð­velt að detta í það hlut­verk, þegar manni hleypur kappi í kinn, en þó ber að minn­ast þess að stór mál síð­ustu rík­is­stjórnar nutu stuðn­ings a.m.k. hluta stjórn­ar­and­stöð­unn­ar. Eitt þeirra, jafn­launa­vott­un, hefði t.d. ekki orðið að lögum nema fyrir stuðn­ing úr stjórn­ar­and­stöð­unni.

Rík­is­stjórnin hefur þegar sýnt það í verki að hún meinar það sem hún segir með orðum um efl­ingu Alþing­is. Staða þing­flokka verður bætt, sér­fræði­vinna efld og, að höfðu sam­ráði við stjórn­ar­and­stöðu, unnið að enn frek­ari efl­ingu. Og stjórn­ar­and­staðan leiðir þrjár af fasta­nefndum þings­ins. Það hefur ekki gerst í um tvo ára­tugi og að auki gegna stjórn­ar­and­stæð­ingar for­mennsku í ýmsum alþjóð­efndn­um. Ólíkt því sem áður hefur gerst höfðu stjórn­ar­flokk­arnir enga skoðun á því hvaða þing­menn gegndu for­mennsk­un­um.

Auk­in­heldur mun rík­is­stjórn­in, á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins, setja á fót þverpóli­tíska hópa um mik­il­væg mál, m.a. um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs, nýsköp­un­ar­stefnu, þróun mæli­kvarða um hag­sæld og lífs­gæði, orku­stefnu, stjórn­ar­skrá, fram­kvæmd og end­ur­skoðun útlend­inga­laga og fram­tíð­ar­nefnd um áskor­anir og tæki­færi vegna tækni­breyt­inga.

Það er vel hægt að tala niður þessar fyr­ir­ætl­anir rík­is­stjórn­ar­innar og vel má vera að ég hefði gert það, væri ég í stjórn­ar­and­stöðu og ekki í sam­vinnugírn­um. Það er hægt að horfa fram­hjá því að staða stjórn­ar­and­stöð­unnar hefur ekki verið sterk­ari en nú hvað for­mennsku í nefndum varðar og segja að stjórn­ar­and­staðan hafi nú ekki fengið allar þær for­mennskur sem hún bað um og ekki meiri­hluta í einni, eins og óskað var. Og það er hægt að segja að skipan þverpóli­tískra hópa sé til marks um að stjórn­ar­flokk­arnir þrír nái ekki saman í mik­il­vægum mál­um. Allt fer þetta eftir því hvernig maður er stefnd­ur, hvort þetta er jákvætt eða nei­kvætt.

Ég lít á það sem styrk að ætla sér að setja jafn mörg og jafn stór mál í þverpóli­tískt sam­starf. Eitt af því sem hefur skort í íslenskum stjórn­mál­um, er nefni­lega sam­starf þvert á flokka um stefnu til lengri tíma. Í krafti meiri­hlut­ans hafa rík­is­stjórnir komið sinni stefnu á, stefnu sem lifir svo sjaldn­ast af stjórn­ar­skipti. Um þetta eru lík­lega allir flokkar sem setið hafa í rík­is­stjórn síð­ustu ára­tugi sek­ir.

Nú er lag að breyta þessu. Það skiptir í raun engu hvort skipan svo margra þverpóli­tískra hópa sé til marks um styrk eða veik­leika rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það sem skiptir máli er að allir flokkar taki höndum saman og vinni af heið­ar­leika að stefnu­mót­un­inni, landi og þjóð til heilla. Því allt eru þetta mál sem skipta miklu máli fyrir íslenskt sam­fé­lag.

Ábyrgð okkar stjórn­ar­liða er mik­il, en ég vona að öll þau sem að sam­starf­inu koma finni til ein­hverrar ábyrgð­ar. Tæki­færið er núna til að gera bet­ur, vinna saman að því að bæta sam­fé­lagið okk­ar. Til þess erum við jú í stjórn­mál­um.Megi 2018 verða ár sam­vinn­unn­ar.

Höf­undur er vara­for­maður þing­flokks Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar