Jafnréttisárið mikla

Óhætt er að segja að jafnréttismál hafi verið mikið í umræðunni á árinu.

Auglýsing

Þetta er árið þegar konur risu upp; höfðu hátt, felldu rík­is­stjórn, hófu #metoo bylt­ingu og skor­uðu á hólm feðra­veld­is­menn­ing­una. Ómenn­ingu sem við erum öll alin upp í og íþyngir okkur með alls­konar þögg­un, glæp­um, áreitni og vald­beit­ingu sem byggir á kyni fólks og stöðu. Við sáum ungu kon­urnar sem sögðu stopp þegar þær átt­uðu sig á að ger­andi þeirra var með stuðn­ingi stjórn­sýsl­unar og valda­karla að fá upp­reist æru og end­ur­nýjuð lög­manns­rétt­indi, af því að það væri svo ósann­gjarnt fyrir hann að fá þau ekki aft­ur. Konur stigu fram og sögðu okkur frá við­móti kerf­is­ins þegar þær þó sögðu frá ofbeldi sem þær höfðu orðið fyr­ir, þær jafn­vel útskúf­aðar úr fjöl­skyldum eða heilu bæj­ar­fé­lög­unum meðan ger­and­inn situr áfram, í skjóli valds og kerf­is­ins.

Rík­is­stjórnin sprakk og það komu kosn­ingar en þrátt fyrir allt þá kaus þjóðin eldra fólk, fleiri karla og færri konur til að sitja á alþingi. Lík­lega og von­andi bara tíma­bundið bakslag, enda getur verið óþægi­legt að gera bylt­ingu. Henni fylgir sárs­auki og þá getur verið gott að detta bara í gamla farið sem við kunnum svo vel. En eftir #metoo sam­tal kvenna um allt land í öllum stéttum verður ekki aftur snú­ið. Áskor­unum þús­unda kvenna um aðgerðir gegn mis­beit­ingu valds verður að svara. Það ættu ekki að fylgja því nein völd að fæð­ast sem karla­mað­ur, enda eru afleið­ingar þessa kyn­bundna valda­kerfis gríð­ar­lega umfangs­miklar og kostn­að­ar­samar og þær er erfitt að leið­rétta nema að við ráðumst að rót vand­ans. Kynja­kerf­inu sjálfu. Þar má nefna launa­mun kynj­anna og að allt sem er kven­lægt er ein­hvern­vegin aðeins minna virði en það sem er karllægt sam­an­ber laun hinna hefð­bundnu kvenna­stétta.  

Það er ekki til­viljun að karlar eru í miklum meiri­hluta við­mæl­endur fjöl­miðla, að kvenna­í­þróttir fái minna vægi, að nær allar kvik­myndir fjalla um karla og heim­inn út frá körlum, bækur eða list eftir karla selj­ist betur og svo fram­veg­is. Það er ekki til­viljun að karlar stjórna pen­ingum á íslandi að þeir velj­ast í áhrifa­stöður umfram kon­ur, það er ein­kenni á kyn­bundnu valdi rétt eins og ofbeldið sem karlar beita kon­ur. Birt­inga­mynd­irnar eru bara mis­mun­andi og erfitt að segja endi­lega hvað er alvar­leg­ast. Því miður hafa ekki verið gerðar rann­sóknir á tengslum valds og ofbeldis á vinnu­stað en það er mik­il­vægt að í fram­tíð­inni fáum við slíkar rann­sóknir þannig að við vitum hvaða áhrif ofbeldi og áreitni á vinnu­stað hefur á laun, fram­gang og stöðu kvenna á vinnu­mark­aði.

Auglýsing

Fáir karlar beita valdi sínu með með­vit­uðum og mark­vissum hætti gegn konum en margir karlar og konur taka ómeð­vitað þátt. Þegja eða gera ekk­ert og horfa á konur nið­ur­lægðar eða snið­gengnar á grund­velli kyn­ferð­is. En þeir eru þarna karl­arnir sem vilja engar breyt­ingar sem ógna þeirra stöðu hver sem hún er. Karlar sem sjá efni­legar konur sem ógn eða þurfa að sanna vald sitt með því að gera lítið úr öðrum til að festa sína stöðu í sessi. Kaup á vændi, þreif­andi hend­ur, til­boð um fram­gang gegn kyn­lífi, kyn­ferð­is­legar athuga­semdir þegar þú þarft að vera upp á þitt besta, bak­tal um þá sem ekki spila með.  Allt í þessa átt þarf að heyra sög­unni til. Við þurfum sem þjóð að þakka öllum þeim konum sem hafa risið upp, svipt hul­unni af því hvernig kyn­bundið vald birt­ist þeim og okkur öll­um, alla daga, all­stað­ar, í stað þess að fara í vörn og dæma, útfrá hug­myndum for­tíð­ar, hvort þetta eða hitt sé nú ofbeldi eða ekki. Við þurfum öll að með­taka og hlusta og átta okkur á að við stöndum frami fyrir gríð­ar­legu tæki­færi.

Smættum ekki áskorn­un­ina sem okkur er nú falin sem sam­fé­lag heldur tökum henni því við þurfum algjöra við­horfs­breyt­ingu til að áhrif #metoo bylt­ing­ar­innar nái fram að ganga til fulls. Við viljum fllest að allir geti nýtt sína hæfi­leika, notið sín í starfi og náð árangri okkur öllum til hags­bóta óháð kyni. Rann­sóknir hafa sýnt að fyr­ir­tæki sem hafa bæði konur og karla við stórn­völin eru far­sælli en þegar ein­göngu karlar stjórna. Allir græða á jafn­rétti og ef við náum að hrista of okkur þetta gamla kynj­aða valda­kerfi munum við án efa sjá mun meiri vel­gengni, minni van­líðan og meiri ham­ingju í sam­fé­lag­inu öllu. Með­virkni sam­fé­lags­ins hefur verið skoruð á hólm, krafan er að við öll hættum að taka þátt í þessu aldagamla kynj­aða rugli og þó það sé óþægi­legt, flókið og etv tíma­bundið sárt, þá treysti ég því að flestir komi með. Þá verður 2017 skil­greint sem jafn­rétt­is­árið mikla!

Höf­undur er vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Meira úr sama flokkiAðsendar greinar