Áhugaleysi ríkisstjórnar um vísindi?

Eiríkur Steingrímsson fjallar um lækkun framlaga til vísindamála í aðsendri grein en hann segir að þrátt fyrir fagrar stefnur Vísinda- og tækniráðs hafi þær allar verið sviknar.

Auglýsing

Fréttir um að lækka eigi framlög til vísindamála komu vísindasamfélaginu í opna skjöldu. Samvæmt fjárlögum 2019 er gert ráð fyrir 144 milljóna króna lækkun á framlagi til Rannsóknasjóðs Vísinda og tækniráðs. Þetta er þungt högg fyrir grunnrannsóknir á Íslandi.

Undanfarinn áratug hafa stjórnvöld endurtekið lofað auknum framlögum til vísindamála. Þetta kemur skýrast fram í stefnum Vísinda- og tækniráðs en undanfarinn áratug hafa þær gert ráð fyrir að framlög til vísindamála skuli aukin verulega. Stefnur Vísinda- og tækniráðs eru jafnframt stefnur ríkisstjórna á hverjum tíma því í ráðinu sitja 5 ráðherrar og forsætisráðherra er formaður ráðsins. Þessi þunga áhersla undanfarinna áratuga á aukin framlög til vísindamála er vegna þessa að beint samband er á milli öflugra vísinda og öflugs atvinnulífs. Eins og Mariana Mazzucato bendir á í bók sinni The Entrepreneurial State: Debunking Public vs Private Sector Myths þá gegnir ríkið afar mikilvægu hlutverki við að styrkja grunnvísindi því þannig er grunnurinn lagður að nýsköpun framtíðarinnar. Öflug vísindi leiða til nýsköpunar auk þess sem við vísindastarf verða til verðmætir starfsmenn með reynslu og þekkingu sem nýtast til fjölbreyttra starfa í samfélaginu.

En þrátt fyrir fagrar stefnur Vísinda- og tækniráðs hafa þær allar verið sviknar. Stöku sinnum hefur verið bætt við framlög til Rannsóknasjóðs en þær viðbætur hafa rétt dugað til að halda í við verðbólgu. Og nú er gert ráð fyrir lækkun. Hlutfall þeirra umsókna sem hlutu styrki af heildarfjölda umsókna fór úr 25% árið 2016 í 21% árið 2017 og var síðan 18.2% í ár. Með umtalsvert minna fjármagn í ár má gera ráð fyrir að árangurshlutfallið fari vel undir 15% í næstu úthlutun með tilheyrandi alvarlegum afleiðingum fyrir íslenskt samfélag. Þessi áhrif munu fækka nýjum verkefnum verulega og hafa mikil áhrif á ungt vísindafólk.

Auglýsing

Þrátt fyrir allt hefur vísindastarf á Íslandi eflst gríðarlega undanfarna áratugi og rannsóknatengd nýsköpun er hægt og rólega að skila árangri. Um þetta er fjöldi dæma. Nýlegasta dæmið um það er samningur lyfjasprotans Oculis við stórfyrirtækið Novartis en Oculis byggir á áratuga rannsóknum tveggja vísindamanna við Háskóla Íslands, þeirra Einars Stefánssonar og Þorsteins Loftssonar. Verkefni þeirra hefur hlotið styrki úr Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði og væri eflaust komið mun skemur án þeirra. Fleiri sambærileg dæmi mætti nefna og því með ólíkindum að nú sé stefnan að draga úr þessu öfluga vísindastarfi með lækkun á framlögum í samkeppnissjóðina. Ég hvet því Alþingi eindregið til að endurskoða þessa lækkun til Rannsókasjóðs.

Höfundur er prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar