Stjórnmálamenn sem tala um tölur vita stundum ekkert hvað þeir eru að tala um

Eiríkur Ragnarsson, Eikonomics, fjallar um ást hagfræðinga á tölfræði og hvað gerist þegar hagtölur lenda í röngum höndum.

Auglýsing

Hagfræðingar elska stærðfræði, tölfræði og tölur almennt. Einnig finnst þeim gaman að margfalda eina tölu með annarri, heilda föllin sem þau tilheyra og fáum við fiðrildi í magan við það tilhugsunina um það eitt að diffra föll. En það sem hagfræðingar elska mest: Hagtölur.

Þessi ást hagfræðinga fer ekki fram hjá neinum sem okkur þekkja og hefur hún tekið sinn toll í gegnum tíðina. Við drepum vini og vandamenn úr besserwissaskap í boðum og venjulega er okkur ekki boðið á annað stefnumót (nema að sjálfsögðu þegar við förum á stefnumót með hvor öðrum).

En ástin hefur sína kosti. Til dæmis gerir hún það að verkum að hagfræðingar eiga það til að grandskoða hverja einustu tölu sem borin er fyrir almenning. Þeir spyrja: Hvernig var talan sett saman? Hvaða forsendur liggja að baki útreiknings hennar? Hvað nákvæmlega mælir hún? Hvaða stofnun tók hana saman? Og svo má lengi telja.

Auglýsing

Undanfarin ár hafa vinsældir og almenn notkun hagtalna farið vaxandi.  Meira ber á því að pólitíkusar slengi út eins og einni kaupmáttarvaxtatölu til að segja okkur hvað við höfum það gott (eða slæmt) og fyrirtæki (og hagsmunafélög) notast við þær til þess að sýna fram á framlag þeirra til samfélagsins. Sem er gott og blessað. Nema þegar þær lenda í röngum höndum.

Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands.

Rétt áður en Bretar kusu yfir sig að skipta út pólitík í Westminister fyrir tvö ár af Monty Python paródíu skrifaði Boris Johnson, fánaberi Brexit, grein í breska fréttablaðið The Telegraph. Í greininni fer Boris um víðan völl og fleygir fram hagtölum. Áhersla greinarinnar er spegluð í fyrirsögnin sem sagði: „eina heimsálfan sem vex hægar en Evrópa sé Suðurskautið“.

Boris er hnyttinn og góður penni. En af þessari grein að dæma er hann annað hvort ekki læs á tölur, eða þá notar hann þær út úr samhengi, vísvitandi.

Boris benti til að mynda á það að landsframleiðsla ESB hafi aðeins vaxið um 3% frá árinu 2008 á meðan í Bandaríkjunum hafi hún vaxið um 13%. Boris gerir mikið veður úr þessum tölum, þó svo að það sé engin leið að sjá hvaðan hann fékk þær og er erfitt að fá þær til að stemma. En burt séð frá því, þá er það samt staðreynd að ESB vex hægar en mörg önnur hagkerfi. Og ekki er greinin skilin öðruvísi en að hagvöxtur á þeim mörkuðum sem Bretland starfar á sé lykilatriði í velferð Breta.

Vissulega skiptir hagvöxtur þeirra landa sem maður á í viðskiptum við máli. Til að mynda ef ESB vex og dafnar þá vex og dafnar stærsti markaður Breta. Aukin eftirspurn á ESB svæðinu, að öllu jöfnu, leiðir til þess að Bretar flytja meira út og fá meiri pening fyrir vörurnar sínar. Sem er frábært. En einn og sér segir hagvöxtur okkur lítið.

Á sama tímabili og Boris talar um óx hagkerfi Indlands um 66%. Þetta afrek fór ekki fram hjá Boris og fyrir stuttu talaði hann fyrir því að „túrbó-hlaða“ samband Bretlands og Indlands eftir að Bretland yfirgefur ESB. En fyrir utan mikilvægi landafræðinnar (lönd eiga mest í viðskiptum við nágrannalönd) þá á það eftir að taka tugi ára þangað til Indland og önnur lönd sem vaxa hratt í dag en eru fátæk komast með tærnar þar sem ESB hefur hælana.

Í dag er hagkerfi ESB tæplega sjö sinnum stærra en hagkerfi Indlands. Verðmæti innflutnings ESB landa (sem er að mestu leyti milli ESB landa) er um það bil 15 sinnum meira en Indlands. Verðmæti innflutnings Þýskalands eins og sér var tæplega þrisvar sinnum meira Indlands árið 2017.

Ef hagkerfi Indlands og ESB halda áfram að vaxa á þeim hraða sem þeir hafa gert undanfarin fimm ár (7% og 2%), sem er ólíklegt, þá þýðir það að árið 2050 verður hagkerfi Indlands tíu sinnum stærra en það er í dag, en samt sem áður minna en ESB án Bretlands.

Heimild: World Bank og Eikonomics.

Boris veit það að Bretland þarf aðgang að mörkuðum ESB. Hann er ekki heimskur. Hann veit það líka að nýir markaðir, þó þeir vaxi hratt, eru ekki enn þá nógu stórir til að fylla gatið sem ESB kæmi til með að skilja eftir sig ef Bretland hrapar út úr Evrópu. En svo virðist vera sem að honum sé alveg sama. Allavega svo lengi sem hann kemst nær markmiði sínu, sem er að sofa í sama rúmi og Winston Churchill í númer 10, þó það verði ekki nema í eina nótt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics