Stjórnmálamenn sem tala um tölur vita stundum ekkert hvað þeir eru að tala um

Eiríkur Ragnarsson, Eikonomics, fjallar um ást hagfræðinga á tölfræði og hvað gerist þegar hagtölur lenda í röngum höndum.

Auglýsing

Hagfræðingar elska stærðfræði, tölfræði og tölur almennt. Einnig finnst þeim gaman að margfalda eina tölu með annarri, heilda föllin sem þau tilheyra og fáum við fiðrildi í magan við það tilhugsunina um það eitt að diffra föll. En það sem hagfræðingar elska mest: Hagtölur.

Þessi ást hagfræðinga fer ekki fram hjá neinum sem okkur þekkja og hefur hún tekið sinn toll í gegnum tíðina. Við drepum vini og vandamenn úr besserwissaskap í boðum og venjulega er okkur ekki boðið á annað stefnumót (nema að sjálfsögðu þegar við förum á stefnumót með hvor öðrum).

En ástin hefur sína kosti. Til dæmis gerir hún það að verkum að hagfræðingar eiga það til að grandskoða hverja einustu tölu sem borin er fyrir almenning. Þeir spyrja: Hvernig var talan sett saman? Hvaða forsendur liggja að baki útreiknings hennar? Hvað nákvæmlega mælir hún? Hvaða stofnun tók hana saman? Og svo má lengi telja.

Auglýsing

Undanfarin ár hafa vinsældir og almenn notkun hagtalna farið vaxandi.  Meira ber á því að pólitíkusar slengi út eins og einni kaupmáttarvaxtatölu til að segja okkur hvað við höfum það gott (eða slæmt) og fyrirtæki (og hagsmunafélög) notast við þær til þess að sýna fram á framlag þeirra til samfélagsins. Sem er gott og blessað. Nema þegar þær lenda í röngum höndum.

Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands.

Rétt áður en Bretar kusu yfir sig að skipta út pólitík í Westminister fyrir tvö ár af Monty Python paródíu skrifaði Boris Johnson, fánaberi Brexit, grein í breska fréttablaðið The Telegraph. Í greininni fer Boris um víðan völl og fleygir fram hagtölum. Áhersla greinarinnar er spegluð í fyrirsögnin sem sagði: „eina heimsálfan sem vex hægar en Evrópa sé Suðurskautið“.

Boris er hnyttinn og góður penni. En af þessari grein að dæma er hann annað hvort ekki læs á tölur, eða þá notar hann þær út úr samhengi, vísvitandi.

Boris benti til að mynda á það að landsframleiðsla ESB hafi aðeins vaxið um 3% frá árinu 2008 á meðan í Bandaríkjunum hafi hún vaxið um 13%. Boris gerir mikið veður úr þessum tölum, þó svo að það sé engin leið að sjá hvaðan hann fékk þær og er erfitt að fá þær til að stemma. En burt séð frá því, þá er það samt staðreynd að ESB vex hægar en mörg önnur hagkerfi. Og ekki er greinin skilin öðruvísi en að hagvöxtur á þeim mörkuðum sem Bretland starfar á sé lykilatriði í velferð Breta.

Vissulega skiptir hagvöxtur þeirra landa sem maður á í viðskiptum við máli. Til að mynda ef ESB vex og dafnar þá vex og dafnar stærsti markaður Breta. Aukin eftirspurn á ESB svæðinu, að öllu jöfnu, leiðir til þess að Bretar flytja meira út og fá meiri pening fyrir vörurnar sínar. Sem er frábært. En einn og sér segir hagvöxtur okkur lítið.

Á sama tímabili og Boris talar um óx hagkerfi Indlands um 66%. Þetta afrek fór ekki fram hjá Boris og fyrir stuttu talaði hann fyrir því að „túrbó-hlaða“ samband Bretlands og Indlands eftir að Bretland yfirgefur ESB. En fyrir utan mikilvægi landafræðinnar (lönd eiga mest í viðskiptum við nágrannalönd) þá á það eftir að taka tugi ára þangað til Indland og önnur lönd sem vaxa hratt í dag en eru fátæk komast með tærnar þar sem ESB hefur hælana.

Í dag er hagkerfi ESB tæplega sjö sinnum stærra en hagkerfi Indlands. Verðmæti innflutnings ESB landa (sem er að mestu leyti milli ESB landa) er um það bil 15 sinnum meira en Indlands. Verðmæti innflutnings Þýskalands eins og sér var tæplega þrisvar sinnum meira Indlands árið 2017.

Ef hagkerfi Indlands og ESB halda áfram að vaxa á þeim hraða sem þeir hafa gert undanfarin fimm ár (7% og 2%), sem er ólíklegt, þá þýðir það að árið 2050 verður hagkerfi Indlands tíu sinnum stærra en það er í dag, en samt sem áður minna en ESB án Bretlands.

Heimild: World Bank og Eikonomics.

Boris veit það að Bretland þarf aðgang að mörkuðum ESB. Hann er ekki heimskur. Hann veit það líka að nýir markaðir, þó þeir vaxi hratt, eru ekki enn þá nógu stórir til að fylla gatið sem ESB kæmi til með að skilja eftir sig ef Bretland hrapar út úr Evrópu. En svo virðist vera sem að honum sé alveg sama. Allavega svo lengi sem hann kemst nær markmiði sínu, sem er að sofa í sama rúmi og Winston Churchill í númer 10, þó það verði ekki nema í eina nótt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics