Ein lítil bók, forn að sjá

Edda Kristjánsdóttir rifjar upp bréf frá föður hennar á fæðingardeginum, sem innlegg í baráttu ljósmæðra fyrir bættum kjörum.

Auglýsing

Á 45-ára afmæl­is­degi mínum í hitteð­fyrra barst mér óvæntur tölvu­póstur frá föður mín­um. Hefði hann grunað að ég ætti eftir að birta bréfið í fjöl­miðli hefði hann senni­lega hikað við að senda það. En tím­inn líður bara í eina átt og sent er sent. Einn góðan veð­ur­dag getur það gerst að orð sem voru ætluð einni mann­eskju eigi erindi við fleiri. (Það skal tekið fram að ég er ekki að reyna að verða pabba mínum til vand­ræða með þessu upp­á­tæki.) Bréf hans hljóðar svo:

45 ár. Til ham­ingju!

„Sæl og blessuð elsku dóttir og til ham­ingju með dag­inn!

Auglýsing

Ég, hann pabbi þinn, hef víst ekki verið mjög dug­legur við bréfa­skriftir í gegnum árin, en langar til reyna að gera svolitla brag­ar­bót.

Þó liðin séu öll þessi ár síðan þú skaust inn í þennan heim, þá man ég dag­inn mjög vel. Enda kannski ástæða til. Þetta var dag­ur­inn sem var sá fyrsti sem ég missti úr vinnu frá því ég byrj­aði að vinna sem lækn­ir. Ekki finnst nú öllum fyndið að ég skuli vera að tönnlast á því, enda kannski ekki skrýt­ið. En sann­leik­ur­inn er að ég var mættur í vinnu eftir að mamma þín var komin á Fæð­ing­ar­heim­ilið og ekk­ert virt­ist vera að ske, en sam­starfs­menn töldu ómögu­legt annað en ég væri „hjá minni konu“ og ég var bein­línis rek­inn niðreft­ir.

Þangað kom­inn varð ég nú ekki bein­línis var við sér­staka hrifn­ingu. Mamma þín til­von­andi farin að sofa og ég var bara fyr­ir, eins og aðstoð­ar­læknar og kandídatar gjarnan eru þegar ljós­mæður eiga í hlut. Mér var því fylgt upp í rjáfur í þessu húsi og inn í her­bergi undir súð, þar sem ljós­mæðra­nemar höfðu haft athvarf en stóð nú autt. Galtómt. Þar var legu­bekk­ur, skrif­borð og stóll og nokkrar bóka­hill­ur. Allt tómt. Nema ein lítil bók, forn að sjá.

Þetta reynd­ist vera kennslu­bók fyrir verð­andi ljós­mæð­ur, samin og útgefin af Jónas­sen land­lækni um alda­mótin 1800-1900. Ég fór að glugga í þetta kver, heldur en ekk­ert. Það byrj­aði á ýmsum almennum atriðum sem að gagni mættu koma verð­andi nær­kon­um, sem auð­vitað urðu að bjarga sér sjálfar úti í sveitum lands­ins eins og aðstæður voru þá. Þar var ýmis­legt for­vitni­legt og ég gleymdi mér faktískt við lest­ur­inn um stund.

Á þessum árum fóru loka­próf emb­ætt­is­manna fram í heyranda hljóði á sjálfu Alþingi, svo ætla má að mörg stúlkan hafi verið nervös þegar til kom. Eitt prófið er rakið þarna, lið fyrir lið, spurn­ingar og svör eitt­hvað á þessa leið:

Dæmi: Hvað ber ljós­móður að gera þegar hún kemur til hinnar fæð­andi konu?

Svar: Hún skal taka af sér reið­fötin og setja á sig hreina svuntu. Síðan skal hún lauga hendur sínar úr volgu vatni með sápu. (Jæja, hugs­aði ég, þau eru alla vega með ster­ilitetið á hrein­u).

Spurn­ing: Hvað skal hún gera ef óstöðv­andi blæð­ing verð­ur?

Svar: Hún skal láta söðla skjótan hest og senda eftir lækn­in­um, sem mun gefa við­eig­andi inn­tök­ur. (Ég: ókey, þau eru alla vega með „back-up“). 

Nú, dag­ur­inn leið og kvöldið og þú lést ekki sjá þig fyrr er um tíu­leytið (sem enn meira und­ir­strik­aði þarf­leysu þess að missa heilan vinnu­dag!). En allt gekk að óskum og þú gafst mér auga sem virt­ist segja: „Jæja, svo þú ert þá þessi pabbi minn. Það verður víst svo að vera. Ég mun ekki verða þér til vand­ræða.“ Við það hefur þú staðið og meir en það. Svo kom að því að kveðja. Það var komið myrkur og slabb á göt­un­um. Ég lagði af stað heim og leið bara nokkuð vel. Orð­inn faðir og lífið brosti.

Jæja, Edda mín, nokkurn veg­inn svona man ég nú þennan dag (smá skálda­leyf­i).

Aft­ur: Til ham­ingju með dag­inn og bestu kveðj­ur.

Þinn Pabb­i.“

Lífið er ótal sögur sem byrja hver innan í annarri. Þegar Jónas­sen land­læknir rit­aði kennslu­bók sína fyrir verð­andi ljós­mæður gat hann ekki vitað að hann væri að ávarpa stress­aðan aðstoð­ar­lækni, verð­andi föð­ur, anno 1971, ekki fremur en pabbi gat vitað að hann væri með end­ur­minn­ingu sinni að skrifa inn­legg í kjara­bar­áttu ljós­mæðra 2018.

En sögur virka nú einu sinni þannig að í þeim ger­ist eitt­hvað óvænt. Læknir og ljós­móðir hafa til dæmis alltaf þurft að „bakka hvort annað upp“ til þess að fást við hið óvænta og til að læknir geti sinnt öðrum sjúk­lingum á meðan lífið er „sí og æ að kvikna“ eins og skáldið á Gljúfra­steini orð­aði það.

Ég vona að ráða­menn Íslands komi nú öllum á óvart, snúi við blað­inu og marki sér sess í sög­unni með því að semja við ljós­mæður og gera þeim kleift að snúa aftur til sinna starfa sem allra fyrst. #égstyð­ljós­mæður

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar