Vinir og bandamenn

Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar segir Ísland eiga að skipa sér í sveit með þeim ríkjum sem vilja verja frjálslyndi og umburðarlyndi, en spyrna gegn popúlisma, þröngsýni, sérhagsmunum, verndar- og einangrunarhyggju á alþjóðavettvangi.

Auglýsing

Hund­rað ár full­veldis og nær 75 ár sjálf­stæðis eru vita­skuld merkir áfangar í sögu Íslands. Margt hefur á daga þjóð­ar­innar drifið á þessum árum bæði í þróun sam­fé­lags­ins sjálfs og ekki síður í heims­málum sem hafa um margt mótað og stýrt því hver fram­vindan hefur orðið hér á landi, til góðs eða ills.

Í öllum aðal­at­riðum hefur Ísland verð heppið á veg­ferð sinni hingað til. Nátt­úru­auð­lind­ir, lega lands­ins og hag­felld áhrif af fram­vindu alþjóða­mála lengst af hefur leitt til þess að íslenskt sam­fé­lag er til fyr­ir­myndar á mörgum svið­um, þó vissu­lega sé það ekki full­kom­ið. Allt er þetta ánægju­efni og gefur til­efni til þess að fagna því sem vel hefur tek­ist.

Frjáls­lyndi er leið­ar­ljós

Eng­inn er eyland. Kraftar að utan hafa áhrif á lífs­kjör á Íslandi. Án far­sælla sam­skipta og sam­vinnu við önnur ríki megum við okkur lít­ils. Þetta hefur alltaf átt við en hefur og mun hafa enn meiri áhrif í fram­tíð­inni. Fyrir okkur Íslend­inga er mik­il­vægt að frjáls­lyndi, umburð­ar­lyndi og opin og hindr­un­ar­laus sam­skipti og við­skipti hafi yfir­hönd­ina í sam­skiptum á alþjóða­vett­vangi. Þess vegna eigum við hik­laust að skipa okkur í sveit með þeim þjóðum og stjórn­mála­öflum á alþjóða­vett­vangi sem hafa þessi mark­mið. Þar eigum við að beita okkur og leggja það af mörkum sem við get­um.

Auglýsing

Góðir vinir og sam­herjar eru gulls ígildi fyrir alla á lífs­leið­inni. Sama gildir í sam­fé­lagi þjóð­anna. Ísland getur valið hverja það kýs að binda trúss sitt við, hvaða þjóðir og alþjóða­sam­tök það vill gera að sínum vinum og banda­mönn­um. Hvaða við­horf, stefnur og strauma það vill kenna sig við og efla.

Skeinu­hættur popúl­ismi

Upp­gangur þröng­sýni, sér­hags­muna, vernd­ar- og ein­angr­un­ar­hyggju og popúl­isma víða í hinum vest­ræna heimi er mikið áhyggju­efni og getur orðið Íslandi og íslenskum hags­munum skeinu­hætt­ur.

Rauna­legt er að horfa til þeirrar þró­unar sem hefur orðið í Banda­ríkj­unum og utan­rík­is­stefnu þeirra undir for­ystu ólík­inda­t­óls­ins Trumps. Ísland hefur löngum litið á Banda­ríkin sem sinn helsta banda­mann og litið mjög til þeirra sem fyr­ir­myndar og stutt á alþjóða­vett­vangi. Úti­lokað er annað en tor­tryggja mjög og gagn­rýna stefnu Trumps. Hún felur í sér grímu­laust aft­ur­hvarf frá þeirri skipan heims­við­skipa sem er okkur Íslend­ingum lífs­nauð­syn­leg. Frjáls­lyndi og umburð­ar­lyndi virð­ist fjærri hug­ar­heimi Trumps og gildir þá einu hvort horft er til mála inn­an­lands eða sam­skipta við önnur ríki á sviði við­skipta eða örygg­is- og varn­ar­mála. Popúl­ism­inn virð­ist taka Banda­ríkin helj­ar­tök­um. Von­andi bráir af þeim fyrr en seinna.

Bret­land er á leið úr Evr­ópu­sam­band­inu. Breskum popúlistum tókst með ósvífnum hætti að draga bresku þjóð­ina í þá ferð með inn­an­tómum fag­ur­gala. Brexit ævin­týrið er allt með hinum mestu ólík­indum og virð­ist eng­inn hvata­maður Brexit hafa hugsað það til enda. Nú stökkva þeir hver um annan þveran frá borði, ráð­herr­arnir David Davis og Boris Johns­son en þeir Mich­ael Gove og Liam Fox vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara. Íslenskir ráða­menn hafa sumir hverjir fylgst með þessum kump­ánum fullir aðdá­unar og talið að fram­ganga þeirra myndi færa Íslend­ingum mikil tæki­færi. Þau tæki­færi virð­ast nú eins og hvert annað glópa­gull og þeim fækkar ört í Bret­landi sem hafa trú á því að Bretum farn­ist betur utan Evr­ópu­sam­bands­ins en inn­an.

Vítin ber að var­ast

Þró­unin innan Banda­ríkj­anna og Bret­lands sýnir glöggt að illa getur farið þegar mis­vitrir menn seil­ast til valda með fag­ur­gala og ein­földum lausnum við öllum vanda og benda helst á ímynd­aðan óvin sem öllu veld­ur. Þetta er gömul saga og ný sem fer alltaf á sama veg þó blæ­brigðin séu mis­mun­andi. Sagan endar alltaf illa.

Evr­ópu­sam­bandið hefur ekki farið var­hluta af upp­gangi popúlista innan aðild­ar­ríkja sinna. Hrikt hefur í stoðum sam­bands­ins vegna efna­hags­legra erf­ið­leika og mik­ils álags vegna straums flótta­manna. Þessa áraun hefur Evr­ópu­sam­bandið stað­ist hingað til. Það er hins vegar ekki sjálf­gefið að svo verði áfram tak­ist ekki að veita popúlistum við­nám og frjáls­lynd öfl haldi und­ir­tök­un­um.

Að skipa sér í sveit

Ísland hefur kosið að bind­ast öðrum Evr­ópu­ríkjum föstum bönd­um. Sam­starf Evr­ópu­ríkja er auð­vitað þétt­ast og mest innan Evr­ópu­sam­bands­ins, en hingað til höfum við Íslend­ingar látið okkur duga auka­að­ild að ESB í formi EES-­samn­ings­ins. Það er ekki full­nægj­andi fyrir hags­muni okkar til lengri tíma.

Ísland á að skipa sér í sveit með þeim ríkjum sem hafa með sér nán­ast sam­starf byggt á frjáls­lyndum gildum og mann­rétt­ind­um. Á þeim vett­vangi þarf að leggja öll lóðin á þá vog­ar­skál til þess að styrkja sam­starfið enn frek­ar.

Ísland á að skipa sér í sveit með þeim ríkjum sem geta og vilja verja frjáls­lyndi og umburð­ar­lyndi, en spyrna gegn popúl­is­ma, þröng­sýni, sér­hags­mun­um, vernd­ar- og ein­angr­un­ar­hyggju á alþjóða­vett­vangi.

Ísland á að skipa sér í sveit með þeim ríkjum sem hafa með sér sam­vinnu og sam­starf sem skapar íslenskum heim­ilum og atvinnu­lífi tæki­færi á við það sem best þekkist, hvort sem horft er til lífs­kjara, vaxta, efna­hags­legs stöð­ug­leika, sam­keppn­is­stöðu eða vaxt­ar­skil­yrða fyrir hug­vit og nýsköp­un.

Vel er við hæfi að íhuga á þessum tíma­mótum hvernig full­veldi Íslands og sjálf­stæði verði fund­inn bestur far­vegur til hag­sældar og vel­ferðar um kom­andi ár.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar