Er íslenskt heilbrigðiskerfi gott eða slæmt?

Hversu gott er íslenskt heilbrigðiskerfi í samanburði við Norðurlöndin? Er kerfið skilvirkt? Eiríkur Ragnarsson kannar málið.

Auglýsing

Oft og tíðum vill umræðan um heilbrigðiskerfið okkar verða svolítið neikvæð. Allt of sjaldan rekst maður á fréttir sem hæla kerfinu eða einfaldlega gefa því einkunn á hlutlausan máta. Svo virðist sem það sé auðveldara (eða skemmtilegra) að benda á það sem illa fer. Í von um að rétta umræðuna aðeins af hef ég tekið saman tvær staðreyndir um íslenskt heilbrigðiskerfi.

Staðreynd 1: Íslendingar lifa löngu og heilbrigðu lífi

Einstaklingur sem fæddist á Íslandi um aldamótin mátti búast við því að lifa í um það bil 80 ár. Síðan þá hafa lífslíkur íslenskra barna aukist um meira en 70 daga ár hvert og einstaklingur sem fæddist árið 2015 mátti þá búast við því að verða um það bil 83 ára. Það er rúmlega 11 árum meira en meðaleinstaklingur utan Íslands má búast við.

Í nágrannalöndum okkar, Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, má finna einhver best reknu heilbrigðiskerfi í heiminum. En þegar kemur að því að lengja lífsskeið okkar gefur íslenska kerfið þessum þjóðum ekkert eftir. Staðreyndin er sú að Íslendingur sem fæðist í dag má búast við því að lifa jafnlengi og börn Svía og Norðmanna – og mikið lengur en börn Dana og Finna.

Lífslíkur barna við fæðingu hafa verið í gegnum tíðina, og eru enn, hærri á Íslandi en öðrum Norðurlöndum. Heimild: Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO)

Hvað varðar gæði þessara 83 ára þá gefa tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar til kynna að í 73 ár verði þessir einstaklingar við góða heilsu (10 árum lengur en aðrir jarðarbúar að meðaltali). Ekki nóg með það heldur má Íslendingur sem fæddist árið 2015 má búast við því að vera heilbrigður í meira en ár eftir að danskur jafnaldri hans missir heilsuna.

Ísland notar minnst af sinni landsframleiðslu til að borga fyrir heilbrigðisþjónustu. Heimild: OECD

Staðreynd 2: Íslendingar reka ódýrt heilbrigðiskerfi

Á árunum 2010 til 2016 mældist kostnaður Íslendinga við heilbrigðiskerfið að meðaltali um 8,7% af landsframleiðslu. Ríkið sér um að greiða fyrir 80% af þessum kostnaði og yfir sama tímabil hefur um það bil 18% af útgjöldum ríkisins verið varið til heilbrigðismála.

Auglýsing

Þó þessar tölur kunni að hljóma háar, er staðreyndin samt sú að í samanburði við nágrannaþjóðir okkar erum við nokkuð sparsöm. Yfir sama tímabil notuðust bæði Svíar og Danir við meira en 10% af sinni landsframeiðslu til að borga fyrir heilbrigðismál (að meðaltali).

Ísland notar minnst af sinni landsframleiðslu til að borga fyrir heilbrigðisþjónustu. Heimild: OECD

Sparsemi Íslendinga má líka sjá þegar skoðaðar eru útgjaldatölur á mann (heildarútgjöld deilt með mannfjölda, með tilliti til verðlags). Að meðaltali á árunum 2010–2016 greiddu Finnar jafn mikið og Íslendingar; Svíar og Danir borguðu fjórðungi meira; og Norðmenn borguðu helmingi meira á mann fyrir sína þjónustu.

Íslendingar og Finnar borga minna fyrir kerfin sín en aðrar norðurlandaþjóðir. Heimild: OECD Ath: tölurnar eru í USD og aðlagaðar fyrir kaupgetu í hverju landi fyrir sig á verðlagi ársins 2016.

Bónus staðreynd: Íslendingar reka skilvirkt kerfi

Þegar við skoðum kostnað og heilbrigðisútkomur saman getum við talað um það sem hagfræðingar kalla gjarnan skilvirkni. Skilvirkni er mikilvægt hugtak í þessu samhengi af því að það segir okkur hversu góða þjónustu við fáum fyrir þann pening sem við leggjum inn í kerfið.

Samkvæmt þessum tölum hér að ofan borga Íslendingar minnst af öllum Norðurlandaþjóðunum fyrir heilbrigðismál. Þrátt fyrir það lifa Íslendingar lengur og njóta fleiri ára við góða heilsu en aðrir Norðurlandabúar. Þar af leiðandi, í samanburði við bestu kerfi heimsins, má segja að er kerfið okkar sé skilvirkt og þar af leiðandi nokkuð gott. Sem er ekki slæmt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics