Twitter-notendur fá að tvíta tvöfalt lengri færslum

Twitter kannar nú hvernig netverjar nota rýmri heimildir á samfélagsmiðlinum.

Twitter snýst allt um stuttar færslur og aðalatriði.
Twitter snýst allt um stuttar færslur og aðalatriði.
Auglýsing

Samfélagsmiðillinn Twitter snýst allur um 140 stafabil og ergelsið sem fylgir því að troða hugmyndum og skoðunum í fyrirfram ákveðinn ramma.

Brátt gæti hins vegar orðið breyting á því fyrirtækið gerir nú tilraun fyrir lítinn hóp notenda og leyfir þeim að senda 280 stafabil, tvöfalt lengri uppfærslur en áður. Lang flestir notendur Twitter hafa, enn sem komið er, aðeins möguleika á að tvíta upp á gamla snubbótta mátann.

Í stuttri færslu á bloggsvæði Twitter skrifar Alzia Rosen, vörustjóri Twitter, að þessi hugmynd hafi farið á flug innan fyrirtækisins þegar það kom í ljós hversu mismunandi tvítin eru eftir tungumálum. Vandamálið sem blasir við fólki þegar það notar latneskt stafróf til að miðla hugmyndum sínum er alls ekki til staðar fyrir fólk sem tvítar á japönsku, kóresku og kínversku.

Auglýsing

Ástæðan er að með einum bókstaf í japönsku er hægt að miðla mun meiri upplýsingum en með einum bókstaf í latneska letrinu. „Stundum þarf ég að eyða orði sem lætur í ljós mikilvæga meiningu eða tilfinningu, eða ég sendi tvítið mitt ekki yfir höfuð,“ skrifar Rosen í bloggfærslu sinni.

„Við viljum að allir um víða veröld geti tjáð sig á auðveldan hátt á Twitter, svo við erum að reyna svolítið nýtt: við ætlum að setja víðari takmörk á reynslu, 280 stafabil, fyrir þau tungumál sem notendur lenda í troðslu (sem eru öll utan japönsku, kínversku og kóresku),“ skrifar Rosen enn fremur.

Mikill munur á milli tungumála

Í bloggfærslunni eru meðaltöl fyrir tvít á ensku og japönsku borin saman. Meðallengd tvíta á ensku er 34 stafabil miðað við 15 stafabil á japönsku. Þá ná níu prósent allra tvíta á ensku hámarksfjölda stafabila, eða 140. Það er borið saman við 0,4 prósent allra tvíta á japönsku sem fylla út í rammann.


Þessi breyting, ef hún verður einhvern tíma fyrir alla, mun eflaust hafa töluverð áhrif á það hvernig samfélagsmiðillinn er notaður. Til þess að koma lengri pælingum að hafa netverjar brugðið á það ráð að senda skoðanir sínar í tveimur liðum eða fleiri, ráðist í skammstafanir og aðrar æfingar sem sett hafa svip sinn á samfélagsmiðilinn.

Jafnvel þó það verði ekki skylda að senda lengri tvít þá má allt eins gera ráð fyrir að notendur notfæri sér rýmri heimildir eins og þeir geta. Það er í mannlegu eðli.

„Twitter snýst um stuttyrði. Það er það sem gerir þetta að frábærri leið til að fylgjast með því sem gerist. Tvít fjalla um aðalatriði og upplýsingar eða hugsanir sem skipta máli. Það er eitthvað sem mun aldrei breytast,“ skrifar Rosen.

Fyrir áhugasama þá eru fyrstu tvær efnisgreinar þessarar fréttar jafn langar og tvít mega vera, þe. 140 stafabil og svo 280.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk