Ofbeldi í æsku hefur áhrif á taugakerfið

Ný rannsókn er líklega sú fyrsta til að sýna fram á hversu afgerandi áhrif ofbeldi getur haft á óþroskaðar sálir. Ofbeldi er ekki bara eitthvað sem börn gleyma eða þurfa að jafna sig á. Það getur breytt því hvernig efnaskipti eiga sér stað í heilanum.

Hendi 26.09.2017
Auglýsing

Þegar einstaklingar verða fyrir ofbeldi á uppvaxtarárum sínum, hvort sem er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, getur það haft ævilangar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vel er þekkt að einstaklingar sem hafa þurft að takast á við slík áföll glíma oft við þunglyndi á fullorðins árum og sjálfsmorðstíðni meðal þeirra endurspeglar einnig þær alvarlegu afleiðingar sem fólk horfir fram á.

Samkvæmt nýlega birtri rannsókn sem unnin var við McGill háskóla í Kanada, eru þessi áföll ekki bara mælanleg með þunglyndisgreiningum og sjálfsmorðum. Við getum einnig séð þessi áhrif á stórum og smáum breytingum í taugakerfinu.

Hópurinn við McGill háskóla vann út frá þeirri tilgátu að það að upplifa ofbeldi hefði áhrif á utangenaerfðir einstaklinga. Utangenaerfðir (epigenetics) eru breytingar og merkingar á pökkun erfðaefnisins sem hafa áhrif á hvernig gen eru tjáð.

Auglýsing

Til að skoða þetta notaðist hópurinn við safn sýna úr heilum alls 78 einstaklinga. Þriðjungur sýnanna komu frá heilbrigðum viðmiðunarhóp, þriðjungur voru tilkomin frá fólki sem hafði fallið fyrir eigin hendi en átti sér ekki sögu um ofbeldi í æsku. Síðasti þriðjungur sýnanna tilheyrðu einstaklingum sem einnig höfðu fallið fyrir eigin hendi og áttu sér sögu um ofbeldi í æsku.

Þegar erfðaefni mismunandi hópa var borið saman kom í ljós að þeir einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi sýndu breytingar í tjáningu gena sem koma við sögu í myndun og viðhaldi mýelín-slíðra. Þegar vefurinn sjálfur var svo skoðaður með tilliti til mýelín-slíðra kom einnig í ljós að einstaklingar sem orðið höfðu fyrir ofbeldi voru með marktækt minna slíður utan um taugafrumur sínar ein þeir sem ekki höfðu orðið fyrir ofbeldi.

Mýelín-slíður eru samsett úr sérstökum frumum sem vefja sig utan um langar taugafrumur til að auka skilvirkni taugaboða. Slíðrin búa til nokkurs konar staksteina fyrir taugaboðin að hoppa á milli, svo í stað þess að taka langan tíma í að ferðast eftir löngum símum taugafrumna, hoppa boðin yfir slíðrin og þannig berast þau fyrr.

Þessi slíður taka að myndast utan um frumur taugakerfisins í kringum fæðingu einstaklings og halda svo áfram að þroskast fram á fullorðins ár. Í taugahrörnunarsjúkdómum á borð við MS, þar sem sjúklingar missa hægt og bítandi taugakerfið eru þessi mýalín-slíður gjörn á að eyðast.

Ofangreind rannsókn er líklega sú fyrsta til að sýna fram á hversu afgerandi og áþreifanleg áhrif ofbeldi getur haft á óþroskaðar sálir. Ofbeldi, af hvaða tagi sem það er, er ekki bara eitthvað sem börn gleyma eða þurfa að jafna sig á. Það getur raunverulega breytt því hvernig efnaskipti eiga sér stað í heilanum.

Þetta er kannski eitthvað sem ráðamenn landsins ættu að hafa í huga þegar lög um uppreist æru koma til endurskoðunar.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiFólk