Ofbeldi í æsku hefur áhrif á taugakerfið

Ný rannsókn er líklega sú fyrsta til að sýna fram á hversu afgerandi áhrif ofbeldi getur haft á óþroskaðar sálir. Ofbeldi er ekki bara eitthvað sem börn gleyma eða þurfa að jafna sig á. Það getur breytt því hvernig efnaskipti eiga sér stað í heilanum.

Hendi 26.09.2017
Auglýsing

Þegar einstaklingar verða fyrir ofbeldi á uppvaxtarárum sínum, hvort sem er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt, getur það haft ævilangar afleiðingar fyrir viðkomandi. Vel er þekkt að einstaklingar sem hafa þurft að takast á við slík áföll glíma oft við þunglyndi á fullorðins árum og sjálfsmorðstíðni meðal þeirra endurspeglar einnig þær alvarlegu afleiðingar sem fólk horfir fram á.

Samkvæmt nýlega birtri rannsókn sem unnin var við McGill háskóla í Kanada, eru þessi áföll ekki bara mælanleg með þunglyndisgreiningum og sjálfsmorðum. Við getum einnig séð þessi áhrif á stórum og smáum breytingum í taugakerfinu.

Hópurinn við McGill háskóla vann út frá þeirri tilgátu að það að upplifa ofbeldi hefði áhrif á utangenaerfðir einstaklinga. Utangenaerfðir (epigenetics) eru breytingar og merkingar á pökkun erfðaefnisins sem hafa áhrif á hvernig gen eru tjáð.

Auglýsing

Til að skoða þetta notaðist hópurinn við safn sýna úr heilum alls 78 einstaklinga. Þriðjungur sýnanna komu frá heilbrigðum viðmiðunarhóp, þriðjungur voru tilkomin frá fólki sem hafði fallið fyrir eigin hendi en átti sér ekki sögu um ofbeldi í æsku. Síðasti þriðjungur sýnanna tilheyrðu einstaklingum sem einnig höfðu fallið fyrir eigin hendi og áttu sér sögu um ofbeldi í æsku.

Þegar erfðaefni mismunandi hópa var borið saman kom í ljós að þeir einstaklingar sem höfðu orðið fyrir ofbeldi sýndu breytingar í tjáningu gena sem koma við sögu í myndun og viðhaldi mýelín-slíðra. Þegar vefurinn sjálfur var svo skoðaður með tilliti til mýelín-slíðra kom einnig í ljós að einstaklingar sem orðið höfðu fyrir ofbeldi voru með marktækt minna slíður utan um taugafrumur sínar ein þeir sem ekki höfðu orðið fyrir ofbeldi.

Mýelín-slíður eru samsett úr sérstökum frumum sem vefja sig utan um langar taugafrumur til að auka skilvirkni taugaboða. Slíðrin búa til nokkurs konar staksteina fyrir taugaboðin að hoppa á milli, svo í stað þess að taka langan tíma í að ferðast eftir löngum símum taugafrumna, hoppa boðin yfir slíðrin og þannig berast þau fyrr.

Þessi slíður taka að myndast utan um frumur taugakerfisins í kringum fæðingu einstaklings og halda svo áfram að þroskast fram á fullorðins ár. Í taugahrörnunarsjúkdómum á borð við MS, þar sem sjúklingar missa hægt og bítandi taugakerfið eru þessi mýalín-slíður gjörn á að eyðast.

Ofangreind rannsókn er líklega sú fyrsta til að sýna fram á hversu afgerandi og áþreifanleg áhrif ofbeldi getur haft á óþroskaðar sálir. Ofbeldi, af hvaða tagi sem það er, er ekki bara eitthvað sem börn gleyma eða þurfa að jafna sig á. Það getur raunverulega breytt því hvernig efnaskipti eiga sér stað í heilanum.

Þetta er kannski eitthvað sem ráðamenn landsins ættu að hafa í huga þegar lög um uppreist æru koma til endurskoðunar.

Fréttin birtist fyrst á Hvatanum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFólk