Kolrassa krókríðandi hyggist gefa út Drápu á ný

Platan Drápa eftir Kolrössu krókríðandi kemur aftur út, 25 árum eftir upphaflega útgáfu. Hljómsveitin safnar fyrir útgáfunni á Karolína fund.

Kolrassa krókríðandi endurkoma Karolina fund hljómsveit
Auglýsing

Hljómsveitin Kolrassa Krókríðandi/Bellatrix fagnar í ár 25 ára afmæli sínu og af því tilefni stefnir hún að endurútgáfu sinnar fyrstu plötu, Drápu á vínyl- og geislaplötu, en hún hefur verið ófáanleg í áratugi. Hljómsveitin mun einnig flytja plötuna einu sinni með upprunalegum meðlimum á tónleikum 25. nóvember næstkomandi.

Hljómsveitin stendur nú um þessar mundir fyrir hópfjármögnun á verkefninu hjá Karolina Fund og geta áhugasamir tekið þátt í söfnuninni á vefnum.

Upprunalegir meðlimir Kolrössu eru Elíza Newman, tónlistarkona og tónlistarkennari, Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri, Birgitta Vilbergsdóttir, flugfreyja og ökukennari og Ester Ásgeirsdóttir, hljóðmaður og starfsmaður kvikmyndasafns Íslands. Kjarninn hitti Elízu Newman og ræddi við hana um verkefnið.

Hvers vegna varð Kolrassa Krókríðandi til á sínum tíma?

Hljómsveitin fæddist út úr annarri hljómsveit sem við höfðum stofnað í grunnskóla sem kallaðist Menn. Við vorum fjórar vinkonur í Keflavík og okkur langaði að gera eitthvað sem vakti sem mesta athygli og hneykslaði sem flesta í Keflavík. Þannig að Kolrassa fæddist þannig. Við vorum svoldið á skjön við flesta jafnaldra okkar, og að stofna hljómsveit var í raun okkar leið til að brjótast út úr norminu og láta rödd okkar heyrast.

Auglýsing

Hljómsveitin lagðist í dvala árið 2001 eftir að hafa verið nokkuð áberandi í íslenskri tónlistarflóru. Hafið þið eitthvað komið saman síðan þá?

Jú, við höfum verið dobblaðar til að koma saman einstaka sinnum við mjög sérstök tilefni. Það fyrsta var 60 ára afmæli Myllubakkaskóla í Keflavík árið 2012 þar sem upprunalega Kolrassa kom saman í fyrsta sinn í 19 ár og var það kveikjan að því að við gátum hugsað okkur að gera meira. Við höfum komið fram tvisvar á Eistnaflugi, rokkhátíðinni í Neskaupstað, og svo á 17. júní og hátíðartónleikum í Hörpu til að halda upp á 100 ára kosningaafmæli kvenna á Íslandi. Í ár höldum við svo upp á 25 ára afmæli hljómsveitarinnar og okkur þótti tilvalið að slá til í tónleika og endurútgáfu okkar fyrstu plötu Drápu í afmælis Vinyl útgáfu.


Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Kolrassa Krókríðandi, sem saman stóð af fjórum 17 ára stúlkum, gaf út Drápu sem valin var ein af plötum ársins árið 1992. Hvað stendur til hjá hljómsveitinni núna að 25 árum liðnum?

VIð eigum 25 ára afmæli í ár og okkur langar að halda upp á það með smá húllumhæi! Við erum að stefna á að endurútgefa Drápu í hátíðarvinyl- og CD-útgáfu þar sem hún hefur ekki verið fáanleg í áratugi. Einnig ætlum við að halda endurútgáfuafmælistónleika á Húrra 25. nóvember þar sem upprunalegir meðlimir Kolrössu koma saman og flytja Drápu í heild sinni ásamt nokkrum vel völdum lögum frá þessu tímabili. Við erum á fullu núna með hópfjármögnun hjá Karolina Fund fyrir plötuna og getur fólk farið inn á Karolina Fund-síðuna og pantað þar eintak af Drápu á Vinyl og CD ásamt allskonar gúmmulaði eins og Drápubol og miða á tónleikana. Mikið hefur breyst – það er rétt – síðan platan kom út, en Drápa hefur elst alveg sérstaklega vel og að hlusta á hana núna er algjört æði, eins og að vera sendur aftur í tímann inn í hugarheim skrítinna unglingsstelpna sem höfðu engu að tapa á því að láta allt vaða!

Söfnun Kolrassa Krókríðandi fyrir Drápu á Karolina Fund.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFólk