Eru strákarnir okkar ungir og litlir?

Er Ísland stórasta land í heimi? Eða erum við bara huggulega meðalstór?

Auglýsing

Per­sónu­lega er ég ekki mik­ill íþrótta­á­huga­mað­ur. Ég veit ekki hvaða lið er á toppnum í ensku deild­inni; ég get nefnt þrjá leik­menn í íslenska karla­lands­lið­inu í fót­bolta (reyndar held ég að Eiður Smári sé kom­inn á eft­ir­laun, þannig að kannski eru þeir bara tveir); og um dag­inn, þegar ég hitti ótrú­lega næs Íslend­ing á knæpu í Þýska­landi, að nafni Arnór Þór, hafði ég ekki hug­mynd um að hann væri heimsklassa íþrótta­mað­ur.

En ég lét mig að sjálf­sögðu ekki vanta þegar íslenska lands­liðið kom til Köln­ar, þar sem ég bý, til þess að spila á móti Frakk­landi.

Þegar ég fylgd­ist með lið­unum hita upp var það tvennt sem ég tók sér­stak­lega eft­ir: strák­arnir okkar virt­ust bæði mikið yngri og minni en Frakk­arn­ir. Ég hafði heyrt sér­fræð­inga segja að við værum með ungt lið. Minnt­ist ég þess einnig að fróð­ari menn en ég hafi sagt að strák­arnir okkar væru frekar litl­ir. Ég hafði svo sem enga ástæðu til að efast um þessar kenn­ingar né upp­lifun mína. En hag­fræð­ing­ur­inn í mér er óþol­andi plága og lét mig ekki í friði fyrr en gögnum yrði safnað og þau yfir­heyrið til þess að færa sönnur á, eða hrekja, þessar kenn­ing­ar.

Auglýsing

Stóru strák­arnir okkar

Það eru ýmsar leiðir til þess að meta það hvort strák­arnir okkar séu stórir eða litl­ir. Eðli­legt væri að byrja á því að bera þá saman við full­orðna íslenska karl­menn. Í þessu sam­hengi er nokkuð ljóst að strák­arnir okkar eru sko engir titt­ir. Meðal íslenskur karl­maður er 180,8 sm. Eða það þyk­ist hann alla­vega vera þegar hann er beð­inn um að meta eigin hæð. Það er eflaust aðeins hærri tala en raun ber vitni, enda eiga karlar það til að námunda rausn­ar­lega upp á við þegar þeir eru spurðir um hæð (ef þú trúir mér ekki, athug­aðu þá bara vega­bréfið þitt). Með­al­hæð strák­anna okkar er 191 sm. Tveir minnstu leik­menn Íslenska liðs­ins, Arnór og Óðin (báðir Þór­ar) eru báðir 181 sm, 20 milli­metrum hærri en meðal íslenskur karl­maður þyk­ist vera.Ef íslenskir karlmenn fá að njóta vafans, eru þeir samt trítlar í samanburði við strákana okkar. Heimild: Eikonomics, Wikipedia.

Að sjálf­sögðu skiptir stærð strák­anna miðað við okkur ekki svo miklu máli. Það sem skiptir meira máli er hvernig þeim ber saman við mótherja sína, á vell­in­um. Ég skoð­aði það líka og það vill svo til að strák­arnir eru mitt í miðj­unni, hvorki stórir né litlir, beint á milli Túnis og Bras­il­íu. Á graf­inu að neðan hef ég raðað upp öllum leik­mönnum allra liða frá þeim lág­vaxn­asta í sínu liði til þess hávaxn­asta. Strák­arnir okkar eru rauðu punkt­arn­ir.Litlu strákarnir okkar eru frekar stórir en stóru strákarnir okkar frekar litlir. Ath. Hver punktur er einn leikmaður. Fyrsta röðin sýnir minnsta leikmann hvers liðs, önnur röðin næst minnsta leikmann hvers liðs og svo kolli af kolli.

Vissu­lega erum strák­arnir ekk­ert rosa­lega stór­ir. Til að mynda er hæsti leik­maður okk­ar, Arnar Freyr, 11 senti­metrum minni en hinn tröll­vaxni Dani, Niko­laj Markus­sen. En þó að við séum ekki stórasta land í heimi (Ung­verjar eru það), þá erum við heldur ekki minnstasta land í heimi (sem er Bahrain). Við erum bara með­al­stórasta land í heimi.

Ungu strák­arnir okkar

Það er alveg ljóst að strák­arnir okkar eru ung­ir. Með­al­aldur liðs­ins eru 24 ár. Með­al­aldur spænska liðs­ins eru 30 ár, en þeir eru afar móts­ins. Reyndar erum við ekk­ert eins­dæmi, en með­al­leik­maður Kóreska liðs­ins einnig 24 ára. En þökk sé Hauki, sem er 17 ára, þá er íslenska liðið samt yngsta lið móts­ins.

Myndin að neðan sýnir svart á hvítu hversu ungir strák­arnir okkar eru í raun og veru. Á graf­inu hef ég raðað niður öllum leik­mönnum allrar liða móts­ins, eftir ald­urs­röð þeirra í lið­inu. Þannig er, til að mynda, Haukur bor­inn saman við yngstu leik­menn hvers liðs (fyrsti dálk­ur­inn á mynd­inni) og er Björg­vin borin saman við elstu menn hvers liðs (síð­asti rauði punkt­ur­inn). Og eins og myndin sýnir er liðið okkar korn­ungt. Ell­ismellur móts­ins, Aust­ur­rík­is­mað­ur­inn Nikola Mar­inovic, er 42 ára – 9 árum eldri en Björg­vin og 25 árum eldri en Hauk­ur!Ath. Hver punktur er einn leikmaður. Fyrsta röðin sýnir yngsta leikmann hvers liðs, önnur röðin næst yngsta leikmann hvers liðs og svo kolli af kolli. Einhver lið eru með fleiri en 17 leikmenn, því eru auka punktar á eftir Björgvin og félögum.

Hag­fræð­ing­ur­inn í mér getur því sofið vært: töl­fræðin stað­festir það sem sér­fræð­ing­arnir hafa haldið fram. Núna er bara að bíða og vona að sér­fræð­ing­arnir hafi líka rétt fyrir sér þegar þeir segja að liðið verði bara betra eftir því sem það eld­ist og hleður á sig reynslu.

Kæru hand­bolta­kapp­ar, takk fyrir mig. Ég hlakka til að sjá ykkur veifa bik­arnum eftir nokkur ár. Engin pressa.

*Áhuga­samir geta skoðað frek­ari töl­fræði hvað varðar stærð, reynslu og aldur strák­anna okkar á heima­síðu höf­und­ar: eikonomics.eu.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics