Eru strákarnir okkar ungir og litlir?

Er Ísland stórasta land í heimi? Eða erum við bara huggulega meðalstór?

Auglýsing

Persónulega er ég ekki mikill íþróttaáhugamaður. Ég veit ekki hvaða lið er á toppnum í ensku deildinni; ég get nefnt þrjá leikmenn í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta (reyndar held ég að Eiður Smári sé kominn á eftirlaun, þannig að kannski eru þeir bara tveir); og um daginn, þegar ég hitti ótrúlega næs Íslending á knæpu í Þýskalandi, að nafni Arnór Þór, hafði ég ekki hugmynd um að hann væri heimsklassa íþróttamaður.

En ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta þegar íslenska landsliðið kom til Kölnar, þar sem ég bý, til þess að spila á móti Frakklandi.

Þegar ég fylgdist með liðunum hita upp var það tvennt sem ég tók sérstaklega eftir: strákarnir okkar virtust bæði mikið yngri og minni en Frakkarnir. Ég hafði heyrt sérfræðinga segja að við værum með ungt lið. Minntist ég þess einnig að fróðari menn en ég hafi sagt að strákarnir okkar væru frekar litlir. Ég hafði svo sem enga ástæðu til að efast um þessar kenningar né upplifun mína. En hagfræðingurinn í mér er óþolandi plága og lét mig ekki í friði fyrr en gögnum yrði safnað og þau yfirheyrið til þess að færa sönnur á, eða hrekja, þessar kenningar.

Auglýsing

Stóru strákarnir okkar

Það eru ýmsar leiðir til þess að meta það hvort strákarnir okkar séu stórir eða litlir. Eðlilegt væri að byrja á því að bera þá saman við fullorðna íslenska karlmenn. Í þessu samhengi er nokkuð ljóst að strákarnir okkar eru sko engir tittir. Meðal íslenskur karlmaður er 180,8 sm. Eða það þykist hann allavega vera þegar hann er beðinn um að meta eigin hæð. Það er eflaust aðeins hærri tala en raun ber vitni, enda eiga karlar það til að námunda rausnarlega upp á við þegar þeir eru spurðir um hæð (ef þú trúir mér ekki, athugaðu þá bara vegabréfið þitt). Meðalhæð strákanna okkar er 191 sm. Tveir minnstu leikmenn Íslenska liðsins, Arnór og Óðin (báðir Þórar) eru báðir 181 sm, 20 millimetrum hærri en meðal íslenskur karlmaður þykist vera.Ef íslenskir karlmenn fá að njóta vafans, eru þeir samt trítlar í samanburði við strákana okkar. Heimild: Eikonomics, Wikipedia.

Að sjálfsögðu skiptir stærð strákanna miðað við okkur ekki svo miklu máli. Það sem skiptir meira máli er hvernig þeim ber saman við mótherja sína, á vellinum. Ég skoðaði það líka og það vill svo til að strákarnir eru mitt í miðjunni, hvorki stórir né litlir, beint á milli Túnis og Brasilíu. Á grafinu að neðan hef ég raðað upp öllum leikmönnum allra liða frá þeim lágvaxnasta í sínu liði til þess hávaxnasta. Strákarnir okkar eru rauðu punktarnir.Litlu strákarnir okkar eru frekar stórir en stóru strákarnir okkar frekar litlir. Ath. Hver punktur er einn leikmaður. Fyrsta röðin sýnir minnsta leikmann hvers liðs, önnur röðin næst minnsta leikmann hvers liðs og svo kolli af kolli.

Vissulega erum strákarnir ekkert rosalega stórir. Til að mynda er hæsti leikmaður okkar, Arnar Freyr, 11 sentimetrum minni en hinn tröllvaxni Dani, Nikolaj Markussen. En þó að við séum ekki stórasta land í heimi (Ungverjar eru það), þá erum við heldur ekki minnstasta land í heimi (sem er Bahrain). Við erum bara meðalstórasta land í heimi.

Ungu strákarnir okkar

Það er alveg ljóst að strákarnir okkar eru ungir. Meðalaldur liðsins eru 24 ár. Meðalaldur spænska liðsins eru 30 ár, en þeir eru afar mótsins. Reyndar erum við ekkert einsdæmi, en meðalleikmaður Kóreska liðsins einnig 24 ára. En þökk sé Hauki, sem er 17 ára, þá er íslenska liðið samt yngsta lið mótsins.

Myndin að neðan sýnir svart á hvítu hversu ungir strákarnir okkar eru í raun og veru. Á grafinu hef ég raðað niður öllum leikmönnum allrar liða mótsins, eftir aldursröð þeirra í liðinu. Þannig er, til að mynda, Haukur borinn saman við yngstu leikmenn hvers liðs (fyrsti dálkurinn á myndinni) og er Björgvin borin saman við elstu menn hvers liðs (síðasti rauði punkturinn). Og eins og myndin sýnir er liðið okkar kornungt. Ellismellur mótsins, Austurríkismaðurinn Nikola Marinovic, er 42 ára – 9 árum eldri en Björgvin og 25 árum eldri en Haukur!Ath. Hver punktur er einn leikmaður. Fyrsta röðin sýnir yngsta leikmann hvers liðs, önnur röðin næst yngsta leikmann hvers liðs og svo kolli af kolli. Einhver lið eru með fleiri en 17 leikmenn, því eru auka punktar á eftir Björgvin og félögum.

Hagfræðingurinn í mér getur því sofið vært: tölfræðin staðfestir það sem sérfræðingarnir hafa haldið fram. Núna er bara að bíða og vona að sérfræðingarnir hafi líka rétt fyrir sér þegar þeir segja að liðið verði bara betra eftir því sem það eldist og hleður á sig reynslu.

Kæru handboltakappar, takk fyrir mig. Ég hlakka til að sjá ykkur veifa bikarnum eftir nokkur ár. Engin pressa.

*Áhugasamir geta skoðað frekari tölfræði hvað varðar stærð, reynslu og aldur strákanna okkar á heimasíðu höfundar: eikonomics.eu.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics