Eru strákarnir okkar ungir og litlir?

Er Ísland stórasta land í heimi? Eða erum við bara huggulega meðalstór?

Auglýsing

Persónulega er ég ekki mikill íþróttaáhugamaður. Ég veit ekki hvaða lið er á toppnum í ensku deildinni; ég get nefnt þrjá leikmenn í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta (reyndar held ég að Eiður Smári sé kominn á eftirlaun, þannig að kannski eru þeir bara tveir); og um daginn, þegar ég hitti ótrúlega næs Íslending á knæpu í Þýskalandi, að nafni Arnór Þór, hafði ég ekki hugmynd um að hann væri heimsklassa íþróttamaður.

En ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta þegar íslenska landsliðið kom til Kölnar, þar sem ég bý, til þess að spila á móti Frakklandi.

Þegar ég fylgdist með liðunum hita upp var það tvennt sem ég tók sérstaklega eftir: strákarnir okkar virtust bæði mikið yngri og minni en Frakkarnir. Ég hafði heyrt sérfræðinga segja að við værum með ungt lið. Minntist ég þess einnig að fróðari menn en ég hafi sagt að strákarnir okkar væru frekar litlir. Ég hafði svo sem enga ástæðu til að efast um þessar kenningar né upplifun mína. En hagfræðingurinn í mér er óþolandi plága og lét mig ekki í friði fyrr en gögnum yrði safnað og þau yfirheyrið til þess að færa sönnur á, eða hrekja, þessar kenningar.

Auglýsing

Stóru strákarnir okkar

Það eru ýmsar leiðir til þess að meta það hvort strákarnir okkar séu stórir eða litlir. Eðlilegt væri að byrja á því að bera þá saman við fullorðna íslenska karlmenn. Í þessu samhengi er nokkuð ljóst að strákarnir okkar eru sko engir tittir. Meðal íslenskur karlmaður er 180,8 sm. Eða það þykist hann allavega vera þegar hann er beðinn um að meta eigin hæð. Það er eflaust aðeins hærri tala en raun ber vitni, enda eiga karlar það til að námunda rausnarlega upp á við þegar þeir eru spurðir um hæð (ef þú trúir mér ekki, athugaðu þá bara vegabréfið þitt). Meðalhæð strákanna okkar er 191 sm. Tveir minnstu leikmenn Íslenska liðsins, Arnór og Óðin (báðir Þórar) eru báðir 181 sm, 20 millimetrum hærri en meðal íslenskur karlmaður þykist vera.Ef íslenskir karlmenn fá að njóta vafans, eru þeir samt trítlar í samanburði við strákana okkar. Heimild: Eikonomics, Wikipedia.

Að sjálfsögðu skiptir stærð strákanna miðað við okkur ekki svo miklu máli. Það sem skiptir meira máli er hvernig þeim ber saman við mótherja sína, á vellinum. Ég skoðaði það líka og það vill svo til að strákarnir eru mitt í miðjunni, hvorki stórir né litlir, beint á milli Túnis og Brasilíu. Á grafinu að neðan hef ég raðað upp öllum leikmönnum allra liða frá þeim lágvaxnasta í sínu liði til þess hávaxnasta. Strákarnir okkar eru rauðu punktarnir.Litlu strákarnir okkar eru frekar stórir en stóru strákarnir okkar frekar litlir. Ath. Hver punktur er einn leikmaður. Fyrsta röðin sýnir minnsta leikmann hvers liðs, önnur röðin næst minnsta leikmann hvers liðs og svo kolli af kolli.

Vissulega erum strákarnir ekkert rosalega stórir. Til að mynda er hæsti leikmaður okkar, Arnar Freyr, 11 sentimetrum minni en hinn tröllvaxni Dani, Nikolaj Markussen. En þó að við séum ekki stórasta land í heimi (Ungverjar eru það), þá erum við heldur ekki minnstasta land í heimi (sem er Bahrain). Við erum bara meðalstórasta land í heimi.

Ungu strákarnir okkar

Það er alveg ljóst að strákarnir okkar eru ungir. Meðalaldur liðsins eru 24 ár. Meðalaldur spænska liðsins eru 30 ár, en þeir eru afar mótsins. Reyndar erum við ekkert einsdæmi, en meðalleikmaður Kóreska liðsins einnig 24 ára. En þökk sé Hauki, sem er 17 ára, þá er íslenska liðið samt yngsta lið mótsins.

Myndin að neðan sýnir svart á hvítu hversu ungir strákarnir okkar eru í raun og veru. Á grafinu hef ég raðað niður öllum leikmönnum allrar liða mótsins, eftir aldursröð þeirra í liðinu. Þannig er, til að mynda, Haukur borinn saman við yngstu leikmenn hvers liðs (fyrsti dálkurinn á myndinni) og er Björgvin borin saman við elstu menn hvers liðs (síðasti rauði punkturinn). Og eins og myndin sýnir er liðið okkar kornungt. Ellismellur mótsins, Austurríkismaðurinn Nikola Marinovic, er 42 ára – 9 árum eldri en Björgvin og 25 árum eldri en Haukur!Ath. Hver punktur er einn leikmaður. Fyrsta röðin sýnir yngsta leikmann hvers liðs, önnur röðin næst yngsta leikmann hvers liðs og svo kolli af kolli. Einhver lið eru með fleiri en 17 leikmenn, því eru auka punktar á eftir Björgvin og félögum.

Hagfræðingurinn í mér getur því sofið vært: tölfræðin staðfestir það sem sérfræðingarnir hafa haldið fram. Núna er bara að bíða og vona að sérfræðingarnir hafi líka rétt fyrir sér þegar þeir segja að liðið verði bara betra eftir því sem það eldist og hleður á sig reynslu.

Kæru handboltakappar, takk fyrir mig. Ég hlakka til að sjá ykkur veifa bikarnum eftir nokkur ár. Engin pressa.

*Áhugasamir geta skoðað frekari tölfræði hvað varðar stærð, reynslu og aldur strákanna okkar á heimasíðu höfundar: eikonomics.eu.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics