Að hanga heima hefur aldrei verið betra

Útlandaþrá þjáir marga landsmenn í COVID-einangruninni. Eikonomics segir flest okkar hins vegar ofmeta fórnarkostnað sinn af því að vera föst á Íslandi.

Auglýsing

Fyrir stuttu tísti ég á Twitter. Í tístinu bað ég fólk um að deila því með mér, hvaða borg væri sú glataðasta sem það hefur komið til. Það stóð ekki á svörum. Eftir einn dag voru komin 73 svör. 

Leiðinlegustu borgirnar voru flestar í Bretlandi. Þessar post-Thatcher-sleggju borgir, þaðan sem ekkert er að frétta. Spánn fór líka illa út úr þessari könnun, en ekki eins illa og Mónakó, sem virðist þó ekki vera með eins slæmt orðspor á sér og Minsk. 

Minsk átti þó ekkert í Pisa, en það sáu ansi margir eftir ferð sinni þangað. Þessir klukkutímar – sem flest okkar eiga ekki nema um 744 þúsund af á lífsleiðinni – sem eytt var í Pisa eru óendurkræfir, tapaðir. Koma aldrei aftur. Og allt fyrir einhvern illa byggðan turn.

Annað tíst sendi ég út stuttu áður, þar sem ég bað fólk um að nefna uppáhalds borgirnar sínar. Það voru reyndar aðeins færri sem sendu inn tillögu þar, en þó slatti. París og Róm voru fyrirsjáanlega – og réttilega – á toppnum, þó aðeins rétt á undan hinni undurfögru Porto. 

Eitt svar, eða öllu heldur endurtíst, stóð þó upp úr í öllu þessu stuði. Það var svar Katrínar Atladóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Katrín skrifaði að hún þráði svo „mikið að fara til útlanda að“ hún gæti ekki „með nokkru móti fundið eina slæma minningu frá borg erlendis.“

Þetta skil ég vel, þó ég sé tæknilega séð búsettur erlendis. (Sama hversu lengi ég bý í Þýskalandi, hversu þýskur sonur minn verður, hversu þýsk konan mín er, hversu vel ég aðlagast, þá er Ísland alltaf mitt „Heimat“.) COVID hefur takmarkað getu okkar til að ferðast, sem er, fyrir marga, mikill velferðarskaði. 

Þeim mun lengur sem líður frá síðustu útlandaferð, þeim mun meira rómanserum við útlönd. Þið vitið hvað skáldin segja um fjöllin og fegurðina. Flestir muna eftir ferðinni niður rennibrautina, en færri vista minninguna um röðina sem þeir biðu í til að fá að renna sér. 

Þetta er eitt af þeim fjölmörgu vandamálum sem félagsfræðingar, og ekki síður sálfræðingar, fást við þegar þeir hanna spurningalista, til þess að reyna að meta virði ýmiskonar afþreyingar, eftir að fólk hefur neytt hennar. Það er að segja, minnið blekkir okkur. Tíminn og minnið bjagar svör okkar, oft þannig að við ýkjum, án þess þó að ætla okkur að það.

Auglýsing
Slík bjögun leiðir til þess að þegar fram líða stundir ofmetum við það hversu gaman eitthvað var í augnablikinu. Ég efast ekki um að Katrínu hafi þótt gaman í sínum utanlandsferðum, en þegar hún fer í næstu ferð þá rifjar hún það eflaust upp að það er gaman í útlöndum, en ekki eins glimmer-gaman og í minningunni. 

Ef mér leyfist að nota orðaforða hagfræðinnar: Katrín, rétt eins og flest okkar, ofmetur líklega fórnarkostnað sinn af því að vera föst á eyjunni ágætu. 

En þessi bjögun sem tíminn og minnið skapar er þó ekki það eina sem taka þarf inn í fórnarkostnað Katrínar. Því í dag er Ísland eflaust einn minnst leiðinlegi staður í heimi til að vera á. Fyrir utan reyndar Nýja Sjáland, þar er sumar, sól, engir ferðamenn og COVID er bara eitthvað sem lesið er um á erlendum vefsíðum.

Á Spáni er ekkert opið á kvöldin. Í Þýskalandi er ekki hægt að skella sér á Brauhaus og fá sér Haxe (eða Himmel und Äd, í Köln, Bjössi Borko). Í Frakklandi er allt lok-lok og læs. Í Kína er þér stungið vikum saman í stofufangelsi ef einhver í hverfinu þínu fellur á COVID-prófi. Bandaríkin eru Vífilsstaðir. Og ef þú reynir að sækja Norður Kóreu heim, þá skjóta þeir þig fyrst og brenna svo. 

Því má segja að fórnarkostnaður Katrínar sé enn minni en hún gerir sér kannski grein fyrir. Því útlandaferðin sem hún færi í dag, væri einfaldlega ekki eins mikið fjör og þær sem hún fór í áður. 

Þess vegna er ég viss um það, að ef Katrín endurreiknar fórnarkostnað sinn af því að vera heima – og leiðréttir verðmæti utanlandsferða eins og þær eru í dag og gefur minningum sínum smá afslátt líka – þá á hún eftir að reikna sig niður á lægra velferðartap sem orsakast af útivistabanninu. Og mögulega getur hún þá fundið, í það minnsta eina glataða utanlandsferð, sem hún getur sagt mér frá á Twitter. Stílfært dæmi um það hvernig Katrín getur leiðrétt mismuninn á huglægu mati sínu á eigin fórnarkostnaði þess að geta ekki farið til útlanda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics