Að hanga heima hefur aldrei verið betra

Útlandaþrá þjáir marga landsmenn í COVID-einangruninni. Eikonomics segir flest okkar hins vegar ofmeta fórnarkostnað sinn af því að vera föst á Íslandi.

Auglýsing

Fyrir stuttu tísti ég á Twitt­er. Í tíst­inu bað ég fólk um að deila því með mér, hvaða borg væri sú glat­að­asta sem það hefur komið til. Það stóð ekki á svör­um. Eftir einn dag voru komin 73 svör. 

Leið­in­leg­ustu borg­irnar voru flestar í Bret­landi. Þessar post-T­hatcher-s­leggju borgir, þaðan sem ekk­ert er að frétta. Spánn fór líka illa út úr þess­ari könn­un, en ekki eins illa og Móna­kó, sem virð­ist þó ekki vera með eins slæmt orð­spor á sér og Minsk. 

Minsk átti þó ekk­ert í Pisa, en það sáu ansi margir eftir ferð sinni þang­að. Þessir klukku­tímar – sem flest okkar eiga ekki nema um 744 þús­und af á lífs­leið­inni – sem eytt var í Pisa eru óend­ur­kræf­ir, tap­að­ir. Koma aldrei aft­ur. Og allt fyrir ein­hvern illa byggðan turn.

Annað tíst sendi ég út stuttu áður, þar sem ég bað fólk um að nefna upp­á­halds borg­irnar sín­ar. Það voru reyndar aðeins færri sem sendu inn til­lögu þar, en þó slatti. París og Róm voru fyr­ir­sjá­an­lega – og rétti­lega – á toppn­um, þó aðeins rétt á undan hinni und­ur­fögru Porto. 

Eitt svar, eða öllu heldur end­ur­tíst, stóð þó upp úr í öllu þessu stuði. Það var svar Katrínar Atla­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Katrín skrif­aði að hún þráði svo „mikið að fara til útlanda að“ hún gæti ekki „með nokkru móti fundið eina slæma minn­ingu frá borg erlend­is.“

Þetta skil ég vel, þó ég sé tækni­lega séð búsettur erlend­is. (Sama hversu lengi ég bý í Þýska­landi, hversu þýskur sonur minn verð­ur, hversu þýsk konan mín er, hversu vel ég aðlagast, þá er Ísland alltaf mitt „Heimat“.) COVID hefur tak­markað getu okkar til að ferðast, sem er, fyrir marga, mik­ill vel­ferð­ar­skað­i. 

Þeim mun lengur sem líður frá síð­ustu útlanda­ferð, þeim mun meira rómanserum við útlönd. Þið vitið hvað skáldin segja um fjöllin og feg­urð­ina. Flestir muna eftir ferð­inni niður renni­braut­ina, en færri vista minn­ing­una um röð­ina sem þeir biðu í til að fá að renna sér. 

Þetta er eitt af þeim fjöl­mörgu vanda­málum sem félags­fræð­ing­ar, og ekki síður sál­fræð­ing­ar, fást við þegar þeir hanna spurn­inga­lista, til þess að reyna að meta virði ýmis­konar afþrey­ing­ar, eftir að fólk hefur neytt henn­ar. Það er að segja, minnið blekkir okk­ur. Tím­inn og minnið bjagar svör okk­ar, oft þannig að við ýkj­um, án þess þó að ætla okkur að það.

Auglýsing
Slík bjögun leiðir til þess að þegar fram líða stundir ofmetum við það hversu gaman eitt­hvað var í augna­blik­inu. Ég efast ekki um að Katrínu hafi þótt gaman í sínum utan­lands­ferð­um, en þegar hún fer í næstu ferð þá rifjar hún það eflaust upp að það er gaman í útlönd­um, en ekki eins glimmer-gaman og í minn­ing­unn­i. 

Ef mér leyf­ist að nota orða­forða hag­fræð­inn­ar: Katrín, rétt eins og flest okk­ar, ofmetur lík­lega fórn­ar­kostnað sinn af því að vera föst á eyj­unni ágæt­u. 

En þessi bjögun sem tím­inn og minnið skapar er þó ekki það eina sem taka þarf inn í fórn­ar­kostnað Katrín­ar. Því í dag er Ísland eflaust einn minnst leið­in­legi staður í heimi til að vera á. Fyrir utan reyndar Nýja Sjá­land, þar er sum­ar, sól, engir ferða­menn og COVID er bara eitt­hvað sem lesið er um á erlendum vef­síð­um.

Á Spáni er ekk­ert opið á kvöld­in. Í Þýska­landi er ekki hægt að skella sér á Brauhaus og fá sér Haxe (eða Himmel und Äd, í Köln, Bjössi Borko). Í Frakk­landi er allt lok-­lok og læs. Í Kína er þér stungið vikum saman í stofu­fang­elsi ef ein­hver í hverf­inu þínu fellur á COVID-­prófi. Banda­ríkin eru Víf­ils­stað­ir. Og ef þú reynir að sækja Norður Kóreu heim, þá skjóta þeir þig fyrst og brenna svo. 

Því má segja að fórn­ar­kostn­aður Katrínar sé enn minni en hún gerir sér kannski grein fyr­ir. Því útlanda­ferðin sem hún færi í dag, væri ein­fald­lega ekki eins mikið fjör og þær sem hún fór í áður. 

Þess vegna er ég viss um það, að ef Katrín end­ur­reiknar fórn­ar­kostnað sinn af því að vera heima – og leið­réttir verð­mæti utan­lands­ferða eins og þær eru í dag og gefur minn­ingum sínum smá afslátt líka – þá á hún eftir að reikna sig niður á lægra vel­ferð­ar­tap sem orsakast af úti­vista­bann­inu. Og mögu­lega getur hún þá fund­ið, í það minnsta eina glat­aða utan­lands­ferð, sem hún getur sagt mér frá á Twitt­er. Stílfært dæmi um það hvernig Katrín getur leiðrétt mismuninn á huglægu mati sínu á eigin fórnarkostnaði þess að geta ekki farið til útlanda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiEikonomics