Að hanga heima hefur aldrei verið betra

Útlandaþrá þjáir marga landsmenn í COVID-einangruninni. Eikonomics segir flest okkar hins vegar ofmeta fórnarkostnað sinn af því að vera föst á Íslandi.

Auglýsing

Fyrir stuttu tísti ég á Twitt­er. Í tíst­inu bað ég fólk um að deila því með mér, hvaða borg væri sú glat­að­asta sem það hefur komið til. Það stóð ekki á svör­um. Eftir einn dag voru komin 73 svör. 

Leið­in­leg­ustu borg­irnar voru flestar í Bret­landi. Þessar post-T­hatcher-s­leggju borgir, þaðan sem ekk­ert er að frétta. Spánn fór líka illa út úr þess­ari könn­un, en ekki eins illa og Móna­kó, sem virð­ist þó ekki vera með eins slæmt orð­spor á sér og Minsk. 

Minsk átti þó ekk­ert í Pisa, en það sáu ansi margir eftir ferð sinni þang­að. Þessir klukku­tímar – sem flest okkar eiga ekki nema um 744 þús­und af á lífs­leið­inni – sem eytt var í Pisa eru óend­ur­kræf­ir, tap­að­ir. Koma aldrei aft­ur. Og allt fyrir ein­hvern illa byggðan turn.

Annað tíst sendi ég út stuttu áður, þar sem ég bað fólk um að nefna upp­á­halds borg­irnar sín­ar. Það voru reyndar aðeins færri sem sendu inn til­lögu þar, en þó slatti. París og Róm voru fyr­ir­sjá­an­lega – og rétti­lega – á toppn­um, þó aðeins rétt á undan hinni und­ur­fögru Porto. 

Eitt svar, eða öllu heldur end­ur­tíst, stóð þó upp úr í öllu þessu stuði. Það var svar Katrínar Atla­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Katrín skrif­aði að hún þráði svo „mikið að fara til útlanda að“ hún gæti ekki „með nokkru móti fundið eina slæma minn­ingu frá borg erlend­is.“

Þetta skil ég vel, þó ég sé tækni­lega séð búsettur erlend­is. (Sama hversu lengi ég bý í Þýska­landi, hversu þýskur sonur minn verð­ur, hversu þýsk konan mín er, hversu vel ég aðlagast, þá er Ísland alltaf mitt „Heimat“.) COVID hefur tak­markað getu okkar til að ferðast, sem er, fyrir marga, mik­ill vel­ferð­ar­skað­i. 

Þeim mun lengur sem líður frá síð­ustu útlanda­ferð, þeim mun meira rómanserum við útlönd. Þið vitið hvað skáldin segja um fjöllin og feg­urð­ina. Flestir muna eftir ferð­inni niður renni­braut­ina, en færri vista minn­ing­una um röð­ina sem þeir biðu í til að fá að renna sér. 

Þetta er eitt af þeim fjöl­mörgu vanda­málum sem félags­fræð­ing­ar, og ekki síður sál­fræð­ing­ar, fást við þegar þeir hanna spurn­inga­lista, til þess að reyna að meta virði ýmis­konar afþrey­ing­ar, eftir að fólk hefur neytt henn­ar. Það er að segja, minnið blekkir okk­ur. Tím­inn og minnið bjagar svör okk­ar, oft þannig að við ýkj­um, án þess þó að ætla okkur að það.

Auglýsing
Slík bjögun leiðir til þess að þegar fram líða stundir ofmetum við það hversu gaman eitt­hvað var í augna­blik­inu. Ég efast ekki um að Katrínu hafi þótt gaman í sínum utan­lands­ferð­um, en þegar hún fer í næstu ferð þá rifjar hún það eflaust upp að það er gaman í útlönd­um, en ekki eins glimmer-gaman og í minn­ing­unn­i. 

Ef mér leyf­ist að nota orða­forða hag­fræð­inn­ar: Katrín, rétt eins og flest okk­ar, ofmetur lík­lega fórn­ar­kostnað sinn af því að vera föst á eyj­unni ágæt­u. 

En þessi bjögun sem tím­inn og minnið skapar er þó ekki það eina sem taka þarf inn í fórn­ar­kostnað Katrín­ar. Því í dag er Ísland eflaust einn minnst leið­in­legi staður í heimi til að vera á. Fyrir utan reyndar Nýja Sjá­land, þar er sum­ar, sól, engir ferða­menn og COVID er bara eitt­hvað sem lesið er um á erlendum vef­síð­um.

Á Spáni er ekk­ert opið á kvöld­in. Í Þýska­landi er ekki hægt að skella sér á Brauhaus og fá sér Haxe (eða Himmel und Äd, í Köln, Bjössi Borko). Í Frakk­landi er allt lok-­lok og læs. Í Kína er þér stungið vikum saman í stofu­fang­elsi ef ein­hver í hverf­inu þínu fellur á COVID-­prófi. Banda­ríkin eru Víf­ils­stað­ir. Og ef þú reynir að sækja Norður Kóreu heim, þá skjóta þeir þig fyrst og brenna svo. 

Því má segja að fórn­ar­kostn­aður Katrínar sé enn minni en hún gerir sér kannski grein fyr­ir. Því útlanda­ferðin sem hún færi í dag, væri ein­fald­lega ekki eins mikið fjör og þær sem hún fór í áður. 

Þess vegna er ég viss um það, að ef Katrín end­ur­reiknar fórn­ar­kostnað sinn af því að vera heima – og leið­réttir verð­mæti utan­lands­ferða eins og þær eru í dag og gefur minn­ingum sínum smá afslátt líka – þá á hún eftir að reikna sig niður á lægra vel­ferð­ar­tap sem orsakast af úti­vista­bann­inu. Og mögu­lega getur hún þá fund­ið, í það minnsta eina glat­aða utan­lands­ferð, sem hún getur sagt mér frá á Twitt­er. Stílfært dæmi um það hvernig Katrín getur leiðrétt mismuninn á huglægu mati sínu á eigin fórnarkostnaði þess að geta ekki farið til útlanda.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiEikonomics