Að hanga heima hefur aldrei verið betra

Útlandaþrá þjáir marga landsmenn í COVID-einangruninni. Eikonomics segir flest okkar hins vegar ofmeta fórnarkostnað sinn af því að vera föst á Íslandi.

Auglýsing

Fyrir stuttu tísti ég á Twitt­er. Í tíst­inu bað ég fólk um að deila því með mér, hvaða borg væri sú glat­að­asta sem það hefur komið til. Það stóð ekki á svör­um. Eftir einn dag voru komin 73 svör. 

Leið­in­leg­ustu borg­irnar voru flestar í Bret­landi. Þessar post-T­hatcher-s­leggju borgir, þaðan sem ekk­ert er að frétta. Spánn fór líka illa út úr þess­ari könn­un, en ekki eins illa og Móna­kó, sem virð­ist þó ekki vera með eins slæmt orð­spor á sér og Minsk. 

Minsk átti þó ekk­ert í Pisa, en það sáu ansi margir eftir ferð sinni þang­að. Þessir klukku­tímar – sem flest okkar eiga ekki nema um 744 þús­und af á lífs­leið­inni – sem eytt var í Pisa eru óend­ur­kræf­ir, tap­að­ir. Koma aldrei aft­ur. Og allt fyrir ein­hvern illa byggðan turn.

Annað tíst sendi ég út stuttu áður, þar sem ég bað fólk um að nefna upp­á­halds borg­irnar sín­ar. Það voru reyndar aðeins færri sem sendu inn til­lögu þar, en þó slatti. París og Róm voru fyr­ir­sjá­an­lega – og rétti­lega – á toppn­um, þó aðeins rétt á undan hinni und­ur­fögru Porto. 

Eitt svar, eða öllu heldur end­ur­tíst, stóð þó upp úr í öllu þessu stuði. Það var svar Katrínar Atla­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Katrín skrif­aði að hún þráði svo „mikið að fara til útlanda að“ hún gæti ekki „með nokkru móti fundið eina slæma minn­ingu frá borg erlend­is.“

Þetta skil ég vel, þó ég sé tækni­lega séð búsettur erlend­is. (Sama hversu lengi ég bý í Þýska­landi, hversu þýskur sonur minn verð­ur, hversu þýsk konan mín er, hversu vel ég aðlagast, þá er Ísland alltaf mitt „Heimat“.) COVID hefur tak­markað getu okkar til að ferðast, sem er, fyrir marga, mik­ill vel­ferð­ar­skað­i. 

Þeim mun lengur sem líður frá síð­ustu útlanda­ferð, þeim mun meira rómanserum við útlönd. Þið vitið hvað skáldin segja um fjöllin og feg­urð­ina. Flestir muna eftir ferð­inni niður renni­braut­ina, en færri vista minn­ing­una um röð­ina sem þeir biðu í til að fá að renna sér. 

Þetta er eitt af þeim fjöl­mörgu vanda­málum sem félags­fræð­ing­ar, og ekki síður sál­fræð­ing­ar, fást við þegar þeir hanna spurn­inga­lista, til þess að reyna að meta virði ýmis­konar afþrey­ing­ar, eftir að fólk hefur neytt henn­ar. Það er að segja, minnið blekkir okk­ur. Tím­inn og minnið bjagar svör okk­ar, oft þannig að við ýkj­um, án þess þó að ætla okkur að það.

Auglýsing
Slík bjögun leiðir til þess að þegar fram líða stundir ofmetum við það hversu gaman eitt­hvað var í augna­blik­inu. Ég efast ekki um að Katrínu hafi þótt gaman í sínum utan­lands­ferð­um, en þegar hún fer í næstu ferð þá rifjar hún það eflaust upp að það er gaman í útlönd­um, en ekki eins glimmer-gaman og í minn­ing­unn­i. 

Ef mér leyf­ist að nota orða­forða hag­fræð­inn­ar: Katrín, rétt eins og flest okk­ar, ofmetur lík­lega fórn­ar­kostnað sinn af því að vera föst á eyj­unni ágæt­u. 

En þessi bjögun sem tím­inn og minnið skapar er þó ekki það eina sem taka þarf inn í fórn­ar­kostnað Katrín­ar. Því í dag er Ísland eflaust einn minnst leið­in­legi staður í heimi til að vera á. Fyrir utan reyndar Nýja Sjá­land, þar er sum­ar, sól, engir ferða­menn og COVID er bara eitt­hvað sem lesið er um á erlendum vef­síð­um.

Á Spáni er ekk­ert opið á kvöld­in. Í Þýska­landi er ekki hægt að skella sér á Brauhaus og fá sér Haxe (eða Himmel und Äd, í Köln, Bjössi Borko). Í Frakk­landi er allt lok-­lok og læs. Í Kína er þér stungið vikum saman í stofu­fang­elsi ef ein­hver í hverf­inu þínu fellur á COVID-­prófi. Banda­ríkin eru Víf­ils­stað­ir. Og ef þú reynir að sækja Norður Kóreu heim, þá skjóta þeir þig fyrst og brenna svo. 

Því má segja að fórn­ar­kostn­aður Katrínar sé enn minni en hún gerir sér kannski grein fyr­ir. Því útlanda­ferðin sem hún færi í dag, væri ein­fald­lega ekki eins mikið fjör og þær sem hún fór í áður. 

Þess vegna er ég viss um það, að ef Katrín end­ur­reiknar fórn­ar­kostnað sinn af því að vera heima – og leið­réttir verð­mæti utan­lands­ferða eins og þær eru í dag og gefur minn­ingum sínum smá afslátt líka – þá á hún eftir að reikna sig niður á lægra vel­ferð­ar­tap sem orsakast af úti­vista­bann­inu. Og mögu­lega getur hún þá fund­ið, í það minnsta eina glat­aða utan­lands­ferð, sem hún getur sagt mér frá á Twitt­er. Stílfært dæmi um það hvernig Katrín getur leiðrétt mismuninn á huglægu mati sínu á eigin fórnarkostnaði þess að geta ekki farið til útlanda.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiEikonomics