Aðgerðir fyrir fólk – staðreyndir skipta máli

Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að fólk eigi vissulega að takast á um leiðir og aðferðir út úr ástandinu – en hvetur þó til þess að farið sé rétt með staðreyndir.

Auglýsing

Furðu­leg umræða hefur skotið upp koll­inum um að þær félags­legu og efna­hags­legu aðgerðir sem rík­is­stjórnin hefur ráð­ist í til að skapa sam­fé­lags­lega við­spyrnu við áhrifum heims­far­ald­urs­ins snú­ist um að mylja undir þá sem eiga. Í sama mund er talað um frum­varp um end­ur­skoðun á skatt­stofni fjár­magnstekju­skatts þar sem hækkun frí­tekju­marks er meðal breyt­inga, en það frum­varp er eðli máls­ins sam­kvæmt ekki tengt heims­far­aldr­in­um. Drífa Snædal, for­seti ASÍ, kom inn á þetta í Kast­ljósi fyrir skemmstu og Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, tók svo upp á þingi. Í máli Þór­hildar Sunnu var reyndar að finna svo margar rang­færslur að kannski er óþarfi að kippa sér upp við þessa sér­stöku, en það er engu að síður úr vegi að skoða þessi mál bet­ur.

Við for­seti ASÍ erum sam­mála um þörf­ina á að greina hvort aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar til að hjálpa fólki og fyr­ir­tækjum vegna kór­ónu­veirunnar séu að fara til þeirra sem þyrftu helst á að halda. Ég er hins vegar ósam­mála for­set­anum um að verið sé að skera niður til vel­ferð­ar­kerf­is­ins, enda er það ein­fald­lega rangt og ekki hægt að ríf­ast um. Mat á því fyrir hverja aðgerð­irnar eru liggur hins vegar fyrir sem og hvernig þær hafa verið nýtt­ar. Skýrsla um nýt­ingu úrræð­anna hingað til birt­ist fyrr í mán­uð­inum þar sem allar upp­hæðir koma fram. Hún er hér.

Auglýsing

Ég veit ekki hvernig hægt er að segja með sann­girni, sé sú skýrsla skoð­uð, að rík­is­stjórnin sé að mylja undir hina ríku en mér þætti frá­bært að fá nán­ari útskýr­ingu á því. Eru það hluta­bæt­urnar sem hafa farið til þeirra sem hafa verið í skertu starfs­hlut­falli síð­ustu mán­uði? Úrræði sem snýst um að fólk sem vinnur hjá fyr­ir­tækjum þar sem verk­efnin og tekj­urnar hafa hrunið haldi tekjum og ráðn­ing­ar­sam­bandi þrátt fyrir skert starfs­hlut­fall. Eða fólk sem missti vinn­una og er nú atvinnu­laust en fékk greiðslu launa á upp­sagn­ar­fresti? Aðgerð sem farið var í í vor þegar við blasti að mörg fyr­ir­tæki gætu ekki haldið út að hafa starfs­fólk í skertu starfs­hlut­falli og bæði stjórn­völd og verka­lýðs­hreyf­ingin höfðu áhyggjur af því að myndi ekki fá greiddan upp­sagn­ar­frest sinn og upp­safnað orlof. Sú aðgerð sner­ist um að tryggja að fólk fengi greitt strax í sam­ræmi við rétt­indi sín en þyrfti ekki að bíða eftir langri máls­með­ferð og mögu­lega greiðslu úr Ábyrgða­sjóði launa mán­uðum síðar – að tryggja afkomu­ör­yggi fólks. Varla var það barna­bóta­auk­inn eða Allir vinna úrræð­ið? Lok­un­ar­styrkir – fyrir hár­greiðslu­stofur og rekstr­ar­að­ila sem stjórn­völd þurftu að banna að hafa opið. Telja þær að lok­un­ar­styrkir og við­spyrnu­styrkir til rekstr­ar­að­ila sem hafa þurft að loka eða draga veru­lega úr starf­semi sinni fari bara til ríks fólks, en ekki til að borga fólki laun og halda því í vinnu, jafn­vel þó þeir mið­ist við fjölda starfs­fólks?

Ég gæti haldið áfram niður list­ann en stóra myndin breyt­ist ekk­ert. 

Úr skýrslu um úrræði vegna faraldurs Mynd: Aðsend

Fljót­lega fara svo bráðum í útgreiðslu lán til fyr­ir­tækja og frek­ari lok­un­ar­styrk­ir. Um hvað snýst þetta allt sam­an? Þetta snýst um að halda atvinnu­leysi í eins miklum skefjum og nokkur kostur er. Af því að þegar öllu er á botn­inn hvolft þá er lík­lega ekk­ert sem eykur ójöfnuð innan sam­fé­laga jafn mikið og lang­tíma atvinnu­leysi. Og það er okkar stærsta verk­efn­i. 

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir tók þennan mál­flutn­ing upp á þingi í dag, fimmtu­dag, og bætti svo raunar við ótrú­legum fjölda rang­færslna, svo mörgum að það er ekki hægt að fara yfir það í (ekki svo) stuttu máli. 

Hún vís­aði í eft­ir­far­andi orð for­seta ASÍ og sagði hana vera að vísa í áform­aða hækkun frí­tekju­marks fjár­magnstekju­skatts, en eins og sjá má var Drífa að vísa til hlut­anna í miklu víð­ara sam­hengi og m.a. við­spyrnu­að­gerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar: 

„Þegar maður setur þessar aðgerðir í sam­hengi, þá eru þarna ýmsar aðgerðir sem verða til þess að dýpka mis­rétti. Það er verið að mylja undir þá sem eiga í stað þeirra sem eiga ekki.“ 

End­ur­skoðun á fjár­magnstekju­skatti, í tveimur áföng­um, er í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Fyrri áfang­inn var að hækka hann strax í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins um 10% (úr 20 í 22%) og annar áfangi, sem er nú á þing­mála­skrá fjár­mála­ráð­herra, að end­ur­skoða skatt­stofn­inn. Um þetta sagði Þór­hildur Sunna: 

„Fyr­ir­huguð hækkun á frí­tekju­marki fjár­magnstekju­skatts mun færa fjár­magns­eig­endum 150.000 kr. auka­lega í ráð­stöf­un­ar­tekjur á mán­uð­i“.

Þetta er ein­fald­lega rangt. Í frum­varp­inu sem birt var í sam­ráðs­gátt fyrir helgi en hefur ekki komið inn í þingið enn er kveðið á um 150.000 krónu hækkun frí­tekju­marks, úr 150.000 krónum eins og það er núna upp í 300.000 krón­ur. Þetta er hins vegar á árs­grund­velli en ekki á mán­uði og hækkar þar af leið­andi ekki ráð­stöf­un­ar­tekjur neins um 150.000 krónur á mán­uði, sem væri auð­vitað frá­leitt. 

Svo sagði hún: 

„Ég vil því spyrja hæstv. ráð­herra: Hvers vegna er hún að mylja undir þá ríku? Hvers vegna eru eins og aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka benti á dög­unum að deila pen­ingum almenn­ings til þeirra sem þurfa þá ekki þegar þús­undir eru atvinnu­lausir og Land­spít­al­inn býr við aðhalds­kröf­u?“

Líkt og ég hef farið yfir er ekki verið að mylja undir hina ríku. Langstærstur hluti þeirra pen­inga sem farið hafa úr rík­is­sjóði hafa farið til fólks sem býr við atvinnu­leysi að hluta eða að fullu. Þús­undir eru vissu­lega atvinnu­lausir og þess vegna var gríð­ar­lega mik­il­vægt að lengja tíma­bilið sem fólk fær tekju­tengdar atvinnu­leys­is­bætur og að grunn­bæt­urnar verði hækk­aðar um 18 þús­und krónur um ára­mót­in, þá sam­tals um rúmar 80 þús­und krónur á kjör­tíma­bil­inu. Sömu­leiðis að barna­á­lag atvinnu­leys­is­bóta verði áfram haldið í 6 pró­sentum þannig að fjár­hæðin á mán­uði með hverju barni verði um 18 þ.kr. en ekki 12 þ.kr. og að atvinnu­leit­endur fái des­em­ber­upp­bót upp á 86 þ.kr. 

Þá er vert að nefnda að heild­ar­fram­lög til Land­spít­al­ans verða á næsta ári verða um 80.000 millj­ónir sem er tölu­verð aukn­ing á milli ára, eða um 4.000 millj­ón­ir. Spít­al­inn býr svo við 0,5% aðhalds­kröfu eins og aðrar heil­brigð­is­stofn­anir sem eru 400 millj­ónir á næsta ári.

Næst sagði Þór­hildur Sunna þetta, sem er mögu­lega það sem er áhuga­verðast: 

„Þó vitum við báð­ar, virðu­legi for­seti, að þetta þrepa­skipta skatt­kerfi sem ráð­herra minn­ist á nýtt­ist betur þeim tekju­hæstu en þeim tekju­lægst­u.“

Þetta eru bein­harðar rang­færsl­ur. Ekki háð túlk­un, bara rangt. Þrepa­skipta skatt­kerf­ið, þ.e. að inn­leiða nýtt lág­tekju­þrep, kemur tækju­lægri hópum mun betur en þeim tækju­hærri. Raunar er ávinn­ing­ur­inn mestur fyrir þau sem eru með lág­marks­laun á vinnu­mark­aði (um 350.000 kr.) því ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra verða um 120.000 krónum hærri á næsta ári en fyrir breyt­ing­una og svo fjarar ávinn­ing­ur­inn út eftir því sem tekjur hækka. Þessi breyt­ing skilar líka meiri ávinn­ingi til kvenna en karla, yngra fólks en eldra og þeirra sem eru á leigu­mark­aði en þeirra sem eiga fast­eign. Þessi stað­hæf­ing Þór­hildar Sunnu gæti í raun ekki verið fjær sann­i. 

Svo er hægt að bæta því við að maður þarf ekki að lesa mikið um skatt­kerfi til að vita að þrepa­skipt (oft kölluð prógressíf/fram­sæk­in) skatt­kerfi hafa meiri jöfn­un­ar­á­hrif en þau með færri þrep­um. Þetta er því líka gríð­ar­lega mik­il­væg kerf­is­breyt­ing og það má velta fyrir sér hvort Píratar séu ekki fylgj­andi þrepa­skiptum skatt­kerf­um. En höldum áfram.

Næst hélt Þór­hildur Sunna fram að hópi tekju­lægstu hefði gagn­ast best að fá hækkun per­sónu­af­slátt­ar, frekar en nýtt lág­tekju­grunn­þrep. 

Þetta er rangt. Hækkun per­sónu­af­sláttar hefði í fyrsta lagi gengið upp allan tekju­stig­ann, hún hefði skilað lægri ávinn­ingi og hún hefði ekki haft í för með sér kerf­is­breyt­ingu til meiri jöfn­uð­ar. 

Við eigum að vera ósam­mála um ýmis­legt í póli­tík­inni, það er þannig sem við komumst að sem bestri nið­ur­stöðu og færum mál áfram. Það á hins vegar að vera ábyrgð­ar­hlut­verk að fara rétt með stað­reynd­ir, það sem ekki er nokkrum vafa und­ir­orp­ið. Ef við gerum það ekki, ef við teygjum sann­leik­ann og stað­reynd­irnar eins og mál­futn­ingi okkar hent­ar, þá erum við komin á stór­hættu­lega braut í þjóð­mála­um­ræð­unni, eins og við sjáum dæmi um t.d. í Banda­ríkj­un­um. Þetta er sér­stak­lega mik­il­vægt í jafn við­kvæmri stöðu og nú er uppi, ábyrgð okkar er enn meiri.

Ég skil það vel að fólk vilji að meira sé gert, að það sé farið í frek­ari aðgerð­ir. Auð­vitað er það þannig í þess­ari stöðu. Það á hins vegar ekki að vera boð­legt að fara jafn rangt með jafn margt í þeim aðgerðum sem við erum að grípa til, að mála þær jafn röngum litum og sum virð­ast ekki hika við að gera. Tök­umst á um leiðir og aðferð­ir, en förum rétt með stað­reynd­ir.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar