Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“

Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“ og hvers vegna hún væri að deila pen­ingum almenn­ings til þeirra sem þurfa þá ekki þegar þús­undir væru atvinnu­laus og Land­spít­al­inn byggi við aðhalds­kröfu. For­sæt­is­ráð­herra neit­aði fyrir það og útli­staði aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar sem hún teldi að hefði einmitt gert hið gagn­stæða.

Þór­hildur Sunna byrj­aði á því í fyr­ir­spurn sinni að vísa í orð for­seta ASÍ þar sem hún sagði að verið væri að mylja undir þá sem eiga. „Þar vís­aði Drífa Snæ­dal meðal ann­ars í fyr­ir­hug­aða hækkun á frí­tekju­marki fjár­magnstekju­skatts sem mun færa fjár­magns­eig­endum 150.000 krónur auka­lega í ráð­stöf­un­ar­tekjur á mán­uði. Aðgerðin mun fela í sér að tekju­hæsta fólkið mun kom­ast hjá því að borga 770 millj­ónir króna í sam­neysl­una sem að maður hefði haldið að flokkur hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra sem kennir sig við félags­hyggju hefði viljað nýta með öðrum hætt­i,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Sam­tímis stærði rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sig af því að ætla að hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur atvinnu­lausra í stór­kost­legri atvinnu­kreppu um 17.000 krónur á mán­uði. Þetta gerði rík­is­stjórnin loks­ins eftir við­stöðu­lausa bar­áttu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og stjórn­ar­and­stöð­unnar í fleiri fleiri mán­uði eða allt frá upp­hafi þeirra efna­hags­þreng­inga sem verða sífellt alvar­legri.

Í frum­varp­inu sem þarna er átt við og rík­is­stjórnin sam­þykkti í vik­unni að leggja fram á Alþingi er lagt til að frí­tekju­markið hækki úr 150.000 krónum á ári í 300.000 krónur – en ekki á mán­uði eins og fram kom hjá þing­mann­in­um. 

Auglýsing

Telur ekki alla í sama báti

„Þetta er samt sama rík­is­stjórnin sem þurfti ekki nema einn dag til þess að finna 25 millj­arða króna í vas­anum sínum til að koma til móts við frekjukast Sam­taka atvinnu­lífs­ins um dag­inn. Eins og hendi væri veifað var boðað til blaða­manna­fundar við ráð­herra­bú­stað­inn þar sem hæst­virtur muldi enn frekar undir fyr­ir­tæki og fjár­magn í land­inu.

Hæst­virtur ráð­herra hefur sagt að við séum öll í sama báti í þessum ólgu­sjó sem nú ríður yfir íslenskt efna­hags­líf, en dæmin sanna ein­fald­lega hið gagn­stæða,“ sagði hún.

Spurði Þór­hildur Sunna hvers vegna for­sæt­is­ráð­herra væri „að mylja undir þá ríku“ og hvers vegna hún væri – eins og aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka hefði bent á á dög­unum – að deila pen­ingum almenn­ings til þeirra sem þurfa þá ekki þegar þús­undir væru atvinnu­laus og Land­spít­al­inn byggi við aðhalds­kröfu. „Hvaða sjón­ar­mið liggja þar að baki?“ spurði hún.

Sagði Þór­hildi Sunnu ekki fara rétt með

Katrín svar­aði og sagði að það væri alltaf hættu­spil hjá þing­mönnum þegar þeir segðu að dæmin sýndu eitt­hvað til­tekið en færu svo ekki rétt með.

„Við skulum bara fara yfir dæmin um það sem þessi rík­is­stjórn hefur gert til að auka jöfnuð hér á landi og bæta lífs­kjör. Hér var sam­þykkt rétt­lát­ara skatt­kerfi, þrepa­skipt skatt­kerfi, sem skil­aði skatta­lækkun til þeirra tekju­lægstu. Er það að mylja undir hina ríku? Ég held ekki.

Já, við hækk­uðum atvinnu­leys­is­bæt­ur. Með þeim breyt­ingum sem verða um ára­mótin hafa þær raunar verið hækk­aðar um 35 pró­sent á þessu kjör­tíma­bili, tölu­vert minna en fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga hefur hækkað á þessu sama kjör­tíma­bili sem nú er til umræðu. Hátt­virtur þing­maður ætti kannski að velta því fyrir sér og ræða við sína sveit­ar­stjórn­ar­menn. Já, við höfum lengt fæð­ing­ar­or­lof. Er það að mylja undir hina ríku eða er það til að tryggja betur lífs­gæði ungs fólks sem gögn sýna að hefur einmitt setið eftir þegar við skoðum ára­tug aftur í tím­ann?“ spurði for­sæt­is­ráð­herr­ann á móti.

Að vísa í hag­fræð­ing Kviku banka „ber nú hrein­lega vott um þekk­ing­ar­leysi“

Þá benti Katrín á að rík­is­stjórnin hefði inn­leitt hér á landi nýtt kerfi hlut­deild­ar­lána til að styðja við þá sem þurfa að kaupa nýtt hús­næði og hafa átt erfitt með það á und­an­förnum árum. „Er það að mylja undir þá ríku, hátt­virtur þing­mað­ur? Er það dæmi sem sýnir það? Er sú ráð­stöfun sem ákveðið hefur verið að ráð­ast í, að end­ur­skoða kerfi almanna­trygg­inga þannig að fjár­hæðir sem renna í bætur til þeirra sem minnst hafa í þeim hópi hækki hlut­falls­lega meira en hinna?“ spurði hún.

Hún spurði Þór­hildi Sunnu jafn­framt hver „þessi dæmi“ væru sem þing­mað­ur­inn tal­aði um.

„Er það að hækka fjár­magnstekju­skatt­inn upp í 22 pró­sent, en vissu­lega end­ur­skoða tekju­stofn eins og kveðið er á um í stjórn­ar­sátt­mála, endi­lega dæmi um það að mylja undir hina ríku? Hátt­virtur þing­maður verður að velta því fyrir sér þegar hún segir að dæmin sanni eitt­hvað og það að vísa í hag­fræð­ing Kviku banka, sem var í sínu máli að ræða um það fjár­magn sem er inni í bönk­unum og gefa til kynna að rík­is­stjórnin hefði ákveðið að deila út fjár­magni, ber nú hrein­lega vott um þekk­ing­ar­leysi,“ sagði hún.

„Ekki mikil hetju­dáð að hækka fjár­magnstekju­skatt um 2 pró­sentu­stig“

Þór­hildur Sunna kom aftur í pontu og sagð­ist hafa vitað að for­sæt­is­ráð­herra myndi nefna þrepa­skipta skatt­kerfið sem lið í jöfn­un. Þó vissu þær báðar að þrepa­skipta skatt­kerfið sem ráð­herra minnt­ist á nýtt­ist betur þeim tekju­hæstu en þeim tekju­lægstu.

„Þeim tekju­hópi, þeim tekju­lægstu, hefði einmitt gagn­ast best að fá sömu með­ferð og fjár­magns­eig­endur fá nú, þ.e. hækkun frí­tekju­marks eða per­sónu­af­slátt­ar. Nú fá fjár­magns­eig­endur 150.000 krónur auka­lega í ráð­stöf­un­ar­tekjur á mán­uði en atvinnu­lausir fá 17.000 krónur mán­að­ar­lega auka­lega í ráð­stöf­un­ar­tekj­ur.“ Spurði þing­mað­ur­inn hvar jöfn­uð­ur­inn væri í því.

„Síðan vildi ég ein­fald­lega segja að mér finnst það ekki mikil hetju­dáð að hækka fjár­magnstekju­skatt um 2 pró­sentu­stig, upp í 22 pró­sent, á meðan fjár­magnstekju­skattur í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, á Norð­ur­lönd­un­um, er á bil­inu 30 til 42 pró­sent.“

Atvinnu­leysi mesta lang­tíma­bölið sem Ísland gæti átt við að eiga

Katrín svar­aði í annað sinn og velti því fyrir sér hvort hún ætti að skilja orð þing­manns þannig að hún væri á móti þrepa­skiptu skatt­kerfi.

„Það mátti skilja það af orðum hennar og mér finnst það áhuga­vert ef svo er. Þær þjóðir sem við berum okkur saman við, þar sem jöfn­uður er mestur og vel­sældin mest, eru einmitt þær þjóðir sem hafa þrepa­skipt skatt­kerfi. Mér finnst því áhuga­vert, þegar hátt­virtur þing­maður kemur hér upp og ræðir um hvað rík­is­stjórnin hefur gert, að hún hafi þessa afstöðu. Ég bara tek það með mér út úr þessum fyr­ir­spurna­tíma,“ sagði hún.

Nefndi Katrín enn fremur að stærsta ein­staka aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar hefði einmitt snú­ist um að tryggja að fólk gæti við­haldið ráðn­ing­ar­sam­bandi og verið áfram í hluta­störf­um.

„Það er best nýtta úrræði rík­is­stjórn­ar­innar þegar við horfum á það sem gert hefur ver­ið. Um 20 millj­arðar hafa runnið til þess og það munum við fram­lengja fram á sum­ar. Ég veit að vafa­laust finnst ein­hverjum hátt­virtur þing­mönnum hér inni ekki mik­il­vægt að tryggja að fólk geti verið áfram í vinnu og finnst það að sigr­ast á atvinnu­leys­inu ekki vera stærsta við­fangs­efni stjórn­valda á hverjum tíma. En það er mín afstaða að atvinnu­leysi sé það mesta lang­tíma­böl sem þetta land geti átt við að eiga og það sé einmitt mik­il­vægt að vinna á því.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent