Spurði Katrínu af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“

Þingmaður Pírata og forsætisráðherra voru aldeilis ekki sammála á þingi í dag um það hvort stjórnvöld væru að „mylja undir þá ríku“ með aðgerðum vegna COVID-19 faraldursins.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, spurði Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morgun af hverju hún væri „að mylja undir þá ríku“ og hvers vegna hún væri að deila pen­ingum almenn­ings til þeirra sem þurfa þá ekki þegar þús­undir væru atvinnu­laus og Land­spít­al­inn byggi við aðhalds­kröfu. For­sæt­is­ráð­herra neit­aði fyrir það og útli­staði aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar sem hún teldi að hefði einmitt gert hið gagn­stæða.

Þór­hildur Sunna byrj­aði á því í fyr­ir­spurn sinni að vísa í orð for­seta ASÍ þar sem hún sagði að verið væri að mylja undir þá sem eiga. „Þar vís­aði Drífa Snæ­dal meðal ann­ars í fyr­ir­hug­aða hækkun á frí­tekju­marki fjár­magnstekju­skatts sem mun færa fjár­magns­eig­endum 150.000 krónur auka­lega í ráð­stöf­un­ar­tekjur á mán­uði. Aðgerðin mun fela í sér að tekju­hæsta fólkið mun kom­ast hjá því að borga 770 millj­ónir króna í sam­neysl­una sem að maður hefði haldið að flokkur hæst­virts for­sæt­is­ráð­herra sem kennir sig við félags­hyggju hefði viljað nýta með öðrum hætt­i,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Sam­tímis stærði rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur sig af því að ætla að hækka ráð­stöf­un­ar­tekjur atvinnu­lausra í stór­kost­legri atvinnu­kreppu um 17.000 krónur á mán­uði. Þetta gerði rík­is­stjórnin loks­ins eftir við­stöðu­lausa bar­áttu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og stjórn­ar­and­stöð­unnar í fleiri fleiri mán­uði eða allt frá upp­hafi þeirra efna­hags­þreng­inga sem verða sífellt alvar­legri.

Í frum­varp­inu sem þarna er átt við og rík­is­stjórnin sam­þykkti í vik­unni að leggja fram á Alþingi er lagt til að frí­tekju­markið hækki úr 150.000 krónum á ári í 300.000 krónur – en ekki á mán­uði eins og fram kom hjá þing­mann­in­um. 

Auglýsing

Telur ekki alla í sama báti

„Þetta er samt sama rík­is­stjórnin sem þurfti ekki nema einn dag til þess að finna 25 millj­arða króna í vas­anum sínum til að koma til móts við frekjukast Sam­taka atvinnu­lífs­ins um dag­inn. Eins og hendi væri veifað var boðað til blaða­manna­fundar við ráð­herra­bú­stað­inn þar sem hæst­virtur muldi enn frekar undir fyr­ir­tæki og fjár­magn í land­inu.

Hæst­virtur ráð­herra hefur sagt að við séum öll í sama báti í þessum ólgu­sjó sem nú ríður yfir íslenskt efna­hags­líf, en dæmin sanna ein­fald­lega hið gagn­stæða,“ sagði hún.

Spurði Þór­hildur Sunna hvers vegna for­sæt­is­ráð­herra væri „að mylja undir þá ríku“ og hvers vegna hún væri – eins og aðal­hag­fræð­ingur Kviku banka hefði bent á á dög­unum – að deila pen­ingum almenn­ings til þeirra sem þurfa þá ekki þegar þús­undir væru atvinnu­laus og Land­spít­al­inn byggi við aðhalds­kröfu. „Hvaða sjón­ar­mið liggja þar að baki?“ spurði hún.

Sagði Þór­hildi Sunnu ekki fara rétt með

Katrín svar­aði og sagði að það væri alltaf hættu­spil hjá þing­mönnum þegar þeir segðu að dæmin sýndu eitt­hvað til­tekið en færu svo ekki rétt með.

„Við skulum bara fara yfir dæmin um það sem þessi rík­is­stjórn hefur gert til að auka jöfnuð hér á landi og bæta lífs­kjör. Hér var sam­þykkt rétt­lát­ara skatt­kerfi, þrepa­skipt skatt­kerfi, sem skil­aði skatta­lækkun til þeirra tekju­lægstu. Er það að mylja undir hina ríku? Ég held ekki.

Já, við hækk­uðum atvinnu­leys­is­bæt­ur. Með þeim breyt­ingum sem verða um ára­mótin hafa þær raunar verið hækk­aðar um 35 pró­sent á þessu kjör­tíma­bili, tölu­vert minna en fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga hefur hækkað á þessu sama kjör­tíma­bili sem nú er til umræðu. Hátt­virtur þing­maður ætti kannski að velta því fyrir sér og ræða við sína sveit­ar­stjórn­ar­menn. Já, við höfum lengt fæð­ing­ar­or­lof. Er það að mylja undir hina ríku eða er það til að tryggja betur lífs­gæði ungs fólks sem gögn sýna að hefur einmitt setið eftir þegar við skoðum ára­tug aftur í tím­ann?“ spurði for­sæt­is­ráð­herr­ann á móti.

Að vísa í hag­fræð­ing Kviku banka „ber nú hrein­lega vott um þekk­ing­ar­leysi“

Þá benti Katrín á að rík­is­stjórnin hefði inn­leitt hér á landi nýtt kerfi hlut­deild­ar­lána til að styðja við þá sem þurfa að kaupa nýtt hús­næði og hafa átt erfitt með það á und­an­förnum árum. „Er það að mylja undir þá ríku, hátt­virtur þing­mað­ur? Er það dæmi sem sýnir það? Er sú ráð­stöfun sem ákveðið hefur verið að ráð­ast í, að end­ur­skoða kerfi almanna­trygg­inga þannig að fjár­hæðir sem renna í bætur til þeirra sem minnst hafa í þeim hópi hækki hlut­falls­lega meira en hinna?“ spurði hún.

Hún spurði Þór­hildi Sunnu jafn­framt hver „þessi dæmi“ væru sem þing­mað­ur­inn tal­aði um.

„Er það að hækka fjár­magnstekju­skatt­inn upp í 22 pró­sent, en vissu­lega end­ur­skoða tekju­stofn eins og kveðið er á um í stjórn­ar­sátt­mála, endi­lega dæmi um það að mylja undir hina ríku? Hátt­virtur þing­maður verður að velta því fyrir sér þegar hún segir að dæmin sanni eitt­hvað og það að vísa í hag­fræð­ing Kviku banka, sem var í sínu máli að ræða um það fjár­magn sem er inni í bönk­unum og gefa til kynna að rík­is­stjórnin hefði ákveðið að deila út fjár­magni, ber nú hrein­lega vott um þekk­ing­ar­leysi,“ sagði hún.

„Ekki mikil hetju­dáð að hækka fjár­magnstekju­skatt um 2 pró­sentu­stig“

Þór­hildur Sunna kom aftur í pontu og sagð­ist hafa vitað að for­sæt­is­ráð­herra myndi nefna þrepa­skipta skatt­kerfið sem lið í jöfn­un. Þó vissu þær báðar að þrepa­skipta skatt­kerfið sem ráð­herra minnt­ist á nýtt­ist betur þeim tekju­hæstu en þeim tekju­lægstu.

„Þeim tekju­hópi, þeim tekju­lægstu, hefði einmitt gagn­ast best að fá sömu með­ferð og fjár­magns­eig­endur fá nú, þ.e. hækkun frí­tekju­marks eða per­sónu­af­slátt­ar. Nú fá fjár­magns­eig­endur 150.000 krónur auka­lega í ráð­stöf­un­ar­tekjur á mán­uði en atvinnu­lausir fá 17.000 krónur mán­að­ar­lega auka­lega í ráð­stöf­un­ar­tekj­ur.“ Spurði þing­mað­ur­inn hvar jöfn­uð­ur­inn væri í því.

„Síðan vildi ég ein­fald­lega segja að mér finnst það ekki mikil hetju­dáð að hækka fjár­magnstekju­skatt um 2 pró­sentu­stig, upp í 22 pró­sent, á meðan fjár­magnstekju­skattur í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við, á Norð­ur­lönd­un­um, er á bil­inu 30 til 42 pró­sent.“

Atvinnu­leysi mesta lang­tíma­bölið sem Ísland gæti átt við að eiga

Katrín svar­aði í annað sinn og velti því fyrir sér hvort hún ætti að skilja orð þing­manns þannig að hún væri á móti þrepa­skiptu skatt­kerfi.

„Það mátti skilja það af orðum hennar og mér finnst það áhuga­vert ef svo er. Þær þjóðir sem við berum okkur saman við, þar sem jöfn­uður er mestur og vel­sældin mest, eru einmitt þær þjóðir sem hafa þrepa­skipt skatt­kerfi. Mér finnst því áhuga­vert, þegar hátt­virtur þing­maður kemur hér upp og ræðir um hvað rík­is­stjórnin hefur gert, að hún hafi þessa afstöðu. Ég bara tek það með mér út úr þessum fyr­ir­spurna­tíma,“ sagði hún.

Nefndi Katrín enn fremur að stærsta ein­staka aðgerð rík­is­stjórn­ar­innar hefði einmitt snú­ist um að tryggja að fólk gæti við­haldið ráðn­ing­ar­sam­bandi og verið áfram í hluta­störf­um.

„Það er best nýtta úrræði rík­is­stjórn­ar­innar þegar við horfum á það sem gert hefur ver­ið. Um 20 millj­arðar hafa runnið til þess og það munum við fram­lengja fram á sum­ar. Ég veit að vafa­laust finnst ein­hverjum hátt­virtur þing­mönnum hér inni ekki mik­il­vægt að tryggja að fólk geti verið áfram í vinnu og finnst það að sigr­ast á atvinnu­leys­inu ekki vera stærsta við­fangs­efni stjórn­valda á hverjum tíma. En það er mín afstaða að atvinnu­leysi sé það mesta lang­tíma­böl sem þetta land geti átt við að eiga og það sé einmitt mik­il­vægt að vinna á því.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent