Þórólfur: Stöndum á krossgötum

Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Ell­efu manns greindust með COVID-19 inn­an­lands í gær. Allir eru þeir búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Átta voru ekki í sótt­kví.Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi í morgun að heldur meiri fjöldi væri að grein­ast núna og sömu­leiðis væru fleiri utan sótt­kvíar en síð­ustu daga. Hann hefur skilað til­lögum til heil­brigð­is­ráð­herra um fram­hald aðgerða frá og með 2. des­em­ber.  Ekki sé tíma­bært að greina frá hverjar þær eru en ef að sýnt þyki að útbreiðslan á COVID-19 sé aftur að vaxa í sam­fé­lag­inu gæti hann þurft að end­ur­skoða til­lög­urnar fyrir þann tíma.„Al­mennt er bylgjan sem við erum að berj­ast við vel á nið­ur­leið en ennþá erum við að greina fleiri utan sótt­kvíar heldur en áður og er það áhyggju­efn­i,“ sagði Þórólf­ur. Smitum inn­an­lands hafi farið fækk­andi síð­ustu daga sem sýnir árangur af aðgerðum og góðri þátt­töku almenn­ings í þeim. „En hins vegar eru vís­bend­ingar um að þró­unin gæti verið að snú­ast við miðað við fjölgun í sam­fé­lags­smitum und­an­farna daga sem erfitt er að rekja.“ Einnig nefndi Þórólfur að gögn vís­inda­manna við Háskóla Íslands bentu til að smit­stuð­ull gæti verið að fara aftur upp á við.

Auglýsing


Smitin sem greinst hafa síð­ustu daga má m.a. rekja til stórra versl­un­ar­stöðva, að fólk hafi farið óvar­lega í veislu­höld­um, sér­stak­lega um síð­ustu helgi, og líka þess að fólk í sótt­kví færi óvar­lega. „Við biðlum til fólks að gæta vel að sér á öllum þessum svið­u­m.“

Vís­bend­ingar víðaÞórólfur sagði ástæðu til að fara var­lega í allri hópa­myndun á næst­unni. Nokkuð margir eru að grein­ast á landa­mær­unum þessa dag­ana og í gangi væru aðgerðir til að halda fólki við efnið til að minnka áhætt­una á því að smit kom­ist þaðan inn í sam­fé­lag­ið. „Nú ríður á að við stöndum okkur öll í okkar ein­stak­lings­bundnu sýk­inga­vörn­um,“ sagði Þórólf­ur. „Við stöndum á ákveðnum kross­götum þar sem mikið ákall er eftir aflétt­ingu en á sama tíma erum við að sjá merki um að far­ald­ur­inn gæti verið að fara af stað enn á ný.“ Sagði hann að sam­staðan hefði skilað árangri og að hún verði að vera áfram því „ekki viljum við missa far­ald­ur­inn úr hönd­unum á þess­ari stund­u“.Rögn­valdur Ólafs­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn sagði vís­bend­ingar um að fólk væri farið að slaka of mikið á. Hann minnti á að nú væri und­ir­bún­ingur fyrir jóla­há­tíð­ina í hámarki. Fyrir mörg okkar yrði þessi tími frá­brugð­inn því sem við værum vön. Verið sé að leggja loka­hönd á ráð­legg­ingar og leið­bein­ingar varð­andi hátíð­ar­höldin og verða þær gefnar út fljót­lega.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent