Þórólfur: Stöndum á krossgötum

Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Ell­efu manns greindust með COVID-19 inn­an­lands í gær. Allir eru þeir búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Átta voru ekki í sótt­kví.Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi í morgun að heldur meiri fjöldi væri að grein­ast núna og sömu­leiðis væru fleiri utan sótt­kvíar en síð­ustu daga. Hann hefur skilað til­lögum til heil­brigð­is­ráð­herra um fram­hald aðgerða frá og með 2. des­em­ber.  Ekki sé tíma­bært að greina frá hverjar þær eru en ef að sýnt þyki að útbreiðslan á COVID-19 sé aftur að vaxa í sam­fé­lag­inu gæti hann þurft að end­ur­skoða til­lög­urnar fyrir þann tíma.„Al­mennt er bylgjan sem við erum að berj­ast við vel á nið­ur­leið en ennþá erum við að greina fleiri utan sótt­kvíar heldur en áður og er það áhyggju­efn­i,“ sagði Þórólf­ur. Smitum inn­an­lands hafi farið fækk­andi síð­ustu daga sem sýnir árangur af aðgerðum og góðri þátt­töku almenn­ings í þeim. „En hins vegar eru vís­bend­ingar um að þró­unin gæti verið að snú­ast við miðað við fjölgun í sam­fé­lags­smitum und­an­farna daga sem erfitt er að rekja.“ Einnig nefndi Þórólfur að gögn vís­inda­manna við Háskóla Íslands bentu til að smit­stuð­ull gæti verið að fara aftur upp á við.

Auglýsing


Smitin sem greinst hafa síð­ustu daga má m.a. rekja til stórra versl­un­ar­stöðva, að fólk hafi farið óvar­lega í veislu­höld­um, sér­stak­lega um síð­ustu helgi, og líka þess að fólk í sótt­kví færi óvar­lega. „Við biðlum til fólks að gæta vel að sér á öllum þessum svið­u­m.“

Vís­bend­ingar víðaÞórólfur sagði ástæðu til að fara var­lega í allri hópa­myndun á næst­unni. Nokkuð margir eru að grein­ast á landa­mær­unum þessa dag­ana og í gangi væru aðgerðir til að halda fólki við efnið til að minnka áhætt­una á því að smit kom­ist þaðan inn í sam­fé­lag­ið. „Nú ríður á að við stöndum okkur öll í okkar ein­stak­lings­bundnu sýk­inga­vörn­um,“ sagði Þórólf­ur. „Við stöndum á ákveðnum kross­götum þar sem mikið ákall er eftir aflétt­ingu en á sama tíma erum við að sjá merki um að far­ald­ur­inn gæti verið að fara af stað enn á ný.“ Sagði hann að sam­staðan hefði skilað árangri og að hún verði að vera áfram því „ekki viljum við missa far­ald­ur­inn úr hönd­unum á þess­ari stund­u“.Rögn­valdur Ólafs­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn sagði vís­bend­ingar um að fólk væri farið að slaka of mikið á. Hann minnti á að nú væri und­ir­bún­ingur fyrir jóla­há­tíð­ina í hámarki. Fyrir mörg okkar yrði þessi tími frá­brugð­inn því sem við værum vön. Verið sé að leggja loka­hönd á ráð­legg­ingar og leið­bein­ingar varð­andi hátíð­ar­höldin og verða þær gefnar út fljót­lega.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent