„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

„Ég held að í fyrsta lagi hafi menn ekk­ert almenni­lega vitað hvað þeir voru að tala um þegar þeir voru að tala um sænsku leið­ina,“ sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir, í nýlegu við­tali í hlað­varps­þætt­inum Ein pæl­ing, sem er undir stjórn Þór­ar­ins Hjart­ar­son­ar.

Þar var farið um víða völl í umræðum um COVID-19 og þeir og Þórólfur og Þór­ar­inn ræddu meðal ann­ars um „sænsku leið­ina“ og hjarð­ó­næm­is­hug­myndir á borð við þær sem fel­ast í Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing­unni svoköll­uðu. Einnig um mál­flutn­ing af sama meiði sem hópur hér á landi, sem í eru meðal ann­arra tveir þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks, hefur reynt að koma inn í umræð­una á und­an­förnum vik­um.

Þórólfur sagði að í Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing­unni og mál­flutn­ingi bæði Sig­ríðar Á. And­er­sen og Brynjars Níels­sonar skorti upp á að tekið væri með í reikn­ing­inn hvaða áhrif það myndi hafa að leyfa far­aldr­inum að ganga yfir landið í auknum mæli. Einnig væri ekki horft til þess hversu mikið er nú þegar búið að gera til þess að koma í veg fyrir að veiran ber­ist til við­kvæmra hópa í sam­fé­lag­inu og sagði Þórólfur að erfitt væri að gera meira í því skyni, veiran myndi leka inn á við­kvæmar stofn­anir ef smit væri útbreitt í sam­fé­lag­inu.

Ekk­ert bol­magn til að takast á við útbreitt smit

Þórólfur tók dæmi í þætt­inum og sagði að ef ekki nema 10 pró­sent þjóð­ar­innar myndu smit­ast á skömmum tíma eftir að hömlum væri aflétt væru það 36 þús­und manns. „Með sömu hlut­falls­tölum og við erum með eftir 15. júní [...] myndi það þýða að um 2.000 manns myndu þurfa að leggj­ast inn á spít­ala vegna COVID, á bara nokkrum vik­um. Það myndi þýða að 200 manns myndu þurfa að leggj­ast inn á gjör­gæslu­deild á nokkrum vik­um, það myndi þýða að 70 manns myndu þurfa að fara í önd­un­ar­vél og þýða það að 200 manns myndu lát­ast á bara nokkrum vik­um,“ sagði Þórólfur og bætti því við að spít­alar lands­ins hefðu hvorki bol­magn né getu til að ráða við þessa stöðu, kæmi hún upp.

Auglýsing

„Það sást bara núna að spít­al­inn var næstum því kom­inn á hlið­ina í þessum litla far­aldri sem hefur gengið yfir núna und­an­far­ið. Þetta myndi þýða mjög alvar­legar afleið­ing­ar. Það þyrfti að fara að leggja þessa COVID-­sjúk­linga inn á aðrar stofn­anir eða íþrótta­hús, hót­el. Hvar ættum við að fá fólk til að sinna þeim?“ spurði Þórólf­ur.

Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Hann bætti við: „Erum við með nóg af önd­un­ar­vél­um? Nei. Erum við með nóg af góðu starfs­fólki til að sinna þessu fólki? Nei. Þetta myndi hafa gríð­ar­leg áhrif á COVID-­sjúk­linga og þetta myndi líka hafa gríð­ar­lega áhrif á aðra sjúk­linga­hópa sem þurfa sér­hæfða þjón­ustu inni á spít­öl­un­um. Þetta myndi hafa svaka­lega mikil áhrif í sam­fé­lag­inu öllu,“ sem sagði að það vant­aði algjör­lega að þeir sem kæmu fram með gagn­rýni á sótt­varn­ar­að­gerðir horfðu til þess­ara þátta.

Við­talið við Þórólf birt­ist í hlað­varpsveitum síð­asta föstu­dag og var nokkuð bein­skeytt, þar sem þátta­stjórn­and­inn velti því upp hvort lækn­ingin væri að verða verri en sjúk­dóm­ur­inn og vildi fá sótt­varna­lækn­inn til þess að verja það sem hefur verið gert hér á landi til að bregð­ast við far­aldr­inum og svara þeirri gagn­rýni sem hjarð­ó­næm­is­-­sinnar hafa sett fram gagn­vart sótt­varna­ráð­staf­anir hér á landi og erlend­is.

Svíar ekki að elt­ast við hjarð­ó­næmi

Byrjað var á að ræða sænsku leið­ina svoköll­uðu, sem þátta­stjórn­andi sagð­ist hafa heill­ast af í vor, þar sem almenn­ingur hefði verið beð­inn um að taka ábyrgð á sínum eigin per­sónu­legu sótt­vörn­um, þrátt fyrir að nú væri verið að fara í harð­ari aðgerðir í Sví­þjóð. Þórólfur sagði, eins og áður seg­ir, að hann teldi marga hafa rangan skiln­ing á því hvað „sænska leið­in“ væri.

„Ég held að menn hafi talið að Svíar væru að gera sem minnst og menn hafi verið að flýta sér að ná svoköll­uðu hjarð­ó­næmi, sem þýðir að menn væru að ná því að 60-70 pró­sent af þjóð­inni myndi sýkjast, og þá myndi nást þetta hjarð­ó­næmi sem þýddi það að [far­ald­ur­inn] myndi stoppa. Þetta hefur ekk­ert verið þannig í Sví­þjóð. Það hafa verið tak­mark­an­ir,“ sagði Þórólfur og minnti á að lengi hefðu verið 50 manna sam­komu­tak­mark­anir í Sví­þjóð, en í gær tóku þar reyndar gildi 8 manna sam­komu­tak­mark­anir á opin­berum við­burð­um.

Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Mynd: EPA

„Menn hafa held ég mis­skilið þetta aðeins,“ sagði Þórólf­ur, en þó væri ljóst að ýmis­legt hefði verið gert öðru­vísi í Sví­þjóð en á Íslandi. Svíar hefðu til dæmis ekki verið að rekja smit né prófa marga fyrir veirunni í upp­hafi far­ald­urs­ins og hefðu ekki lokað landa­mærum sín­um.

„Fólk fékk ekki próf, jafn­vel inni á spít­öl­um, og það var svo­lít­ill mun­ur. Núna eru Svíar upp á síðkastið að fikra sig meira inn á þetta að gera þetta svona, en ég held að það sé bara í far­alds­fræð­inni, þá er þetta of seint, þegar far­ald­ur­inn er kom­inn á blússandi sigl­ingu mun árang­ur­inn ekki verða jafn mark­tækur og sjá­an­legur og þegar þú grípur til þess­ara aðgerða strax í byrj­un,“ sagði Þórólf­ur.

Mikil gagn­rýni á nálg­un­ina í Sví­þjóð

„Þeir voru mjög harðir á því í byrjun Sví­arnir – og ég ætla nú að passa mig að vera ekki með dóma yfir það sem aðrir eru að gera því maður þekkir ekki nógu vel hvað menn eru að gera og for­send­urnar – en þeir voru dálítið harðir á því í byrjun að tala um að þetta væri ekk­ert alvar­legur far­aldur og ekki alvar­legri en venju­leg inflú­ensa og svo­leið­is,“ sagði Þórólfur og bætti að hann teldi að „annað hafi nú komið upp á ten­ing­inn“. 

„Þetta er bæði útbreidd­ara og tölu­vert alvar­legri sýk­ing heldur en venju­leg inflú­ensa. Það hefur verið tölu­vert mikil gagn­rýni á þetta innan Sví­þjóð­ar, á þessa aðferða­fræði og nálg­un, það hafa verið smit­sjúk­dóma­læknar sem hafa gagn­rýnt þetta mjög harð­lega og það kann að vera að stjórn­völd séu að hlusta á það meira, en hins vegar hefur And­ers Tegn­ell kollegi minn alveg haldið í sína stefnu og staðið sig vel í því í sjálfu sér,“ sagði Þórólf­ur.

Auð­velt að sitja heima og búa til ein­hvern útóp­íu­heim

Þórólfur sagð­ist telja það óraun­hæft að verja við­kvæma hópa með þeirri „mark­vissu vernd“ sem boðuð var af höf­undum Great Barr­ington-­yf­ir­lýs­ing­ar­innar og ýmsir hér­lendis hafa tekið upp á sína arma og talað fyr­ir.

„Þetta er ekki þannig að þú getir bara látið smit ganga yfir þá sem að þola það mjög vel. Þú veist það ekk­ert fyr­ir­fram,“ sagði Þórólfur og minnti jafn­framt á að það væri að koma betur og betur í ljós að „þessi COVID-­sýk­ing getur haft alvar­legar lang­tíma­af­leið­ingar fyrir ein­stak­linga sem jafn­vel sýkt­ust ekk­ert alvar­lega og þurftu ekki að leggj­ast inn á spít­ala.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

„Við höfum verið að loka og vernda þessa við­kvæm­ustu hópa, eins og á hjúkr­un­ar­heim­il­inum og búin að leggja svaka­legt „ef­fort“ í það og ég er ekk­ert viss um að það sé hægt að gera mikið meira til að loka það fólk af. 

Ef við fáum mikið smit út í sam­fé­lagið þá erum við að smita líka starfs­menn þess­ara við­kvæmu stofn­ana, starfs­menn spít­al­anna sem þurfa að ganga þar vaktir og vinna með alls konar við­kvæma hópa og starfs­menn hjúkr­un­ar­heim­il­anna. Smitið er þannig að margir fá veik­ina til­tölu­lega vægt eða ein­kenna­laust en geta samt smit­að, þá eru þeir að mæta inn á þessi heim­ili og áður en þú veist af þá eru smitin komin inn. Ef smitið er mjög útbreitt í sam­fé­lag­inu þá lekur það bara inn á þessar stofn­an­ir,“ sagði Þórólf­ur.

„Það er mjög auð­velt að sitja bara ein­hvers­staðar heima og búa til ein­hvern svona útóp­íu­heim, að nú bara lokum við alla af sem eru við­kvæmir og látum alla hina smitast, en það virkar bara ekki þannig,“ sagði Þórólfur í hlað­varps­þætt­inum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent