Kvika, TM og Lykill sameinast

Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.

Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Auglýsing

Stjórnir Kviku banka, TM og Lyk­ils sam­þykktu fyrr í dag að sam­eina félög­in, með fyr­ir­vara um að Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, Sam­keppn­is­eft­ir­litið og hlut­hafar sam­þykki sam­run­ann. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá félög­unum á vef Kaup­hall­ar­inn­ar. 

Kjarn­inn hefur áður fjallað um sam­runa­við­ræður fyr­ir­tækj­anna, en þær hófust form­lega í lok sept­em­ber­mán­að­ar. Frétta­blaðið greindi hins vegar fyrst frá fyr­ir­hug­aðri sam­ein­ingu í byrjun júlí síð­ast­liðn­um, en þar sagði að stjórnir félag­anna beggja hafi staðið í sam­ræðum í nokkrar vik­ur, þótt enn hefði ekki náðs sam­komu­lag um að hefja form­legar við­ræð­ur. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni í dag hafa stjórnir allra félag­anna nú farið yfir nið­ur­stöður við­ræðn­anna og sam­þykkt sam­runa­samn­ing. Samn­ing­ur­inn felur í sér að TM færi vátrygg­inga­starf­semi sína í dótt­ur­fé­lag sitt, TM trygg­ingar hf, sem verður svo í kjöl­farið dótt­ur­fé­lag nýs sam­ein­aðs félags af Kviku, TM og Lykli. 

AuglýsingÍ sam­runa­samn­ingnum eru eft­ir­tald­ir  fimm fyr­ir­varar við að að sam­run­anum verði:

  1. FME veiti sam­þykki fyrir sam­run­an­um, sbr. 106 gr. laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki nr. 161/2002;
  2. FME veiti Kviku sam­þykki fyrir eign­ar­haldi á virkum eign­ar­hlut í TM trygg­ingum hf., TM líf­trygg­ingum hf. og Íslenskri end­ur­trygg­ingu hf., sbr. 58 gr. laga um vátrygg­inga­starf­semi nr. 100/2016;
  3. Sam­keppn­is­eft­ir­litið ógildi ekki sam­run­ann eða setji íþyngj­andi skil­yrði að mati sam­runa­að­ila, sbr. V. kafla sam­keppn­islaga nr. 44/2005;
  4. Hlut­hafar sam­þykki sam­run­ann í sam­ræmi við 93. gr. laga um hluta­fé­lög nr. 2/1995 á lög­lega boð­uðum hlut­hafa­fundum Kviku, TM og Lyk­ils; og
  5. Yfir­færsla vátrygg­inga­stofns TM til TM trygg­inga hafi verið fram­kvæmd í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi áætl­anir sam­runa­að­ila.

Mar­inó Örn Tryggva­son og Sig­urður Við­ars­son, for­stjórar félag­anna, munu áfram gegna stöðum sín­um. Mar­inó Örn Tryggva­son verður for­stjóri Kviku og Sig­urður Við­ars­son verður for­stjóri TM trygg­inga. Fjár­mála- og rekstr­ar­sviði Kviku verður skipt upp í tvö svið eftir sam­run­ann; Ragnar Páll Dyer mun gegna starfi fram­kvæmda­stóra fjár­mála­sviðs og Ólöf Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lyk­ils, mun hefja störf hjá Kviku og gegna starfi fram­kvæmda­stjóra rekstr­ar- og þró­un­ar­sviðs.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent