Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar

Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.

Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Auglýsing

Kvika banki og TM hafa ákveðið að hefja form­legar við­ræður um sam­ein­ingu bank­ans við Lykil og að trygg­ing­ar­fyr­ir­tækið verði dótt­ur­fé­lag bank­ans. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu Lyk­ils, sem birt­ist á Kaup­höll­inni í kvöldSam­kvæmt til­kynn­ing­unni sam­þykktu bæði fyr­ir­tækin að hefja sam­runa­við­ræð­urnar í dag, en gert er ráð fyrir TM verði dótt­ur­fé­lag Kviku banka og að Lyk­ill sam­ein­ist Kviku banka. Þá er gert ráð fyrir að hlut­hafar í TM fái sem end­ur­gjald fyrir hluta­bréfin sín í TM 55 pró­senta hlut í sam­ein­uðu félag­i. 

AuglýsingBúist er við því að við­ræð­urnar muni fara fram á næstu vik­um, en auk þess verði áreið­an­leikakann­anir fram­kvæmdar fyrir bæði fyr­ir­tæk­in. Þar sem bæði TM og Kvika banki eru skráð í Kaup­höll­inni og búi því við upp­lýs­inga­skyldu segir í til­kynn­ing­unni að gert sé ráð fyrir að sú vinna taki ekki langan tíma. Frétta­blaðið greindi fyrst frá fyr­ir­hug­aðri sam­ein­ingu í byrjun júlí síð­ast­liðn­um, en þar sagði að æðstu stjórnir félag­anna beggja hafi staðið í sam­ræðum í nokkrar vik­ur, þótt enn hefði ekki náðst sam­komu­lag að hefja form­legar við­ræð­ur. Sam­kvæmt frétt Frétta­blaðs­ins voru við­ræð­urnar „tíma­bundið á ís eins og sakir standa,“ meðal ann­­ars vegna þess að ólíkar hug­­myndir væru uppi um á hvaða verði félögin tvö yrðu metin ef af sam­ein­ingu yrði.­Kvika banki hafn­aði frétt­inni á sínum tíma og gaf frá sér til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­innar þar sem sagt að við­ræður um sam­runa við TM væru hvorki hafnar né fyr­ir­hug­að­ar. Sam­kvæmt til­kynn­ingu Lyk­ils hf. er nú talið að sam­eig­in­legur kostn­aður nýja félags­ins muni verða einum millj­arði króna minni en núver­andi kostn­aður félag­anna tveggja vegna sam­legð­ar­á­hrifa. Gert er ráð fyrir að hægt sé að ná slíkri hag­kvæmi vegna þess að fjár­mögnun verður hag­kvæm­ari. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Rósa Bjarnadóttir
Enn eitt stefnulaust ár
Kjarninn 25. október 2021
Skortur er á steypu í landinu þessa stundina, samkvæmt framkvæmdastjóra Sementsverksmiðjunnar.
Sementsskortur á landinu
Hrávöruskortur í Evrópu hefur leitt til þess að innflutningur á sementi hefur dregist mikið saman á síðustu vikum. Framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar segir að það sé áskorun fyrir fyrirtækið að standa við skuldbindingarnar sínar.
Kjarninn 25. október 2021
Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, og Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis.
Framkvæmdastjóri Gildis neitar að mæta á fund um Init-málið
Framkvæmdastjóri Gildis hafði áður fallist á boð um að koma á fund Eflingar um Init-málið en samkvæmt stéttarfélaginu dró hann það til baka þegar honum var tilkynnt að Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður yrði fundarstjóri.
Kjarninn 25. október 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Staða ungs fólks á Íslandi
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent