Kvika og TM ekki í sameiningarviðræðum – Forsíðufrétt Fréttablaðsins hafnað

Í morgun var því haldið fram á forsíðu Fréttablaðsins að Kvika og TM ættu í sameiningarviðræðum. Kvika hefur sent tilkynningu til Kauphallar Íslands þar sem þessu er hafnað og sagt að viðræður séu hvorki í gangi né séu þær fyrirhugaðar.

kvika banki
Auglýsing

Kvika banki hefur sent til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands þar sem for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í morg­un, um fyr­ir­hug­aða sam­ein­ingu bank­ans við trygg­inga­fé­lagið TM, er hafn­að. 

Í til­kynn­ing­unni segir orð­rétt: „Í morgun voru birtar fréttir um mögu­legan sam­runa Kviku og TM. Engar við­ræður eru í gangi og ekki eru fyr­ir­hug­aðar við­ræður um sam­runa félag­anna.“

Í frétt Frétta­blaðs­ins segir að æðstu stjórn­endur félag­anna tveggja, sem bæði eru skráð á hluta­bréfa­mark­að, hafi á und­an­förnum vikum rætt mögu­lega sam­ein­ingu þeirra. Enn hefði ekki náðst sam­komu­lag um und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ingar um að hefja form­legar samn­inga­við­ræður um sam­ein­ing­u. 

Auglýsing
Þar sagði enn fremur að við­ræð­urnar ættu sér nokkurn aðdrag­anda en væru „tíma­bundið á ís eins og sakir standa“, meðal ann­ars vegna þess að ólíkar hug­myndir væru uppi um á hvaða verði félögin tvö yrðu metin ef af sam­ein­ingu yrði.

Við lokun mark­aða í gær var TM metið á um 26 millj­arða króna og Kvika banki á um 19 millj­arða króna. 

Efna­hags­reikn­ingur TM tvö­fald­að­ist síðla árs í fyrra þegar félagið keypti fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tækið Lyk­il. Heild­ar­eignir þess fóru þá yfir 80 millj­arða króna og gerði TM að stærsta íslenska trygg­inga­fyr­ir­tæk­inu. Við þau kaup varð stór hluti af starf­semi félags­ins fjár­mögn­un, þ.e. útlán og leigu­samn­ing­ar. 

Kvika er fjórði stærsti banki lands­ins. Áætl­aðar heild­ar­eignir hans í lok mars síð­ast­lið­ins voru 117,1 millj­arðar króna og eig­in­fjár­hlut­fall hans 24,2 pró­sent.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Sjálfstæðisflokkurinn fær langhæstu styrkina frá fyrirtækjum og einstaklingum
Stærsti flokkur landsins, Sjálfstæðisflokkur, er í sérflokki þegar kemur að framlögum frá lögaðilum og einstaklingum. Í fyrra fékk hann hærri framlög frá slíkum en hinir fimm flokkarnir sem hafa skilað ársreikningi til samans.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent