Kvika og TM ekki í sameiningarviðræðum – Forsíðufrétt Fréttablaðsins hafnað

Í morgun var því haldið fram á forsíðu Fréttablaðsins að Kvika og TM ættu í sameiningarviðræðum. Kvika hefur sent tilkynningu til Kauphallar Íslands þar sem þessu er hafnað og sagt að viðræður séu hvorki í gangi né séu þær fyrirhugaðar.

kvika banki
Auglýsing

Kvika banki hefur sent tilkynningu til Kauphallar Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun, um fyrirhugaða sameiningu bankans við tryggingafélagið TM, er hafnað. 

Í tilkynningunni segir orðrétt: „Í morgun voru birtar fréttir um mögulegan samruna Kviku og TM. Engar viðræður eru í gangi og ekki eru fyrirhugaðar viðræður um samruna félaganna.“

Í frétt Fréttablaðsins segir að æðstu stjórnendur félaganna tveggja, sem bæði eru skráð á hlutabréfamarkað, hafi á undanförnum vikum rætt mögulega sameiningu þeirra. Enn hefði ekki náðst samkomulag um undirritun viljayfirlýsingar um að hefja formlegar samningaviðræður um sameiningu. 

Auglýsing
Þar sagði enn fremur að viðræðurnar ættu sér nokkurn aðdraganda en væru „tímabundið á ís eins og sakir standa“, meðal annars vegna þess að ólíkar hugmyndir væru uppi um á hvaða verði félögin tvö yrðu metin ef af sameiningu yrði.

Við lokun markaða í gær var TM metið á um 26 milljarða króna og Kvika banki á um 19 milljarða króna. 

Efnahagsreikningur TM tvöfaldaðist síðla árs í fyrra þegar félagið keypti fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Heildareignir þess fóru þá yfir 80 milljarða króna og gerði TM að stærsta íslenska tryggingafyrirtækinu. Við þau kaup varð stór hluti af starfsemi félagsins fjármögnun, þ.e. útlán og leigusamningar. 

Kvika er fjórði stærsti banki landsins. Áætlaðar heildareignir hans í lok mars síðastliðins voru 117,1 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall hans 24,2 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent