Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“

Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.

Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Auglýsing

Mið­flokks­menn í Múla­þingi, nýja sam­ein­aða sveit­ar­fé­lag­inu á Aust­ur­landi, telja að Klaust­ur­málið hafi spillt fyrir sér í nýaf­stöðnum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Flokk­ur­inn fékk 11 pró­sent atkvæða, minnst fylgi þeirra fimm fram­boða sem buðu fram og náði einum full­trúa inn í nýkjörna ell­efu manna sveit­ar­stjórn.

Sig­urður Ragn­ars­son fram­kvæmda­stjóri á Hér­aði, sem sat í 7. sæti á fram­boðs­lista flokks­ins, segir í aðsendri grein á vef Aust­ur­fréttar að hann sé bæði bitur og miður sín yfir úrslitum kosn­ing­anna. Hann segir að það sé ekki vegna þess að fólk hafi haft aðrar skoð­anir en mið­flokks­menn, enda sé það bara lýð­ræð­is­legt að fólk hafi mis­jafna sýn á mál­in.

„En mér finnst afar ósann­gjarnt að ég og aðrir sem unnum af heil­indum í aðdrag­anda þess­arra kosn­inga skyldum enda­laust þurfa að svara fyrir fyll­er­ís­röfl Gunn­ars Braga Sveins­sonar á bar suður í Reykja­vík, og allar þær hug­myndir og hug­sjónir sem við hefðum væru einskis virði þess vegna,“ skrifar Sig­urð­ur. 

Auglýsing

Hann bætir við að Gunnar Bragi og aðrir Klaust­ur­þing­menn hafi „sann­ar­lega fengið að iðr­ast þess­arra gjörða sinna“, en seg­ist efast um að þeir sem létu „fúk­yrði og sví­virð­ing­ar“ dynja á þing­mönn­unum á sam­fé­lags­miðlum hafi gert hið sama. 

„Sá ykkar sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um“

Grein Sig­urðar birt­ist á föstu­dag. Í gær steig Þröstur Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins í sveit­ar­fé­lag­inu, fram í athuga­semd undir grein­inni og tók undir það að „þetta bar-­mál“ hefði þvælst fyrir mið­flokks­mönnum í kosn­inga­bar­átt­unni. Hann sagði marga hafa komið að máli við sig og spurt hvort hann tæki undir skrif Sig­urð­ar.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Þröstur seg­ist ekki hafa tölu á því hversu oft hann fékk til sín setn­ingar þess efnis að fólk myndi kjósa fram­boðs­lista Mið­flokks­ins ef hann væri ekki tengdur „þessum xxxxx“ og bætir við að með „xxxxx“ vísi hann til „orða­leppa sem eru vart á prent setj­and­i“.

Odd­vit­inn seg­ist biðja Guð um náð og fyr­ir­gefn­ingu fyrir sjálfan sig og því hljóti hann að fyr­ir­gefa öðrum, vit­andi það að allir geri mis­tök.

„Því miður virð­ist margt fólk ekki hugsa eins, heldur dæmir fólk nán­ast til dauða að eilífu, á sama tíma og það ætl­ast sjálft til að fá fyr­ir­gefn­ingu synda sinna, eða ein­fald­lega telur sig synd­laust. ­Dóm­harka fylgir vax­andi guð­leysi í þjóð­fé­lagi okkar og er að verða stór­vanda­mál útaf fyrir sig,“ skrifar Þröstur í athuga­semd sinni.

Þar endar hann svo á að vísa í 8. kafla Jóhann­es­ar­guð­spjalls: „Sá ykkar sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um.“  

Gunnar Bragi Sveins­son vís­aði einmitt til sömu orða úr ritn­ing­unni í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér 30. nóv­em­ber 2018, er hann til­kynnti að hann myndi taka sér leyfi frá þing­störfum vegna Klaust­ur­máls­ins.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent