Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“

Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.

Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Auglýsing

Mið­flokks­menn í Múla­þingi, nýja sam­ein­aða sveit­ar­fé­lag­inu á Aust­ur­landi, telja að Klaust­ur­málið hafi spillt fyrir sér í nýaf­stöðnum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Flokk­ur­inn fékk 11 pró­sent atkvæða, minnst fylgi þeirra fimm fram­boða sem buðu fram og náði einum full­trúa inn í nýkjörna ell­efu manna sveit­ar­stjórn.

Sig­urður Ragn­ars­son fram­kvæmda­stjóri á Hér­aði, sem sat í 7. sæti á fram­boðs­lista flokks­ins, segir í aðsendri grein á vef Aust­ur­fréttar að hann sé bæði bitur og miður sín yfir úrslitum kosn­ing­anna. Hann segir að það sé ekki vegna þess að fólk hafi haft aðrar skoð­anir en mið­flokks­menn, enda sé það bara lýð­ræð­is­legt að fólk hafi mis­jafna sýn á mál­in.

„En mér finnst afar ósann­gjarnt að ég og aðrir sem unnum af heil­indum í aðdrag­anda þess­arra kosn­inga skyldum enda­laust þurfa að svara fyrir fyll­er­ís­röfl Gunn­ars Braga Sveins­sonar á bar suður í Reykja­vík, og allar þær hug­myndir og hug­sjónir sem við hefðum væru einskis virði þess vegna,“ skrifar Sig­urð­ur. 

Auglýsing

Hann bætir við að Gunnar Bragi og aðrir Klaust­ur­þing­menn hafi „sann­ar­lega fengið að iðr­ast þess­arra gjörða sinna“, en seg­ist efast um að þeir sem létu „fúk­yrði og sví­virð­ing­ar“ dynja á þing­mönn­unum á sam­fé­lags­miðlum hafi gert hið sama. 

„Sá ykkar sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um“

Grein Sig­urðar birt­ist á föstu­dag. Í gær steig Þröstur Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins í sveit­ar­fé­lag­inu, fram í athuga­semd undir grein­inni og tók undir það að „þetta bar-­mál“ hefði þvælst fyrir mið­flokks­mönnum í kosn­inga­bar­átt­unni. Hann sagði marga hafa komið að máli við sig og spurt hvort hann tæki undir skrif Sig­urð­ar.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Þröstur seg­ist ekki hafa tölu á því hversu oft hann fékk til sín setn­ingar þess efnis að fólk myndi kjósa fram­boðs­lista Mið­flokks­ins ef hann væri ekki tengdur „þessum xxxxx“ og bætir við að með „xxxxx“ vísi hann til „orða­leppa sem eru vart á prent setj­and­i“.

Odd­vit­inn seg­ist biðja Guð um náð og fyr­ir­gefn­ingu fyrir sjálfan sig og því hljóti hann að fyr­ir­gefa öðrum, vit­andi það að allir geri mis­tök.

„Því miður virð­ist margt fólk ekki hugsa eins, heldur dæmir fólk nán­ast til dauða að eilífu, á sama tíma og það ætl­ast sjálft til að fá fyr­ir­gefn­ingu synda sinna, eða ein­fald­lega telur sig synd­laust. ­Dóm­harka fylgir vax­andi guð­leysi í þjóð­fé­lagi okkar og er að verða stór­vanda­mál útaf fyrir sig,“ skrifar Þröstur í athuga­semd sinni.

Þar endar hann svo á að vísa í 8. kafla Jóhann­es­ar­guð­spjalls: „Sá ykkar sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um.“  

Gunnar Bragi Sveins­son vís­aði einmitt til sömu orða úr ritn­ing­unni í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér 30. nóv­em­ber 2018, er hann til­kynnti að hann myndi taka sér leyfi frá þing­störfum vegna Klaust­ur­máls­ins.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Álfheiður Eymarsdóttir og Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Er ekki bara best að kjósa Samherja?
Kjarninn 24. september 2021
Formenn flokkanna sögðu nú sem betur fer að uppistöðu aðallega satt í viðtölunum sem Staðreyndavakt Kjarnans tók fyrir.
Fjögur fóru með fleipur, jafnmörg sögðu hálfsannleik og tvær á réttri leið
Staðreyndavakt Kjarnans rýndi í tíu viðtöl við leiðtoga stjórnmálaflokka sem fram fóru á sama vettvangi. Hér má sjá niðurstöðurnar.
Kjarninn 24. september 2021
Steinar Frímannsson
Stutt og laggott – Umhverfisstefna Samfylkingar
Kjarninn 24. september 2021
Hjördís Björg Kristinsdóttir
Vanda til verka þegar aðstoð er veitt
Kjarninn 24. september 2021
Árni Finnsson
Á að banna olíuleit á hafsvæðum Íslands?
Kjarninn 24. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent