Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“

Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.

Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Auglýsing

Mið­flokks­menn í Múla­þingi, nýja sam­ein­aða sveit­ar­fé­lag­inu á Aust­ur­landi, telja að Klaust­ur­málið hafi spillt fyrir sér í nýaf­stöðnum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Flokk­ur­inn fékk 11 pró­sent atkvæða, minnst fylgi þeirra fimm fram­boða sem buðu fram og náði einum full­trúa inn í nýkjörna ell­efu manna sveit­ar­stjórn.

Sig­urður Ragn­ars­son fram­kvæmda­stjóri á Hér­aði, sem sat í 7. sæti á fram­boðs­lista flokks­ins, segir í aðsendri grein á vef Aust­ur­fréttar að hann sé bæði bitur og miður sín yfir úrslitum kosn­ing­anna. Hann segir að það sé ekki vegna þess að fólk hafi haft aðrar skoð­anir en mið­flokks­menn, enda sé það bara lýð­ræð­is­legt að fólk hafi mis­jafna sýn á mál­in.

„En mér finnst afar ósann­gjarnt að ég og aðrir sem unnum af heil­indum í aðdrag­anda þess­arra kosn­inga skyldum enda­laust þurfa að svara fyrir fyll­er­ís­röfl Gunn­ars Braga Sveins­sonar á bar suður í Reykja­vík, og allar þær hug­myndir og hug­sjónir sem við hefðum væru einskis virði þess vegna,“ skrifar Sig­urð­ur. 

Auglýsing

Hann bætir við að Gunnar Bragi og aðrir Klaust­ur­þing­menn hafi „sann­ar­lega fengið að iðr­ast þess­arra gjörða sinna“, en seg­ist efast um að þeir sem létu „fúk­yrði og sví­virð­ing­ar“ dynja á þing­mönn­unum á sam­fé­lags­miðlum hafi gert hið sama. 

„Sá ykkar sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um“

Grein Sig­urðar birt­ist á föstu­dag. Í gær steig Þröstur Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins í sveit­ar­fé­lag­inu, fram í athuga­semd undir grein­inni og tók undir það að „þetta bar-­mál“ hefði þvælst fyrir mið­flokks­mönnum í kosn­inga­bar­átt­unni. Hann sagði marga hafa komið að máli við sig og spurt hvort hann tæki undir skrif Sig­urð­ar.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Þröstur seg­ist ekki hafa tölu á því hversu oft hann fékk til sín setn­ingar þess efnis að fólk myndi kjósa fram­boðs­lista Mið­flokks­ins ef hann væri ekki tengdur „þessum xxxxx“ og bætir við að með „xxxxx“ vísi hann til „orða­leppa sem eru vart á prent setj­and­i“.

Odd­vit­inn seg­ist biðja Guð um náð og fyr­ir­gefn­ingu fyrir sjálfan sig og því hljóti hann að fyr­ir­gefa öðrum, vit­andi það að allir geri mis­tök.

„Því miður virð­ist margt fólk ekki hugsa eins, heldur dæmir fólk nán­ast til dauða að eilífu, á sama tíma og það ætl­ast sjálft til að fá fyr­ir­gefn­ingu synda sinna, eða ein­fald­lega telur sig synd­laust. ­Dóm­harka fylgir vax­andi guð­leysi í þjóð­fé­lagi okkar og er að verða stór­vanda­mál útaf fyrir sig,“ skrifar Þröstur í athuga­semd sinni.

Þar endar hann svo á að vísa í 8. kafla Jóhann­es­ar­guð­spjalls: „Sá ykkar sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um.“  

Gunnar Bragi Sveins­son vís­aði einmitt til sömu orða úr ritn­ing­unni í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér 30. nóv­em­ber 2018, er hann til­kynnti að hann myndi taka sér leyfi frá þing­störfum vegna Klaust­ur­máls­ins.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent