Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“

Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.

Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Auglýsing

Mið­flokks­menn í Múla­þingi, nýja sam­ein­aða sveit­ar­fé­lag­inu á Aust­ur­landi, telja að Klaust­ur­málið hafi spillt fyrir sér í nýaf­stöðnum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Flokk­ur­inn fékk 11 pró­sent atkvæða, minnst fylgi þeirra fimm fram­boða sem buðu fram og náði einum full­trúa inn í nýkjörna ell­efu manna sveit­ar­stjórn.

Sig­urður Ragn­ars­son fram­kvæmda­stjóri á Hér­aði, sem sat í 7. sæti á fram­boðs­lista flokks­ins, segir í aðsendri grein á vef Aust­ur­fréttar að hann sé bæði bitur og miður sín yfir úrslitum kosn­ing­anna. Hann segir að það sé ekki vegna þess að fólk hafi haft aðrar skoð­anir en mið­flokks­menn, enda sé það bara lýð­ræð­is­legt að fólk hafi mis­jafna sýn á mál­in.

„En mér finnst afar ósann­gjarnt að ég og aðrir sem unnum af heil­indum í aðdrag­anda þess­arra kosn­inga skyldum enda­laust þurfa að svara fyrir fyll­er­ís­röfl Gunn­ars Braga Sveins­sonar á bar suður í Reykja­vík, og allar þær hug­myndir og hug­sjónir sem við hefðum væru einskis virði þess vegna,“ skrifar Sig­urð­ur. 

Auglýsing

Hann bætir við að Gunnar Bragi og aðrir Klaust­ur­þing­menn hafi „sann­ar­lega fengið að iðr­ast þess­arra gjörða sinna“, en seg­ist efast um að þeir sem létu „fúk­yrði og sví­virð­ing­ar“ dynja á þing­mönn­unum á sam­fé­lags­miðlum hafi gert hið sama. 

„Sá ykkar sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um“

Grein Sig­urðar birt­ist á föstu­dag. Í gær steig Þröstur Jóns­son, odd­viti Mið­flokks­ins í sveit­ar­fé­lag­inu, fram í athuga­semd undir grein­inni og tók undir það að „þetta bar-­mál“ hefði þvælst fyrir mið­flokks­mönnum í kosn­inga­bar­átt­unni. Hann sagði marga hafa komið að máli við sig og spurt hvort hann tæki undir skrif Sig­urð­ar.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.Þröstur seg­ist ekki hafa tölu á því hversu oft hann fékk til sín setn­ingar þess efnis að fólk myndi kjósa fram­boðs­lista Mið­flokks­ins ef hann væri ekki tengdur „þessum xxxxx“ og bætir við að með „xxxxx“ vísi hann til „orða­leppa sem eru vart á prent setj­and­i“.

Odd­vit­inn seg­ist biðja Guð um náð og fyr­ir­gefn­ingu fyrir sjálfan sig og því hljóti hann að fyr­ir­gefa öðrum, vit­andi það að allir geri mis­tök.

„Því miður virð­ist margt fólk ekki hugsa eins, heldur dæmir fólk nán­ast til dauða að eilífu, á sama tíma og það ætl­ast sjálft til að fá fyr­ir­gefn­ingu synda sinna, eða ein­fald­lega telur sig synd­laust. ­Dóm­harka fylgir vax­andi guð­leysi í þjóð­fé­lagi okkar og er að verða stór­vanda­mál útaf fyrir sig,“ skrifar Þröstur í athuga­semd sinni.

Þar endar hann svo á að vísa í 8. kafla Jóhann­es­ar­guð­spjalls: „Sá ykkar sem synd­laus er, kasti fyrsta stein­in­um.“  

Gunnar Bragi Sveins­son vís­aði einmitt til sömu orða úr ritn­ing­unni í yfir­lýs­ingu sem hann sendi frá sér 30. nóv­em­ber 2018, er hann til­kynnti að hann myndi taka sér leyfi frá þing­störfum vegna Klaust­ur­máls­ins.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent