Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar

Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.

Alma Möller, landlæknir.
Alma Möller, landlæknir.
Auglýsing

„Við vitum auð­vitað að þeir sem hafa fengið alvar­legar veiru­sýk­ingar eru við­kvæm­ari í lung­unum og við­kvæm­ari fyrir fylg­i­sýk­ing­um, til dæmis bakt­er­íu­sýk­ing­um,“ sagði Alma Möller land­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag, spurð hvort að þeir sem fengið hefðu COVID-19 þyrftu að við­hafa sömu sýk­ing­ar­varnir og aðr­ir. 

Hún sagði dæmi um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungna­bólgu mörgum vikum síð­ar. „Það er fyllsta ástæða fyrir þetta fólk að fara með gát.“

Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði að litið væri svo á að þeir sem hefðu fengið stað­festa COVID-­sýk­ingu fái hana ekki aftur en hann benti hins vegar á að ekki væri enn vitað hversu lengi ónæmi gegn veirunni end­ist. Þeir sem hafi fengið COVID-19 ættu því áfram að gæta vel að sér. Aðrar sýk­ingar væru „þarna úti“ og sér­stak­lega ættu þeir sem teldu sig við­kvæma eftir COVID-­sýk­ing­una að passa sig. 

Hann sagð­ist ekki geta full­yrt að fólk sem hefði fengið COVID væri komið í sér­stakan áhættu­hóp hvað aðrar sýk­ingar varð­ar, „en við erum farin að heyra það frá fólki hvað það er við­kvæmt,“ bætti hann við. Hafin væri rann­sókn á eft­ir­köstum COVID-veik­inda í sam­vinnu við Land­spít­al­ann.

Alma benti á að þó að við­kom­andi væri sjálfur ónæmur fyrir að kór­ónu­veirunni gæti hann engu að síður orðið fyrir því að bera smit, til dæmis ef hann fengi veiruna á hend­urn­ar. „Þannig að auð­vitað þurfa allir að gæta þess­ara sótt­varna áfram.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur einnig heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar
Sýn vill ekki upplýsa um hugsanlega kaupendur farsímainnviða
Fjarskiptafyrirtækið segir að trúnaður ríki yfir samningaviðræðum um kaup á óvirkum farsímainnviðum kerfisins en að frekari upplýsingar verði gefnar fljótlega.
Kjarninn 26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent